Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987. Spumingin Hver spáir þú að verði næsti formaður Alþýðu- bandalagsins? Reynir Ragnarsson: Hef enga hug- mynd. Vil engu spá um þaö. Ásgerður Gísladóttir: Mér fmnst að Ólafur Ragnar Grímsson sé rétti maðurinn í það starf. Hann hefur aUt til að bera sem þarf til starfans. Ég vil óska honum gæfu og gengis. Snorri Steinsson: Norðanstúlkan. Það er tilbreyting að fá hana í starf- ið. Góð tilbreyting frá núverandi forystu. Góður fulltrúi landsbyggð- arinnar, og er kona í þokkabót. Einar Jónsson: Ósennilegt að Ólafur Ragnar verði formaður. Tel líklegt að Svavar verði áfram. Hann vill verða formaður. Björgvin Kristbergsson: Ólafur Ragnar. Mér fmnst hann góður mað- ur og hann hefur góða rödd og beitir henni vel. Mér líst vel á hann. Kjartan Bendtsen: Hefi enga hug- mynd um þaö. Þekki engan þar í flokki. Ég er ekkert inni í málunum. Lesendur „Reynsla undangenginna ára sýnir fram á að það er ekki hægt aö kenna flestum Islendingum að neyta vins í hófi.“ íslendingar: Kirkjumar í Amesi: Eftirmál Kunna ekki að neyta áfengis Lesandi skrifar: Vegna þess að „neytandi" sem hringdi í DV þann 24.09 sl. og óskaði efitír því að verslun ÁTVR í Kringl- unni yrði opin á laugardögum langar mig að segja mitt álit á því. Mér finnst kannski í lagi að hafa opið á laugardögum í Kringlunni en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að ekki sé svo nú aðeins til að vægja alkóhólistum frekar en öðrum. Jón Jónsson, vagnstjóri SVR, skrifar: Ekki er aö furða þó umferðarmál okkar séu í megnasta ólestri, a.m.k. ef mið er tekið af skoðanakönnunum blaða um þá spumingu hvort lögregl- an skuli mæla hraða bíla í merktum eða ómerktum bílum. Meirihluti fólks vildi mælingar í merktum bílum vegna þess að þá sé auðveldara að forðast það að vera nappaður. Ég spyr, til hvers eru umferðarlög ef ekki á að fara eftir þeim? Lögreglan eins og hún hefur unniö upp á síðkastið er eins og lögreglan ætti að vera, en því miður grunar mig að þetta sé einungis bóla sem fljótlega springur. Eitt er það sem kappaksturshetjur strætanna þola illa en það er þegar bifreiðum er ekið er á löglegum hraða (og minni) á vinstri akrein af tveimur mögulegum. Ég spyr lögreglustjóra. Reynsla undangenginna ára hlýtur að hafa sýnt „neytanda" fram á aö það er ekki hægt að kenna flestum íslend- ingum að neyta víns í hófi. „Neytandi" talar um að ef reglur þær og lög sem ef til vill standa á móti opnun á laugardögum séu vegna alkóhólista þá sé það út í hött. Einnig talar hann um að hann og fleiri geri og hafi gert nóg fyrir alkóhólista, t.d. kostað þá inn á Vog og víðar. - á vinsbi akrein Skiptir nokkru máli á hvorri akrein- inni er ekið ef ekiö er á leyfilegum hámarkshraða, aðeins ef lögreglu, sjú- krabílum og bílum með löglegum auðkennum er hleypt fram úr? Önnur spuming hefur brunnið á vörum mínum allt frá því að ég tók bílpróf en enginn hefur treyst sér til að svara óyggjandi. Ef ekið er á eftir bíl sem ekur á leyfilegum hámarks hraða, má þá aka fram úr honum? (Til þess þyrfti að sjálfsögðu að aka hraðar en löglegur hámarkshraði leyf- ir) Sektir hafa hækkaö. Sektir eru í sjálfu sér ágætar en ökuleyfissvipting er miklu áhrifaríkari og jafhvel fang- elsi við umferðalagabrotum s.s. ofsahraða, ekið yfir á rauðu ljósi og ekki stöðvað við STOP-merki svo eitt- hvað sé nefnt. Þá spyr ég. Mega þá ríkisspítalamir og heilbrigðiskerfið í heild senda hon- um og hinum sem sjá eftir peningun- um á Vog reikninga? Reikninga vegna kostnaðar af ölvunarakstri og óhöpp- um sem þeim