Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Síða 15
FIMMTUDAGÚR 22. OKTÓBER 1987.
15
Á víð og dreif;
Lífaflsræktun og rúsínublóðmör
,,En svo náöi Steingrímur ráðherra-
fundi, sem betur fór. Við fengum
tuttugu hvali, Kaninn heldur sínu og
allir sáttir, að kalla.“
Eg hef litiö í bændablaðiö Frey
síöan 1920, en þá var fátt um les-
efni í sveitum. Mér brá nokkuð er
ég var aö lesa Frey 16. tbl.: Þrjár
fyrirsagnir á útlensku. Fyrsta
grein Biodynamisk ræktun, önnur
grein Biodynamiskur landbúnaður
í Svíþjóð, þriðja grein: Biodyna-
misk ræktun á Sólheimum (í
Grímsnesi). Þá var spurt um „sam-
band dynamiskra bænda við LRF“
(hvað sem það nú er).
Mér er nær að halda að bændur
1920 hefðu þakkað fyrir svoddan
„trakteringar". Nú er öldin önnur,
hef ekki séð eða heyrt amast við
þessu. Þessi biodynamik er þó lík-
lega athygliverð, þýtt til bráða-
birgða lífaflsræktun. Hér er
verkefni fræðinga, orðasmiða. En
var ekki skárra að notast viö þýð-
inguna í bili en setja dynamikina í
homklofa?
Mér skilst að átt sé við einhvers
konar lífræna ræktun. Þá sé ekki
sett eiturefni í jarðveginn, t.d. til
þess að fá hávaxið gras (sprengiá-
burður). Lítill ilmur af slíku
töðugresi.
Sumir bændur álíta að þess hátt-
ar ræktun útrými ánamaðki. Er illt
til þess að vita, m.a. vegna þess að
ein hinna nýju „hliðarbúgreina“
sem forsjármenn bænda mæla
með, er maðkabúskapurinn sem er
ofarlega á blaði. Nú kostar einn
feitur ánamaðkur meira en lambs-
verð á kreppuárunum.
Kemur allt í Ijós!
Útvarp og sjónvarp (eða útvörp
og sjónvörp?) hafa ekki gert það
endasleppt við okkur glápendur og
hlustendur. í vor var farið að fræða
okkur um væntanleg átök í haust
KjáUaiinn
Haraldur Guðnason
fyrrv. bókavörður
i Vestmannaeyjum.
og „aðilar vinnumarkaðarins"
krafðir sagna um horfur í „átökum
milli aðila“ o.s.frv. Þeir gátu nátt-
úrlega ekkert sagt sem skipti máh,
þetta varð allt að koma í ljós, það
var alveg ljóst. Þetta endurtekið
oftar en tölu verði á komið. Guð-
mundur J. sagði frá mikilli reiði
fiskverkafólks vegna slæmra kjara,
„þetta fólk“ ætti aö hafa algeran
forgang í næstu samningum. Var
þessu helst að líkja við það er frels-
aðar ungmeyjar tjá ást sína á Jesú.
Miklu oftar en Jakinn hefur Þórar-
inn VSÍ-þjónn komið í fjölmiðla (að
beiðni fréttafólks) verðbólginn í
framan, með sömu plötuna og
sömu svipbrigðin. Söknuðu þá
margir Magnúsar. Ásmundur rak
svo lestina og þar var allt ljóst, al-
veg ljóst.
Karl Steinar Suðumesjakrati
fræddi okkur svo um hið full-
komna lýðræði, sem var m.a. fólgið
í því að hann hefði þrettánhundr-
uðfalt atkvæði í málum „þessa
fólks“ þeirra fóstbræðra. Og nú
ætlar leiðtoginn bara að yfirgefa
sinn lýð, segja af sér. Hvað mun
þá til vamar verða?
Hvalablástur
Loksins linnti hvalablæstri
fréttafólks útvarps og sjónvarps.
Kvöld eftir kvöld, viku eftir viku
var hvalurinn á dagskrá í frétta-
tímum. í sjónvarpi sýndur sami
skorni hvalskrokkurinn svona til
smekkbætis að ætla má. Halldór
ráðherra með sömu syrpuna tutt-
ugu sinnum eða meir. Og til að
sýna ráðherranum tilhlýðilega
hollustu var stundum spurt: Held-
urðu að við sigrum í málinu? Svo
ætla mátti að sumir spyrlamir
væra hluthafar í Hval hf. Loks
hnnti blæstri þessum, sem fyrr seg-
ir, en svo varð þá er Steingrímur
fór vestur til að koma vitinu fyrir
Kanann, að sögn Tímans. Þá skyldi
nú ekki verðá sagt Jes, minister,
svo heldur brá nýrra við. En þá
kom bara enginn ráðherra tíl móts
við Steingrím. Og okkar maður var
nú ekki á því að tala við seglskip,
'sem von var. Var nú okkar maður
reiður mjög, sem von var hka, og
við menn hans heima sögðum
(sumir að minnsta kosti): Segðu
Kananum að hypja sig af Vehinum
með aht sitt hafurtask ef við fáum
ekki hvahnn. En svo náði Stein-
grímur ráðherrafundi, sem betur
fór. Við fengum tuttugu hvah, Kan-
inn heldur sínu og ahir sáttir, að
kaha.
