Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.1987, Page 37
FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987.
37
5000 manns voru vel með á nótunum í Reiðhöllinni þar sem Nleat Loaf skemmti.
Meat Loaf
vinsæll á íslandi
Maður verður að halda formfogrum
línum sínum, gæti Meat Loaf verið
að hugsa.
DV-myndir KAE
Meat Loaf er hinn ánægðasti með koss frá íslenskum aðdáendum.
Þarna er verið að ná i einn sem fékk aðsvif á tónleikunum ...
Fimm þúsund manns mættu á
hljómleika Meat Loaf í Reiöhöllinni
um síðustu helgi. Þessi hressi rokk-
ari vakti fyrst á sér athygli í hlut-
verki mótorhjólagæjans Eddie í
sígildu kvikmyndinni, Rocky Horror
Picture Show. Síðan sló hann eftir-
minnilega í gegn er hann fór að
syngja stórgóð lög, samin af Jim
Steinman, og er plata hans, Bat out
of Hell, að margra áliti, meðal sí-
gildra platna rokksins.
Kjöthleifurinn hefur sýnilega
grennst frá mestu frægðarárum sín-
um enda var ástandið þá þannig að
hann þurfti á stöðugri súrefnisgjöf
að halda á tónleikum sínum.
Á tónleikunum sýndi hann svo og
sannaði að hann hefur engu gleymt.
Áhorfendur, sem voru fjölmargir,
voru alhr vel með á nótunum en
ólætin á eftir settu þó svartan blett
á tónleikana.
... og það var gott að fá afdrep til
þess að jafna sig.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Katharine
Hepburn
lét þess getið nýverið að hún
hefði í upphafi ekki viljað
leika í kvikmyndinn African
Queen. Þetta er ein frægasta
kvikmynd hennar og talin
með betri kvikmyndaverkum
sögunnar. Ástæða þess að
hún var ófús að leika í mynd-
inni var sú að henni þótti
handritið með eindæmum lé-
legt. En hún sló til aðeins
vegna þess að hana langaði
að skoða Afríku.
Meryl Streep
er þessa dagana í Ástralíu að
leika í þarlendri kvikmynd
sem byggð er á sannsöguleg-
um atburðum. Hún leikur
konu, Lindy Chamberlain,
sem ákærð var árið 1980 fyrir
morð á tveggja mánaða
gömlu barni sínu. Konu þess-
ari var sleppt í júní á þessu
ári en mál hennar þykir furðu-
legt og vekur enn deilur í
Ástralíu. Að sögn ríkir tals-
verð óánægja með að Streep
skuli leika aðalhlutverkið því
að fjölmargar ástralskar leik-
konur eru atvinnulausar og
fá ekkert að gera.
Rachel Ward,
leikkonan fallega, er ekki mik
ið fyrir samkvæmislífið. Þeim
tíma sem hún er ekki að leika
eyðir hún á afskekktum bú-
garði sínum með eiginmanni
sínum, Bryan Brown. Þar
sinnir hún störfum eins og
venjuleg bóndakona, mjólkar
kýrnar og sér um hænsn og
sauðfé að auki.