Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1987, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987. Frjálst, óháö dagblaö, Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Reynir á ráðherrann Framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins beinir þéirri áskorun til aðildarfélaga sinna, að þau samþykki ekki fyrir sitt leyti, að erlent verkafólk fái atvinnu í greinunum. Hlíf í Hafnarfirði hafði áður samþykkt að mæla ekki með atvinnuleyfi útlendinga þar. Verkalýðs- félögin ráða þessu að vísu ekki. En þau skjóta sínum samþykktum til úrskurðar Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins, segir, að félags- málaráðherrar hafi aldrei gengið gegn vilja viðkomandi verkalýðsfélaga í þessum efnum. Því reynir nú á ráð- herra. Aðstæður eru breyttar. í þetta sinn á ráðherra ekki að láta félög í Verkamannasambandinu segja sér fyrir verkum. Feti önnur sambönd í fótspor Verka- mannasambándsins og reyni að hindra innflutning útlends vinnuafls, svo sem frá öðrum Norðurlöndum, er vá fyrir dyrum. Menn deila um fjöldann, en fróðir menn telja, að hér skorti 3-5 þúsund manns á vinnu- markaðinn. Það kann að reynast erfitt fyrir Jóhönnu Sigurðar- dóttur að bregðast nú rétt við. Hún hefur löngum talið sig fulltrúa verkafólks. Aðstoðarráðherra hennar, Lára V. Júlíusdóttir, kemur beint úr starfi hjá Alþýðusam- bandinu. En nú er Verkamannasambandið að freista þess að nota afstöðu sína sem vopn í kjarabaráttu. Það segir: engir erlendir verkamenn nema við náum góðum samningum við vinnuveitendur. Þetta er röng málsmeð- ferð. En fyrst og fremst mundi það skaða íslendinga, ef hér skortir áfram þúsundir manna til vinnu. Átölulaust hefur árum saman komið hingað nokkuð af fiskvinnslustúlkum frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. En hvað nú, þegar rætt er um háar tölur? Eðlilegt væri, að verkalýðsfélögin stæðu gegn innflutningi vinnuafls, ef hér væri atvinnuleysi, ef verið væri að taka störf frá íslenzku verkafólki. En enginn getur haldið því fram, að svo sé. Þvert á móti tala hinir sömu forystumenn Verkamannasambandsins um flótta fólks úr ákveðnum greinum. Hér skortir fólk. Hvað mundi gerast, ef ekki yrði bætt úr þeim skorti? Við mundum framleiða minna. Þjóðartekjur minnk- uðu frá því, sem verið hefur. Menn gætu kannski hugsað sér, að fylla mætti í skörðin með enn aukinni yfirvinnu íslenzks verkafólks. En hver vill það? Ekki biðja verzl- unarmenn í Reykjavík um kvöldvinnu til viðbótar því, sem fyrir er, þegar rætt er um aukinn afgreiðslutíma verzlana, svo að dæmi sé tekið. Fjöldi fólks hér, líklega þorrinn, vinnur nú þegar of langan vinnudag. Hvernig standa menn eftir til dæmis 16-18 stunda vinnu? Auðvit- að eru afköstin orðin miklu minni en ella. Slysahætta eykst geysilega, þegar vinnutíminn lengist. í fiskvinnsl- unni, þar sem kröfur um vönduð vinnubrögð fara sívaxandi, er ekki stætt á svo löngum vinnutíma. Svar- ið er því, að við verðum, þjóðarinnar vegna, að flytja inn vinnuafl eins og málum er komið. Visslega ber að vanda sig við slíkt. Við verðum að forðast vandamál, sem upp hafa komið annars staðar, að til hafa orðið undirmálsmenn frá öðrum löndum, sem