Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. 13 Batnandi mönnum er best að IHa Þann 22. október sl. fóru fram á Alþingi umræöur um utanríkis- og afvopnunarmál. Þar voru ræddar þrjár tillögur til þingsályktunar: - um bann viö geimvopnum, fryst- ingu kjarnorkuvopna og ráöstefnu í Reykjavík um afvopnun á norður- höfum. Bann við geimvopnum Þessi tillaga er flutt af Hjörleifi Guttormssyni og Guörúnu Agnars- dóttur og er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni aö beita sér fyrir og styöja á alþjóðavettvangi bann viö geimvopnum þar sem miöað veröi við: 1. Aðallarrannsóknirogtilraunir, er tengjast hernaöi í himin- geimnum, verði tafarlaust stöðvaðar. 2. Að hvers konar hernaðarumsvif og vopnakerfi til nota í himin- geimnum verði bönnuð. 3. Að óheimil sé smíði vopna sem grandað geta gervihnöttum og öðrum tækjum sem tengjast friðsamlegri nýtingu himin- hvolfsins." Samhljóða tillaga hefur verið flutt tvisvar á sl. kjörtímabili en ekki veriö útrædd eða fengist sam- þykkt. Utanríkisráðherrar, sem voru tveir á sl. kjörtímahili, Geir Hall- grímsson og Matthías Á. Mathie- sen, vildu hvorugur lýsa andstöðu við geimvarnaráætlunina. Sá síð- arnefndi gekk m.a. svo langt í skýrslu sinni um utanríkismál, sem lögð var fram á þingi og rædd vorið 1986, aö hann vildi taka þátt í geimvarnaráætluninni, sbr.: „Vert er að hafa í huga að geim- varnaráætlun Bandaríkjamanna gerir ráð fyrir stórstígum fram- förum á sviði tækni og vísinda og má þar nefna upplýsinga-, efna-, orku-, leysigeisla- og kerfistækni. Geri Bandaríkjamenn öörum þjóðum kleift að taka þátt í áætlun- inni er ljóst að íslendingar geta KjaUarmn Guðrún Agnarsdóttir þingkona Kvennalistans ekki síður en aörir notið góðs af samvinnunni." Þessar fyrirætlanir ráðherra voru harðlega gagnrýndar af full- trúum Kvennalista og Alþýðu- bandalags. Alþýðuflokkurinn hefur ekki viljað taka eindregna afstöðu til þingsályktunartillögunnar um bann við geimvopnum en hefur þó lýst sig andvígan hervæöingu geimsins. Viðhorfsbreyting í utanríkisráðuneyti í umræðum á Alþingi þann 22. okt. sl. lýsti Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra þeirri afstöðu sinni að hann væri eindregið andsnúinn því að geim- urinn yrði gerður að vígvelli. Jafnframt sagðist hann vera ein- dregiö þeirrar skoðunar að hugmyndir um geimvarnir megi ekki verða til þess að standa í vegi fyrir fækkun kjarnorkuvopna. Það er því kominn annar og líf- vænlegri tónn í utanríkisráðuneyt- ið í þessum efnum og ber að fagna því, ekki síst þar sem geimvarnar- eða stjörnustríðsáætlun Reagans Bandaríkjaforseta hefur reynst fótakefli í samningum stórveld- anna um fækkun kjarnorkueld- flauga. Auk þess sem stjörnustríðsáætl- unin hefur verið talin óraunsæ og sætt mikilli gagnrýni vísinda- manna bæði í Bandaríkjunum og annars staðar teflir hún í hættu ABM-samningnum milli stórveld- anna, um takmörkun gagneld- flaugakerfa. Jafnframt því sem hún krefst gifurlegra íjárhæða, sem Bandaríkjaþing hefur reyndar neitað að veita Reagan Bandaríkja- forseta, mun hún gjörbreyta öllum möguleikum á eftirliti með víg- búnaði og ekki einungis leiða til stigmögnunar heldur einnig eðlis- breytingar á því vígbúnaðarkapp- hlaupi sem nú þegar er háð. Frysting kjarnorkuvopna Tillaga til