Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1987, Síða 18
18
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987.
Iþróttir
Ribbeck ekki
áfram með
Leverkusen
Sigurður Bjöms., DV, V-Þýskalandi;
Það vakti mikla athygli hér í
gær þegar Erik Ribbeck, þjálf-
ari Leverkusen, sem er talinn
einn hæfasti þjálfari í Bundes-
ligunni, tilkynnti að hann yrði
ekki áfram með félagið eför
þetta keppnistímabil. Leik-
mönnum Leverkusen kom
þetta mest á óvart.
Ribbeck sagði að ástæðan fyr-
ir þessu væri að hann væri
óánægður með aðstæður hjá
félaginu og einnig að forseti fé-
lagsins skipti sér of mikið af
störfum hans. -SOS
Lúxemborgar-
menn óttast
ólátabelgi
frá Skotlandi
- mæta þeir Skotum í Metz?
Það var ákveðið í gær að landsleik-
ur Lúxemborgarmanna og Skota í
Evrópukeppni landsliða 2. desember
verði ekki leikinn á hinum 50 ára
gamla leikvelli í höfuðborg Lúxem-
borgar - Lúxemborg. Ástæðan fyrir
þessu er að Lúxemborgarmenn ótt-
ast ólátabelgi frá Skotlandi.
Þeir hafa tvisvar áöur orðið fyrir
barðinu á ólátabelgjum frá Bret-
landseyjum -1977 og 1983 þegar þeir
léku gegn Englendingum.
Leikurinn fer annaðhvort fram í
Esch-Sur Alzette, sem er bær í Suð-
ur-Lúxemborg, eða í Frakklandi, í
borginni Metz, sem er 50 km fyrir
sunnan Lúxemborg.
SOS
• Mark Hateley var hress og kátur á æfingu hjá Monaco
fyrir mánuði.
gær, þá fyrstu siðan hann var skorinn upp i London
Símamynd Reuter/Eric Gaillard
Deildaleikir færðir til vegna Evrópuleiks enskra:
Robson valdi Mark
Hateley og Waddle
- í landsliðshóp sinn þratt fyrir að þeir hafa átt víð meiðsíi að striða
Enski landsliðseinvaldurinn
Bobby Robson valdi í gær 22ja manna
landsliðshóp fyrir Evrópuleikinn
þýðingarmikla við Júgóslavíu 11.
nóvember nk.í Belgrad. Fátt kom á
óvart í vali Robsons, helst að hann
Heimsafrekaskráin í frjálsum:
Vésteinn og Einar
í fremsta flokki
Vésteinn Hafsteinsson ogEinar
Vilhjálmsson eru framarlega í
flokki yfir afreksmenn heims í
fijálsum íþróttum. Þeir eru báðir
á skrá yfir tíu bestu afrek í sínum
greinum á heimsafrekaskránni.
Vésteinn kastaöi kringlunni
67,20 m í Klagshamn í Svíþjóð í
sumar og setti íslandsmet.
Bandaríkjamaðurinn Paul Pow-
ell hefur náð lengsta kastinu það
sem af er árinu. Hann kastaöi
72,08 m - einnig í Klagshamn.
Annar á afrekaskránni er Svíinn
Stefan Fernholm með 69,80 m.
• Vésteinn er kominn í 42. sæti
á listanum yfir bestu kringlu-
kastara frá upphafi.
Einar Vilhjálmsson setti Norð-
urlandamet í spjótkasti er hann
kastaði 82,96 m á Húsavík í sum-
ar. Það er 12. besta afrekið í
heiminum í ár. Árangur Einars
er jafnframt 14. besta afrekið með
nýja spjótinu frá upphafi. Þess
má geta að Einar á 23. besta afrek-
ið frá upphafi með gamla spjótinu
- 92,42 m. -SOS
valdi Ghris Waddle og Mark Hateley
í hópinn þó þeir eigi við meiðsli að
stríða. Enskir hafa ekki fengið á sig
mark í riðlinum en ef þeir tapa leikn-
um í Belgrad komast þeir ekki í
úrslitakeppnina í Vestur- Þýskalandi
næsta sumar.
