Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Frekjan er þjóðaróvinur
Nýlega baö landssamband kartöflubænda landbúnað-
arráðuneytið um að banna innflutning á kartöfluflögum,
þar sem framleiðsla kartaflna hefði verið mikil innan-
lands í sumar. Ennfremur krafðist það útflutningsupp-
bóta, svo að minna magni þyrfti að henda á haugana.
Framleiðendur morgunkorns hafa ekki beðið um inn-
flutningsbann til að sitja einir að markaðinum og ekki
heldur beðið um útflutningsuppbætur, svo að þeir geti
gefið útlendingum umframmagnið, sem íslendingar
vilja ekki kaupa. Milli þessara tveggja viðhorfa er hyl-
djúp gjá.
Annars vegar eru til í landinu menn, jafnvel heilar
stéttir, sem telja þjóðfélagið skulda sér hfsframfæri. Ef
þeim dettur í hug að framleiða eitthvað, telja þeir sam-
félaginu skylt að ábyrgjast kaup á öllu framleiðslumagn-
inu og á verði, sem endurspeglar tilkostnað þeirra.
Á hinum, heilbrigða kantinum er fólkið, sem telur
sér skylt að svara spurningum um, hvort neytendur
þurfi á afurð þess að halda, í hvaða magni og á hvaða
verði. Það verður að fmna rétt svör, svo að framtak
þess leiði ekki til gjaldþrots eða annars ófarnaðar.
Stjórnmálamenn hafa hér á landi reynzt mjög hprir
við að styðja málstað fámennra og þröngra sérhags-
munahópa, sem vilja fá sitt fram á kostnað hins fjöl-
menna, en dreifða hóps neytenda og skattgreiðenda.
Fáir stjórnmálamenn styðja í raun hina síðarnefndu.
Sláturhúsmáhð á Bíldudal er dæmi um, að margir
þingmenn eru reiðubúnir að heimta sérstök lög gegn
gildandi lögum og reglugerðum um hehbrigðismál, svo
að unnt sé að slátra á heimaslóðum og framleiða kjöt,
sem neytendur séu síðan forspurðir látnir borða.
Eitt bezta dæmið um hina landlægu frekju sérhags-
munahópa var ferð nokkurra Austfirðinga að sjúkra-
beði samgönguráðherra til að fá hann ofan af ráðagerð
um að bjóða út framkvæmdir við flugvöllinn á Egilsstöð-
um. Þeir þóttust eiga forgang að verkinu.
Fyrri samgönguráðherra var sérfræðingur í dekri við
sérhagsmuni af þessu tagi, enda nýlega helzti upp-
hlaupsmaður Bíldudalsmálsins. í Egilstaðamálinu var
hann að láta semja beint við nokkra heimamenn á
grundvelli kostnaðaráætlunar, er hann datt úr embætti.
Nú er verið að bjóða verkið út. Árangurinn felst eins
og venjulega í lægri kostnaði fyrir skattgreiðendur. Sér-
hagsmunir hafa vikið fyrir almannaheill í flugvallar-
máhnu, eins og þeir hafa raunar líka gert í slátur-
húsmálinu. Hið heilbrigða sigrar öðru hvoru hér á landi.
Stundum verða heimamenn varir við kosti réttlætis-
ins. Nýlega börðust Vestfirðingar gegn innrás steypu-
stöðvarútibús frá Reykjavík. Nú verða þeir að
viðurkenna, að nýja steypustöðin hefur kohvarpað einok-
un heimaaðha og lækkað byggingarkostnað á svæðinu.
Hrikalegasta dæmið um frekju sérhagsmunaaðila er
hinn hefðbundni landbúnaður. Hann telur neytendum
skylt að borða afurðir sínar og skattgreiðendum skylt
að ábyrgjast tUtekið magn á tUteknu verði, ýmist með
styrkjum, niðurgreiðslum eða útflutningsuppbótum.
í þessu tilviki ráða sérhagsmunirnir. Neytendum er
meinað að nota samkeppnisvöru frá útlöndum og skatt-
greiðendur eru látnir borga offramleiðsluna, ekki bara
með styrkjum, niðurgreiðslum og uppbótum, heldur nú
síðast einnig í flutningi kjöts á haugana.
Þannig er frekjan sumpart löggUt, en verður annað
veifið að láta undan síga. í öhum tUvikum er barátta
gegn henni eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar.
