Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987.
5
x>v________________________________Fréttir
Skákmótið í Belgrad:
Jóhann lagði
Marjanovic
Jóhann Hjartarson vann skák sína
viö júgóslavneska stórmeistarann
Maijanovic í 2. umferð á alþjóðlega
Investa-banka skákmótinu í Belgrad
í gær. Júgóslavinn gafst upp eftir 50
leiki er hann sá fram á peðahrun í
næstu leikjum. Jóhann tefldi þessa
skák yfirvegað og færði sér vel í nyt
ónákvæma taflmennsku mótherjans.
Mesta athygh í gær vakti skák
Kortsnojs við Timman. Kortsnoj
fórnaöi riddara fyrir hættuleg færi
en á réttu augnabliki skilaði Timman
mianninum og tókst að sigra. Önnur
úrsht urðu þau að Beljavsky vann
Short í þæfingsskák, Popovic vann
landa sinn, GUgoric, en Ljubojevic
og NikoUc sömdu um stórmeistara-
jafntefli. Skák Ivanovic og Salov fór
í bið og átti Salov peði meira og góða
vinningsmöguleika í hróksendatafli.
Að tveimur umferðum loknum hef-
ur Timman tekið forystu með tvo
vinninga en Jóhann fylgir fast eftir
með l/2 v. í dag teflir Jóhann við
sovéska stórmeistarann Valery
Salov og hefur svart.
Marjanovic tók á móti drottningar-
bragði Jóhanns og framan af tafli
fylgdu þeir þekktum leiðum. Jóhann
hafði ívið betri færi en Júgóslavinn
haföi þó alla möguleika til þess að
jafna taflið. Eftir ónákvæmni hans
náði Jóhann þrýstingi. Hann tók síð-
an þá ákvörðun að skipta upp í
hróksendatafl, sem gaf vinningsvon.
Marjanovic brást ekki rétt við, tefldi
ómarkvisst fyrir tímamörkin við 40.
leik og Jóhann náði að bæta stöðuna.
Er Marjanovic gafst upp, sá hann
fram á að hann myndi tapa tveimur
peðum sínum á kóngsvæng.
25. Rb6 Hf7 26. d5 Bf5 27. Hb4 h5 28. d6
Hugsanlega er 28. Hc4 nákvæmara,
því að nú nær svartur að loka c-
línunni með snjallri tilfæringu.
28. - Bd7! 29. Rd5 Kf8 30. Rc7 Bc6 31.
f4 Hc8 32. Re6+ Kg8 33. B Hd7 34. Rc5
Hbb8
35. Rxb7
Jóhann hefur andstæðinginn í helj-
argreipum en nú ákveður hann aö
skipta upp í hróksendatafl. „Mér
sýndist það vera unnið,“ sagði hann
í samtaU við DV eftir skákina, „en
vel má vera að hann hafi átt mögu-
leika á að halda því.“
35. - Bxb7 36. Hxb7 Hxc3 37. Hb6 e4
38. Hxa6 e3?
Besti möguleikinn er 38. - Hc5. Nú
vinnur hvítur örugglega.
39. Hb6 Ha3 40. a6 Ha2 41. Hel Hc8 42.
d7 Hd8 43. Hd6 Ha3 44. g3 Kf7 45. Kg2
Ke7 46. He6+ Kxd7 47. Hlxe3 Ha5 48.
Hd3+ Kc7 49. He7+ Kc8 50. Hxd8
Og Marjanovic gafst upp. Eftir 50.
- Kxd8 51. Hh7 fellur h-peðið og hvít-
ur vinnur auðveldlega. -JLÁ
SÍÐASTA TÆKIFÆRIÐ
á gamla verðinu
TIL SÖLU 2 X PORSCHE 924 1985.
Þessir biiar eru því sem næst nýir, hafa eingöngu verið í eigu Porsche verksmiðjanna i V-Þýskalandi
og eknir aðeins um 25.000 km. Vegna nýlegra samninga fengum við þessa tvo bíla á sérstöku afslátt-
arverði. Þar við bætist að tvær síðustu tollabreytingar hérlendis, sem orsökuðu mikla hækkun á
þessum bilum, eru ekki inni í myndinni. í dag væru þessir bílar um 300.000 kr. dýrari í innflutningi.
Hagstæðari bilakaup eru þvi varla möguleg.
PORSCHE 924 1985.
1. skráningardagur 2/9 1985. Steingrár,
sans., turbo felgur, rafm. topplúga, sport-
sæti auk fjölda annarra aukahluta.
Verð kr. 850.000 - miðað við staðgr.
PORSCHE 924 1985.
1. skráningardagur 2/9 1985. Silfurblár,
sans., Blaupunkt stereogræjur, auk fjölda
annarra aukahluta.
