Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. Neytendur DV-myndir KAE íslensk fatahönnun Fat ’87, tískusýning í Gamla bíói Neytendasíðan brá sér á tísku- sýningu á dögunum. Það var Félag íslenskra fatahönnuða sem hélt sýninguna í Gamla bíói undir yfir- skriftínni Fat ’87. Þama var saman komið úrval þeirra hræringa sem eiga sér stað í íslenska tískuheiminum en alls tóku 18 hönnuðir þátt í sýning- unni. Ekki er vanþörf á að kynna þá svolítíð. Fötin, sem sýnd voru, báru svip- mót ýmissa strauma og stefna úr alþjóðlegum tískuheimi. Mesta at- hygli vakti þó notkun tískuhönn- uða á hefðbundnum landbúnaðar- afurðum, svo sem uU og skinnum. Eva Vilhelmsdóttir er formaður Félags fatahönnuða og hefur ein- mitt sérhæft sig í skinnavinnu. DV ræddi við Evu um tískuhönnun: Ull og peysur „Fyrir mér er íslensk tíska fyrst og fremst peysur. ísland er peysu- land og ulhn er okkar hráefni og það segir sig sjálft að peysur og prjónafatnaður setja sterkan svip á íslenska tískuhönnun. Hönnuðir hafa hins vegar ekki haft mjög frjálsar hendur í hönnun á peysum heldur hafa þeir þurft að hanna sína línu inn á vissan markað. Við erum 27 í Félagi fatahönnuða og þar af sýndu 18. Þær sem sýndu starfa annaðhvort við þetta eða hafa áhuga á að koma sér á fram- færi. Tilgangurinn með sýningunni var að vekja athygli almennings og forráðamanna á því að við erum að gera eitthvað. Erfiðleikar í fataiðnaði Mér skilst að sýningin hafi ein- mitt komið á mjög góðum tíma því nú eru einmitt tímamót í fatafram- leiðslu hér á íslandi. Undanfarið hefur gengið ansi brösuglega í fataiönaði, saumastof- um verið lokað og ullariðnaður gengiö illa - sem sagt allt á niður- leið. Bjart framundan Á móti kemur að fram hefur komið mikiU íjöldi af nýjum hönn- uðum. Við erum kraftur sem getur gert eitthvað og við viljum hjálpa til. Nú er mjög spennandi að fylgjast með hver verður framvinda mála í ullariðnaði því nú er búið að sam- eina Álafoss og Sambandið í eitt stórt fyrirtæki, sem er annað stærsta iðnfyrirtæki á íslandi. Breytinga er þörf Ég hef oft sagt undanfarin ár að það sem þyrfti væri að loka þessum fyrirtækjum og byija upp á nýtt. Það þarf að vinna nýjan markað og koma með nýjungar á þessu sviði og til þess þarf hreinlega að stokka aUt upp; það þýðir ekki fyr- ir Álafoss eða Sambandið að koma með eitthvað nýtt því að kúnnamir vijja gamla stíhnn. Markaðurinn hingað til hefur nefnUega einskorðast við ferða- mannamarkað bæði hér og erlend- is. Vörumar hafa verið seldar á ferðamannastöðum, skíðalöndum eða eitthvaö þess háttar og hér er varan seld sem minjagripir. Ef ís- lendingar ætla að fara að framleiða faUegar peysur, eins og t.d. ítalir hafa gert, þarf að gera stórátak í hönnunarmálum." Skinnföt frá Evu Vilhelmsdóttur. Eva Vilhelmsdóttir fatahönnuður. Leður og skinn - Þú vinnur mikið með skinn og nú er Sambandiö að loka sútunar- verksmiðju sinni. Hvað tekur við hjá þér? „Við flytjum aUt hráefni inn. Við keyptum svohtið hjá Sambandinu en ég var ekki alveg nógu ánægð með vinnsluna þar. Að vísu var sútunin mjög góð, raunar furðan- lega góð, en skinnin eru alltof stíf og þykk; það á eftir að þróa þetta eitthvað betur. Sambandið flytur þetta út og gengur vel, það er sleg- ist um skinnin frá því. Leður og rúskinn er mikið í tísku um þessar mundir. Það borgaði sig ekki að fuhvinna skinnin hér heima og menn gáfust upp á því vegna þess að framleiðni er ekki nóg.“ - Hvemigermarkaðurfyrirykkar hönnun hér innanlands? Persónuleg þjónusta „Minn draumur er að við gætum verið með htlar stofur þar sem fólk ætti kost á persónulegri þjónustu. Þannig gætir þú t.d. komið til mín með ákveðnar hugmyndir um leð- uijakka; þú vilt hafa hann af vissri sídd og úr vissri tegund af leðri. Ég myndi þá setjast niður með þér og teikna fyrir þig jakka alveg eftir þínu höfði, sérstaklega fyrir þig. Það er líka stór draumur að koma upp sameiginlegri miðstöð fata- hönnuða og þá í krafti samtakanna. Þar hefði hver sína vinnuaðstöðu en sameiginlega aðstöðu til sýninga eða skrifstofureksturs. Þetta er ein leiðin tíl að vega svohtíð upp á móti þessum rosalega innflutn- ingL“ Nám á íslandi - Kennsla í fatahönnun: „Ég er að vinna í nefnd sem er skipuð af menntamálaráði til að kanna möguleika á að koma upp kennslu í fatahönnun á íslandi. Nefndin er búin að koma saman einu sinni þannig aö enginn skrið- ur er kominn á þetta ennþá. Við sjáum hvaö setur.“ -PLP Hluti af framlagi Valgerðar Torfadóttur, „Völu“, til sýningarinnar FAT ’87.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.