Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987.
31
Ein er
upp tilfjalla
En hún er það víst ekki
lengur, blessuð litla ijúpan.
Veiðitíminn hófst í morgun
og hætt er við þ ví að þá hafi
margir haldið af stað til fjalla
víðs vegar um land til að leita
að ijúpu í jólamatinn. Undan-
fama daga hafa landeigendur
og lögregla auglýst í fjölmiðl-
um og vakið athygli á að
ijúpnaveiðitíminn hæfist
ekki fyrr en í dag. Það hefur
nefnilega verið þannig und-
anfarin ár að einstaka veiði-
menn hafa þótt vera óeðlilega
fengsælir fyrsta leyfilega
veiðidaginn. Skýringuna vita
flestir. Margir hafa haldið til
veiða fyrr en leyfilegt hefur
verið. Þeir hafa þá skotið vel,
falið síáan fenginn vel og
vandlega og komið klyfjaðir
ijúpu til byggða að kvöldi
fyrsta veiðidags. Þeir hafa
svo yfirleitt fengið mun
minna næst þegar þeir hafa
haldiðtilveiða.
Þá eru þær ekki óhultar lengur,
blessaðar rjúpurnar, því að nú er
rjúpnaveiðitiminn genginn i garð og
skotglaðir veiðimenn skrönglast um
uppi á háheiðum.
Dýr pylsuskúr
Talsverðumræða hefur
verið að undanfómu á Akur-
eyri um hönnunarkostnað
ýmissa mannvirkja og eftirlit
með opinberum framkvæmd-
um. Hefur hönnunin oft þótt
fara úr böndunum kostnað-
arlega og berast böndin
jafnan að embætti húsa-
meistara bæjarins. En ekki
liggur þó öll sökin þar ef
marka má orð eins starfs-
manns húsameistarans en
hann sagði að margir húsa-
meistarar væm starfandi í
bænum. Það sem hann átti
við er að oftlega em bygging-
ar hannaðar án vitundar
embættisins og þá vill hönn-
unarkostnaðurinn hlaupa
verulega upp. Nýjasta dæmið
um þetta er þegar byggður
var „pylsuskúr" fyrir
íþróttavöllinn síðastliðið
sumar. Arkitekt var fenginn
til að teikna skúrinn án vit-
undar húsameistarans.
Kostnaðaráætlun mun hafa
hljóðað upp á 500 þúsund
krónur sem þótti eðlilegt.
Skúrinn uppkominn kostaði
hins vegar 1100 þúsund krón-
ur sem þykir óeðlilegt.
Skúrinn mun meðal annars
hafa verið burðarþolskann-
aður sem einnig telst óeðli-
legt. Framkvæmdastjóri
íþróttaráðs, sem lét teikna
skúrinn, sagði að kostnaður
við byggingu hans hefði farið
fram úr áætlun en heildar-
kostnaður á svonefndum
stofnbúnaði hefði verið 1390
þúsund krónur. Inni í þeirri
tölu væri reyndar fjórhjól til
að nota á vellinum en er ekki
einnig óeðlilegt að slíkt farar-
tæki sé reiknað inn í bygg-
ingu „pylsuskúrs"?
Fötin á fram-
leiðsluverði
Það er víða barist um vinn-
andi hendur þessa dagana.
Alls staðar vantar fólk til
starfa og þá þarf auðvitað að
bjóða betur en aðrir til að
laða fólkið að. Fyrirtæki í
Að stofna
fyrirtæki
Tvær hressar konur segja
frá þvi í viðtali í Degi á Akur-
eyri hvemig þær stofnuðu
fyrirtæki sitt á Húsavik sem
ber nafniö Ofsettstofan Örk.
Önnur þeirra, sem heitir
Sigrún, segist á laugardegi
hafa séð fyrirtækið auglýst til
sölu og sama kvöldið hafi hún
hringt í Grétu vinkonu sína
sem var í sumarleyfi á Ítalíu.