Verð kr. 800.000. - miðað við staðgr.
GETUM EINNIG BOÐIÐ LÁNAKJÖR.
Þetta er verð sem 1982 árgerðirnar hafa verið seldar á hérlendis. Við ítrekum einnig að þetta er
tækifæri sem við getum ekki boðið aftur.
Porsche 924 er sportbill með notkunarmöguleika venjulegs bíls, frábæra aksturseiginleika, litla bens-
íneyðslu, sáralitla bilanatíðni og endingu sem enginn annar bílaframleiðandi getur boðiö. Sjón er
sögu ríkari.
umboðið - Austurströnd 4 - s. 611210.
Hvítt: Jóhann Hjartarson
Svart: S. Marjanovic
Drottningarbragð.
1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e3 Rf6 4. Bxc4
e6 5. Rf3 c5 6. 0-0 a6 7. a4 Rc6 8. De2
cxd4 9. Hdl Be7 10. exd4 0-0 11. Rc3
Rd5 12. Bd3 Rcb4 13. Be4 Rf6 14. Re5
Rxe4 15. Dxe4 Rd5 16. Dfi Rxc3 17.
bxc3 Dc7 18. Bf4 Bd6 19. a5 Hb8 20.
Habl f6 21. Rd3 Bxf4 22. Dxf4 Dxf4 23.
Rxf4 e5 24. Rd5 Be6?!
Betra er 24. - Hf7! og svartur hefur
alla möguleika á að jafna taflið. Nú
vinnur hvítur dýrmætan leik.
Hæstiréttur:
Keppnisbann
Jóns Páls
staðfest
í Hæstarétti er genginn dómur í
máli íþróttasambands íslands gegn
Jóni Páli Sigmarssyni. Hæstiréttur
staðfesti keppnisbannið sem Jón Páll
var dæmdur í hjá ÍSÍ.
Jón Páll neitaði að mæta til lyfja-
prófunar hjá eftirlitsnefnd ÍSÍ. Var
hann þá dæmdur til tveggja ára
keppnisbanns. Jón Páll taldi að ÍSÍ
heíði ekki lögsögu yfir sér þar sem
hann væri aðili að Kraftlyftingasam-
bandinu en það er ekki aðili að ÍSÍ.
Hæstiréttur var sammála Borgar-
dómi um að Jón Páll væri bundinn
af reglugerðum ÍSÍ og Jón Páll hefði
ekki, eftir því sem sjá mætti, sagt sig
úr lyftingadeild KR.
ÍSÍ dæmdi Jón Pál í tveggja ára
keppnisbann. Hæstiréttur staðfesti
þann dóm. í dómi Hæstaréttar segir
meöal annars: „Hefur stefndi ekki
bent á nein atriði, sem máli gátu
skipt, að hann kæmi á framfæri viö
nefndina, áður en sá úrskurður gekk,
sem krafist er ógildingar á í þessu
máli. Verður ekki talið, að úrskurö-
inum hafi af þessum eða öðrum
ástæðum verið svo áfátt, að hann
verði dæmdur ógildur."
TVÖ ÚRVALSMYNDBÖND
Avenqing force
Matt Hunter er búsettur í Louis-
iana í Bandaríkjunum. Einn
besti vinur hans er svertinginn
Larry Richards og berjast þeir
gegn ýmsum öfgahópum.
Meðal þeirra eru ofstækis-
mannasamtöksem kallast
Pentangle. Pentanglemönnum
tekst að drepa son Larrys og
nokkru seinna taka þeir unga
systur Matts í gíslingu og
neyða hann til að taka þátt í
veiðileik samtakanna en þar eru
menn veiddir og deyddir í stað
venjulegrar villibráðar...
ISLENSKUR TEXTI
Allan Quatermain
Örmagna maður, Dumont að nafni, kemst við illan leik til bækistöðvar Allans
Quatermain. Hann hafði farið í leiðangur ásamt Robeson, bróður Allans, og var
ætlunin að finna týndu gullborgina. Áður en hann getur gert nánari grein fyrir leið-
angrinum og örlögum annarra leiðangursmanna er hann myrtur af grímuklæddum
illvirkjum.
Allan afræður strax að gera út leiðangur í leit að bróður sínum. Hættur af ýmsu
tagi verða sífellt á leið þeirra en með þrautseigju og snarræði tekst þeim að halda
ferðinni áfram uns borgin gullna blasir loks við.
Agon, æðsta presti og mesta valdamanni borgarinnar, stendur stuggur af Allan
og förunautum hans. Hann ákveður að láta til skarar skríða gegn þeim. . .
DREIFING
W W
iiiiiiuiii
HASKOLABIO
SÍMI611212
■sme