Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. Fréttir Jónas Hallgrímsson, í varastjórn, Magnús Þorsteinsson formaóur og Bened- ikt Vilhjálmsson stjórnarmaður. DV-mynd Anna Ingólfsdóttir Austfirska sjónvarpsfélagið: Hefja útsending- ar í nóvemberlok Anna Ingólfadóttir, DV, Egflsstöðum: Sjónvarp Austurland áformar að hefja útsendingar á efni Stöðvar 2 í lok nóvembermánaðar. Það er Aust- firska sjónvarpsfélagiö hf. sem hefur gert samning við Stöð 2 um útsend- ingar þessar og mun dagskráin berast samdægurs með örhylgjuleið- um frá Reykjavík. Félagiö var stofnað í febrúar sl. af nokkrum áhugasömum einstakling- um um rekstur sjónvarpsstöðvar á Austurlandi, en mikil og víðtæk sam- staða er um félagið og áhugi fólks á ölium Austfjörðum. í fyrstu verður sent út á Egilsstöð- um, Reyðarfirði, Eskifirði og Nes- kaupstað en Póst- og símamálastofn- unin flýtti lagningu glerþráðar til Neskaupstaðar sem gerir kleift að hefja útsendingar á öllum þessum stöðum strax. Vænst er þess að Seyð- isfjörður og Vopnafjörður bætist svo í hópinn innan tíðar. Áætlanir eru um útbreiðslu allt suður til Hafnar í Homafirði og til Merki Austfirska sjónvarpsfélags- ins. Bakkafjarðar en um leið og tækni- búnaður er fyrir hendi verður mögulegt að Sjónvarp Austurland verði í sem flestum byggðum á Aust- urlandi. Upp hafa komið þær hugmyndir að þeir staðir, sem ekki geta fengið efnið samdægurs, fái jafnvel viku- gamalt efni, eins og þekkist annars staðar á. landinu, og geta því orðið aðnjótandi að sjá efni Sjónvarps Austurland. Búnaður og sendar eru væntanleg- ir til landsins á næstu dögum og verða settir upp um leið og þeir ber- ast. Eingöngu verður sýnt efni Stöövar 2 fyrst í stað en fljótlega upp úr ára- mótum mun austfirskt efni birtast á skjánum sem fléttað verður inn í hina aðfengnu dagskrá. Hinir aust- firsku dagskrárhðir eru þó ekki enn fullmótaðir en trúlega verður farið af stað með um 1 klst. þátt á viku. Því samfara verða seldir auglýsinga- tímar fyrir fyrirtæki á Austurlandi. Dagskráin verður að hluta send út læst og verða myndlyklar seldir á hveijum stað hjá söluaðilum Heimil- istækja hf. Aðsetur Austfirska sjónvarpsfé- lagsins hf. verður að Kaupvangi 6 Egilsstööum. Enn hefur enginn starfsmaður verið ráðinn. í stjóm em: Magnús Þorsteinsson formaður, Jömndur Ragnarsson og Benedikt Vilhjálmsson. Merki félagsins teiknaði Árni Mar- geirsson, Egilsstöðum. Flétti úr fóstru- stétt á Akureyri Gylfi Krisljáiisson, DV, Akureyri; „Ástandið er mjög slæmt og það er dökkt framundan,“ segir Sigríður Jóhannsdóttir, forstöðumaður dag- vistarmála á Akureyri, vegna mikils skorts á fóstmm til starfa í bænum. Nú em starfandi fjórtán fóstrur hjá Akureyrarbæ og af þeim hafa fjórar sagt starfi sínu lausu. Að sögn Sigríð- ar væri lágmark að 24 fóstmr væru starfandi, það væri það minnsta sem hægt væri að komast af með miðað við að þrjár fóstrur væru á hverri stofnun sem er talið algert lágmark. „Það eru fyrst og fremst kjaramál- in sem hafa valdið þessu,“ sagði Sigríður. „Ég sé fram á enn meiri flótta og auglýsingar að undanförnu um lausar stöður hafa engan árang- ur borið." Sigríður sagði að fóstrur fengju ekki greitt fyrir þá auknu ábyrgð sem þær hafa orðið að axla vegna þessa ástands. Dæmi eru um að ein fóstra sé með um tuttugu manns í vinnu og er þar um ófaglært fólk að ræða sem þýðir að fóstran ber marg- falda ábyrgð en fær hana að engu metna varðandi laun. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir bæjar- fulltrúi vakti máls á þessu vandamáli á síðasta bæjarstjórnarfundi. Hún sagði í samtali við DV að hún teldi að félagsmálaráð ætti að fá heimild til þess að leysa þetta vandamál. Nefndi hún sem dæmi um lausn að hægt væri að greiða fóstrum hærri laun vegna þess að þær eru svo fáar starfandi. Launabyrði bæjarins væri lægri vegna þess að ófaglært aðstoð- arfólk tæki lægri laun en fóstrur og mætti nota þann launamun til að greiöa fóstrunum hærri laun. Úlf- hildur sagðist vita dæmi þess að ýmsum ráðum væri beitt í þessum málum í sumum bæjarfélögum. Til dæmis viðgengist það sums staðar að ráða fóstrur í 75% störf, þær ynnu síðan fullt starf en fengju mismuninn greiddan sem eftir- og næturvinnu. „En ég tel æskilegt að leysa þetta mál án þess að fara svona í kringum hlutina," sagði Úlfhildur. Fyrirtæki gefa eyðnibækling: Láttu ekki gáleysið granda þér Ólafur B. Thors, forstjóri Al- mennra trygginga, afhenti Guð- mundi Bjarnasyni heilbrigðisráö- herra fyrsta eintak bæklings um eyðni sem ýmis fyrirtæki hafa gefið út í samvinnu við landlæknisembæt- tið og nefnist „Láttu ekki gáleysiö granda þér“. Bækhngnum verður dreift á