Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Unesco verður endurreist
í augsýn er hinn langþráði nóvemberdagur, er
Amadou Mahtar M’Bow lætur af embætti framkvæmda-
stjóra Unesco, menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Við hlutverki hans tekur væntanlega Spánverjinn Fed-
erico Major, er ætti að geta endurreist Unesco.
Federico Major er líffræðingur, sem sneri sér að
stjórnmálum á vegum spánskra jafnaðarmanna. Hann
hefur gott orð á sér og er tahnn geta tekizt á við hvort
tveggja, stjórnleysið og spillinguna í stofnuninni, svo
og andstöðu hennar við vestrænar lýðræðishefðir.
Þótt Major yrði á endanum eini frambjóðandinn í
síðustu atkvæðagreiðslunni, fékk hann tuttugu mótat-
kvæði af fimmtíu. Það bendir til, að sumir harðstjórar
þriðja heimsins geti hugsað sér að blása saman liði gegn
honum á aðalfundi stofnunarinnar í nóvember.
Fulltrúar frá fimmtíu ríkjum áttu aðild að atkvæða-
greiðslunni í stjórn stofnunarinnar. Á aðalfundinum
verða fulltrúar frá öllum aðildarríkjunum 158. Á báðum
stöðum eru í meirihluta lögreglu- og ofbeldisríki af
ýmsu tagi, svo að málið er ekki alveg komið í höfn.
Herforingjastjórnin í Pakistan harmar fah frambjóð-
anda síns, hershöfðingjans Jakub Kahn. Hún er nú að
reyna að tefla honum fram á nýjan leik til málamiðlun-
ar og æsir í því skyni til andstöðu harðstjóra þriðja
heimsins gegn Major sem vestrænu forstjóraefni.
Kahn hefði orðið betri forstjóri en M’Bow, enda væri
leitun að manni, sem ekki væri það. Hins vegar geta
Vesturlönd aldrei stutt til valda í Unesco fulltrúa ríkis-
stjórnar, sem brýtur gróflega gegn mannréttindum. Því
verðum við að vona, að kjör hins spánska Majors standi.
Fyrstu viðbrögð brezku og bandarísku ríkisstjórn-
anna við úrslitum atkvæðagreiðslunnar í París eru
dapurleg. í stað þess að fagna niðurstöðum og gefa góð
orð um, að þær gerist aðilar að Unesco á nýjan leik,
hafa þær látið í ljós efasemdir um, að svo verði.
Auðvitað er eðlilegt, að útgönguríkin taki heimferð-
ina rólega og fylgist með, hvort endurreisn og siðvæðing
Unesco verður að veruleika, áður en þau ákveða endan-
lega að vera aftur með. En viðbrögð Bretlands og
Bandaríkjanna hefðu mátt vera bjartsýnni og jákvæðari.
Þegar farið verður að taka til hendinni í Unesco, er
gott að hafa með í ráðum þau ríki, sem ætlazt er til, að
leggi mest fé af mörkum, og sem hafa einna lengsta
reynslu allra ríkja af lýðræði og mannréttindum. Meira
en nóg er af auralausu harðstjóraríkjunum í Unesco.
Brýnasta verkefni Majors verður að hreinsa til í
starfsmannaskrá stofnunarinnar, einkum efst í henni.
Losna þarf við hirðmenn M’Bows og aðra getuleysingja,
sem hafa komið í stað hinna, er flúið hafa sukkið og
svínaríið. Allt æxh M’Bows þarf að nema á brott.
Hitt fylgir svo í kjölfarið, að hætt verði að sóa fjórum
krónum af hveijum fimm í rekstur höfuðstöðvanna í
París og farið að nota meginhluta fjárins til að sinna
hinum raunverulegu verkefnum stofnunarinnar, svo
sem baráttu fyrir læsi og menntun í þriðja heiminum.
Einnig er tímabært, að Unesco hætti að þjóna hags-
munum harðstjóra. Stofnun M’Bows hefur mælt með
einokun þeirra á upplýsingaflæði innan ríkja þeirra, til
þeirra og frá þeim. Major hefur hins vegar spánska
reynslu af Franco og hættum, sem fylgja slíkri einokun.
Fulltrúar íslands í Unesco og stjórn þess eiga að vinna
af alefli að staðfestingu á kjöri Majors og að árangri í
miklu starfi, sem framundan er í menntastofnuninni.
