Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Síða 23
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987. 23
DV Erlendir fréttaritarar
Deilt um staðsetningu
nýs aðalflugvallar í Noregi
Björg Eva Eriendsdótdr, DV, Osló:
Undanfarin ár hafa Norðmenn
unnið að áætlunum um gerð nýs
aðalflugVallar fyrir landið. Erfiðlega
hefur þó gengið að ná samkomulagi
um hvar sá flugvöllur skuii staðsett-
ur. Eftir margra ára rökræður og
bollaleggingar er enn óvíst hvar
honum mun valinn staður.
Fomehu flugvöllur í Osló er orðinn
alltof lítill og aðstaða þar öll léleg.
Flugstöðin er úr sér gengin og gam-
aldags og þykir brýnt að bæta úr
þessu ástandi sem fyrst.
Þrír möguleikar era fyrir hendi,
og sá staður sem hefur verið talinn
líklegastur er Gardermoen flugvöll-
ur en þangað er ríflega klukkutíma
akstur í norðurátt frá Osló. Annar
möguleiki er Hurum, suðvestur af
Osló og mun nær. Þar þarf að byggja
alveg nýjan flugvöll og það hafa
Norðmenn álitið of dýrt. Margir vilja
hafa Fomebu áfrarn sem aðalflug-
völl fyrir allt áætlanaflug, bæði
innanlands og utan, en láta Gard-
ermoen hafa leiguflugið eins og gert
er nú.
Augljósir gallar
Fomebu er þægilega staðsettur
fyrir flesta farþega, bæði erlenda og
innlenda. Er flugvöllurinn nálægt
hjarta Oslóborgar. Umhverfis flug-
völlinn er einnig fjöldi fyrirtækja af
ýmsum gerðum sem em mjög háð
góðum samgöngum.
En gallamir, sem fylgja flugvelli
inni í sjálfri borginni, em einnig
augljósir. Tugþúsundir, sem búa í
nágrenni við völlinn, verða fyrir
margvíslegum óþægindum af hon-
um. Hávaði og mengun eykst með
hveiju ári og álagið á vegakerfið í
nágrenni flugvallarins er fyrir löngu
orðið til vandræða. Og nú er svo
komið að yflrvöldum finnst ekki
lengur forsvaranlegt að auka flug-
umferð til Fomebu.
Mismunandi fjárhagsáætlanir
Ríkisstjóminni þykir Gardermoen
ákjósanlegasti staðurinn og til
skamms tíma leit út fyrir að þaö
væri besti og ódýrasti kosturinn. En
margvíslegar mismunandi fjár-
hagsáætlanir hafa verið lagðar fram
og sú nýjasta sýndi fram á að flug-
völlur í Hurum væri ódýrari en
Yfirvöldum i Noregi finnst ekki lengur forsvaranlegt að auka flugumferð tii
Fomebu fiugvallar sem er nálægt hjarta Oslóborgar. Ekki gengur þó auð-
veldlega að komast að samkomulagi um hvar byggja skuli nýjan flugvöll.
stækkun á Gardermoen. Samtímis
kom það í jjós að norski flugherinn,
sem nú hefur aðsetur sitt á Gard-
ermoen, taldi öll vandkvæði á að
hafa starfsemi sína í návígi viö aöal-
flugvöll landsins. Kvaðst flugherinn
þá þurfa nýjan flugvöll fyrir sig.
Flugvallardeilumar virðast mest
bera keim af slagsmálum milli hags-
munahópa þar sem hver otar sínum
tota. Sifellt koma í ljós nýjar upplýs-
ingar um galla og kosti hvers staðar
og oft undarlegt að þau atriði skuli
ekki hafa komist tÚ tals í byrjun
umræðunnar.
Sem dæmi má nefha að þegar nýj-
asta reikningsdæmið fyrir Hurum
var lagt fram gátu andstæðingar
Hurums strax sýnt fram á aö þar
væri ómögulegt að hafa flugvöll
vegna þoku. Þeir gátu vísað til
margra ára veðurrannsókna máli
sínu til stuðnings.