vinna skítverkin. Ekkert bendir enn til, að í slíkt stefni hér. Við getum gengið í forða mikils fjölda atvinnu- lausra í nálægustu löndum. Félagsmálaráðherra verður nú að sýna stjórnvizku en ekki láta skammsýna verkalýðsforingja ráða. Haukur Helgason Frá landsfundi Borgaraflokksins á Hótel Sögu. Flokkur með framtíð Nú er fyrsti landsfundur Borgara- flokksins afstaðinn. Samþykktar hafa verið skipulagsreglur flokksins og stjóm kjörin ásamt því að stefna flokksins í þjóðmálum hefur verið mótuð. Á síðum fjölmiðla undanfarið og í tengslum við landsfundinn hefur umræðan snúist um varaformann flokksins og önnur atriðið sem ann- aöhvort kynnu að valda ágreiningi eða einstök mál sem tekist var á viö á þessum fyrsta landsfundi Borgara- flokksins. Athyglin beindist hvorki að skipulagi flokksins né þeim mál- efnum sem flokkurinn ætlar að beita sér fyrir á þingi og í þjóðmálaum- ræðunni. Það eina sem tönn á festi í þeim efiium vom vangaveltur ýmissa blaða um hvort Borgara- flokkurinn væri vinstri, hægri eða miðjuflokkur, eða hvort hann væri afsprengi annars flokks. Fyrir hinn almenna borgara hefði umfjöllunin átt að snúast um þann grundvöll sem flokkurinn ætlaði aö starfa eftir og þau málefni sem þetta nýja afl ætlar að setja á oddinn í sinni stjóm- málabaráttu. Þar sem farist hefur fyrir að ræða um þetta á síðum blað- anna leyfi ég mér að gera hér örlitla grein fyrir uppbyggingu og málefna- grunni Borgaraflokksins. Skipulag í þeim skipulagsreglum sem Borg- araflokkurinn samþykkti á lands- fundinum var við það miðað að sem styst yrði á milli hins almenna flokksmanns og þeirra sem áhrif hefðu út á viö fyrir flokkinn. Flokk- urinn á að vera fyrir fólkið en ekki öfugt og þarfir þess eiga að endur- speglast í athöfnum og skoðunum trúnaðarmanna flokksins á þeim vettvangi sem þeir starfa. Skipulags- reglumar byggjast á því að hvert Kjördæmi hafi fulltrúa í aðalstjóm flokksins en sé að öðm leyti algjör- lega sjálfstætt í sinni innri upp- byggingu og starfi. Auk þeirra átta sem eiga sjálfkrafa sæti sem fulltrú- ar. kjördæmanna eiga formaður flokksins, varaformaður og ritari sæti í aöalstjóminni ásamt fjórum öðrum sem kosnir em á landsfundi beinni og óhlutbundinni kosningu. Með þessu fyrirkomulagi á að tryggja jafnrétti milli kjördæmanna og að þau hafi, þrátt fyrir þing- mannsleysi, áhrif á ákvarðanir sem teknar em af trúnaðarmönnum flokksins. Lýðræðið er tryggt með því að æðstu embættismenn flokks- ins, ásamt fjórum aðalstjómar- mönnum, era kjömir af landsfundi, af öllum flokksmönnum en ekki að- eins Kjömum fulltrúum sem valdir era til setu á landsfundi. Flokksmað- urinn er grunneinging flokksins og það afl sem Borgaraflokkurinn byggir tilverurétt sinn á. KjaHarinn Guðmundur Ágústsson þingmaður Borgaraflokksins í þjóðfélagjnu og líta á manninn og þarfir hans sem grunnþátt en ekki ríkisvaldið eins og hingað til hefur verið gert. Sníða verður því ríkis- kerfið þannip að það fulinægi þörfum hins einstaka en ekki líta á hóp einstakiinga og álykta að þeir hafi sömu þarfimar. Viðurkennd er því nauðsyn þess að ríkisvaldið komi inn í ýmsa þætti mannlegs lífs til jöfnunar, fulinægingar og réttarbóta milli