Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1987, Side 16
16 Spumingin ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1987. Ert þú ánægð(ur) með starfið? Stefanía Valgeirsdóttir: Já, ég er á- nægð með það. Það er lifandi og fjölbreytt. Guðmundur Einarsson: Já, svona nokkurn veginn. Það er íjölbreytt starf. Jón Hauksson: Sem áhugamál er ég ánægður. Það er gaman að prófa eitt- hvað nýtt. Pálína Kristjánsdóttir: Já, mjög svo. Er nýbúin aö breyta til. Þaö sem mér kemur á óvart er hve umgengni fólks hefur breyst til batnaðar. Sigurður Jónsson: Nei, og þá helst vegna óbilgirni hins opinbera. Skúli Matthiasson: Já, ég er búinn að vera lengi í sama starfi og það segir sína sögu. Lesendur Byggingastíll í Reykjavík: Einn allsheijar svefhbær Miðborgin. Háhýsi þyrftu að vera miklu fleiri en nú er og ekki lægri en 10-12 hæðir - segir bréfritari. Þorvaldur skrifar: Reykjavík er stór og víðfem borg. Alltof viðfem með ekki fleiri íbúa. Það eru mikil mistök að hafa ekki byggt fleiri háhýsi og þá einum í miðborginni og í næsta nágrenni. í flestum stærri bæjum, að nú ekki sé talaö um borgir, er tahð skynsamlegt að hafa einn góðan miðbæjarkjarna, þar sem allflestar skrifstofur, þjónustumiðstöðvar og opinber umsýsla er til húsa. Einnig verslanir. Auðvitað á hluti af þess- ari starfsemi aö vera úti í hverfun- um þar sem fólkið býr. Þar eru þó verslanir brýnastar. Miðbæjarkjami er hins vegar sérstakt fyrirbæri, sem er nauð- synlegur hverri borg, og alveg sérstaklega höfuðborg. Þar koma þá bílastæði inn í myndina og eru þau hluti af heildarmyndinni. Gamli hluti Reykjavíkur er ein- mitt tilvalinn fyrir þennan mið- bæjarkjama í því formi sem hér er vísað til. Háhýsi þyrftu að vera miklu fleiri en nú er og ætti raunar ekki að byggja þar neina nýbygg- ingu lægri en t.d. 10-12 hæðir. Og hvað ætti svo sem að vera því til fyrirstöðu? Auðvitað ekkert, nema ef vera kynni staðsetning flugvali- arins, svo til inni í borginni. Flugvöliurinn er stórmál í þessu sambandi og fyrr en síðar verður að huga að flutningi hans hvort eð er. Það er stórátak en þarf engu að síður að gerast. Það að hér hefur ekki veriö lögð áhersla á góðan og reisulegan mið- bæjarkjarna með háum húsum og góðum bílastæðum, undir húsun- um eða í sérstökum bílageymslum, stendur ýmsum öðmm fram- kvæmdum borgarinnar fyrir þrifum og skapar öngþveiti í allri umgengni og umferð í núverandi miðborg. Það er ekki eðlilegt að hafa t.d. mikið af íbúðarhúsum í eða rétt við miðborgina eins og nú er. Það er heldur ekki eðlilegt að svo aö segja öll borgin skuli vera byggð eins og einn svefnbær frá miðborg til ystu úthverfa. Það þarf að gera stórátak í endur- skipulagi miðborgarinnar, varð- andi það að leyfa byggingu háhýsa með bflageymslum í kjallara eða á jarðhæð (ef til vili á báðum hæðum) ásamt því að skipuleggja greið- færar ökuleiðir til og frá borgar- kjamanum í þær þijár áttir sem umferðin beinist til. Brú yfir Fossvoginn í suðurátt frá Hringbraut, yfir Vatnsmýrina, er ein framkvæmdin en býður enn um sinn og fylgir þá öðmm fram- kvæmdum. Auðvitað kostar þetta mikið fé. Það eigum við að fá erlendis frá, ásamt aðstoð byggingafræðinga, erlendra sem hafa langa reynslu aö baki í hönnun vegakerfis í stór- borgum. „Bylgjan“ í unvferðinni Páll Þorsteinsson á Bylgjunni hringdi: í tílefni skrifa í lesendadáiki DV, þar sem rætt var um umferðarleiðsögn í útvarpi, vil ég upplýsa, þá sem ekki hafa enn fylgst með, að við hjá Bylgj- unni gerum þessu máli skil í talsverö- um mæli. Fréttamaður frá okkur, Elín Hirst, er sérstaklega með þaö á sinni könnu að fylgjast með umferðinni og miðla upplýsingum til hlustenda. Fastir liðir úr umferöinni era td. á morgnana, fyrir fréttir kl. 8, og einnig fyrir kl. 9. Afþreying fyrir hótelgesti Hvers vegna ekki casino? Víðförull skrifar: Á þessu ári hafa ekki færri en tvær ráðstefnur verið haldnar hér á landi um ferðamál og önnur þau atriði sem tengjast ferðamönnum og aðbúnaði þeirra. Orð era til aiis fyrst og ekki skaðar