Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1987, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987. 23 Iþróttir „Þáttur dómarans átti ekkert skyltvið heiðarteika“ - sagði Guðjón Þórðarson eftir 0-1 tap Skagamanna gegn Kalmar í Svíþjóð • Guðmundur Albertsson, leikmaður KR, sést hér skora gegn Breiðabliki. Hann fékk að sjá rauða spjaldið undir lok leiksins. DV-mynd GUN Ungu KR-ingamir lögðu Blikana „Hvert stig skiptir miklu máli,“ sagði Ólafur, þjálfaii KR „Þessi leikur er vísbending um það sem koma skal á íslandsmótinu, jafnir og spennandi leikir. Fyrir okkur skipt- ir hvert stig miklu máli þvi ég er með ungt og óreynt lið í höndunum,“ sagði Ólafur Jónsson, þjálfari KR-inga, eftir að lið hans haíði sigrað Breiðablik, 18-20, í fyrsta leik liðanna í 1. deild íslandsmótsins í handknattieik sem hófst í gærkvöldi. Leikurinn fór fram á heimavelli Breiðabliks í íþróttahús- inu í Digranesi í Kópavogi. KR-ingar komu mjög ákveðnir til leiks og það var Guðmundur Alberts- son sem skoraði fyrsta mark leiksins. Aðalsteinn Jónsson jaínaði í næstu sókn Blikanna. í kjölfarið íylgdi góður leikkafli hjáKR og skoruðu þeir íjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 1-5. Á þessum leikkaíla lokaði Gísli Felix Bjamarson, markvörður KR-inga, markinu. Hann varði oft á tíðum hin ótrúlegstu skot eins og hann gerði raunar allan leikinn. Geta KR-ingar öðru fremur þakkað honum sigurinn í leiknum. Fimm marka munur hélst á liðunum mestallan fyrri hálfleik. Lið Breiða- bliks virkaði óöruggt framan af og mátti halda að Evrópuskellurinn um síðustu helgi stæði ennþá í mönnum. Staðan í hálfleik var 5-10 KR-ingum í vil. Breiðablik skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik en síðan komu þrjú mörk í röð frá KR og staðan breyttist í 6-13. Á þessu leiktímabili var ráð- leysi algjört í leik Breiðabliks og héldu margir að í uppsiglingu væri stórsigur KR en það var öðru nær. Breiðablik „Við lékum mjög sterkan vamarleik sem skilaði okkur í framlengingu. Þar skomðu hins vegar Svíamir en við ekki. Strákamir náðu ekki að nýta þau færi sem féllu í þeirra hlut. Því fór sem fór.“ Þetta sagði Guðjón Þórðarson, þjáif- ari Skagamanna, í spjalh við DV í gærkvöldi. Lið hans tapaði, 1-0, fyrir sænska félaginu Kalmar og em Akumesingar úr Evrópukeppni í kjölfarið. Þeir gerðu markalaust jafntefh við Svíana á Skaganum fyrir skemmstu. Leikurinn í gær þróaðist með þeim hætti að Skagahðið lét eftir miðjuna en rauk síðan fram þegar boltinn vannst. Áttu leikmenn hðsins nokkur færi í skyndisóknum sem hefðu átt að nýtast en allt kom fyrir ekki. Jafnt var eftir hefðbundinn leiktíma, 0-0. í fyrri hálfleik framlengingar náðu heimamenn síðan að skora og var Stef- án Alexandersson þar að verki. Skagamönnum tókst ekki að jafna þrátt fyrir ákafar tilraunir á þá áttina. Dómari leiksins var pólskur og var sá slakur að sögn Guðjóns. „Við vorum mjög ósáttir við dóm- gæsluna og þá undirlægju sem henni tengdist," sagði Guðjón í spjahinu við DV. „Þáttur dómarans í leiknum hér úti átti ekkert skylt við íþróttamennsku og þaðan af síður við heiðarleika." -JÖG Rögnvald og Gunnar fengu góða dóma Um síðustu helgi dæmdu þeir Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson leik norska hðsins Stavanger og Kolding frá Danmörku í Evrópukeppninni í handknattleik. Danska hðið sigraði í leiknum, 16-25, sem fram fór í Stavanger. Þeir félagar fengu mjög góða dóma fýxir dómgæsluna í norsku blöðunum eftir leikinn. JKS vaknaði til lífsins og skoruðu leik- menn þess fjögur mörk í röð og munurinn á hðunum var orðinn þrjú og aht gat gerst. KR-ingar voru hins vegar ekki af baki dottnir og náðu fjótlega aftur góðri forystu, 13-18. Breiðabliki tókst á nýjan leik að klóra í bakkann og mimikaði muninn í 17-19. Það reynd- ist um seinan og KR-ingar tryggðu sér dýrmætan sigur. Leikmenn Breiðabliks virkuðu margir hveijir þungir en engu að síður býr margt í liðinu. Einhver deyfð er yfir hðinu þessa dagana, ef til vih þreyta eftir strangar æfingar. Þórir Siggeirsson markvörður var