Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. 7 Viðskipti Aflinn ein fata á dag Síöan ég kom til Spánar hef ég ve- riö aö velta því fyrir mér hvaö útgerðarhættir eru líkir hjá íslend- ingum og Spánverjum. Hér eru gerð út stór og smá skip, allt frá árabátum til stórra verksmiðjuskuttogara. Fiskiskipafloti Spánveija er einn sá stærsti í heimi og stundar hann veiðar um öll heimshöf, allt frá Bar- entshafi til Falklandseyja. Allar tegundir af flski eru nytjaöar, allt frá smæsta fiski í stórfisk, svo sem tún- fisk. Mikil fiskneysla er hér, þótt fiskur sé dýr, t.d. kostar kílóið af sardinum, sem eru ódýrasta tegundin, 200 krón- ur. Túnfiskur kostar 600 krónur. Mikil og góð samskipti hafa alltaf verið milli Islendinga og Spánverja. Spánn hefur lengi verið eitt af helstu viðskiptalöndum okkar. Fram að síð- ustu heimsstyrjöld stunduðu Spán- veijar veiðar á íslandsmiðum og voru skip þeirra mun stærri en okk- ar togarar voru, 800 til 1200 lestir. Okkar skip voru á árunum fyrir stríð 200 til 400 lestir; þau allra stærstu rétt yfir 400 lestir. Togarar Spánveija komu á ísland- smið í febrúar. íslenskir skipstjórar voru á skipunum og auk þess voru 8 til 12 íslendingar á þessum skipum. Eftir að veiðum lauk á íslandsmiðum fóru skipin til veiða í Barentshaf eða á miðin viö Nýfundnaland. íslend- ingamir voru með allan tímann uns veiðunum var hætt síðsumars. Fóru skipin þá til Spánar en flest voru gerð út frá Saint Sebastian á Norður- Spáni. Ég minnist tveggja skipstjóra sem voru fiskiskipstjórar hjá Spánveij- um. Þeir voru Gísh Guðmundsson, sem var síðar hafnsögumaður í Reykjavík um árabil, hinn var Arin- bjöm Gunnlaugsson. Mikih fjöldi smáskipa stundar skelveiðar stutt undan landi. Eru smæstu skipin árabátar og htih sýn- ist mér aflinn vera á okkar mæh- kvarða. í morgunsárið fer hér á sjó árabátur og eru tveir menn við veið- - hlaupa amar sem þeir stunda með dráttar- nót. Ég hef skoðað aflann, sem kemst fyrir í einni vatnsfötu, en svo mikið hggur á að koma honum í verð að hlaupið er með hann á hótel sem er rétt fyrir ofan. Ekki er tekinn nema einn ádráttur hvern morgun. Hér í næsta nágrenni em margir bátar við sams konar veiðar. Ekki truflar veðrið. Hér er bhðskaparveð- ur svo frátafir eru ekki á vtiðunum veðursins vegna. Einn morgun í ljósaskiptunum taldi ég úr glugga- num á íbúðinni minni yfir 50 báta sem allir vom á togveiðum. Fiskmarkaðinúr Ingólfur Stefánsson Malaga 11. október var ég staddur á fisk- markaðnum í Malaga. Malagahöfn rúmar bæöi fiskiskip og kaupskip. Þaðan er gerður út núkih flöldi smá- báta, auk ahs konar annarra fiski- skipa, svo sem stórra skuttogara og nokkurra skipa sem veiða eingöngu túnfisk. Á markaðinn, sem ég kom á, kemur almenningur til aö kaupa í soðið, eins og við köhum það. Mikið úrval af ahs konar fiski er boðið til kaups og ahs konar skeljar, kúptar, ílangar og ahavega. Ekki kannast ég við nema htinn part af því sem er boðiö. Verðið á túnfiski var 1650 pesetar kílóið. Saltfiskur kostaöi 1600 peseta kílóið. Var fiskurinn smár og blautur og ekki eins og tandurfiskur. Öðu- skel, verulega stór og faheg, kostaöi 400 peseta kílóið. Mjög smá skel, sem ég held að veidd sé stutt undan ströndinni, var á 950 peseta kílóið, enda bragðgóð, soðin með smábitum af reyktu svínsfleski. Skötuselur, fremur smár, kostaði 800 peseta kíló- iö. Smokkfiskur, mjög smár, kostaði 900 peseta kílóið, rnakríh 700 til 900 Fiskmarkaðimir í Brettandi: Allt að 100 krónur fyrir þorskkflóið - hátt verð en Irtið magn í Þýskaiandi Fiskverð á bresku mörkuðunum síðustu daga hefur verið með því hæsta sem gerist og þess eru dæmi að þorskur hafi verið seldur á 100 krónur kílóiö. Annars hefur