Jónas Kristjánsson
Vímuvinir og áfengt öl
Oft hefur verið um það rætt og
ritað hvílíka ógæfu forráðamenn
okkar leiddu yfir þjóðina ef þeir
yrðu til þess að rýmka um sölu og
útbreiðslu áfengis eða bæta nýjum
tegundum á markaðinn, á sama
tíma og flestar siðmenntaðar þjóðir
reyna að takmarka hvort tveggja
sem allra mest.
Sú smán yrði seint af okkur þveg-
in, ef við núna, þegar verið er að
beijast fyrir vímulausri æsku, og
alls staðar í kringum okkur skorin
upp herör gegn áfengi og öðrum
vímuefnum, færum að opna allar
gáttir fyrir sterku öli inn á almenn-
an markað og auka þannig á
vandræðin, sem við þykjumst vera
að kljást við.
Að því leyti stöndum við vel að
vígi gagnvart sterka öhnu, að sala
þess hefur ekki verið leyfð undan-
farna mannsaldra. Allt er erfiðara
um vik hjá gamaigrónum ölneyslu-
þjóðum, sem nú myndu vilja losna
við sterka ölið, ef þess væri nokkur
kostur, svo háa tolla sem það hefur
tekið af þjóðarheilbrigði.
Ölið og eyðnin
Það hafa verið færðar fram ótal
ástæður í ræðu og riti gegn því, að
sterkt öl verði á ný gefið ftjálst á
íslandi. Þau rök hafa ekki verið
hrakin svo mér sé kunnugt. Nú
hefur enn ein ástæðan bæst við,
sem gerir sterka öhð stórhættulegt,
svo ekki sé meira sagt. Það er sá
vágestur, sem sumir hafa nefnt
mestu ógn 20. aldarinnar, eyönin.
Réttilega hefur verið við honum
brugðist með ráðleggingum og
fræðslu, þótt ótrúlegrar fávisku og
heimskulegs athæfis hafi orðið vart
hjá sumum í þessu sambandi, bar-
áttunni gegn sjúkdómnum til
ómetanlegs tjóns. Um smitleiðir og
eðh þessa sjúkdóms hefur þó margt
verið ritað og er greinilegt, að ein
helsta út’ reiðsluleið sjúkdómsins
er náin mök tveggja einstaklinga.
Áfengt öl er þess háttar vímugjafi,
sem líklegt er að örvi mjög til ná-
inna, líkamlegra samskipta og þá
helst tilviljanakenndra. Fræðsla og
ráðleggingar eru sjálfsögð, eins og
ég drap á hér að framan, en hvers
virði verða þekking, smokkar og
kristilegar umvandanir, þegar
viman ræður flestu í hugum
manna? Hætt er við að allt slíkt
vilji gleymast, þegar þörfin á gát
er brýnust. Baráttan gegn eyðninni
er ekki síst baráttan gegn vímugjöf-
um, og þyrfti því að hefja hana fyrr
en aðrar gagnráðstafanir. Sé þaö
raunverulegur vilji manna að berj-
ast gegn hinum ægilega sjúkdómi,
eyðninni, þurfa þeir að berjast gegn
vímuefnum fyrst og fremst, annars
koma aðrar vamir fyrir lítið.
Rök vímusinna
Til glöggvunar langar mig til að
tína saman tíu helstu rök vímu-
sinna fyrir innflutningi og fram-
leiðslu sterks öls og meta þau síðan
í örstuttu máli, því að blaðagrein
sem þessi leyfir ekki langa umfjöll-
un. Gleymi ég einhveiju mikil-
vægu, er það óviljaverk.
1) Það er hluti almenns, persónu-
legs frelsis að eiga þess kost að
drekka sterkt öl eins og aðra
drykki.
2) íslendingar geta ekki skorið sig
úr hópi annarra þjóða og ekki
haft neitt drykkjarhæft öl til
að bjóða gestum eða viðskipta-
KjaUarinn
Guðsteinn
Þengilsson
læknir, Reykjavík
7) Ölgerð yrði stór þáttur íslensks
iðnaðar og bætti því þjóðarhag.
8) Mjög mikið kemur inn í landið
af áfengu öli með ferðamönn-
um, sem taka það með sér í
fríhöfninni, og með farmönn-
um, sem taka með sér vissan
skammt. Séu menn heima, fá
þeir ekki neitt. Þarna er fólki
mismunað.
9) Mikið er bruggað í heimahús-
um af áfengu öli, sem hvergi
kemur fram á skýrslum. Heppi-
legra væri að kaupa sér lögleg-
an bjór.
