Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. 17 Lesendur iíl „Dollarinn er enn einn sterkasti gjaldmiöill heims,“ segir bréfritari. Frá verðbréfamarkaðinum í Chicago i Banda- Verðbréfahrunið: Hárgreiðsiustofan Klapparstíg Pantanasími 13010 Litakynning. Permanentkynning. Strípukynning. Rakarastofan Klapparstíg Pantanasími 12725 AÐALFUNDUR verður haldin 24. október að Mjölnisholti 14, efstU hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir velkomnir. Þjóðnefnd AUS ALÞJÓOLEG UNGMENNASKIPTI Taugatitringur hér að óþórfu R.L. skrifar: Við hina snöggu uppákomu í verð- bréfamarkaði í New York hinn 19. þ.m. kom heldur en ekki hreyfmg á fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Þar var settur í gang sérstakur umræðu- þáttur um málið og fengnir til þeir sem helst máttu kunna skil á fyrir- bærinu og afleiðingum þess. Þetta mál var líka tekið fyrir á Stöð 2 og reynt að kryfja málið. Engin niðurstaða fékkst og kannski allra síst sú, sem augljóslega var verið að sækjast eftir, af spumingum frétta- manna að dæma.. Þannig voru sérfræðingar og aðrir viðmælendur spurðir hvort ekki væri nú einhver möguleiki á að þetta hefði mikil áhrif hér á landi, eða þá hvort gengi dollarans myndi nú ekki snarlækka!. Sá aðili, sem best útskýrði hvað hér væri um að ræða, var Björn Matthí- asson, hagfræðingur hjá alþjóðadeild Seðlabankans, og einnig viðskipta- ráðherra, Jón Sigurðsson. Þeir sögðu sem var að þetta verð- hrun á hlutabréfum í New York hefði í raun lítil sem engin áhrif hér á landi. Dollarinn stæöi enn sem einn sterkasti gjaldmiðill heims og þær auðlindir, sem stæðu undir honum, tryggðu haxm enn í sessi. En fréttamennirnir létu sem óðir væru og vildu eitthvað allt annaö, eða það fannst manni sem áhorf- anda. Þeir skilja kannski ekki, fremur en svo margir hér á landi, að bandaríski dollarinn er sá gjald- miðill sem ekki bognar fyrr en þær auðlindir í Bandaríkjunum, sem enn eru svo til ósnertar, t.d. í jörðu niðri og svo hinar tæknilegu, sem notaðar eru við daglegar framkvæmdir, eyði- leggjast. Það var mikiö reynt að gera úr óhagstæðum viðskiptajöfnuði Bandaríkjanna og í því sambandi talað um „verðbólguvæntingu"! og „skort á minnkun á halla"! Yflrleitt var málfar þess aðila, sem fenginn var til viðtals úr verðbréfamarkaðin- um hér, óskiljanlegt og þekking af skornum skammti. Það sem eftir stendm1 af umræð- unni til þessa er að viö íslendingar þurfum lítið að óttast skammtíma verðhrun á mörkuðum í New York eða annars staðar. Gengi íslensku krónunnar fylgir dollamum að meira og minna leyti, hvemig sem viö skráum krónuna. Viöskipti okk- ar eru einnig meira og minna bundin viö hinn bandaríska markað, ekki aöeins í flsksölu heldur líka lána- markað sem ekki skiptir okkur minna máli. Hvað varðar verðbréf á hinum inn- lenda markaði hér, þá er ekki um aö ræða hlutabréf í stórfyrirtækjum eins og í New York, þar sem fólk er að fjárfesta í eignum. Hér em þessi bréf mest skuldabréf, í flestum tilfell- um einskis nýtir pappírar, sem ganga milli manna með affóllum þegar best lætur, og flestir em að reyna að losna við. Taugatitringur hér á landi er því óþarfur vegna tilfallandi hreyfinga á verðbréfamarkaöi New Yorkborgar og sem sennilega er tilkominn vegna tilrauna annarra ríkja, mest í Evr- ópu, til aö hnekkja veldi Bandaríkj- anna á alþjóðlegum flármagnsmark- aði. Þær tiJraunir em dæmdar til að mistakast, a.m.k. í fyrirsjáanlegri framtíð. Húsvörður Staða húsvarðar við Menntaskólann á ísafirði er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar 1988. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til skólameistara Menntaskólans á Isafirði sem veitir nánari upplýsingar. Menntamálaráðuneytið VETRARDAGSKRÁ FR-deildar 4 að Dugguvogi 2. KONUKVÖLD Mánudaginn 2. nóvember kl. 20. - Mánudaginn 7. desember kl. 20. - FÉLAGSVIST Sunnudaginn 25. október kl. 14. - Sunnudaginn 22. nóvember kl. 14. FJÖLSKYLDUBINGÓ Sunnudaginn 8. nóvember kl. 14. - Sunnudaginn 6. desember kl. 14. JÓLAGLEÐI Sunnudaginn 3. janúar '88 kl. 14. - Mætum öll kát og hress til leiks. Skemmtinefnd FR-deildar 4. Framvarp til fyrirmyndar: Þökk sé Salome Elnar hringdi: Salome Þorkelsdóttir alþingis- maður hefur nú flutt frumvarp til laga um að skírlífisbrot og svo- kölluð sifskaparbrot skuli hafa sérstakan forgang fram yfir önn- ur hegningarlagabrot varðandi rannsókn og meðferð. Það var löngu tímabært að setja slík lög og ef virðing á að ríkja fyrir lögum hér á landi verður að taka ofangreind mál, sem og önnur, mun skjótar fyrir en áöur hefur tíðkast. Þetta frumkvæði þingmannsins verður til að auka álit hennar, sem og annarra sem styðja þetta frumkvæði hennar. TEGUND PORTO STIGATEPPI Hentug fyrir stigaganga, skrifstofur, verslanir, forstofur o.fl. Verð á fermetra 890 kr V/SA_ (fþlBYGCIHMVÖWml BYGGINGAVORUR Hringbraut 120 - sími 28600, Stórhöfða - sími 671100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.