Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987.
Lagafhimvaipið um sláturieyfl til Bíldudals:
Stjómmál
Ahyggjur af að Alþingi
verðl sér til skammar
„Eg hef áhyggjur af því aö þingiö
veröi sér til skammar ef það sam-
þykkir þetta. Ég mun aldrei styðja
að frumvarp af þessu tagi fari í gegn-
um Alþingi,“ sagði Ámi Gunnars-
son, Alþýðuflokki, við umræður í
gær um lagafrumvarpið óvænta um
að Sláturfélag Amfirðinga fái leyfi
til að slátra sauðfé í sláturhúsi sínu
á Bíldudal.
Ámi Gunnarsson sagði að öllum
ráðum þyrfti að beita til að leysa
þetta mál án lagasetningar. Fordæm-
ið yrði afleitt. Ef það fréttist til
samkeppnisaöila íslendinga á mat-
vælamörkuðum erlendis yrði það
stóralvarlegt.
Matthías Bjamason, fyrsti flutn-
ingsmaður framvarpsins, hóf
umræðuna með því að lýsa því yfir
að hann hefði gjaman viljað komast
hjá því að flytja frumvarpið en máls-
meðferð öll gerði það að verkum að
hann sæi sig knúinn til að gera það.
Rakti hann nokkur dæmi um slát-
urhús sem fengið hefðu leyfi en væra
samkvæmt lýsingum engu betri en
húsiö á Bíldudal.
„Það er ekki sama hvort það er Jón
eða séra Jón. Hér hefur mönnum
verið mismunað,“ sagði Matthías.
„Hér era ekki heiðarleg vinnu-
brögð. Það er ekki hlutverk dýra-
lækna að vinna að því að fækka
sláturhúsum."
Matthías taldi rétt og skylt að rann-
sókn færi fram á því hvort settur
yfirdýralæknir segði satt um slátur-
húsið umdeOda.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra sagði að ef Alþingi ætlaði að
marka þá stefnu að ekki skyldi byggt
á áliti dýralæknis væri verið að
kippa fótunum algjörlega undan
möguleikum á útflutningi.
„Hér er farið inn á svo hála braut
að ég vonast til þess að háttvirtir al-
þingismenn hugsi sig vel um áður
en þeir gera það,“ sagði Jón.
-KMU
Siguröur Sigurðarson, settur yfirdýralæknir, afhendir starfsmanni Alþingis bréfabunka sem dreifa átti til alþingis-
manna. DV-mynd GVA
Stéttarsambandið varar Alþingi við
Settur yfírdýralæknir sendir þingmönnum bréf:
Vatnið óhæft vegna
saurgeriamengunar
„Stéttarsamband bænda hefur
fram til þessa engin afskipti haft af
málefnum sláturhússins á Bíldudal
en telur það skyldu sína að benda
hæstvirtum landbúnaðarnefndum á
þá hættu sem fylgt getur fyrirhuguð-
um afskiptum Alþingis af málinu
fyrir matvaelaiðnaðinn í landinu og
viðhorf neytenda innanlands og er-
lendis til heilbrigðiseftirlits með
matvælaframleiðslunni. ‘ ‘
Svo segir meðal annars í bréfi sem
Stéttarsamband bænda sendi land-
búnaðamefndum Alþingis síðdegis í
gær. Stéttarsambandið segir enn-
fremur:
„Á undanfórnum áram hafa verið
gerðar sífellt strangari kröfur til
matvælaiðnaðar í landinu um að-
stöðu alla og eftirlit með framleiðsl-
unni. Flest fyrirtæki á þessu sviði
sem eitthvað kveður að hafa lagt í
gífurlegan kostnað sem mörgum
þeirra reynist erfitt að standa undir.
Þessar kröfur til matvælaiðnaðarins
era væntanlega gerðar í þeim til-
gangi að tryggja gæði íslenskra
matvæla og auka álit framleiöslunn-
ar í augum innlendra og erlendra
kaupenda.“
-KMU
„Húsið er gamalt og lélegt. Það
batnar ekki að ráði þótt klætt sé yfir
veikleika og óhreinindi. Slíkt getur
jafnvel gert illt verra,“ segir Sigurð-
ur Sigurðarson, settur yfirdýralækn-
ir, í bréfi sem hann lét dreifa til
alþingismanna í gær um sláturhúsið
á Bíldudal.
Sigurður segir að lokun hússins nú
sé ekki byggð á persónulegri óvild
eins eða neins heldur því grandvall-
aratriði aö neytendur eigi aðeins
skilið það besta sem völ sé á og þeirri
lagaskyldu, sem lögð sé á dýralækna,
að tryggja það að vinnslustaðir fyrir
matvæh séu vel búnir og þannig að
verki staðið að almenningi stafi eng-
in hætta af því sem þaðan kemur.
„Kalt vatn hefur dæmst óhæft
vegna saurgerlamengunar," segir
yfirdýralæknir ennfremur.
„Klórblöndun á vatni er ótrygg og
neyðarráðstöfun sem ekki er gripið
til að þarflausu. Klórblöndun á
vinnsluvatni bætir ekki kjötið.
Heitt vatn hefur verið af skomum
skammti, að sögn dýralækna sem
starfað hafa í þessu húsi.