þingsályktunar um frystingu kjarnorkuvopna var flutt 4 sinnum á síðasta kjörtímabili af þingkonum Kvennalistans og er nú flutt aftur strax í upphafi þessa kjörtímabils. Tillagan er efnislega samhljóða margumræddri tillögu Mexíkó, Svíþjóðar og fleiri þjóða sem ítrekað hefur verið flutt og samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á þingi Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) á sl. árum. Tillagan er svohljóöandi: „Alþingi ályktar aö skora á ríkis- stjómina að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að Sovétríkin og Bandaríkin lýsi yfir tafarlausri frystingu kjarnorkuvopna, annað- hvort með samtíma, einhliða yfir- lýsingum.eða með sameiginlegri yfirlýsingu. Slík yfirlýsing yrði fyrsta skref í átt að yfirgripsmikilli afvopnunaráætlun sem felur í sér: 1. Allsherjarbann við tilraunum meö, framleiðslu á og uppsetn- ingu kjamorkuvopna og skot- búnaöar þeirra. Enn fremur algjöra stöðvun á framleiðslu kjarnakleyfra efna til vopna- notkunar. 2. Frystingu sem er háð öllum þeim aðferðum til sönnunar og eftir- hts sem þegar hafa verið samþykktar af málsaðilum í Salt I og Salt II samningunum, auk þeirra aðferða sem þeir hafa samþykkt í grundvallaratriöum í þríhliða undirbúningsviðræð- um í Genf um algert bann við kjarnorkuvopnatilraunum. 3. Frystingu sem gildir í fimm ár til að byrja með en gæti orðið lengri ef önnur kjarnorkuveldi slást í hópinn eins og vonir standa til.“ Á sl. árum hafa atkvæði Noröur- landaþjóðanna um þessa tillögu fallið þannig á þingi SÞ að frá árinu 1983 hafa Ðanir, Finnar og Svíar greitt atkvæði með tillögunni en Norðmenn oglslendingar sátu hjá bæði 1983 og 1984. Á árunum 1985 og 1986 hafa svo Norðmenn greitt atkvæði með tillögunni en íslend- ingar hafa húkt áfram í hjásetunni, einir Norðurlandaþjóöa, nú síöast ásamt Kína, Hollandi og Spáni, en óðum fækkar í þessum hópi. Holl- usta okkar við vígbúnaðarstefnu Atlantshafsbandalagsins hefur verið með eindæmum og sannar- lega á kostnað sjálfstæðrar stefnu- mótunar i utanríkismálum. Á þessu mun nú gerð bragarbót þar sem utanríkisráðherra staðfesti í umræðum á Alþingi fyrri yfirlýs- ingar sínar þess efnis að ísland muni greiða atkvæði með tillögu Mexíkó og Sviþjóðar um frystingu kjarnorkuvopna þegar hún kemur fram á þingi SÞ. Þessi tillaga var lögð fram á þinginu nýlega og verð- ur rædd nú á næstu dögum. Lítil þúfa, þungt hlass Það er sannarlega ánægjulegt að fylgjast með þeirri stefnubreytingu sem orðin er í utanríkisráðuneyt- inu og fylgir hún anda þeirrar þingsályktunar um afvopnunar- mál sem samþykkt var á Alþingi 23. maí 1985. Þaö andrúmsloft slök- unar og sá vilji til afvopnunar, sem nú ríkir milli stórveldanna, auð- veldar vissulega öðrum þjóðum að sýna einlægan friðarvilja sinn en íslenska þjóðin hefur í nýlegum skoöanakönnunum lýst yfir ein- dregnum friðarvilja. Hins vegar megum við hvorki glata honum né hugrekkinu til að sýna hann þótt kólni í samskiptum stórveldanna. íslendingar þurfa að sýna meira sjálfstæði og hugrekki í afvopnun- armálum. Það er oft talað um hlutverk smá- þjóða á vettvangi alþjóðastjórn- mála, hvort þær hafi nokkurt vægi í raun og veru. ísland er ekki stórt land og hér búa ekki margar mann- eskjur. Hins vegar þýðir það ekki að þeir sem hér búa