Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. OKTÖBER 1987. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÚNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Bleika skýið er horfið Heimskreppa er ekki í aðsigi, þótt verðbréfamarkað- urinn í Wall Street hafi á mánudaginn var tekið dýfu, sem tölulega séð jafnast á við svarta fimmtudaginn á sama stað fyrir tæpum sex áratugum. Dýfan hefur stöðv- azt og mun ekki hafa veruleg áhrif til skamms tíma. Líkja má verðlagi pappíra í Bandaríkjunum við blöðru, sem einfeldningar, bjartsýnismenn og Reagan- istar hafa verið að þenja út í fimm ár og hættulega mikið síðasta árið. Nú hefur blaðran verið sprengd og verðlagið hefur nálgast gráan raunveruleikann. Reikna má með, að stjórn Reagans Bandaríkjaforseta geti ekki lengur flotið á bleiku skýi í fjármálum. Hún neyðist til að hefla baráttu við geigvænlegan halla á rekstri ríkisins og á utanríkisviðskiptum landsins. Hún lærir sennilega mánudagslexíuna frá Wall Street. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum og víðar hafa undanfarn- ar vikur spáð dýfunni, svo að hún átti ekki að koma á óvart þeim, sem hagsmuna hafa að gæta. Öll lögmál bentu til, að blaðran hlyti að springa fyrr en síðar, því að ekki er hægt að fljóta á bleiku skýi til eilífðarnóns. Það var ekki aðeins í Bandaríkjunum, að verðlag hlutabréfa var komið langt fram úr afkastagetu bréf- anna til arðgreiðslu. Einnig í Japan hlaut slík blaðra að springa og gerði það. En víða annars staðar í heimin- um voru dýfurnar minni og jöfnuðu sig fljótt og vel. Til langs tíma er aðalhættan sú, að útlendingar fái varanlega ótrú á fjárfestingu í Bandaríkjunum og dragi jafnvel til baka fjármagn, sem þeir hafa Qárfest þar. Slíkt mun hafa alvarleg áhrif á hagþróun vestra og á kaupgetu fólks, sem hefur vanizt að lifa um efni fram. Sennilega hefur þetta lítil áhrif á helztu útflutningsaf- urð íslendinga, freðfiskinn. Hann er matur, sem fólk vill og getur síður sparað við sig en margt af eyðsluvör- unum. Fiskur verður því áfram keyptur og ætti að geta haldið eðlilegum verðhlutfóllum, miðað við annan mat. Þá eru ekki heldur teikn á lofti um, að dollarinn muni halda áfram að falla gagnvart hörðu gjaldmiðlun- um og magna enn frekar þann halla okkar, sem stafar af tiltölulega mikilli sölu í dollurum og miklum kaupum í annarri mynt. Dollarinn hefur þegar falhð nóg. Að sjálfsögðu þurfum við að fylgjast vel með þróun mála. Við rekum sérhæft atvinnulíf og erum þjóða háð- astir viðskiptum við önnur ríki. Allar dýfur í viðskipta- löhdunum eru óþægilegar. Verstar eru útblásnar blöðrur, sem springa skyndilega og jafnvel óvænt. Vítahringur Bandaríkjanna var ekki flókinn. Gífur- legur viðskiptahalli rýrði gengi dollarans í sífellu. Gengissigið framkallaði vaxtahækkanir, sem gerðu hlutabréf arðminni en áður. Framan af neituðu menn að horfast í augu við þetta og fengu loks stóran skell. Við getum lært af þessu hér norður í höfum. Við búum við gífurlegan viðskiptahalla, samfara krampa- kenndri fastgengisstefnu og ótrúlegri tregðu ríkisstjórn- ar við að draga saman seglin í ríkisrekstri. Við fáum af þessu efnahagslega skelli eins og Bandaríkjamenn. Kauphallarhrunið getur orðið öllum ríkjum til góðs, ef menn læra af reynslunni. Bandaríkjamenn geta til dæmis farið að snúa sér að öflun tekna með samkeppnis- hæfri framleiðslu og að minnkaðri ofneyzlu. Og eftir rúmt ár fer Reagan forseti hvort sem er frá völdum. Við íslendingar megum svo hætta að trúa, að leið- togar