Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. 5 Fréttir Markar íslenskt heilsu- salt tímamót í saltneyslu? gæti orðið Ivfankeri fýrir Sjóefnavinnsluna hf. á Reykjanesi TUraunir til þess að búa til sérstakt heilsusalt í Sjóefhavinnslunni hf. eru hafnar. Hægt er aö vinna sjóblöndu með þeirri óáýru gufuorku sem fyrir- tækið býr að og þannig gæti heilsusalt fengist á sama verði og venjulegt salt sem gæti markað tímamót í saltneysl- unni. Heilsusaltið er mjög ólíkt venjulegu salti og hefur ekki ókosti þess sem valda meðal annars hækkuð- um blóðþrýstingi og hjartsláttartrufl- unum. Þetta er eitt af þeim verkefnum sem Sjóefnavinnslan hf. gæti þrifist á en nú er unnið að því að losa ríkið út úr fyrirtækinu, afskrifa megnið af fé þess í því og hefja rekstur á alveg nýjum fjárhagsgrundvelli. Venjulegt salt er næstum eingöngu natríumklóríð. Heilsusaltið er blanda af natríum, kal- íum, kalsíum og magnesíum í sömu hlutfóllum og í mannslíkamanum. Hugmyndin að heilsusaltinu er ekki ný. Þaö hefur verið vitað að natríum- klóríðsaltið gengi um of á önnur sölt líkamans sem yrðu þvi af skomum skammti og af því hlytist truflun á lík- amsstarfseminni. Heilsusalt fæst í apótekum en það er þá unnið og bland- að með kostnaðarsömum hætti. Sjó- efnavinnslan getur unnið saltið úr réttri blöndu af sjó og jarðsjó og fram- leitt það miklu ódýrara. Þessi mögu- leiki er sjaldgæfur ef ekki einstæður í heiminum vegna mengunar annars staðar og hinnar ódýru gufuorku hér. Notkun á heilsusalti er hægt að líkja við notkun sætuefna í stað sykurs sem eiga að gefa sætubragðið án þess að því fylgi ýmsir heilsuspillandi ókostir sykursins. Samkvæmt heimildum DV beinast viðræður ríkisins og Hitaveitu Suðumesja um yfirtöku Sjóefna- vinnslunnar meðal annars að þátttöku fyrirtækja í efnaiðnaði. Rætt hefur verið viö lyfjasamsteypuna Pharmaco hf. og Delta hf. sem hefur áhuga á heilsusaltinu, svo og áburðinum kísl á psoriasisútbrot og unglingabólur. -HERB Báturinn í öruggri höfn og Ólafur í baksýn. DV-mynd Ragnar Imsland Bóndinn á Skála í hafnargerð Júlia tnsland, DV, Hofn; Bændur við Berufjörð hafa löngum stundað sjó með búskapnum og þá oft við erfiðar aðstæður. Víðast háttar þannig til að orðið hef- ur að draga báta á land eftir hvem róður. En með tilkomu stórvirkra viimuvéla er oft hægt að bæta aðstöð- una og það hefur bóndinn á Skála, Ólafur Hjaltason, gert. Fyrir neðan bæinn hefur hann útbúið góða höfn fyrir bátinn „Skála“ þar sem honum er óhætt í öllum veðrum. Ólafur hefur lítið komist á sjó í sum- ar en veitt vel þegar farið var. Sjálfsbjörg byggir íþróttahús á Akureyri Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyii „Við höfum hugsaö okkur að nýta þetta hús aðallega til útleigu fyrir al- menning en einnig verður þama aðstaða fyrir íþróttafélag fatlaðra," sagði Tryggvi Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar á Akur- eyri, en félagiö hefur nú hafið byggingu íþróttahúss í bænum. Húsið er byggt vö Bugöusíöu þar sem aðalstöðvar félagsins á Akureyri em. Hið nýja hús verður 27x14 m að grunnfleti, það tengist núverandi húsi félagsins og er áætlað að byggingu þess verði lokið snemma á næsta ári. „Við leggjum höfuðáherslu á að koma þama upp sölum þar sem hægt verður að iðka veggtennis," sagði Tryggvi. „Viö teljum mjög góðan grun- dvöll tíl reksturs slíkra veggtennissala og nýtum þá aðstöðu sem fyrir hendi er í tengslum við nýja húsið, svo sem búningsaðstöðu, afgreiðslu og fleira. Við rekum nú líkamsrækt sem opin er almenningi og í tengslum við hana ljósaböð og fleira.“ Tryggvi sagði aö félagið fengi enga styrki vegna byggingarinnar. „Þetta er algerlega okkar framtak. Við erum með rekstur sem gerir okkur kleift að fjármagna þetta og einnig fáum við lánsfé á opinberum markaði," sagði Tryggvi. Forsetar í eff i og neðri Jón Kristjánsson, þingmaður Fram- sóknarflokksins á Austurlandi, verður líklega forseti neðri deildar Alþingis. Búist er við að Karl Steinar Guðna- son, þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi, verði kjörinn forseti efri deildar. Alexander Stefánssyni, fyrrverandi ráðherra, var samkvæmt heimildum DV boðinn forsetastóll neðri deildar. Alexander afþakkaði stólinn en valdi frekar varaformannssæti í fjárveit- inganefnd og jafnframt formennsku í ráðninganefnd ríkisins og samstarfs- nefnd um opinberar framkvæmdir. -KMU Hreindýraveiðiþjófar gera það gott: Kjöt fyrir 4 milljónir? „Maður heyrir þetta en við höfum ekkert getað sannað," sagði Runólfur Þórarinsson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, þegar hann var spurður að því hvort veiðiþjófnaður á hreindýrum væri stundaður í stórum stíl hér á landi. „Við höfum beðið sýslumenn um að auka eftirhtið en þetta eftirlit er dýrt og þeir fá ekki aukafjárveitingar til þess úr dómsmálaráðuneytinu. Þeir hafa sent flugvél í eftirlitsferðir en það hefur ekki borið árangur," sagði Run- ólfur. Runólfur var spurður að þvi hvort verið gæti að tugjr eða jafnvel hundr- uð dýra væru felld utan kvóta á hveiju ári. „Það getúr vel verið rétt,“ sagði Runólfur en kvaðst ekki hafa neina haldbæra vitneskju um máhð. „Viö getum engum lögum komið yfir þessa menn nema þeir verði staðnir að verki," sagði hann. Ef reiknað er með þvi að meðalvigt dýra sé um 45-50 kíló og söluverð 800 krónur fyrir kílóið af óstimpluðu kjöti og veidd dýr séu 100 á ári hverju er andvirði þeirra hreindýra, sem veiöi- þjófar granda, á bilinu 3,6 til 4 milljónir króna á ári. Varla er heldur hægt að gera ráð fýrir því að þetta fé sé gefið upp til skatts. -ój A\ \^ ítilefniaf komu fyrstu sendingar FUNAI myndbandstækja til íslands bjóðum við sérstakt kynningarverð á takmörkuðu magni af VHS Funai VCR 4800 * HQ (high quallty) kerfl * Þráölaus fjarstýrlng * 4 þátta/14 daga upptökumlnni * 12 ráslr Hraöupptaka Rakavarnarkerfl (Dew) SJálfvlrk bakspólun Vörumarkaöurinn KRINGLUNNI S:685440

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.