Sú hafi komið í símann og
Sandkom
Reykjavík, sem framleiðir
Don Cano sportfatnað, aug-
lýsti á dögunum eftir fólki til
saumastarfa. í auglýsingunni
var tíundað að tekjumögu-
leikar væru góðir þ ví að
bónuskerfi væri viðhaft. I
lokin var það svo tekið fram
að starfsfólk fyrirtækisins
fengi Don Cano fatnað á
kostnaðarverði. - Það hlýtur
að hafa ráðið úrslitum.
Bjartsýni
Og í tilefni af fyrsta rjúpna-
veiðideginum þá segjum við
sögu af tveimur Hafnfirðing-
um sem fóru til ijúpna.
Annar þeirra kom að hinum
þar sem hann lá grafkyrr á
jörðinni og miðaði stöðugt.
Féiaginn skellti sér niður hjá
honum og spurði: „Hvað ertu
búinn að fá margar?" - „Uss,“
sagði hinn. „Þegar ég er bú-
inn að skjóta þessa, sem ég
er nú aö miða á og tvær í við-
bót, þá er ég búinn að fá
þijár.“
spurt: „Hæ, elskan, ertu að
koma?“ því hún hafi verið
dálítiðaödjamma. „Skrifaðu
bara undir hvað sem er fyrir
mig,“ sagði síðan Gréta í
djamminu. „Þetta gekk allt
saman vel en nú þorir Gréta
ekki að fá sér í glas af ótta
við að hún muni kaupa eitt-
hvað eða selja," sagði Sigrún.
Og hún bætir við: „ Allavega
fær hún sér ekki í glas ef ég
er einhvers staðar nálægt
síma.“
Umsjón: Gylfi Kristjánsson
Stofnun fyrirtækja getur greinilega oröiö meöýmsu móti á Húsavik.
Ári eftir leiðtogafundinn í Reykjavík:
í hreinskilni sagt
í flugvélinni, sem flutti mig til
Kaupmannahafnar á ferðalagi mínu
til hins nýja vinnustaðar míns í
Reykjavík, fór ég að ræða við starfs-
bróður minn af Vesturlöndum. Eins
og í gamni sagði hann, en vitað er
að í hverri fyndni er sannleikskom:
„Við vitum hvað þið eruð að að-
hafast. Ertu ekki að fljúga til íslands
til þess að reka áróður fyrir gildru-
kenningu Gorbatsjovs?"
„Og hvað er það nú eiginlega?"
spurði ég í einlægni.
Viðræðumaður minn svaraði:
„Leiðtogi ykkar heillar alla með því
að hvetja til afvopnunar og heldur
því fast fram að aðeins allsherjarör-
yggiskerfi útrými hættunni á kjam-
orkuhörmungum."
KjáHarinn
Valdimir Verbenko
yfirmaður APN á íslandi
„Er það svo slæmt? Friður öllum
til handa - hvað þarf maðurinn
fleira? Hvaða gildra er falin í þessu?"
Ég fékk nokkrar upphrópanir sem
svar. Og síðast: „Þetta em bara orð-
in tóm, almennt hjal, ekkert bita-
stætt. En þama liggur sennilega
fiskur undir steini."
Ég vona að þessi samferðamaður
minn um skamma hríð, sem kynnti
sig ekki, hafi kynnt sér „Múr-
mansk-áætlun Mikhails Gor-
batsjovs. Eða ætti kannski að kalla
þetta „kenninguna um norðrið"? -
en auðvitað er nafnið ekki aðalatrið-
ið. Er þetta ekki bitastætt? „Einfalt
reikningsdæmi" - sex gagnorð at-
riði: Frá því að vera reiðubúnir til
hvers kyns viðræðna og mögulegs
brottflutnings sovéskra kjamorku-
kafbáta með ballistískum eldflaug-
um til víðtæks samstarfs í landnámi
norðursins og umhverfisvemdar á
þeim slóðum.