Jónas Kristjánsson
Enn vilja menn
auka áfengisbölið
Enn upphefst haustsöngurinn óm-
fagur og tær meö löngun og þrá
hinna þorstlátu í hverju stefl. Enn
er það ákall um „þjóðþrifamáliö"
mikla sem ómar frá þeim fjölmiðla-
þömburum sem ævinlega æpa hæst
um þá höfuðnauðsyn að alhr megi
bergja frjálsan áfengan bjór. Og mik-
ið stendur til eins og oft áður,
bumbur eru barðar og bijóstkassinn
þaninn í nafni hins unaöslega frels-
is, í nafni þess ímyndaða meirihluta
sem einhveijar alvörulausar skoð-
anakannanir gefa til kynna.
Ég leyfi mér að segja alvörulausar
af þvi að ég vil aldrei trúa því að í
alvöru og að aflokinni vandaðri
íhugun sé meirihluti þjóðarinnar á
þeirri skoðun að hér skuli svo böl
bæta að bíði annað verra. Og það er
mergurinn málsins.
Heildarneysla
Ég hefi rætt þetta mál við of marga
með um margt ólíkar skoðanir til
þess að ég trúi einhveijum prósent-
um - ýktum raunar og sumum
uppdiktuðum - um fylgi við bjórinn.
FÍestir viti bomir menn selja málið
nefnilega í víöara samhengi, líta til
málsins í heild, líklegra áhrifa á þá
heildameyslu sem allir em sammála
um í dag að sé þegar alltof mikil,
álits þeirra sem þekkingu hafa og
ríka reynslu af áfengisbölinu í heild
sinni. Ög um það böl snýst málið.
Meðferðarstofnanir anna ekki eftir-
spum - aftur og aftur koma menn
dl aö sækja lækningu og kostnaður
þjóöfélagsins aðeins af þessu einu
mun meiri en kostnaður af mann-
skæðustu sjúkdómum okkar. En
öskuröpum ímyndaös frelsis finnst
ekki nóg að gert. Þeir friða slæma
samvisku með þeirri bábilju að fyrst
muni heildardrykkja aukast og af-
leiðingar segja til sín (það viður-
kenna jafnvel þeir ofstopafyfistu) en
svo muni allt fara í svipað horf og
enn síðar muni svo allt færast í betra
lag og „bjórmenning" taka við af
brennivínsþambi og allt verði þá svo
undragott.
Og svo er það frelsið. Frelsið til
hvers? Hver er fijáls sem ánetjast
áfengisneyslu af hvað tagi sem er?
Hverra frelsi og farsæld er verið að
hefta og hindra með þessu frelsi?
Fjölskyldunnar, bamanna, félag-
anna og auðvitað eigin frelsi til
heilbrigðra lifshátta um leið.
Fómir heimila, þar sem hamingj-
an og lífsafkoman era ekki lengur
neins metnar, hggja þessum frelsis-
postuium í léttu rúmi. Heilsa og
hamingja fómarlamba frelsisins
skipta þá heldur engu. Umferðar-
slysin, innbrotin, afbrotin ýmiss
konar, eiturlyfjaneyslan - aht er það
hjóm eitt og hégómi, sem ekki þarf
um að tala, ef bara frelsið blómstr-
ar, ef bara þeir sem þorstinn hijáir
fá frelsi tíl að bergja sínar bjórveig-
ar, máske án skaða, máske sér og
öðrum til óbætanlegs tjóns - og auð-
vitað, ef hægt er, að græða á því.
Gagnrök
En hvers vegna í ósköpunum er
svo undrafátt um hðsmenn frelsisins
í hópi þeirra sem þekkja þessi mál
út og inn, hafa þekkinguna og
reynsluna að bakhjarh, fást við hlar
afleiðingar ofneyslunnar?
Af hveiju mæla 'þeir ekki með
þessari ahsheijarlausn á áfengis-
vandamáh okkar sem frelsisfuglam-
ir vfija vera láta?
Af hveiju leiða þeir fram gagnrök
á gagnrök ofan sem enginn úr öskur-
hðinu svo mikiö sem reynir að
hrekja?
Menn spyija: Hvers vegna sterka
drykki - en ekki veika, „saklausa"?
Mitt svar er að sjálfsögðu einfalt
og grundvahað á minni lífsskoðun:
Ekkert af þessu á rétt á sér, allt er
það th ófamaðar á ótöldum sviðum.
En vissulega er þetta ekki allra
andmælenda svar. En nóg er samt í
þeirra fórum. Aukin unglinga- og
bamadrykkja, vinnustaðadrykkja,
aukin hehdameysla og áfram mætti
KjaUarinn
Helgi Seljan
fyrrverandi alþingismaður
telja. Og ég spyr m.a.s. þá þorstlátu:
Er ekki drakkið nóg? Þarf enn fleiri
meðferðarstofnanir eða hvað? Byija
unglingar ekki nógu snemma nú
þegar? Þarf aldurinn að færast enn
neðar? Og vantar hálfdrukkna menn
á vinnustaðina? Eykur þaö á örygg-
ið, fækkar vhinuslysum? Og hafa
menn engar áhygpiur af umferðinni
þegar menn setjast undir stýri
ódrukknir! með aðeins tvo - þijá
saklausa bjóra innbyrta?
