Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Blaðsíða 19
Handknattleikslandsliðið í Sviss: Alfreð leikur ekki gegn A-Þjóðverjum - Júlíus Jónasson mun taka við hlutverki hans aðeins yflr leiki Wanne-Eiken. Guð- mundur Guðmimdsson kemur hingaö á morgun og veröur örugg- lega meö í leiknum. Ferðalag í hálfan sólarhrlng íslenska landsliðið æfði ekki í gær- kvöldi enda leikmenn nýög þreyttir eftir tólf klukkustunda ferðalag frá íslandi. í morgum var hins vegar mjög erflð æflng hjá íslenska liöinu og stóð hún yfir í 2 klukkustundir. Fyrsti leikur íslenska liösins er annaö kvöld eins og áður segir gegn A-Þjóðverjum. Á laugardag verður leikið gegn heimamönnum, Sviss- lendingum. Mótinu lýkur síöan á sunnudag en þá leikur ísland gegn Austurríki. „Vonast eftir góðum úrslltum" Bogdan landsliösþjálfari var í gær spurður um möguleika íslands á mótinu: „Það er mjög erfitt að spá um úrslit leikjanna. Við mætiun svo að segja óundirbúnir til þessa móts enda er undirbúningur okkar fyrir ólympíuleikana í Seoul að fara af stað. Þetta mót verður mjög góð æf- ing fyrir strákana og auðvitað vonar maður að þeir nái aö sýna sitt rétta andlit og úrslit leikjanna verði okkur hagstæö," sagði Bogdan í samtali við DV. -JKS • Alfreð Glslason kemst ekkl til Svlss í tæka tlð. Stefán Kristjánssan, DV, Sviss: Nú er ljóst að Álfreö Gíslason mun ekki leika meö íslenska landsliöinu gegn A-Þýskalandi í fyrsta leik ís- lands á fjögurra landa mótinu hér í Sviss. Alfreð kemst ekki í leikinn í tæka tið og mun Júlíus Jónasson væntanlega leika stórt hlutverk í leiknum á móti A-Þjóðveijum sem fram fer annað kvöld. Þeir Kristján Arason, Sigurður Sveinsson, Bjami Guömundsson og Páll Ólafsson eru allir mættir frá V-Þýskalandi. Bjami var dæmdur í þriggja mánaöa leikbann í V-Þýska- landi á þriðjudaginn. Bannið nær „Við emm í sjöunda himni með þennan sigur hjá strákunum. Þetta er einn af bestum leikjunum sem strákarnir hafa sýnt fram af þessu,“ sagði Friðrik Guðmundsson, farar- stjóri íslenska landsliðsins skipuðu leikmönnum 21 árs og yngri, í sam- tali við DV í gærkvöldi. Þá var íslenska liðið nýbúið að sigra Norð- menn 23-19 í Nettelstedt á fjögurra landa móti sem haldið er í V-Þýska- landi. í hálfleik var staðan 10-6 íslensla liðinu í hag. íslendingar náðu fljótlega foryst- unni í leiknum og létu hana síðan aidrei af hendi. Varnarleikurinn og markvarslan var frábær allan leik- timann og áttu Norðmenn raunar aldrei möguleika. Norðmenn em handhafar Norðurlandameistaratit- ils í þessum aldursflokki. Um miðjan seinni hálfleik, þegar staðan var 16-11, tóku Norðmenn það til bragðs að taka Héöin Gilsson og Árna Friðleifsson úr umferð en það reyndist um seinan og hafði raunar engin áhrif. Bergsveinn Bergsveins- son markvörður átti frábæran leik í markinu og varði alls 23 skot í leikn- um, meðal annars fjögur vítaskot. Héðinn Gilsson var markahæstur og skoraði 11 mörk og öll þeirra utan af velli meö alls konar tilþrifum. Héðinn lék þarna sinn albesta lands- leik til þessa. Ámi Friðleifsson gerði þrjú mörk, Ólafur Kristjánsson 3, Konráð Ólafsson 3, Júlíus Gunnars- son 1, Sigurður Sveinsson 1 og Páll Ólafsson 1. Héðinn Gilsson vakti mikla athygli fyrir góðan leik og var hann eftir leikinn kallaður „der bomber". Vest- ur-Þýskaland sigraði Tékkóslóvakíu 23-16 en á morgun leikur íslenska liðið við Tékka og má eflaust búast við jöfnum og spennandi leik. -JKS ...M.....__...._... • Lárus Guðmundsson. aði gegn Thailandi Sigurður Bjðmas., DV, V-tyskalandi: Láms Guðmundsson skoraði mark fyrir Kaiserslautem þeg- ar félagið vann sigur, 4-0, yfir iandsliöi Thailands í vináttu- leik á þriðjudaginn. Lárus skoraði markið úr vítaspymu átta mín. fyrir leikslok. Kohr skoraði tvö fyrstu mörkin - það fyrra á fyrstu mín. leiksins. Haier skoraði fjórða markið á 86. mín. sos Brugge Sævar Jónsson, landsliös- maöur í knattspymu, verður ekki þreklítill þegar hann mæt- ir Sovétmönnum viö Svartahaf. Sævar hefur æft með Cercle Brugge í Belgíu að undanfomu og verður hann þvi í hörku formi er hann glímir við rúss- neska bjöminn. Þess má geta að belgíska fé- lagiö ræður enn öilum máluni Sævars hvað atvinnumennsku varðar. Hann lék meö liöinu fyrir fáeinum árum. -JÖG Kristinn áfram með Stjömuna Kristinn Bjömsson, sem gerði garðinn frægan fyrir fáemum ámm með Valsmönnum, Skagamönniun og norska liðinu Váier- engen, verður þjálfari knattspyrnuliðs Stjömunnar á næsta leik- tímabili. Þar hefur Kristinn raunar þjálfað síðustu misserin og hefur Garðbæingum gengið nokkuð vel undir hans leiðsögn. Sfjarnan leikur í þriðju deild. -JÖG • Héðinn Gilsson (StefánsSonar, fyrrum leikmanns FH) vakti athygli i Vest- ur-Þýskalandi f gærkvöldi. Þessi skotfasti leikmaður á örugglega eftir að leika með vestur-þýsku félagsliði í framtiðinni. Wismut marði siguríAue A-þýska liöinu Wimut Aue Sigur Aue í gærkvöldi var í tókst það óvænta í gærkvöldi, að allra smæsta lagi og þvi þurfa sigra. Þeir mættu albanska liðinu leikmenn liösins aö taka á ætli Beat Vlora á heimavelli sínum þeir i þriðju umferð. Sjálfsagt og unnu eitt-núll. Leikurinn var verður lánið með þeim í Albaniu liður í Evrópukeppni meistara- meö líku lagi og hér á Laugar- iiða. dalsvelll Þar geröu þeir a-þýsku Eina markið gerði Steffen jafliteflÍviðValfyrlrskemm9tu. Krauss á 20. minútu. -JÖG Fallbyssuskot Héðins glumdu í V-Þýskalandi - skoraði ellefti mörk þegar ísland lagði Noreg, 23-19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.