Apaspil
En fljótlega fundust veðurfræðing-
ar sem höfðu aðra skoðun á málinu
og nú í dag er staöan sú að enginn
virðist vita hvor flugvöllurinn verð-
ur dýrari né heldur á hvorum
staönum veðurskilyrðin em betri.
Skyldi þó ætla að hægt væri að kom-
ast að niðurstöðu ef hlutlausir menn
stæðu að þessum rannsóknum.
Almenningur í Noregi er búinn að
missa alla trú á deiluaöilunum og
lítur á umræðuna eins og eitthvert
apaspil sem engan endi muni taka.
Og fæstir búast við því að úr flug-
vallarbyggingu verði á næstunni.
Villibráð og gerjuð vínberjasaft í boði
Vinberjatinslan er hafin i Frakklandi og bráðum má búast við nýjum vinum á markaðinn.
Bjami Hnrikssan, DV, Boideaux:
Með komu haustsins og lækkandi
hitastigi hefst tímabil víns og veiöa hjá
Frökkum. Þann 20. september var
byssubúnum mönnum hleypt inn á
veiðilendur að því tölskildu auðvitað
að þeir hefðu öll nauðsynleg leyfi. Og
eftir því hvað lendumar eða hæfni
veiðimanna bjóða upp á geta franskar
húsmæður nú matbúið nýveidda
fugla, héra eða annað þaö sem eigin-
mennimir púðra niður.
Til þess að mega veiða þarf auðvitað
byssuleyfi, veiðiskírteini á fimm þús-
und krónur sem allir verða að kaupa
og svo veiðileyfi á þeim stað sem freist-
ar veiðimannsins. Þar er ómögulegt
að segja til um eitthvert meðalverð því
veiöilendumar em misgjöfular, mis-
vel staösettar og ýmist í eigu einstakl-
inga eða ríkisins. Þetta er eins og með
laxinn.
Fréttaritari þekkir miðaldra flöl-
skyldumann sem heldur heimili úti á
landsbyggðinni en er þar einungis um
helgar þvi virka daga vikunnar vinnur
hann í París. Meðan á veiðitímabilinu
stendur bregst ekki að annar dagur
helgarinnar, jafnvel báðir þegar hæst
stendur, fer í skytterí. Eins og alvöru-
veiðimanni sæmir elur hann upp sína
eigin veiðihunda sem hlaupa út um
allar jarðir þangað til sjón eða lappir
gefa sig.
Síðustu vikur hefur vínbeijatínsla
staðið yfir og bráðum má búast við
nýju vínunum á markaðinn. Hver ein-
asti smábóndi á sinn smáskika undir-
lagðan vínviði sem gefur af sér svona
eins og nokkur hundmð lítra, nóg fyr-
ir fjölskylduna og vini sem eiga leið
framþjá.
Ef farið er í heimsókn út í sveit er
boðiö upp á vínbeijasaft sem ólgar og
kraumar af geijun og verður orðin að
víni eflir um það bil tvær vikur. Þessi
gerjun getur verið hættuleg sem sési
best á því að á hveiju ári farast nokkr-
ir menn úr „geijun" í vínkjöllurum
sveitabæja, það er að segja þrýstingur-
inn verður það mikill að saftin beinlín-
is sprengir utan af sér flöskumar.
Mjög erfltt er að segja til um gæði
vínsins þetta árið, til þess var veður í
sumar of breytilegt. Júlí var fremur
svalur og votviðrasamur, ágúst ekkert
sérstakur en september hins vegar
með endemum heitur. Þó er hægt að
fullyrða að vínmagnið verður minna
en í fyrra því sökum rigninga em vín-
berin vatnsmeiri en vanalega.
Viðskiptaferð til Ausfurtanda?
- Arnarflug og KLM - besti kosturinn.