þegnanna. I þessu sambandi er það nauösyn að skipta upp stjóm- sýsluvaldinu og draga úr miðstýr- ingu. Eins og staðan er í dag era völdin í höndum fárra aðila í Reykja- vík sem taka ákvarðanir með þarfir hagsmunaaðila í huga en ekki fólks- ins í landinu. Borgaraflokkurinn telur þjóðamauðsyn að höggvið sé á þessa miðstýringu og völdin sem á umiiðnum árum hafa safnast fyrir í „Borgaraflokkurinn byggir stefnu sína á þörfum einstaklingsins. Mannúö og mildi eru hornsteinarnir í baráttuaö- ferðum Borgaraflokksins fyrir rétti einstaklingsins.“ Stefna og markmið Málefnalega byggir Borgaraflokk- urinn á sjálfstæði einstajdingsins og því að honum skuh búin þannig ytri skilyrði af ríkisvaldsins hálfu að hann megi vera fijáls til athafiia, skoðan og áhrifa í þjóðfélaginu. Jafii- framt því að viröa rétt einstaklings- ins byæir Bqrgaraflokkurinn á því að einstaklingurinn eigi þá kröfu á hendur ríkisvaldinu aö hann megi leita aðstoðar þess bjáti eitthvað á í lífinu eða ef hann á erfitt með að sjá sér farboða á eigin spýtur. Þannig sver Borgaraflokkurinn sig bæði til hægri og vinstri á þeirri pólitísku mælistiku er mælir hugmyndafræði út frá ríkisafskiptum. Borgaraflokk- urinn tekur í senn tillit til þarfa einstaklingsins og velferðar þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Andstætt Sjálfstæðisflokknum hafn- ar Borgaraflokkurinn nýfijálshyggj- unni, lögmálinu sem byggir á ótakmörkuðu frelsi einstaklingins og hæfni hans til að komast af í þjóð- félaginu því sú stefna tekur ekki tillit til þeirra sem verða undir eða áttu þess aldrei kost að vera með í þeirri baráttu sem fram fer á víg- velli þjóðfélagsins. Að vera í senn hægri og vinstri flokkur, þegar litið er til stefnumiða Borgaraflokksins, getur mörgum vrist tvískinnungur en í nútímaþjóö- félögum er ekki raunhæft með tilliti til þjóðfélagsgerða að umbreyta ríkj- andi skipulagi. En tímabært er hins vegar að breyta áherslum og gildum stofnunum og embættum í Reykja- vík verði færð út til byggðarlaganna til ákvörðunar af heimamönnum svo stöðvaður verði flóttinn af lands- byggðinni sem að töluverðu leyti má rekja til skilningsleysis stjóm- valda. Borgaraflokkurinn er ekki kom- inn til að umbreyta þjóðfélagsgerð- inni, heldur hefur á sinni stefiiuskrá fyrirætlanir um að endurskipuleggja hana með hag hins almenna borgara að leiðarljósi. Borgaraflokkurinn byggir stefnu sína á þörfum einstakl- ingsins. Mannúð og mildi era homsteinamir í baráttuaðferðum Borgaraflokksins fyrir rétti einstakl- ingsins. Borgaraflokkurinn lítur til framtíðar og telur breytinga þörf í þjóðfélaginu svo það verði tilbúið að mæta þeirri tæknibyltingu sem á næstu árum verður á öllum sviðum mannlegs líf. Niðurlag Hér í þessu greinarkomi hef ég aðeins htillega rætt um grunn- hugmyndir Borgaraflokksins en vonast til að geta gert þeim betri skil á þingi og í fjölmiðlum svo lands- menn geti betur en hingað til tekið afstöðu til okkar nýja flokks sem var á vordögum stofnaður til að halda uppi merkjum hins almenna borg- ara gegn ofurvaldi hinna fáu og ríkisvaldsins sem þeir með einum eða öðrum hætti stióma. Guðmundur Ágústsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.