10) Ö1 er hollur drykkur.
Ókostirnir yfirgnæfa
Margar þessar röksemdir virðast
sannfærandi við fyrstu sýn en
standast þó ekki við nánari athug-
un, því ókostirnir yfirgnæfa kost-
ina. Skal nú bent á það helsta:
Ath. við 1):
Frelsi einstaklingsins er umdeilt
efni, en flestir munu þó sammála
um, að aldrei megi það ganga
lengra en svo, að það skaði ekki
aðra. Sannanlega getur öldrykkja
mín valdið öðrum tjóni og eru lík-
umar talsvert miklar (bæklun,
fósturskaðar).
Ath. við 2):
Nú, þegar hafin er barátta gegn
vímuefnavandanum um allan
heim, er einn helsti styrkur okkar
íslendinga að hafa ekki sterkt öl
aö berjast við og geta grónar öl-
drykkjuþjóðir öfundað okkar af
„Þeir þingmenn, sem hafa hugsað sér
að greiða sterka ölinu leið inn í landið,
ættu að athuga sinn gang fyrst.“
vinum, sem koma til landsins.
Munum elnnig, að við erum
ferðamannaland.
3) Það bætir drykkjusiðina afar
mikið, ef sterkt öl kemur á
markaðinn. Þá sjást menn ekki
eins út úr drukknir og þegar
sterkra vína er neytt og yfir-
bragð mannfunda yrði allt
annað.
4) Það er hægt að skreppa inn í
veitingahús og fá sér hressingu
og einnig bjóða vinum sínum
með sér, án þess að áberandi
ölvun hljótist af. Þá er gott að
eiga sterkt öl í ísskápnum til
að bjóða gestum.
5) Menn drekka minna af sterk-
um, brenndum vínum, ef menn
eiga kost á sterku öli.
6) Ö1 af vissum styrkleika, eða
milli 3 og 4%, er bragðbetra en
veikara eða sterkara öl.
„Vafasamt er, að drykkjusiðir batni, og heislutjónið margfaldaðist," seg-
ir greinarhöfundur.
því. Kostirnir, sem nefndir eru í 2),
blikna við hliðina á vímuefnavand-
anum.
Ath. við 3):
Vafasamt er, að drykkjusiðir
batni, sbr. Grænland, og heilsutjó-
nið margfaldaðist.
Ath. við 4):
Það er að bjóða stórfelldri um-
ferðarhættu heim að bjóða upp á
„einn laufléttan" á veitingastað við
alfarabraut. Lífi og limum vegfa-
renda er stefnt í stórhættu vegna
ölvunaraksturs.
Ath. við 5):
Það er sannað, að áfengi í nýju
neysluformi örvar fyrri neyslu,
auk þess að bætast við.
Ath. við 6):
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að
ekki finnst marktækur munur á
bragðgæöum, hafi menn ekki vitað
um styrkleikann.
Ath. við 7):
Miðað við það, hve áfengisneysl-
an almennt kostar þjóðina, er hætt
við að þjóðarhagurinn af bjórneysl-
unni yrði neikvæður.
Ath. við 8):
Keflavíkurölið er lögleysa, og það
er lögfræðilegt hneyksli, ef lögleys-
ur eru upprættar með því að gera
þær að lögum í staö þess aö nema
þær úr gildi. Þá mætti einnig ætla,
að jafnrétti kæmist á með því að
afnema farmannaölið.
Ath. við 9):
Sé áfengislögum framfylgt á til-
hlýðilegan hátt, getur það öl, sem
framleitt er í heimahúsum, aldrei
numið svo miklu, að því fylgi veru-
legt þjóðhagslegt tjón.
Ath. við 10):
Ö1 er nákvæmlega jafnhollt eða
óhollt næringarfræðilega séð,
hvort sem það er 2% eða 5%. Það
er aðeins mismunandi sem vímu-
gjafi.
Flestar þær ástæður, sem til voru
tíndar, eru því yfirvarpiö eitt sam-
an til að réttlæta útfærslu áfengis-
neyslu í formi sterks öls. Þeir
þingmenn, sem hafa hugsað sér aö
greiða sterka öhnu leið inn í landið,
ættu að athuga sinn gang fyrst.
Ábyrgðin, sem á þeim hvílir er svo
gífurleg, að vandséð er, hvemig
þeir ætla að standa undir henni.
Guðsteinn Þengilsson