verðið verið þetta 70 tíl 100 krónur kUóið fyrir þorskinn síðustu daga, að sögn Aöalsteins Finsen, starfs- manns Brekkes í HuU. Hann sagði að Náttfari RE hefði selt 59 tonn af þorski í gær og feng- ið 83,30 króna meðalverð fyrir þorskinn, sem væri afburða gott. Skortur á fiski í Bretlandi veldur þessu háa verði um þessar mundir. Til að mynda verður aðeins selt úr um 30 gámum frá íslandi í þessari viku í Bretlandi en vepjulega er selt úr um 100 gámum. Fiskverð er hátt á þýska markað- anum um þessar mundir en að sögn VUhjálms Vilhjálmssonar hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna er markaðurinn enn mjög viðkvæmur og þolir ekki mikið magn. Þótt menn séu sammála um að markaðurinn sé farinn að rétta aðeins við eftir ormafáriö í sumar á hann langt í land með að verða jafnsterkur og áður. MikU átök standa nú yfir í Dan- mörku og Englandi vegna skips sem er að brenna eiturefni á hafi úti og skýrt hefur verið frá í frétt- um. Aðalsteinn Finsen sagði að aUmikil umræða væri um þetta mál á Bretlandseyjum og væru menn sammála um að þetta gæti haft áhrif á fiskneyslu fólks. Það gæti farið að setja samasemmerki mUli fisks og eiturefna í hafinu. Hann sagöi að enn sem komið er benti ekkert tíl þess aö þetta hefði áhrif á fisksöluna en menn óttuð- ust að svo gæti farið. -S.dór með fötuna inn á næsta hótel og sardínur 450 peseta. Mjög smá ansjósa kostaði 250 peseta kg. Ekkert framboð var af ýsu eða öðr- um fiski sem við viljum gjaman hafa á okkar borðum. Enginn lax eða sU- ungur var finnanlegur. Margar tegundir eru ótaldar af skelfiski sem ég ekki kann nöfn á. Verð á skelfiski var yfirleitt hátt. Þá eru ræKjur ót- aldar. Kostaði smárækjan 1050 peseta kg en fór í 1470, stærri rækj- an. Hún er seld hér á götuveitinga- húsum á 350 peseta stykkið. Enn hefur ekki verið talinn sá fiskurinn sem mest Ukist ýsunni okkar en fisk- ur sá nefnist haic á ensku. Selst hann hér nokkuð vel á 1100 peseta kg, en eins og ég hef áður sagt er hann aðal- lega veiddur við vesturströnd Afr- íku. Vissulega er gaman að fylgjast með viðskiptunum á fiskmarkaðinum. Konumar em háværar og þótt mað- ur skilji ekki orð af því sem sagt er lætur skvaldriö svo í eyrum aö ég dreg þá ályktun að rifist sé um verð- ið, Mannhafið er mikiö, alls staðar er töluð framandi tunga og flestum liggur hátt rómur. Mér var sagt af manni sem þóttist kunnugur að mis- munur á verði inn og út á fiskmark- aðinum væri milli 15 og 20%. Hreinlætið er, að mér sýnist, ekkert að vefjast fyrir mönnum. Ef eitthvað hellist niður er.drifið sag yfir og síð- Sardínur eru á meðal þeirra fisktegunda sem Spánverjar veiða i stórum stfl. Þær fást nú á neytendamarkaðnum f Malaga á 450 peseta kflóið eða 135 krónur, en krónan er um 0,33 pesetar. an er öllu sópað út í hom eða undir borðiö. Ekki er síður líflegt á Kjötmarkaðn- um en ég mun ekki lýsa honum. Einni íslenskri konu, sem hafði kom- iö inn á Kjötmarkaðinn, varð að orði, eftir að hún var búin að vera í has- amum, að það lægi viö að hún hætti að borða kjöt. Allt veröur þó að líta á eftir landsvenjum. LEÐURLUX (Leðurlux er tramleitt i Frakklandi og heitir þvi Calypsomat.) Við erum einu fram- leiðendur Leðurlux á íslandi. Leðurlux er húsgagnaklæðning sem nýtur sívaxandi vinsælda. Efnið er ofið úr bóm- ull og akrýl, með mjög sterkri þekju úr polyurethan. Til samans mynda þessi efni nýtt og sterkt klæðningarefni með marga af bestu eiginleikum leðurs en er 70% ódýrara. Landsins stærsta úrval af bólstruðum húsgögnum: Hornsófar - Sófasett - Svefnsófar - Hvíldarstólar Margir litir - Góð húsgögn - Gott verð TM-HUSGOGN helgina. Síðumúla 30, sími 68-68-22.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.