Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987. -----------------------------1 Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. A fturhaldið í SÍS Afturhaldið í Sambandinu sýnir enn innræti sitt. Nú hyggst það stöðva frjálst fiskverð. Á fundi verðlagsráðs sjávarútvegsins í gær var að vísu ákveðið, að fiskverð skyldi vera frjálst áfram til fimmtánda nóvember. En tímann á að nota til að finna leikreglur, væntanlega til þess, að verðið verði ekki lengur frjálst heldur í höndum verðlagsráðs. Ákvörðunin í gær var tekin vegna kröfu fulltrúa Sambandsins. Eðlilega tala menn um kúgun og nauðungarsamninga þess vegna. Til þess að fiskverð sé frjálst þurfa allir fulltrúar í verðlagsráði að samþykkja það. Fiskverð hefur verið fijálst síðan fimmtánda júní í sumar. Fyrir hggur, að fulltrúi Sambandsins hindraði nú, að það yrði gefið frjálst til áramóta. Aðrir voru samþykkir frjálsu fisk- verði. Með frelsinu fæst, þegar til lengdar lætur, raunhæfara markaðsverð en ella. Fráleitt er, að odda- maður frá ríkinu sé í raun látinn ákveða verðið í verðlagsráði með sambræðslu við ýmist kaupendur eða seljendur. Með ófrjálsu verði hefur ríkið áður fyrr jafn- an tekið á sig ábyrgð á verðinu, oft þar með ábyrgð á gengisfellingu og aukinni verðbólgu. Þann kaleik á að taka frá ríkinu. Risið hfa fiskmarkaðir og verða fleiri. Þeir eru þegar orðnir nógu margir til þess að geta markað raunhæft verð. Vissulega er rétt, að vandamál koma upp. Stór hluti fiskiskipaflotans er jafnframt í eigu fiskvinnslunn- ar. En komast má fram hjá þeim hindrunum, sem þetta veldur. Ekki á að þurfa að koma til deilna, til dæmis vegna þess að fiskvinnslan kaupi fisk frá eigin skipum langt undir markaðsverði. Rétt er að miða við það mark- aðsverð, sem fæst á fiskmörkuðunum, meðalverð, og láta það gilda hverju sinni, þegar fiskvinnslan á skipin. Þá verða slíkir sjómenn ekki settir hjá. Andstæðingar frjáls fiskverðs notfæra. sér nú þær deilur, sem upp hafa komið, vinnudeilur og skammar- lega lágt verð til sjómanna í sumum tilvikum. Frjálst fiskverð hefur sína ágalla, en það er miklu betra en það, sem við tæki, kæmi gamla kerfið aftur, eins og allt bendir nú til. Það er einnig fráleitt, að afturhaldssjónar- mið Sambandsins geti brugðið fæti fyrir hina eðlilegu þróun. Spor er nú stigið aftur á bak. En fáir munu telja annað en innan tíðar verði frjálst fiskverð reglan. Við eigum að geta lært af reynslunni í sumar og bætt um becur. Margir selja aflann erlendis í gámum. Þeim mun Qölga, verði frelsið um fiskverð afnumið hér heima. Þá gætu orðið til tvær þjóðir sjómanna, annars vegar þeir, sem selja í gámum, fyrir hátt verð og hafa miklar tekj- ur, hins vegar hinir tekjulægri, sem bundnir eru af ákvörðunum verðlagsráðs. Til þessa mátti ekki koma. Fiskmarkaðirnir hafa gefizt vel. Þeirra er framtíðin, þeir munu stöðugt eflast. Því miður er veldi Sambandsins og afturhaldsmann- anna í Framsókn enn yfirþyrmandi hérlendis. Staða í verðlagsráði hefur þó sýnt, að augu manna eru að opn- ast. En hinir íhaldssömustu framsóknarmenn standa enn fyrir óeðlilegum og óhagstæðum hömlum um gerv- allt þjóðlífið. Afnám fijáls fiskverðs mun valda miklum vanda, sem hér hefur verið getið. Frjáls markaður á að vera stefn- an, hvarvetna þar sem samkeppni er nóg. Það veitir bezt lífskjör. Haukur Helgason „Spor Alþýðu- flokksins' ‘ í Morgunblaöinu í dag (fóstudag- inn 25. september) er forystugrein, sem nefnd er Spor Alþýðuflokksins. í greininni veitist leiöarahöfundur að Alþýðuflokknum fyrir aðgerðir ráðherra flokksins til þess að stemma stígu við taumlausu lán- tökuæði í erlendum gjaldmiðlum tíl þess m.a. að flármagna dulbúnar einkaþarfir íslenska forstjóragengis- ins og fyrir þá ófrávíkjanlegu kröfu fjármálaráðherra Aiþýðuflokksins að jafnvægi verði komið á í ríkis- rekstrinum. Jafnframt atyrðir Morgunblaðið ráðherra Sjálfstaeðis- flokksins fyrir að stöðva ekki framgang þessara aðgerða með hót- unum. Með sama hættí og blaðið virðist líta á það sem sitt megin- hiutverk að knýja ráðherra Sjálf- stæðisflokksins tíl eins og annars með hótunum virðist blaðið ganga út frá því sem gefnu að þessir sömu ráðherrar eigi að tileinka sér sömu samskiptahætti - hótanastríðið - gagnvart samstarfsaðilum sínum í ríkisstjóminni. Blaðið virðist hafa gleymt því - hefur e.t.v. aldrei vitað það - að aðalhlutverk sérhvers for- sætisráðherra í samsteypustjóm er að halda rikisstjóminni saman og við efnið eins og efnið er skilgreint í samstarfssamningi flokkanna. Engir ráðherrar, og þá aiira síst for- sætisráðherra, eiga að haga sér eins og skæruliðaforingjar eða sikil- eyskir mannræningjar. Krafa um breytingu Auðvitað munu Alþýðuflokkurinn og ráðherrar hans marka sín spor og ráða ekkert síður en hinir stjóm- arflokkamir og þeirra ráöherrar hvaða stefnu ríkisstjómin mun taka. Aðild Alþýðuflokksins að núverandi ríkisstjóm var aldrei og verður aidr- ei til þess að tryggja framhald á stjómarstefnu þeirrar ríkisstjómar sem þjóðin hafnaði í síðustu kosn- ingum. Þvert á móti er aðild Al- þýðuflokksins að núverandi ríkis- stjóm krafa um breytingar. Morgunblaðið og aðrir þiufa því ekki að láta sér koma neitt á óvart þótt Alþýðuflokkurinn sé tekinn til við að marka sín spor í Stjómarráð- inu og að þau spor séu stigin öðmvísi en gert var á tímabili ríkisstjómar þeirrar sem missti þingmeirihluta sinn á sl. vori. Að stjórna eða ekki stjórna Allir - ekki síður Morgunblaðið en aðrir - vita og viðurkenna að alvar- legustu hættumerki í efnahags- og afkomumálum þjóðarbúsins hafa verið og em annars vegar stjómlaus hallarekstur á ríkissjóði og hins veg- ar óhófleg þensla í tiltekinni starf- semi, einkum í verslun og viðskipt- Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn um, sem að verulegu leytí er fjármögnuö með erlendum lánum. Menn misstu einfaldlega alla stjóm á báðum þessum mikilvægu þáttum í efnahagslífinu - á ríkisrekstrinum og á erlendu lántökunum. Einmitt þess vegna er verðbólga nú á hraðri uppleið og fastgengisstefna ríkis- stjómarinnar í mikilli hættu og þar með ógnað öllum stöðugleika í at- vinnu- og efnahagsmálum. Nái menn ekki betri stjóm á rtkisfjár- málunum og innstreymi erlends lánsfjár á næsta ári en menn hafa haft þá mun verðbólgan æða áfram upp og efnahagsstefna ríkisstjómar- innar hryi\ja eins og spilaborg. Spor þau, sem ráðherrar Alþýðuflokksins em nú að marka í skriðuna, em við- spyman - ákveðin og afdráttarlaus tihaun til þess að menn nái aö stöðva sig í hrapinu. Þeir sem ætla að stjóma verða að geta spymt við fót- um. Stigið á hemlana Fjármálaráðherra Alþýðuflokks- ins tekur við ríkissjóði í bullandi hallarekstri. í rekstri ríkissjóðs