Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987.
Utlönd
Andlit ógnarinnar breytir
um baráttuaðferðir
Abu Nidal, skæruliöinn sem mest
er lýst eftir um allan heim, styrkir
nú virki sitt í Líbanon og byggir upp
stuöning meðal þeirra Palestínu-
manna sem virkir eru í baráttu fyrir
palestínskum þjóðarrétti.
Breytingar á viðhorfum og valda-
hlutfbllum í heimi araba og annars
staðar eru sagðar hafa orðið tíl þess
aö Abu Nidal hefur nú tekiö opin-
bera afstöðu og einbeitt sér að
baráttunni gegn ísrael.
Nidal er talinn hafa staðið fyrir
hermdarverkum í átján löndum og
hafa ráðist á bandarísk, evrópsk og
arabísk skotmörk.
Svo virðist sem Abu Nidal, sem í
raun og veru heitir Sabri al-Banna,
hafi látíð af ævintýramennsku sinni,
að minnsta kostí um stundarsakir,
tíl þess að ná stuðningi við baráttu
sína í fjölmennum flóttamannabúð-
um í suðurhluta Lábanons.
Byltingarráð hans er sagt hafa
komið upp bækistöðvum í flótta-
mannabúðum nálægt Týros, Sídon
og í Bekaadalnum. Menn Abu Ni-
dals eru einnig sagðir hafa tek-
ið þátt í árásum inn á hið svo-
kallaða öryggissvæði ísraels norðan
við landamæri ísraels og Líban-
ons.
Loftárásir
ísraelskir heimildarmenn segja
Abu Nidal aldrei hafa komið upp
neti skæruliða í ísrael eða á her-
teknu svæðunum. Skoðanakannan-
ir á Vesturbakkanum og Gazasvæð-
inu gefa hins vegar til kynna að
margir Palestínumenn dáist að hon-
um og aðferðum hans í laumi.
Þann 5. september síðastliðinn
gerðu ísraelsmenn loftárásir á suð-
urhluta Líbanons og aðalskotmarkið
var byltingarráð Abu Nidals. Tutt-
ugu skæruliðar hans féllu í loftárás-
imum. Sá orðrómur er á kreiki í
ísrael að þegar árásin var gerð hafi
staðið yfir sameiginlegur fundur
skæruliða Abu Nidals og stuðnings-
manna aðalkeppinautar hans,
Yassers Arafat.
Rekinn frá Sýrlandi
Árið 1974 kastaðist í kekki miili
Arafats og Abu Nidals þegar sá síð-
amefhdi starfaði sem fulltrúi Frels-
issamtaka Palestinumanna í Irak.
Frelsissamtökin dæmdu hann þá til
dauða fyrir að hafa ráðgert morð á
Arafat. Abu Nidal fluttí seinna til
Damaskus og efldi tengsl sín við
Gaddafi Líbýuleiðtoga.
í byijun þessa árs var skrifstofu
Þessi mynd er sögð vera af hryðju-
verkamanninum Abu Nidal.
Abu Nidals í Sýrlandi lokað og er
taiið að það hafi verið til að blíðka
vestræn ríki sem harðlega hafa
gagnrýnt þátt Sýrlands í hryðju-
verkastarfsemi. Abu Nidal er nú
talinn dveljast í Líbýu undir vemd
Gaddafis, leiðtoga landsins. Skæm-
liðaflokkur Nidals nýtur fjárhags-
legs stuönings Líbýumanna og talið
er að nokkrir þeirra hafi barist fyrir
Líbýu í landamæradeilunum við
Chad.
Hryðjuverk
Samtök hans hafa verið taiin bera
ábyrgð á árás á sendiherra ísraels-
manna í London árið 1982. Notuðu
ísraelsmenn árásina sem fyrirslátt
fyrir innrásinni í Líbanon. Samtökin
hafa einnig verið sögð hafa staðið
að baki árásunum á afgreiðslu ísra-
els á flugvöllum í Vín og Róm árið
1985 þegar nítján manns biðu bana.
ísraelsmenn segja að Abu Nidal
hafi skipulagt flugránstiiraun í
Karachi í september í fyrra og fjölda-
morð í bænahúsi í Istanbul í sama
mánuði. Tuttugu og tveir biðu bana
í árásinni á bænahúsið. Yfirvöld í
Tyrklandi hafa ekki greint opin-
berlega frá hveijir árásarmennimir
tveir vora sem styttu sér aldur með
handsprengjum.
Lætur illa að stjórn
Óvinir Abu Nidals segja hann vera
mikilmennskubrjálæðing sem dansi
eftir höfði leyniþjónustu íraka, Sýr-
lendinga og Líbýumanna. Vinir Abu
Nidals segja harm vera sannan bylt-
ingarmann. Arabaríkjum hefur
hvað sem öðra líður alltaf gengið illa
að stjóma Abu Nidal.
Að hann var rekinn frá Sýrlandi
er ein af ástæðunum fyrir því hversu
mikla áherslu hann leggur á að
byggja upp starfsemi í Líbanon.
Önnur ástaeða er stríðið um flótta-
mannabúðimar milli Palestínu-
manna og shíta sem njóta stuðnings
Sýrlendinga.
Ný ímynd
Byltíngarráð Abu Nidals er sagt
vera að afla sér nýrrar ímyndar sem
stjómmálaleg og hemaðarleg sam-
tök. Afmá eigi hryðjuverkastimpil-
inn af byltingarráðinu.
Palestínumenn segja einnig að
leynilegir ftmdir hafi verið haldnir
milli stuðningsmanna Arafats og
byltingarráðs Abu Nidals en að lítið
sé vitað um árangur fundanna. Pal-
estínumenn og ísraelsmenn greina
frá því að Abu Nidal hafi verið í
Alsír fyrr á þessu ári skömmu fyrir
fund þjóðarráðs Palestínumanna
sem aftur hafi þjappað sér saman
um Arafat. Viröist sem einhvers
konar millibilsástand ríki en ekki sé
hægt að segja að stríðsöxin hafi ver-
ið grafin.
Byltingarráð hryðjuverkamannsins Abu Nidals, sem stundum hefur verið nefndur „andlit ógnarinnar", hefur komið upp bækistöðvum í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon. Er Abu
Nidal sagður vilja vemda búðimar og byltingarráðið sækjast eftir nýrri ímynd. Simamynd Reuter
ALLT I
HELGARMATINN!
Rauðvínslegin lambalæri.
Kryddlegin lambalæri
og sérlega meyrt og Ijúffengt
lambakjöt sem þið getið
kryddað eftir eigin smekk.
-Náttúruafurð
sem bráðnar uppi í manni.
HAGKAUP
SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJÖRGARÐI
AKUREYRI NJARÐVÍK