Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987. 11 Utlönd Nýir menn, nýjar leiðir Nýjum mönnum fylgja nýir siðir og gúdismat breytist ekki síður en annað. Allt frá árinu 1949 hefur það þótt einn helsti kostur kínverskra leiðtoga að hafa tekið þátt í göngunni miklu meö Mao Tsetung, hafa verið virkir í byltingu kommúnista. Þessir leiðtogar hafa nú flestir annaðhvort safnast til feðra sinna eða eru teknir að eldast mjög, komnir yfir áttrætt. Þeir eru að hverfa úr kínverskum stjórnmálum og þeir yngri, sem nú eiga að taka við, hafa aldrei barist með vopnum, geta ekki skírskotað til hetjudáða og fómarlundar í bylt- ingunni. Þeir hafa þó engu að síður háð sína hildi, hafa þurft að stika sér leið gegnum vígvöll kínverskra stjórn- mála sem oft hefur reynst jafnhættu- legur og jarðsprengjusvæði í vopnuöum átökum. Að sögn hefur reynsla þeirra gert þá að snúnum og þroskuðum stjórnmálamönnum með sterka sjálfsbjargarhvöt. Eitt þessara „ungmenna" er Hu Quili, fimmtíu og átta ára embættis- maður sem talið er að hreppa muni eitt af valdameiri embættum kín- verska kommúnistaílokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir. Hann er talinn nokkuð dæmigerður fyrir þennan nýja hóp stjórnmála- manna. Hu fæddist árið 1929 í Shaanzi- héraði í norðvesturhiuta Kína. Hann læröi á stjómmál og hlaut eldskírn sína í háskólum en ekki í skæruliða- búðum eins og fyrirrennarar hans. Þegar á íimmta áratug þessarar aldar og fram á þann sjötta var hann kominn í valdamikil embætti innan ungliðahreyfingar kínverska kom- múnistaflokksins. Hann varð þá eitt af fómarlömbum Rauðu varðlið- anna, þegar Mao setti þá til höfuðs stofnunum flokksins, árið 1967, og hvarf af sjónarsviðinu. Töldu varð- liðarnir hann einn af fylgismönnum Liu Shaoqi sem sakaður var um að vera tól í höndum kapítalista. Um nokkurra ára skeið spurðist ekki til Hu. Raunar var það ekki fyrr en á áttunda áratug aldarinnar að hann kom aftur fram á sjónarsviðið, þá sem lágt settur héraðsembættis- maður í örsnauðu héraði. Eftir dauða Mao og upphaf markaðshyggju í Kína tókst ferill Hu hins vegar á loft. Hann reis upp gegnum raðirnar og var fljótlega orðinn einn af valda- meiri-embættismönnum flokksins. Þegar harðlínumenn í flokknum komu Hu Yaobang úr embætti og sökuðu hann um að hafa ekki barist nóg gegn borgaralegri frjálshyggju í Kína lá við að Hu fyki sömu leið. Honum tókst þó að halda velli og nú, þegar umbótasinnar virðast orðnir traustir í sessi í Kína, er búist við að hann haldi áfram að sópa að sér völdum. Andstæöingar Hu telja hann tæki- færissinna. Aðrir, og þar á meðal vestrænir stjórnarerindrekar, segja hann bráðskarpan stjórnmálamann sem tekist hafi að losa sig við hug- sjónaspennitreyju þá sem hélt hinum eldri af leiötogum Kína fóngnum. Viðurkenna fylgismenn Hu að hann trúi ef til vill ekki endilega á kom- múnismann, enda hafi hann á ferli sínum séð ýmsa annmarka á kenn- ingum hans. Þeir telja hins vegar að Hu sé verðugur fulltrúi þeirrar kyn- slóðar Kínverja sem nú er að taka við, kynslóðar sem trúi á völd og framkvæmdir, jafnheitt og þeir gömlu trúðu á gönguna löngu. Stolin málverk fund- ust hjá sofnurum Lögreglan í Tókýó hefur fundið þekkt frönsk málverk, máluð á nítj- ándu öld, sem stolið var úr frönsku listasafni fyrir þrem árum. Tals- maður lögreglunnar sagði í gær að verkin, sem talin eru máluð af franska málaranum Jean Baptiste Cmille Corot, hafi verið á heimilum hstaverkasafnara þar í borg. Listaverkasafnararnir fullyrða að þeir hafi ekki vitaö að verkin voru stolin. Lögreglan fann þrjú af fimm verkum sem stolið var en neitaði í gær að tjá sig um það hvort talið væri að hinum tveim hefði einnig verið smyglað til Japan. Hu Qili, sem talinn er ein skærasta rísandi stjarna kínverskra stjórnmála um þessar mundir, ræðir hér við Yu Qiuli hershöfðingja við setningu flokksþings kinverska kommúnistaflokksins um síðustu helgi. Simamynd Reuter JEPPADEKK: Gott úrval af White Spoke felgum fyrirliggjandi. 31X105X1 5, kr. 8.500 31X115X15, kr. 8.700 33X125X15, kr. 9.100 35X1 25X15, kr. 9.950 kr 4.036 kr. 5.441 kr 3,900 kr 4,989 kr. 5.481 650x14, 700x15, 600x16, 650x16, 700x16, OPIÐ LAUGARD. 10-13. ARMULI 1 105 REYKJAVIK SIMI 91-685533 raumari ypottinum. sem ekki gekk út síðasta laugardag, leggst við fyrsta vinninginn núna. Spáðu íþað! - Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.