þeirra besti maður. Einnig átti Kristján Hahdórsson ágætis spretti. Hið unga og óreynda hð KR-inga kom á óvart í þessum leik. Liðinu var ekki spáð góðu gengi fýrir mótið en eftir þennan leik mætti ætla að leik- menn hðsins væru á aht öðru máh og á hðið eftir að koma á óvart í vetur. Nýhðinn, Stefán Kristjánsson, styrkir hðið mikið og átti hann mjög góðan leik. Eins og áður sagði átti Gísli Felix markvörður stórleik. Konráð Ólafsson var sterkur í hominu. Mörk Breiðabliks: Kristján 4, Jón Þórir 3, Hans 3, aht víti, Svavar 2, Aðalsteinn 2, Bjöm 2, Dempsey 1, Magnús 1. Mörk KR: Stefán 8/3, Konráð 5, Guð- mundur 2, Guðmundur P 2, Sigurður 1, Þorsteinn 1, Bjami 1. • Mjög góðir dómarar vora þeir Rögnvald Erhngsson og Gunnar Kjartansson. JKS -Li«; ato skoi ístöng Krit^án Beiriburg, DV, BelgH: Amór Guöjohnsen kom inn á sem varamaður lýá Anderlecht þegar félagið varð að sætta sig við jaftitefh, 1-1, gegn Malmö FF frá Sviþjóð í Briissel - í afepymuléleg- um og leiöinlegum leik. Amór fékk tvö góð marktækifæri undir lok leiksins. Áhorfendur risu úr sæt- um til að fagna marki þegar Amór skallaöi rétt yfir og síðan átti Am- ór þrumuskot sem smah á stöng- inni á sænska markinu. Sérfræðingar hér í Belgíu sögöu aö þetta væri lélegasti Evrópuleik- ur sem Anderlecht hefði leikið. Anderlecht komst áfram þar sem félagiö vann, 1-0, í Malmö. • FC Brugge stóö sig aftur á móti vel i UEFA-bikarkeppninni. Danski leikmaðurinn Kenny Brylle skoraði fiögur mörk þegar Brugge vann, 5-0, og samanlagt, 5-2. Jan Ceulemans skoraöi fimmta markiö. Leikmenn hðsins léku hreint út sagt frábæra knatt- spymu. -SOS „Gott að vera búnir að leika hér á Akureyri“ - segir Gunnar Einarsson, þjálfari Stjömunnar, eftir 20-26 sigur á KA Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Ég er ánægður með sigurinn. Það kom mér á óvart hve Util stemmning var í KA-hðinu. Við lékum mjög sterka vöm og yfir höfuð smah þetta aht sam- an hjá okkur. KA-liðið verður hættu- legt á heimavehi í vetur og ég er feginn aö vera búinn að spha hér á Akureyri og fá tvö stig,“ sagöi Gunnar Einars- son, þjálfari Stjömunnar, í viðtali við DV eftir að Stjaman hafði sigrað KA 20-26 í íþróttahöhinni á Akureyri í gærkvöldi í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik. í hálfleik var staðan 10-12 Stjömunni í vh. Eftir fimm mínútna leik var Stjam- an komin í 0-3 forystu eftir að fjórar sóknir KA vom búnar aö renna út í sandinn. Jakob Jónsson skoraði fyrsta mark KA eftir átta mínútur og norðan- mönnum tókst að jafna, 3-3. Síðan var jafnt upp að 6-0 en þá skhdu leiðir og Stjaman seig fram úr og hafði tveggja marka forystu í hálfleik. KA skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í eitt mark, 11-12, en nær komust þeir aldr- ei í leiknum. Stjaman breytti stöðunni í 11-15 og eftir tíu mínútna leik var staðan 13-18. Eftir þetta var aldrei spuming um hvar sigurinn myndi lenda. Sfjaman sphaði mjög sterkan vam- arleik og komust KA-menn htið áleiðis gegn henni. Einnig var Sigmar Þröstur í banastuði í marki Stjörunnar og varði meðal annars tvö víti í seinni hálfleik. Sljaman komst oft inn i send- ingar og skoraði síðan upp úr hraða- upphlaupum. Ekki verður annað sagt en útlitið sé bjart hjá Stjömunni þrátt fyrir talsverðan leikmannamissi. KA virkaði baráttulaust í þessum leik og þá sérstaklega í vöminni og oftsinnis í leiknum gekk Stjaman hreinlega í gegnum vömina. Brynjar Kvaran markvörður varði mjög vel og ef hans hefði ekki notið við hefði ósigur KA orðið mun stærri. Hjá Stjömunni var Sigmar Þröstur bestur og Skúh Gunnsteinsson var sterkur í vöm og fiskaði oft knöttinn. Um 1000 þúsund áhorfendur fylgd- ust með leiknum. í KA hðinu bar mest á Bynjari Kvar- an og einnig var Axel Bjömsson góður. Mörk KA: Jakob 6/1, Axel 5, Guð- mundur 3, Friðjón 2, Pétur 2, Eggert 2/1. Mörk Stjömunnar: Skúh 9, Sigurður 5, Sigurjón 4, Gylfi 4, Magnús 1, Einar 1, Hafsteinn 1, Hermundur 1. • Einar Sveinsson og Garðar Sig- urðsson dæmdu leikinn þokkalega. JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.