Aðeins samviskufriðun?
Um þetta á að spyija - th þeirra á
að leita sem gleggst þekkja th, beij-
■ast við vágestinn mikla. Og era þá
öh átökin um vímuleysi hér og vímu-
leysi þar aðeins samviskufriðun en
engin alvara? Því vh ég ekki trúa.
Þó era þeir ahtof margir sem setja
dæmið þannig upp að th séu góð og
slæm vímuefni, góða flokknum th-
heyrir áfengið því þess neyta þeir
sem dilka draga, þau slæmu era eit-
urlyf ýmiss konar sem ólögleg era
og „úrhrakið" neytir. Á þessu hði
hefi ég vægast sagt htlar mætur.
En hvers vegna þessi hávaði nú
og aht fjaðrafokið? Það er verið að
reyna eins og oft áður að búa th al-
menningsáht sem á svo að nota th
ógnana og hótana gegn þeim sem
ákvörðun þurfa og eiga að taka.
í kynningu umræðuþáttar á Stöð
2 sagði frægur bjórpostuh að það
sýndi undanhald bjórandstæðinga
að fleiri, fleiri menn hefðu neitað að
verja sannfæringu sína og í raun lá
í oröunum að sú sannfæring væri á
hröðu undanhaldi.
Ég verð að hryggja umræddan
mann með því að ég var einn þeirra
er beðinn var en átti þess einfaldlega
engan kost vegna fjarvera og er gah-
harðari nú en nokkra sinni að
beijast gegn þessum viðbótarþætti í
ofneyslu áfengra drykkja. En eflaust
hafa einhveijir hugsaö sem svo að
öh andstaöa væri horfin með öhu.
Já, en hvers vegna er í herlúðra
blásið nú? Nú er nýkjörið Alþingi
að taka th starfa og þar hafa orðið
mjög miklar mannabreytingar.
Alþingi hafni ábótinni
Bjórþambarar eygja því nýja von
og jafnvel finnst mér það býsna nota-
legt að finnast ástæðan hggja í því
að ýmsir ágætir bjórandstæðingar
hafa af þingi horfið. Notalegt - og
þó - en ég veit að aðrir ötuiir hafa
að hluta komið í þeirra stað, svo
ekki er víst að langa stund verð hönd
höggi fegin.
En nú á að láta th skarar skríða.
Og það fer ekki dult hvert er mest
nauðsynjamála þeirra sem þing-
menn eiga að fást við þessa fyrstu
komandi daga. Manni gæti helst
skihst að heiður Alþingis væri í veði
og ef þingmenn rækju nú af sér
slyðraorð þaö sem í bjórbanni felst,
þá væri æra þeirra í lengd og bráð
borgið.
Minna má það ekki heita.
Mér ofbýður ahur fyrirgangurinn,
aht frelsiskjaftæðið, hirrn falski hol-
hljómur, allar heitingamar í garð
þeirra sem aðra skoðun kynnu hafa
en þeir þorstlátu.
Ég hefi hlýtt á umræður á þingi
um þessi mál og með örfáum undan-
tekningum hafa menn reynt að
glöggva sig sem best á málinu, meta
hugsanleg áhrif sem ahra best og
greiða síðan atkvæði eftir bestu vit-
und, óháðir öskuröpum þeim sem
engum sönsum eða rökum taka.
Þetta vona ég að vehlestir þing-
menn muni enn gera og ef svo
verður óttast ég ekki úrshtin. Ef
þekking og reynsla ræður svo sem
hingað th, ef enn er vhji th aö spoma
við í stað þess að auka á ósköpin þá
ber Alþingi enn gæfu th að hafna
ábótinni.
Gjaman mætti svo fleira gera í
leiðinni í ljósi ágæts áhts frá áfengis-
málanefnd sem mjög víötæk sam-
staða náöist um hjá ólíkum aöhum.
Þar má margt finna sem th vama
má verða. Ekki veitir af.
Helgi Seljan
,,Mér ofbýður allur fyrirgangurinn, allt
frelsiskjaftæðið, hinn falski holhljóm-
ur, allar heitingarnar í garð þeirra sem
aðra skoðun kynnu að hafa en þeir
þorstlátu.“
„Er ekki drukkið nóg? ... Byrja unglingar ekki nógu snemma nú þeg-
ar, þarf aldurinn að færast enn neðar?“ er spurt i greininni.