okkar geti komið okkur hjá óþægindum með því að reisa stíflur, er stöðvi framrás efnahagslegra fljóta. Jónas Kristjánsson Misréttið og matar- skattur ríkbsyómarinnar Samkvæmt stjómarsáttmálanum er eitt af grundvallarmarkmiöum ríkisstjómarinnar aö vinna aö auknu jafnrétti. Þetta markmiö samræmist að vísu illa ýmsum öðr- um markmiðum sem em tíunduð í fyrmefndum sáttmála, enda er það að koma á daginn. Fyrstu aögerðir ríkisstjórnarinn- ar sýna okkur svo um munar að djúpt er á jafnréttishugsjóninni og öll kosningaloforðin frá í vor um bættan hag landsbyggðarinnar löngu gleymd. Hinir óskeikulu Síðastliðinn fimmtudag var rætt í sameinuðu þingi utan dagskrár um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar. Þó þessar umræður væm ekki rismiklar kom ýmislegt athyglisvert fram sem ekki má fara framhjá almenningi. Jón Baldvin Hannibalsson íjármálaráðherra sagði t.d. að matarskatturinn frægi yrði settur á til að minnka við- skiptahallann. Ekki er ólíklegt að þessi ummæli Jóns Baldvins séu byggð á hagfræðilegri niðurstöðu ríkisstjórnarinnar eða ráðunauta hennar. Það er til dæmis í sam- ræmi viö annað sem frá sumum þeirra hefur komið. Þessir hagfræðingar virðast líta á sig sem óskeikula og ætlast til að almenningur taki allt gott og gilt sem frá þeim kemur um efnahags- og fjármál, hvernig sem reynslan er af þeirra spádómum. Það var t.d. haft eftir þessum spekingum á síö- ustu vordögum að vextir mundu lækka á þessu ári. Þegar gengið var til kosninga í vor voru vextir á óverðtryggðum lánum um 21,5% en eru nú 31%. Nú segja lands- feðumir að búast megi við að vextir hækki enn í kjölfar efnahagsráð- stafana. Er það þá nokkuð undar- legt þó fólk taki þjóðhagsspánni meö fyrirvara meö vaxtaspádóm- inn í huga? öfugmæli Þá er það matarskatturinn. Fyr- irhugað var og er að setja 10% söluskatt á allar búvörur frá 1. nóvember að telja sem á að gilda til áramóta. Uppi hafa verið hug- myndir um að hækka hann upp í 18% síðar. Sé miðað við sölu þess- ara búvara síðastliðið ár og reiknað með engri breytingu á magni þá má gera ráð fyrir að á næsta ári verði salan á þessum búvörum um 13 milljarðar og þá 10% söluskattur á ársgrundvelli 1300 milljónir. Ef söluskatturinn yrði 18% miðað viö sömu forsendu gæfi hann ríkissjóði um 2.340 milljónir. í þessum tölum er gert ráð fyrir hóflegri verslunarálagningu, en hætt er við að í reynd reynist hún hærri. Hér er ekki um neinar smáupp- hæðir að ræða. Hafa ber í huga að verið er að ræða eingöngu um sölu- skatt á innlenda búvörufram- leiöslu. Útsöluverð á inníluttum vörum breytist því ekkert við þessa skattheimtu. Það eru því hrein öfugmæh að slík skattheimta muni bæta viðskiptastööuna við útlönd heldur þvert á móti. Einu áhrifin, sem hugsanlegt er að þessi skatt- heimta hafi, eru að af henni leiði neyslubreyting, að almenningur minnki kaup á búvörum vegna hækkunarinnar og fari í staðinn aö kaupa innfluttar matvörur; aö áhrifin verði meiri innflutningur á matvörum. En tU þeirra kaupa þarf gjaldeyri og ekki batnar viðskipta- staðan við útlönd við það. En gerir ekki ríkisstjórnin ein- mitt ráð fyrir slíkri neyslubreyt- ingu þó annað sé látið í veðri vaka? Ekki yrðu innflytjendur henni andsnúnir a.m.k. Raunhæf byggðastefna? AthygUsvert er að ríkisstjómin segir að söluskatturinn á búvörum muni skila 150 miUjónum í ríkis- sjóð þessa tvo mánuði þrátt fyrir Kjallarinn Stefán Valgeirsson alþingismaður fyrir Samtök um jafnrétti og félagshyggju að niðurgreiðslur verði auknar um 75 mUlj. kr. Framleiðsluráð