Skolplögn nær ekki út fyrir stór-
straumsfjöru og þar sem ekki liggur
fyrir aö rottum hafi verið útrýmt af
Bíldudal eða girt fyrir að þær slæðist
þangað er nauðsynlegt að menn geri
sér grein fyrir því aö niðurfóll eru
ekki rottuheld.
Frárennsli hafa raunar verið
ótrygg og hafa stíflast stundum í slát-
urtíð.
Slátursalur, líffærasalur og klefi til
aðskilnaðar meltingarfæra era eng-
an veginn í samræmi við lög og
reglur. Allt er illa aðskilið og ófull-
komið.
Innréttingar era að hluta til úr efn-
um sem ekki er unnt að þrífa svo vel
sé, hvaö þá að sótthreinsa, þegar
ekki er einu sinni nóg heitt vatn.
Aðstaða til handþvotta er léleg að
dómi héraðsdýralækna.
Aðstaða til heilbrigðisskoðunar er
ekki fyrir hendi svo nothæf sé. Eng-
inn kostur er að rekja saman liffæri
og skrokka svo öraggt sé ef sýking
kemur fram í öðra hvora. Engin
geymsla er fyrir sjúkt.
Kjötsalur er við hliðina á fjárrétt
og ef þéttingar era ekki nógu góðar
með veggjum getur seytlað saur-
mengaö gums inn í kjötsal. Loftræst-
ing er ekki í rétt en viftur í kjötsal
geta dregið óloft þangað frá gripa-
réttinni vegna nálægðarinnar.
Sjá má af framanrituðu að það er
ekki að ástæðulausu að héraðsdýra-
læknar, sem skoðað hafa þetta hús,
hafa verið samdóma í áliti sínu og
leggjast gegn því allir sem einn að
þessi vandræðaaðstaða verði ekki
notuð lengur til matvælafram-
leiðslu.“
Loks segir yfirdýralæknir að með
framvarpi þessu sé lagt til að heil-
brigðiseftirlit dýralækna verði brotið
á bak aftur og yfirdýralæknisem-
bættið vanvirt. Islenskir bændur eigi
ekki skilið slíka útreið. íslenska
lambakjötið sé dregið niður í skítinn
og íslenskir neytendur óvirtir sam-
þykki Alþingi flaustursverk þetta.
-KMU
Ólafsvík:
Allir skotnir
í Framsókn
Alþýðuflokkurinn í Ólafsvík hefur
boðið Alþýðubandalagi og Fram-
sóknarflokki til formlegra viðræðna
um myndun nýs meirihluta. Al-
þýðubandalagið hefur þegar svarað
játandi. Framsóknarmenn hafa ekki
gert upp hug sinn. Þeir hyggjast bíða
þar til uppgjör fyrstu níu mánaða
þessa árs Úggur fyrir.
Stefán Jóhann Sigurðsson, bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði
að sér hefðu borist boð allra flokka
um viðræður. Á lokuðum bæjar-
stjómarfundi var ákveöið að láta
fara fram uppgjör á rekstri bæjarfé-
lagsins fyrstu níu mánuði ársins.
Ámi Bjöm Birgisson endurskoðandi
mun vinna að uppgjörinu. Því á að
vera lokið fyrir 2. nóvember.
Á bæjarstjómarfundinum, sem er
hinn fyrsti frá því aö meirihlutinn
sprakk, var uppsagnarbréf bæjar-
stjóra, Kristjáns Pálssonar, bókað.
-sme
Kjarasamningar
Jón Baldvin stefnir
að nýrri þjóðarsátt
- þannig meta ýmslr verkalýðsleiðtogar ummæli hans um matarskatUnn
í umræðum á Alþingi I síðustu Ýmsir verkalýösleiðtogar, sem arkiarasamningar hafa veriö og samningar í nóveraber eöa þá ekki
viku um fjárlagafrumvarpiö og DV hefur rætt við um þetta mál, kallaðir voru „þjóðarsátt“. fyrr en í lok febrúar eða byijun
matarskatönn sagöist Jón Baldvin segja að ekki korai til greina að Aliir eru sammála um að engar mars á næsta ári. Hann segir að
fjármálaráðherra vera tilbúinn aö nota matarskattinn sem einhvetja alvörusamningaviöræður fari af verkalýðshreyfingin hafi ekki
fresta matarskattinum og hefia við- skáptimynt í kröfum verkalýös- stað miUi aðila vinnuraarkaðarins neina átakastöðu fýrr en vertíð er
ræður við verkalýðshreyflnguna hreyfingarinnar í komandi kjara- fyrr en í nóvember að loknu þingi komin vel i gang. Kjarasamning-
um skynsaralegar tillögur í kom- samningum. Aftur á móti benda Verkamannasambandsins sem arnir renni ekki út fyrr en um
andi kjarasamningum. Einnig þeir á aö uramæli og geröir Jóns haldiöverðursíðustuhelginaíokt- áramótin og meöan þeir eru í gildi
kaliaöi hann á fjóra verkalýðsleið- Baldvlns í síðustu viku bendi til óber. geti verkaJýðshreyflngin ekkert
toga og bauð þeim til hádegisverðar þess aö hann stefni að því að ná Guömundur J. Guðmundsson, gert til aö knýja á um nýja kjara-
og ræddi við þá um matarskattinn heildarkjarasamningum á svipuð- formaður Verkamannasambands- samninga.
í vikunni er leiö. um nótum og tveir síðustu heild- ins, segir að annaðhvort náist -S.dór