Gefur kost á sér,
gefur ekki kost...
Frétt um að Svavar formaður
ætlaði ekki að gefa kost á sér í
haust sem formannsefni AB var
okkur sögð 11 sinnum í ríkisfjöl-
miðlum og oftar ef þeir „frjálsu"
eru taldir. Svo mikh þótti sú fregn.
Þetta er þó skv. ritúali Alþýðu-
bandalags um lengd kjörtímabhs.
Þrjú kjörtímabil ættu aðnægja þar
sem mannval er.
Eftir þessa yfirhellingu varð uppi
fótur og fit, við sjálft lá að fjölmiðla-
fólk tæki andköf: Hveijir fara í
formannsslag? Efni í nokkrar
„fréttir“. Steingrímur þingmaður,
mjögtalandi að norðan, lýsti yfir
að hann gæfi kost á sér. Þá féh ljós
á sálarljóra margra. En of fljótt.
Áður en vika var liðin kom önnur
yfirlýsing frá Steingrími, hann
væri hættur við að gefa kost á sér.
Og skuggi féh á sálarljórann. Þá
fann ráðherragengi Flokksins, sem
svo er nefnt, og sjálfsagt fleiri á
æðri stöðum, þann kandídat sem
mundi geta, ef vel tækist th, leitt
Flokkinn út úr eyðimerkurgöngu
ósamlyndis: Norðanstúlkuna. Er
talin hafa mikla hæfheika, sem
ekki skal efaö, meðal annars getað
fjarstýrt Flokknum að norðan.
- Á ég að fara inn meö þessa súpu?
spurði önnur norðanstúlka.
Stutt bið og góð í Leifsstöð
Loks er að nefna frétt sem sögð
var í RUV frá miðjum morgni th
náttmála. Forseti vor taíðist ásamt
fríðu fóraneyti eina klukkustund í
Leifsstöð. Sem betur fór var búið
að vígja svo sem alkunnugt er, og
mátti ekki öhu seinna, eins konar
skemmri skím því kosningar fóru
í hönd. Nú hefur þaö ekki verið
áhtið fréttnæmt þó ferðalangar á
útleið eða heim hafi þurft að doka
við 3-4 klukkustundir. Á vegum
Flugleiða era þrjú th fjögur kortér
ekki kallað tafir. Sá sem þetta skrif-
ar minnist t.d. 11 klst. biðar í Khöfn
fyrir nokkrum árum ásamt tugum
farþega. Hvergi var á slíkt minnst,
enda mundu svoddan „fréttir" æra
óstöðugan.
En sem sagt, þetta var, sem betur
fór, stutt bið og að ætla má góð bið
í fínrd flughöfn.
Steingrímur stóð í ströngu við að
leiða ítali í allan sannleik um það
að saltaður þorskur væri, og ætti
að vera, hauslaus. Það væri reynd-
ar á mörkunum að ræða í alvöra
við ítali eða aðra um saltfisk með
haus og verður að fallast á það
sjónarmiö. Rétt væri að benda þeim
á í Bændahöhinni hvort útflutning-
ur á rúsínublóömör til Ítalíu kynni
að geta orðið arðvæn búgrein.
Haraldur Guðnason
Úreltur leikskólarekstur
„Við þurfum að tryggja fóstrur í störf
á dagvistarheimilum og aðlaga opnun-
artíma heimilanna þörfum fólksins
sem notar þau.“
mun hærri laun en gift fólk í lág-
launastörfum.
Þessa forgangsröðun þarf að
endurskoða.
Dagvistarheimili opin 12
stundir á dag
Langflest sjúkrahús landsins
reka dagvistarheimhi. T.d. eru á
vegum ríkisspítalanna rekin 7 dag-
vistarheimih á höfuðborgarsvæð-
inu fyrir börn starfsfólks spítal-
anna. Börnin eru á aldrinum 1 árs
th 9 ára. Starfsfólk ríkisspítalanna
fær dvöl fyrir börn sín meðan á
vinnu þess stendur. Heimhin eru
opin frá 7.15-19.00 alla virka daga
og átta stundir á laugardögum. Með
þessu móti nýtist dagvistarheimihð
fyrir fleiri böm, foreldri fær vistun
•fyrir barn sitt meðan á vinnu
stendur og starfsfólkið vinnur
vaktir sem gefur hærri tekjur.