Hér er allt ipjög skýrt og ljóst -
aðeins ef fyrir hendi er gagnkvæmur
vilji. Og þessar nýju tillögur eru bein
afleiöing af Reykjavíkurfundinum
sem sovéski leiðtoginn fór jákvæð-
um orðum um í þessari ræðu (sem
og næstum öllum sínum ræðum á
undanfornu ári) og sagði að þar hefði
verið um „söguleg tímamót" að
ræða, „undanfara raunverulegrar
afvopnunar". En við munum að fyr-
ir ári vom sumir á móti fundinum
í íslensku höfuðborginni og reyndu
að afskræma eðli hans og hrópuðu
að Reykjavíkursamkomulagið væri
„algerir draumórar" og að hér væri
um „augljósa gildru" að ræða.
Það væri ágætt að fá meira af
svona „gOdrum".
Valdimír Verbenko
„Hér er allt mjög skýrt og ljóst - aðeins
ef fyrir hendi er gagnkvæmur vilji.“ .
Frá leiðtogafundinum í Reykjavik fyrir ári.
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Pantanasími 13010
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
REYKJMJÍKURBORG HFJ
Jlcuctovi Sfödun
ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR ALDRAÐRA
Dalbraut 27.
Laust er til umsóknar 100% starf á vakt, morgun-
vaktir, kvöld- og helgarvaktir.
Starfssvið: Aðstoð og ummönnun aldraðra.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377.
BAKARI ÓSKAST
Bakari eða maður vanur bakstri óskast til starfa hið
fyrsta.
Á sama stað óskast afgreiðslufólk.
Upplýsingar í síma 12590 eftir kl. 13.00.
Siglufjarðarkaupstaður
Lausar stöður
1. Staða félagsmálafulltrúa. Viðkomandi mun hafa
með æskulýðs-, íþrótta- og félagsmál að gera, þ.m.
t. sjúkrasamleg. Æskilegt er að viðkomandi hafi
menntun á félagssviði eða reynslu af sambærilegum
störfum. Staðan er laus frá 1. janúar nk.
2. Staða bókara er laus frá 1. desember nk. Krafist
er góðrar þekkingar á bókhaldi og notkun tölvu.
3. Staða skrifstofumanns er laus frá 1. desember.
Starfssvið er launaútreikningar, skrifstofuaðstoð við
tæknideild o.fl. Æskilegt er að viðkomandi hafi
reynslu í skrifstofustörfum.
Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, sendist
undirrituðum fyrir 25. október nk.
Bæjarfógetinn Siglufirði
Litakynning.
Permanettkynning.
Strípukynning.
Buick Sky Hawk, v 6, 3,6 I, '79, ek. 56 þ. m.
V. 250 þ., skipti.
Wagoneer Limited, leðurklæddur, '79, ek.
86 þ. km. V. 560 þ., skipti.
Dodge Ram Van, 6 cyl., '81, ek. 125 þ. km.
V. 390 þ., skipti á ód.
Renault Trafic dísil '83, ek. 96 þ. km. V. 490
þ. Stöðvarleyfi.
Langur, 1500 G.L.X. ’85, ek. 57 þ. km. V. 380
Þ- ________________________________________
Mercury Capri, 2 d., v 6, 3,6 I, '83, ek. 45
þ. km. V. 540 þ., skipti.
M. Benz 190 E, beinsk., ‘83, ek. 77 þ. km.
V. 800 þ., skipti á jap. jeppa.
Hef kaupanda aö M.M.C.L 300, 4x4, 8 far-
þega.
BÍLASALAIM
HLÍÐ
Borgartúni 25, R.
SÍMI 17770 - 29977
Dodge Diplómat, T-toppur, '78, ek. 100 þ.
km. V. 370 þ., skipti.
x