Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987.
Utlönd
Gleymdi að slá á klukkuna
Anatoly Karpov vann í gær sigur
í annarri vlöureign heimsmeistara-
einvígisins í skák, sem nú fer fram
í Sevilla á Spáni, þegar Garry Kasp-
arov, núverandi heimsmeistari,
gleymdi aö slá á klukkuna aö aflokn-
um tuttugasta og sjötta leik sínum.
Þegar heimsmeistaranum uröu mis-
tökin Ijós átti hann innan viö eina
mínútu eftir til þess að leika flórtán
leiki. Keppendur íá viö upphaf skák-
ar tvo og hálfan klukkutíma og eiga
aö ljúka fjörutíu leikjum innan þess
tíma, ella tapast skákin.
Úrslit skákarinnar í gær eru mikill sigur fýrir Anatoly Karpov þvi hann
haföi svart og er tiltölulega sjaldgæft aö sigur vinnist á þá menn í viöureign
af þessu tagi. Staöan í einvíginu er nú sú aö Karpov hefúr einn og hálfan
vinning en Kasparov hálfan.
um fallna
Skæruliöar kontrahreyfingarinn-
ar, sem berst gegn stjómvöldum í
Nicaragua, með fulltingi Banda-
ríkjamanna, héldu þvi fram í gær
að þeir heföu fellt liðlega seytján
hundruð manns úr stjómarher
sandinista í landinu, auk þess aö
þeir hefðu skotið niöur þijár sovésk-
ar herþyriur í bardögum í septemb-
ermánuöi.
praötil átaka hafi komiö við stjómar-
herinn alls 297 sinnum í þessum mánuði og að meirihluti átakanna hafi átt
sér stað í Jinotega-héraði í norðurhluta landsins, skammt frá landamærun-
um við Honduras.
Áiás á konsúlat
Syrgjendur í Bagdad með myndir af skólabörnunum sem fórust i eldflaugaárás írana á skóla í borginni.
Símamynd Reuter
Eldflaugaárás á skip
í landhelgi Kuwait
Átta manns særðust í sprengingu
sem varö í konsúlati Bandaríkjanna
í Barcelena á Spáni í gær. Meðal
hinna slösuðu voru tvær konur sem
starfa í tölvumiöstöð konsúlatsins.
Að sögn talsmanna bandariska
konsúlsins í Barcelona vora engir
Bandaríkjamenn meöal hinna
særðu. Ekki var í gær vitaö hveijir
staöiö hefðu aö sprengingunni en
aðskilnaðarsinnar Baska hafa frarn-
ið nokkuð mörg sprengjutilræði í
Barcelona undanfama mánuöi.
Óeirðalögregla í Lima, höfúðboig Perú, beitti í gær táragasi til þess að
dreifa hópi bankastarfsmanna sem efnt höföu til mótmælaaögeröa fyrir utan
stærsta banka í einkaeigu í boiginni. Starfsmennimir vora að mótmæla
fyrirhugaðri eignaupptöku ríkisins á bankanum.
Miklar deilur standa nú yfir iiulli sljómvalda og bankaeigenda og hafa
starfsmenn banka gengiö í lið meö vinnuveitendum sínum. Undanfariö hef-
ur nær daglega komiö til óeiröa og átaka af einhverju tagj í Lima.
íranskri eldflaug var í morgun sko-
tið að olíuflutningaskipi frá Líberíu í
landhelgi Kuwait. Skipið er í eigu
Bandaríkjamanna. Áhafnir nokkurra
báta í grenndinni aöstoða nú skipveija
á olíuflutningaskipinu við aö ráða nið-
urlögum elds sem kom upp er eld-
flaugin hitti skipiö.
Iranir beina árásum sínum sérstak-
lega aö skipum sem sigla til og frá
Kuwait vegna stuðnings yfirvalda þar
við stjómina í Irak. Það var þess vegna
sem beðið var um að helmingur olíu-
flutningaskipa Kuwaitmanna fengi að
sigla undir bandarískum fána til þess
aö pjóta flotavemdar Bandaríkja-
manna.
írakar tilkynntu í gær um árás á
skip undan ströndun írans. Var þaö
fyrsta loftárás Iraka eftir eldflaugaár-
ásina á bamaskóla í Bagdad á þriðju-
daginn. Þijátíu og sex manns létust í
árásinni, þar af þijátíu böm.