það að fá menn til fyrirlestra og umræðna á slíkum ráðstefiium. Best er þó og árangursríkast að menn hafi eitthvað til málanna að leggja og þurfi ekki að endurtaka það sem sagt var á fyrri ráðstefnum eða ítreka óskir um aðbúnað eða fyrir- komulag sem því miður er langt í aö rætist hér. Einnig er hvimleitt að hlusta á opin- bera fulltrúa eða ráðherra sem lofa öllu fógra til úrbóta í feröamálum hér heima en gleyma svo flestu þegar upp er staðið. Hversu oft hefur t.d. ekki veriö ítrek- að á slíkum ráöstefnum að á meðan við íslendingar bjóðum ekki upp á svipað andrúmsloft og þjónustu á veit- ingahúsiun hér og annars staðar þá erum við ekki samkeppnishæfir á hin- um alþjóðlega markaði. Og þetta á við í mörgum greinum. Áfenga ölið er eitt þessara atriða. Eng- lendingur, sem td. er vanur aö drekka sinn bjór að kvöldi til eða hvenær sem hann annars lystir, fer ekki í ferðalag til lands þar sem enginn slíkur bjór er fáanlegur. Þetta á við fólk frá flest- um löndum. Fara margir ferðamenn til araba- landa þar sem vínveitingar era star- anglega bannaðar nema á ákveðnum hótelum sem hafa gert samkomulag við þarlend stjórnvöld um að geta veitt áfengi? - Ekki frá íslandi og raunar ekki heldur frá öðrum löndum. Eða þjónusta á stórum hótelum hér á landi? Er við mikið að vera, t.d. að kvöldi til, annaö en barinn og tónlist tíl dansa eftir þegar best lætur? Hvergi í höfuðborginni er staður þar sem ferðamenn geta eytt fé sínu í casino. Þetta ættí að vera til staðar á betri og stærri hótelum höfuðborgarinnar og einnig á Akureyri, a.m.k. yfir aðal ferðamannatímann. Hégómlegt! munu margir segja. En hér er verið að benda á atriði sem era viðtekin um allan heim. Mörg hótel hafa leyfi til þess að reka spilavíti, svokallað, í húsakysinum sínum gegn ströngum reglum sem um þau gjlda. Og hvað er á móti því að gefa ferða- mönnum, raunar öllum hótelgestum kost á að eyða fjármunum sínum í spilavíti? Er það eitthvað ósiðsamlegra en að eyða flármunum við barinn? Væntanlega er fólk að eyða eigin afl- afé en ekki hins opinbera. Og gfidir þaö jafnt við barinn og spilavítið. Á mörgum betri hótelum víðs vegar um heim geta hótelgestir eytt tímanum við að freista gæfunnar. Útvarpsstöðin Bylgjan útvarpar upplýsingum um umferðina, m.a. á morgnana, fyrir kl. 8 og 9. Fyrirspum tii landlæknis: Nálastungur og náttúrakraftar Guðmundur Guðmundsson skrif- ar: Hvert er áht yðar á starfsemi þeirra lækna (ríkisstarfsraanna) er stunda sem aukavinnu - en þó gegn gjaldi - nálastungur og leiö- beiningastarfsemi, samkvæmt sex þúsund ára gömlum stærðfræði- formúlum frá Suður-Ameriku svo og átrúnaði á náttúrukrafta undir Jökli og vissar steintegundir? Er læknum þetta heimilt? Svar Ólafs Ólafssonar landlíekn- is: Fullnægjandi svar er ekki hægt að gefa á þessari stundu en mér sýnist framangreind starfsemi geta fallið undir „skottulækning- oy,u Erveriöaö„hnuplau lottó-fénu? Skattgreiðandi hringdi: Það er mikið mál gert úr því og þvi slegiö upp í fréttum að verið sé aö skera niður fjárstyrki til íþróttahreyfingarinnar í landinu. Talaö hefur verið um „stuld“ í þessu sambandi. Mér finnst sem almennum skattgreiöanda að nógsamlega hafi verið komið til móts við íþróttahreyfinguna með því að gefa einkarétt á þessu viöamikla happdrætti til starfsemi íþrótta- mála. Með því að aðstæöur hafa nú breyst og íþróttahreyfingin fær þessa mikilvægu aðstoð í formi „lottósins“, finnst mér ekki rétt- látt aö áfram sé tekið fé af skatt- borguranum til íþróttamála í jafhríkum mæli og áður. Það hlýtur aö hafa verið stór- kostlegt happdrætti fyrir íþrótta- hreyfinguna að fá þetta einkaleyfi. Því finnst mér aö aðr- ar fjárveitingar, sem henni era ætlaðar nú, megi nota til ein- hverra annarra hiuta. Af nógu er að taka. Vantar ekki fé til byggingar dag- og bamaheimíla svo eitthvað sé nefnt? Ráðamenn þjóðarinnar ættu ekki aö láta blekkjast af upphrópunum um óréttlætí eða „stuld“, þegar lottó-peningar era til umræðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.