var eytt langt umfram það sem aflaðist. Svokallar niðurskurðar- og spam- aðaraðgerðir skfluðu ekki einu sinni árangri er nægði til þess að halda í við útgjaldaþensluna. Þó menn næðu mixrna en engum árangri í lækkun útgjalda brast vilja, kjark eða samstöðu til þess að mæta halia- rekstri ríkissjóðs með nýrri tekjuöfl- un. Ríkissjóður var því rekinn á hvolfi og var hallarekstur ríkissjóðs önnur alvarlegasta ógnunin við jafn- vægisástand í þjóðarbúskapnum við hhðina á gegndarlausu innstreymi erlends lánsflár þar sem stjómleysið óð líka uppi. Markmiö Alþýðuflokksins hefur aldrei verið að halda áfram þessum hrunadansi heldur þvert á móti. Það er tilgangsMtiö fyrir ráðamenn þjóð- arinnar að predika aðhald og gætni fyrir launafólkinu ef aUt er í óráðsíu hjá þeim sjáUum. Fyrsta boðorð nýrrar efhahagsstjómunar er að taka fóstum tökum rekstur ríkisins og stofnana þess og stöðva óheft inn- streymi erlends lánsfjár þegar þannig er farið með aukið lántöku- frelsi atvinnufyrirtækjanna að stjómendur þeirra virðast jafnvel fremur hugsa um lúxusbflaþarfir sjálfra sín en uppbyggingu og eflingu fyrirtækja sinna. Ný stefna mörkuð I fjármálaráðuneytinu og við- skiptaráðuneytinu er því verið aö marka nýja stefnu í efnahags- og peningamálum. Tfllögur hafa verið gerðar um mjög verulegan niður- skurð í rekstrarútgjöldum ríkisins og stofnana þess. TUlögur hafa einn- ig verið gerðar um flutning viöfangs- efna frá ríkinu tfl sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja svo og tiUögur um að ríkið hætti aö niður- greiöa þjónustu við atvinnuvegina. Hefðu aUar þessar tfllögur náð fram að ganga hefði rekstur ríkissjóðs á næsta ári verið án haUa. Að svo miklu leyti sem ekki tókst samstaða í ríkisstjóm um lækkun útgjalda urðu auðvitað að koma samþykktir ,um aukna tekjuöflun því þaö er ekki í samræmi við ábyrga fjármálastjóm að reka ríkisSjóð með bullandi halla á tímum þegar Mfsnauðsynlegt er að vinna gegn þenslu í þjóðfélaginu. Með sama hættí er nú í viðskipta- ráðuneytinu unnið að því að gera atvinnulífið ábyrgara í sinni lán- tökupóMtík þannig að atvinnufyrir- tækin sjálf, en ekki hið opnbera, beri lokaábyrgðina á þeim erlendu lánum, sem atvinnufyrirtækin taka. Um leið verður að sjálfsögðu komiö í veg fyrir það athæfi að forstjóra- gengið í landinu geti keypt undir sig lúxusbfla í nafhi fyrirtækja sinna, fært öU útgjöld vegna bifreiöakaup- anna sem kostnaöarUð á rekstrar- reikningi og fengið hann frádregjnn frá skatti og standi svo uppi eftír 3-4 ár sem stoltir eigendur Mercedez- Benza eða amerískra jeppabifreiða sem ríkið hefur gefið þeim að hálfu í formi skattaafsláttar. Það getur vel verið að íslenska forstjóragengið og Morgunblaöið hafi geð í sér til þess að beijast opinberlega fyrir viðhaldi og varðveislu þessa forréttindakerfis forstjóranna. Alþýðuflokkurinn hef- ur það ekki. Sighvatur Björgvinsson. „Engir ráðherrar, og þá allra síst forsætisráðherra, eiga að haga sér eins og skæruliðaforingjar eða sikileyskir mannræningjar." „Morgunblaðið og aðrir þurfa því ekki að láta sér koma neitt á óvart þótt Al- þýðuflokkurinn sé tekinn til við að marka sín spor í Stjórnarráðinu og að þau spor séu stigin öðruvísi en gert var á tímabili ríkisstjórnar þeirrar sem missti þingmeirihluta sinn á sl. vori.‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.