Ian Stewart, breski hermálaráð-
herrann, tilkynnti í gær aö Bretar
hygðust ekki efla ílotavemd sína á
Persaflóa. Ráöherrann sigldi í gegnum
Hormuzsund í gær til að kynna sér
aðstæður. Sagði hann það undir flota-
foringjum komið ef og hvenær þyrfti
að beita valdi til aö vemda bresk kaup-
skip.
M ’Bow tapar atkvæðum
M’Bow, framkvæmdastjóri
UNESCO, Menningar- og fræðslu-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna, fékk
í gær tuttugu og eitt atkvæði við íjórðu
atkvæðagreiðslu hjá framkvæmda-
nefnd stofnunarinnar.
Var það tveimur atkvæðum minna
en haim fékk við þriðju atkvæða-
greiðslu. Spánverjinn Federico Mayor,
sem studdur er af vestrænum ríkjum,
fékk nítján atkvæði en hann hlaut í
síðustu atkvæðagreiðslu tíu atkvæði.
Það verður þvi kosið um þessa tvo
á föstudaginn. Til þess að hljóta fram-
kvæmdastj óraembættið þarf fram-
bjóðandi tuttugu og sex atkvæði. Þær
tíu þjóðir sem stutt hafa aðra fram-
bjóðendur eða ekki tekið þátt í
atkvæðagreiðslum þurfa að greiða
annaðhvort M’Bow eða Mayor at-
kvæði sitt.
Afrika og Miðausturlönd styðja
M’Bow sem er frá Senegal. Hann hefúr
gegnt embættinu í þrettán ár og vegna
óánægju með frammistöðu hans hafa
vestræn ríki hótað að segja sig úr
UNESCO.
M’Bow hefur fengið meirihluta í öli-
um fjórum atkvæðagreiðslunum.
Vestrænir andstæðingar hans segja
hann þó ekki nægan til þess að M’Bow
sitji þriðja kjörtímabUið.
Blaðafulltrúinn
sagður gagnnjósnari
Vill tamílana úr landi
Douglas Hurd, innanrikisráöherra
Bretlands, hyggst reyna aö íá æösta
dómstól landsins til þess að breyta
þeirri ákvörðun aö heimila sex tam-
Qum frá Sri Lanka að dvejja áfram
í Bretlandi. Talsmaður innanrikis-
ráöuneytisins sagöi að ráðherrann
vUdi reka tamílana sex úr landi því
annars yröu með dvalarheimUdum
þeirra opnaöar dyr fyrir þúsundir
flóttamann frá Sri Lanka sem steyp-
ast myndu yfir Bretland.
Flóð í Venezuela
Óttast er aö aUt að flöratíu og þrír
hafi farist í Uóðum í vesturhluta
Venezuela í gær en tniklar rignimg-
ar þar undanfarið hafá orðið til þess
aö vöxtur hefúr hlaupíö í ár sem
hrifið hafa íbúöabyggingar meö sér.
Þegar iiafa fúndist seytján lík á
flóðasvæðunum en tuttugu og sex
manns er enn saknaö.
Gizur Helgasan, DV, Iábedc
Yfirvöld í Sviss gáfú út í gær við-
bótarupplýsingar um dauða Uwe
Barschels, fyrrverandi forsætisráð-
herra Schleswig-Holstein. Krufning
haíði leitt í ljós að í maga Barschels
vora leifar fimm mismunandi lyfja,
aðaUega svefnlyfja og róandi.
Hvort magn lyfianna var nægjanlegt
til aö draga hann til dauða var ekki
upplýst en hins vegar var þeirri kenn-
ingu hafnað að um morð hafi verið
að ræða.
Huldumaðurinn, sem Barschel átti
viðtal við í Genf, hefur enn ekki fúnd-
ist.
Vikublaðið BUd-Zeitung hefúr greint
frá því að fyrram blaöafúUtrúi Barsc-
hels, Reiner Pfeiffer, hafi verið
gagnnjósnari og unniö á laun fyrir
sósíaldemókrata. í gærkvöldi var sagt
í rás 2 í þýska sjónvarpinu að Reiner
Pfeiffer hafi um hríð legið undir grun
um aö vera i\jósnari fyrir Austur-
Þjóðveija. í byijun næstu viku á hann
að mæta fyrir þingnefndinni í Kiel sem
rannsakar hneykshsmáUð.
i
Mynd þessi af fyrrum forsætisráðherra Schleswig-Holstein, Uwe Barschel, birt-
ist í nýjasta tölublaðinu af tímaritinu Stem. Það var blaðamaöur þess sem
fann Barschel látinn á hóteli í Genf. Símamynd Reuter