em fýlgjandi ásamt flefru, jafnvel gistingarkostnað á spít- ulum og öðrum stofnunum vegna áfengisneyslu. Einhver talaði um að ísland væri að verða að lögregluríki. Lögregluríki er að minu mati réttlætanlégt þar sem umferö á í hlut. Umferðarráð og lög- reglan hafa verið ötul að hvetja fólk til að nota öryggisbelti og ökuljós. Ekki ætla ég að draga hið núnnsta úr gagni bílbelta né ökuljósa en ljósleysi og bílbeltaleysi era alls ekki orsök slysa heldur gáleysi og hraði. Að lokum hef ég smátillögu til lög- gjafans: Sé ökumaður staðinn að hraðakstri þá séu viðurlögin eftfrfar- andi miðaö við 60 km hámarkshraða; Minni en 80 km = sekt, 80 til 100 km = ökuleyfíssvipting, 100 km og yfir = fangelsi. Þetta er hörkulegt en að mínu mati eina vonin til að draga úr þjáningum fómarlamba og minnka álagið á sjúkraflutningamenn og lækna. H.K. skrifar: Ég get ekki lengur orða bundist vegna þeirra skrifa sem hafa birst undanfarið um kirkjumar í Ámesi í Ámeshreppi. Það er skömm fyrir hreppsbúa hvað menn hafa látið frá sér fara af rógburði ffarnmi fyrir alþjóð. Safnaðarfundur samþykkti að byggja nýja kirkju gegn þvi skil- yrði að við fengjum að gera við okkar gömlu og góðu kirkju, sem við og gerðum. Nú er búið að gera við kirkjuna að utan. Einnig er búið að gera við gólfiö í henni og veggir og gólf líka ein- angrað. Nú getur blessuð kirkjan staðið í önnur hundrað ár a.m.k„ þó svo hún hafi verið dæmd ónýt. Það hefðu ekki þurft að verða þessi læti út af kirkjumálunum ef farið hefði verið eftir ofannefndri fund- arsamþykkt. Ég skil ekki hvað hlaupið hefur í fólk sem vildi rifa þessa kirkju sem þjónað hefur hreppsbúum öll þessi ár. Víst er að hún er ekki of lítfl núna frekar en áður, þegar hreppsbúar vora 3-4 sinnum fleiri en þeir era í dag. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem hafa gert okkur fiár- hagslega kleift að gera við kirkjuna okkar. Það hefði reynst erfitt án þeirra. Peningana notum við í þágu kirkjunnar en ekki fyrir okk- ur sjálf eins og sumir hafa gefið í skyn, því miður. Og sannast þar máltækið „Margur hyggur mig sig“. Góðar ástir í austurvegi Helga S. hringdi: Ég má til með að hrósa fram- haldsþættinum „Ástir í austur- vegi“ sem sýndur hefur verið undanfarin sunnudags- og mið- vikudagskvöld á Stöð 2. Þessir þættir eiga að gerast í Indlandi á þeim tíma þegar Bretar fóra með öll yfirráð þar og fylgst er með lífi og ástum ungs „indversks Breta“. Það er mjög gaman að þessum þáttum og mikil tílbreytni er að skipta um umhverfi frá amerísku unúiverfi sápuþáttanna Dallas og Dynasty. Stöð 2 á þökk skilið fyrir sýningamar. Ekki erfitt að komast í Kringluna Anna hringdi:' Það er alltaf verið að tala um Kringluna og að það sé svo erfitt að komast til og frá verslanamið- stöðinni. Ég bý nú í nágrerminu og fer þama um oft á dag. Ég verð ekki vör við neina óeðlilega umferð og það er ekki mjög mikil umferð um Iistabrautina. Aftur á móti er nokkuð mikil umferð af Kringlu- mýrarbrautinni. Mig langar til að kvarta yfir því að verslun ÁTVR í Kringlunni er ekki opin um helgar. Þaö er óþægi- legt að þurfa að gera sér tvær ferðir í staðinn fyrir eina þar sem hægt væri að kaupa vin um leiö og mað- ur kaupir inn fyrir helgina. Ég vil að lokum þakka fyrir góða þjónustu og afgreiðslu í Kringl- unni. Þessi verslanamiðstöð hefúr gjörbreytt öllum verslunarháttum og á alla þökk skilda fyrir. „Skiptir nokkru máli á hvorri akrein er ekið ef ekið er á leyfilegum hámarkshraða?" spyr bréfritari. Á leyfilegum hámarkshraða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.