Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.1987, Page 36
I________ Sviðsljós FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1987. Ólyginn sagði... Brigitte Nielsen fyrrum Brigitte Stallone, lætur nú mjög að sér kveða í Evr- ópu. Hún er önnum kafin við umsjón vinsæls skemmtiþátt- ar á Italíu og nú um daginn söng hún á hljómleikum í Hamborg. Á meðan hún kyrj- aði fyrir Hamborgara notaði þjófur einn tækifærið og rændi hótelherbergi hennar. Hann hirti fatnað og skartgripi fyrir jafnvirði 3,6 milljóna króna. Á meðal dýrgripanna var giftingarhringurinn sem Stallone gaf Gitte. Tom Cruise hefur stundum verið kallaður „Babyface", og ekki að ófyrir- synju. Um daginn skrapp hann á bar en var neitað um drykk því hann hafði ekki persónuskilríki sem sönnuðu að hann hefði aldur til þess. „Veistu ekki hver ég er?" öskraði Cruise, öskureiður. Barþjónninn þekkti hann ekki en leikarinn var svo heppinn að einn bargesta þekkti hann svo Tommi barnafés gat kælt sig niður með bjórnum. Warren Beatty sem lítið hefur borið á að undanförnu, hefur nú miklar áætlanir á prjónunum. Hann ætlar að framleiða og leika í tveimur myndum: sú fyrri á að fjalla um líf Howards heit- ins Hughes en sú síðari á að vera framhald á bíómyndinni Shampoo sem sló í gegn á sjöunda áratugnum með Be- atty í aðalhlutverki. Að sjálf- sögðu ætlar Beatty sér ekkert annað en aðalhlutverkin í báðum þessum myndum. I stað dýrra kjóla og skartgripa lætur Jane Fonda sér nægja gallafatnað sem fer henni bara vel. Friðarpostuliim Jane Fonda Fullyrða má að Jane Fonda sé meö alríkustu leikkonum í Hollywood. Hún þénar ekki eingöngu á kvik- myndum sínum heldur einnig heilan helhng á bókum sínum um líkams- rækt og megrun. Óhætt er að treysta ráðleggingum hennar ef marka má útlit hennar sjálfrar því að hún lítur alls ekki út fyrir að vera nálægt fimmtugsaldrinum. Hún eyðir þó alls ekki auðnum í skartgripi og annað álíka gagnslaust glingur. í stað þess fara allir pening- arnir í kosningasjóði eiginmannsins, Tom Hayden, sem er að hasla sér völl í pólitíkinni í Kaliforníu. Þau hjónin eyða ómældum fjármunum í friðarboðskap og telja þeim pening- um ekki illa varið. Stærsta pitsa í heimi ítálski veitingahúsaeigandinn Lor- Úr þessari pitsu, sem bökuð var á enzo Anato er hrifinn af stórum Havana á Flórídaskaga, voru skorn- pitsum.Núnýveriðsettihannheims- ar hvorki meira né minna en 94.248 met í þriöja sinn í röð er hann bakaði sneiðar sem allar voru snæddar með stærstu pitsu alira tíma. bestu lyst. Jesús mettaði 5000 en Anato mettaði 94.000 Símamynd Reuter Luciano Pavorotti, söngvarinn heimsfrægi, hefur verið á ströngum megruna- rkúr í sex mánuði. Á þeim tíma hefur honum tekist að léttast um 45 kíló. Samt er hann nokkuð sterklega byggður enn. Sophia Loren mátti til með að tékka á magavöðvum kappans um daginn þegar þau hittust í Washington. Símamynd Reuter Tom Selleck er mest sexí í augum bandarískra kvenmanna ... Á hverju ári þykir tilhlýðilegt að efna til skoðanakönnunar um kyn- þokkafyllstu konurnar og karlmenn- ina í Bandaríkjunum. Nýleg könnun fór eitthvað á þessa leið: Kynþokka- fyllsti kvenmaðurinn var kosin Cybill Shephard úr þættinum Hasar- leikur. Þar á eftir komu Jaclyn Smith, Kathleen Tumer, Elizabet Taylor, Heather Locklear, Donna Mills, Linda Evans, Madonna, Whanna White og Jane Seymour. Af kynþokkafullum karlmönnum er stórsjarmörinn Tom Selleck efstur á blaði, síðan í halarófu á eftir Tom Cruise, Mel Gibson, Bruce Willis, Mark Harmon, Jon Bon Jovi, gömlu jaxlarnir Robert Redford og Paul Newman og Rob Lowe. Greinilegt er að leikarar hafa alla yfirburði yfir söngvara úr poppheim- inum. ... og Cybill Shephard í augum bandarískra karlmanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.