Varðandi bætta nýtingu má nefna
að á öllum dagheimilum ríkisspít-
alanna er rými fyrir 251 barn,
miðað við venjulega nýtingu. En
vegna sveigjanlegra viðvera og
lengri opnunartíma er hægt að taka
við 317 bömum eða 79 th viðbótar.
Þennan rekstur ættu fleiri aðhar
að kynna sér því margir samverk-
andi þættir gera það að verkum að
mun betra er að fá fóstrar til starfa
á þessum heimhum heldur en dag-
vistarheimilum borgarinnar.
Uppeldisstarf og rekstur dagvist-
arheinhla þarf að vera í sífelldri
endurskoðun. Við megum ekki
sofna á verðinum og dragast aftur
úr. Við þurfum að tryggja fóstrur
í störf á dagvistarheimilum og að-
laga opnunartíma heimilanna
þörfum fólksins sem notar þau. Það
er ómetanlegt fyrir hvert bam í
borgarsamfélagi nútímans að njóta
handleiðslu sérmenntaðs fólks
meðan foreldrar þess stunda vinnu
sína. Að þessu ber að stefna.
Unnur Stefánsdóttir
Mikið hefur að undanförnu verið
rætt um skort á fóstrum og öðrum
starfsmönnum til þess að eðlhegt
starf geti þrifist á dagvistum fyrir
börn. Einkum hefur ástandið verið
slæmt á dagvistarheimilum
Reykjavíkurhorgar.
Furðumikið skilningsleysi hefur
gert vart við sig í þessari umræðu
á því uppeldisstarfi sem fram fer á
dagvistarheimhum. Er þar
skemmst að minnast yfirlýsingar
formanns Borgaraflokksins um að
hann teldi enga ástæðu til þess að
gera kröfur um menntun starfs-
manna dagvistarheimila.
Það er að sjálfsögðu jafnóhugs-
andi að reka dagvistarheimhi án
sérmenntaðs starfsfólks eins og
það er óhugsandi að reka grunn-
skóla án kennara.
Þessum starfsstéttum er ætlað að
sjá um uppeldi og fræðslu barna
okkar. Við hljótum að gera þær
kröfur að th þessara starfa veljist
mjög hæft fólk.
Skipulag dagvistunarmála
þarf að vera í takt við tímann
En það er fleira en menntun
starfsfólks sem huga þarf að. í
starfi og rekstri dagvistarheimila
er einkum tvennt sem hefur ekki
fylgt breyttum tíma að mínu mati.
Það er daglegur opnunartími leik-
skólanna og forgangur barna
einstæðra foreldra.
Rekstur leikskóla hófst á þeim
tíma þegar algengast var að mæður
barna í þéttbýli vora heimavinn-
andi eða unnu aðeins hluta úr degi
utan heimihs. Á þessum tíma átti
fjögurra tíma dvöl á leikskóla rétt
á sér og hentaði flestum börnum
og foreldram ágætlega. Nú vinna
yfir 80% mæðra utan heimilis og
mikhl meirihluti þeirra vinnur
fuha vinnu. Og hvar eru þá börnin
meðan foreldrarnir eru í vinnu
sinni?
Mörg böm einstæðra foreldra eru
á dagheimilum allan daginn, önnur
eru hjá dagmæðram, sum á leik-
skólum og enn önnur bæði á
leikskóla og hjá dagmóður sama
daginn. Slíkur þeytingur mhli leik-
skóla og dagmömmu er ákaflega
óhepphegur fyrir bömin.
Mín skoðun er sú að foreldrar
eigi að geta fengið dvöl á dagvist
fyrir barn sitt á meðan þeir eru í
vinnu sinni, óski þeir eftir því, og
geta verið öruggir um líðan barna
sinna.
Það er því löngu úrelt fyrirkomu-
lag að leikskóladeildir taki aðeins
við börnum 4 stundir á dag.
Þá er það að mínum dómi úrelt
fyrirkomulag að einstæðir foreldr-
ar hafi skilyrðislaust forgang um
vistun barna sinna á dagheimilum.
Aðstaða þessa fólks er afar misjöfn
og sumir einstæðir foreldrar hafa
Frá vígslu barnaheimilis Borgarspítalans.
KjaHarinn
Unnur Stefánsdóttir
fóstra, dagvistarfulltrúi
ríkisspítala