öll heimili í landinu. í bæklingnum er rakið hvað eyðni er, hvemig hún smitast, hverjir hafi þörf fyrir að láta kanna hvort þeir hafi smitast, hver sjúkdómseinkenn- in eru og hvemig beri að umgangast þá sem þegar hafa smitast. Bæklingnum er bæði ætlað að hjálpa fólki í baráttunni við eyðni og einnig hvernig beri að umgangast fórnarlömb eyðninnar án þess að hætta stafi af. -J.Mar Hér afhendlr Ólafur B. Thors Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðisráð- herra bæklinginn. DV-mynd GVA í dag mælir Dagfari Hver má segja hvað? Það gerðist í utandagskámm- ræðu í þinginu í síðustu viku að Jón Baldvin sagði ýmislegi um matvælaskattinn og verkalýs- hreyfinguna sem kom meðráð- hermm Jóns á óvart. Ekki hvað hann sagði heldur að hann hafi sagt það. Þeir voru hissa á því aö Jón skyldi segja svona því hann átti alls ekki að segja það sem hann sagði. Það átt Þorsteinn að gera og hefði gert ef hann hefði vitað að hann ætti að segja það sem Jón sagði. Steingrímur Hermannsson segist vera afar hissa á því að Jón skyldi segja þaö sem Þorsteinn hefði átt aö segja. Þetta frumhlaup Jóns Baldvins hefur valdiö erfiðleikum. Þorsteinn er í fýlu og Steingrímur er í fýlu fyrir hönd Þorsteins. Steingrímur segir að Þorsteinn hafi átt að segja það sem Jón hafi ekki mátt segja. Steingrímur segir að ef hann hefði verið forsætisráðherra hefði hann sagt það sem Jón sagði en ekki Jón, en af því að Þorsteinn er for- sætisráöherra en ekki Steingrímur og Jón er fjármálaráðherra en ekki forsætisráöherra, þá hefði Þor- steinn átt að segja þetta. Eflaust verður málið tekið upp á ríkisstjómarfundi. Það er auðvitað alvömmál, sem varðar ríkistjóm- ina í heild, ef einhver ráðherranna segir eitthvað sem hann má ekki segja eða segir eitthvað sem aðrir mega segja en ekki hann. Stein- grímur er vanur maður í embætti forsætisráðherra og hann veit best hvað forsætisráðherra má segja og hvað hinir ráðherrarnir mega ekki segja. Hann getur þess vegna ráð- lagt Jóni hvað hann má ekki segja og eins getur hann ráðlagt Þor- steini hvað hann má segja. Það er ekki sama hver segir hverjum eða hver segir hvað. Davíö borgarstjóri hefur líka staðfest það að forsætisráðherra er blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fundarstjóri. Hann er að vísu valdalausasti forsætisráðerra í veröldinni, en hann má þá alténd segja það sem hann á aö segja á blaðamannafundum og sem fund- arstjóri og það er algjör dónaskap- ur af öðrum ráöherram að grípa fram fyrir hendur hans og segja það sem forsætisráðherra á að segja. Til hvers er forsætisráðherra ef hann má ekki einu sinni segja frá því sem hann sjálfur á að segja frá? Til hvers er ríkisstjórnin að skipa forsætisráðherra sem blaða- fuiltrúa og fundarstjóra ef þessi sami maður, sem er valdalaus að öðru leyti fær ekki einu sinni að segja það sem hann á að segja? Það er auðvitað lágmarksrafa aö Jón Baldvin fjármálaráðherra láti forsætisráðherra vita hvað hann ætlar að segja áður en hann segir það. Það ætti meira að segja aö vera auðvelt verk fyrir Jón Baldvin að segja Þorsteini hvað hann á aö segja, sérstaklega þegar Jón Bald- vin er búinn aö ákveða hvað eigi að segja. Þorsteinn hlýtur að geta lært það og munað hvað Jón Bald- vin vill að hann segi þegar Jón Baldvin er búinn að ákveða hvað eigi að segja! Almenningur heldur stundum aö Þorsteinn sé sjálfur búinn að ákveöa hvað hann er að segja þegar hann segir eitthvað. En það er ekki nærri alltaf. Aðrir eru stundum búnir aö segja honum hvað hann eigi að segja og það skiptir ekki máh meðan þaö er sagt. Aðalatriðið er að það sé sagt. Það er í sjálfu sér aukaatriði hvaö sagt er, miðað við það aðalatriði, hver segir það. Þetta er mál sem ríkisstjórnin verður aö útkljá og koma sér saman um. Ekki hvað sagt er, heldur hver segir það. Jón Baldin hefur móðgað forsæt- isráðherra og fyrrverandi forsætis- ráðherra. Steingrímur hefur sagt honum til syndanna. Steingrímur hefur sagt að hann vilji að Þor- steinn segi það sem Jón segir og Jón sé ekki aö segja það sem Þor- steinn á að segja. Niðurstaðan er sú að það er ekki hægt að taka mark á því sem sagt er, nema það sé réttur maður sem segir það sem sagt er'. Nú er í raun- inni ekki annað til ráða heldur en aö Jón Baldvin dragi það aftur sem hann sagði af því hann átti ekki að segja það, þannig að Þorsteinn geti komið aftur í næstu umræðu og sagt það sem Jón sagði sem hann átti sjálfur að segja. Þá er búiö að leiðrétta þessi mistök. Þá getur rík- isstjómin og verkalýðshreyfmgin tekið mark á því sem sagt var og farið að velta fyrir sér hvað hafi verið sagt. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.