telur aftur á móti aö með óbreyttri neyslu á búvörum gefi skatturinn a.m.k. 216 mUlj. Því virðist sem rík- isstjórnin geri ráð fyrir minni neyslu á þessum vörum um 40% þessa tvo mánuði eða að gert sé ráð fyrir að verslunin skili ekki nema um 2/3 af innheimtum söluskatti tU ríkissjóðs? Nú er gert ráð fyrir að þessi mat- arskattur verði hækkaður upp í 18% og niðurgreiðslur aflagðar. Má vera að með þessum breyting- um náist hið langþráða markmið sumra stjórnmálamanna sem þeir kalla raunhæfa byggðastefnu, það er að segja að greiða landbúnaðin- um það þungt högg að muni ríða honum að fuUu. Þessi skattheimta hefur fleiri nei- kvæð áhrif í för með sér í þjóö- félaginu. Um síðustu mánaðamót hækkaði aUt kaup í landinu um 7,23%. Þau sem höfðu í síðasta mánuði 28.500 kr. fengu hækkun um 2.000 kr. Þetta er stærri hópur en sumir vilja viöurkenna, að stærstum hluta konur. Hinir tekju- hæstu fengu 14-20 þús. kr. hækkun og einstaka enn meira. Ráðherr- arnir sögðu að kaupmáttur myndi skerðast um 2% af þessum sökum en slík r'eikningskúnst er miðuð við meðaltal. Þau meö lægstu launin fara með öll sín laun í mat og hús- næðiskostnað. 2-3 þús. kr. hækk- unin fer því öll í þennan skatt. Er því kaupmáttarskerðing þeirra margfalt uppgefið meðaltal. Hins vegar mun kaupmátturinn hjá hinum tekjuhæstu ekki skerð- ast við matarskattinn nema um 1%, í sumum tilfellum enn minna. Þannig vinnur þessi ríkisstjórn að launajafnrétti. En er það í sam- ræmi við stjómarsáttmálann? Léttvæg rök Formaður Framsóknarflokksins sagði að þingflokkur hans væri sammála þeirri stefnu sem nú væri unnið eftir. - Þá vitum við þaö. Þeir ráðherrar, sem til máls tóku, sögðu að þjóðin hefði um tvennt að velja: óðaverðbólgu eða þær efnahagsráðstafanir sem ríkis- stjórnin væri búin að kynna fyrir þjóðinni, þar með tahnn matar- skatturinn. Á miðöldum vom mörg óhæfu- verk unnin og galdrar hafðir að yfirskini. Á þessari öld var reynt að notfæra sér Rússagrýluna til þess að rugla þjóðina. Og nú er það óðaverðbólgan. En málið er ekki það einfalt að aðeins sé um eina leið að ræða til þess að hamla á móti verðbólgu. Þær em miklu fleiri. Hitt er eflaust rétt að þessi ríkisstjóm, eins og hún er samansett, nær ekki samstöðu um efnahagsráðstafanir nema hún komi fyrst og fremst niður á lands- byggðinni og á lágtekjufólkinu í landinu enda bera þessar ráðstaf- anir það með sér. Það þarf ekki fleiri vitna við. - Af verkunum skulum við þekkja þá og dæma. Það á að minnka spennuna hér á suðvesturhorninu með því að draga úr framkvæmdum úti um land. Það er mjög frumleg hug- mynd. Og það á að bæta hag bænda með því að draga úr leiðbeiningar- þjónustunni og tilraunum í land- búnaði og með þvi að hækka áburðarverðið, að ógleymdri vaxtahækkuninni og matarskatt- inum. Hvað hugsa stjómarþingmenn landsbyggðarinnar? Var það þessi stefna sem þeir sögðu fyrir kosn- ingar að þeir myndu vinna eftir ef þeir næðu kosningu? Eða eru þeir með öllu dáðlausir? Það kemur í Ijós á næstu vikum. í sameinuðu þingi talaði ég síð- astur i umræðunni um efnahags- mál. Ég lauk máli mínu með þessum orðum: Léttvæg ykkar reynast rökin réttlætið er horfið sjónum. Þeir sem hafa breiðust bökin bera minnst hjá þessum Jónum. Stefán Valgeirsson „Það á að minnka spennuna hér á suð- vesturhorninu með því að draga úr framkvæmdum úti um land. Það er mjög frumleg hugmynd.“ ....verið að ræða eingöngu um söluskatt á innlenda búvörufram- leiðslu," segir í greininni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.