Stjóm deildakeppninnar hefur
vegna mikilvægi leiksins ákveðið að
færa til leiki laugardaginn 7.nóvemb-
er hjá þeim liðum sem eiga leikmenn
í landsliðinu. Þegar hefur leikur Ars-
enal - Chelsea verið færður fram til
3.nóvember. Þá hefur verið ákveðið
að þrír aðrir leikir verði ekki laugar-
daginn 7.nóv. Það er Derby-Man.
Utd, Liverpool-Nottm. Forest, og
Portsmouth-Tottenham. Everton á
ekki leik.
Hins vegar hefur stjórnin neitað
að færa til sérstaklega leikdaga
vegna Evrópuleikja Wales og írlands
11. nóvember. Þeir leikir eru þó mjög
þýðingarmiklir fyrir viðkomandi
lönd. Margir landsliðsmenn þessara
þjóða þurfa þó ekki að leika 7.nóv-
ember - að minnsta kosti ekki þeir
sem leika með Liverpool og Man.Utd.
Hins vegar eru öfgar í þessu. Leik
Oxford og Coventry verður frestað
ef Cyrille Regis verður í enska lands-
liðshópnum en ekki Mark Hateley,.
Monaco. Hafi Hateley náð sér vegna
uppskurðar sem hann gekkst undir
fyrir nokkru verður leiknum í Ox-
ford ekki frestað. Þó eru nokkrir
landsliðsmenn Wales í liði Oxford.
En nóg um það. í enska landsliðs-
hópnum eru Peter Shilton, Chris
Woods, Viv Anderson, Gary Stevens,
Kenny Sansom, Terry Butcher, Stu-
art Pearce, Mark Wright, Tony
Adams, Gary Mabbutt, Neil Webb,
Peter Reid, Glenn Hoddle, Bryan
Robson, Trevor Steven, Steve Hodge,
Chris Waddle, Clive Allen, Gary
Lineker, Peter Beardsley, John Bar-
nes, Mark Hateley eöa Cyrille Regis.
-hsím
ð I
Á fundi framkvæmdanefndar
Ólympíunefndar íslands, sem
haldinn var 21. október, var sam-
þykkt að ísland sendi þátttakend-
ur í frjálsum íþróttum, sundi og
júdó, enda næðu íþróttamenn í
þessum greinum því lágmarki
sem nefndin hefur sett
Fyrir rúmu ári vann íslenska
landsliðið í handknattleik sér rétt
til þátttöku i leikunum með því
að verða í 6. sæti í heimsmeistara-
keppninni sem fram fór í Sviss.
Langt er að sækja bæði til Calg-
ary og Seoul svo aö kostnaður
vegna þátttöku okkar verður
mikill. þaö er hlutverk ólympíu-
nefndarinnar aö ábyrgjast allan
kostnaö viö feröir og uppihald,
svo og einnig undirbúning vegna
þátttöku í ólympíuleikum. Nú
þegar hefur ólympiunefhdin veitt
fimm sérsamböndtun kr.
6.850.000 í þes..u skyni.
Heildarkostnaður nefndarinn-
ar vegna þátttöku i leikunum
veröur ekki undir kr. 24.0(X).000.
Þar af verður að nota um kr. 12.
000.000 í þjálfunarstyrtó. Ef
nefndin nær ekki þessutakmarki
er vonlítið að sá árangur náist
sem stolt þjóðarinnar krefst af
afreksmönnum okkar.
-JKS
Fimm leikmenn
Red Star
með matareitrun
Fimm af leikmönnum Red Star Beldrad eru nú rúmfastir með
matareitrun og er óvíst að þeir geti leikið með félaginu í UEFA-
bikarkeppninni í næstu viku. Red Star á þá að leika í Belgíu, gegn
FC Brugge. Júgóslavneska liðið vann sigur í fyrri leiknum, 3-1.
Þess má geta að búið er að fresta leik Red Star í 1. deildarkeppninni
í Júgóslavíu um næstu helgi, vegna veikinda leikmannanna.
SOS
Viðskiptaferð til Afríku?
- Arnarflug og KUVI - besti kosturinn