þurfi að vera lítilla sanda og lítilla sæva. ísland er ekki litið land þegar mælistikan hugkvæmni og frum- kvæöi er notuð en þaö, ásamt pólitískum vilja, hefur vantað einna mest á sviði afvopnunar- mála. Þama höfum við verk að vinna og þannig getur ísland orðið jafn- stórt og veigamikið og þjóðin sjálf kýs. Því er mikils vert að hún velji sér fulltrúa sem endurspegla vilja hennar og veiti þeim síðan aðhald. Guðrún Agnarsdóttir „ísland er ekki lítið land þegar mæli- stikan hugkvæmni og frumkvæði er notuð en það, ásamt pólitískum vilja, hefur vantað einna mest á sviði af- vopnunarmála.“ Hvers eiga smábátaeigendur að gjalda? „Þá er lítið réttlæti í þeirri hugmynd að ekki megi framselja kvóta báta neð- an við 10 tonna mörkin.“ Stjómun fiskveiða er til endur- skoðunar hjá sjávarútvegsráðu- neyti og Alþingi þar eð lög sem sett voru til tveggja ára 1985 renna út um áramót. Nefndir á vegum ráðuneytis eru enn aö fjalla um málið með hagsmunaaðilum en ráðherra hefur kynnt hugmyndir sínar í drögum að frumvarpi til nýrra laga. Þar em mörg álitaefni, m.a. varðandi rækjuveiðar, breyt- ingar á sóknarmarki, hlut loðnu- veiðiskipa í öðrum veiðum og ekki síst veiðar smábáta undir 10 tonn að stærð. Hér verður aðeins drepið á síöast- nefnda þáttinn. Reynslan 1984-1987 Á áranum 1984-85 var sett heild- artakmörkun á afla smábáta á öllu landinu. Þetta var ósanngjarnt og hættulegt kerfi sem sprakk í hönd- unum á þeim sem komu því á. Ég gagnrýndi þetta kerfi margsinnis á Alþingi og benti á annmarka þess og aðrar leiðir til stjórnunar. Með breytingu á lögunum um stjórn fiskveiöa í árslok 1985 feng- ust verulegar lagfæringar varðandi botnfiskveiðar smábáta þótt út- færsla á banndagakerfmu væri umdeild. Smábátar voru eftir sem áður einu fleyturnar þar sem ekki var skammtaður afli á skip. Þannig var boðið upp á íjölgun smábáta sem ekki hefur látið á sér standa síöustu árin. Þrátt fyrir fjölgun og bætta tækni er hlutdeild smábáta í þorskafla þó aðeins um 8% og smábátar eiga ekki nema um 200 tonn í 13% aflaaukningu það sem af er þessu ári. Það er þó ljóst að skorður verður að setja við fjölgun smábáta sem KjaUarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið margir eru í smíðum og eiga eftir að keppa um takmarkaða veiði. Tillögur sjávarútvegsráð- herra Samkvæmt tillögum sjávarút- vegsráðherra í drögum að frum- varpi á að skipta smábátum í tvo flokka við 6 tonna stærðarmörkin. Bátum frá 6-10 tonn að stærð vill hann úthluta kvóta, þ.e. „sérstöku veiðileyfi með aflahámarki miðað við meðalafla báta í sama stærðar- flokki ákveðið viðmiðunartíma- bil.“ Talað er um að „taka sérstakt tillit til þeirra aðila sem aflað hafa yfir meðalafla báta í sama stærðar- flokki á viðmiðunartímabili." Ekki er ljóst hvernig hugmyndin er að útfæra það ákvæði. Bátar undir 6 tonn að stærð eiga að búa við „tímabundin veiði- bönn“, svipað og verið hefur en þeim á nú að vera „óheimilt að veiða meira en 40 lestir árlega í þorskígildum reiknað". Þó er tekið fram að heimilt skuli vera að út- hluta bátum af þessari stærð kvóta eins og í stærri flokknum, „hafi þeir aflað yfir 60 lestir af botnfiski á árinu 1985,1986 og 1987.“ Framsal á kvóta smábáta á að vera „ófram- seljanlegt" samkvæmt tillögum ráðherrans. Viðbrögð smábátaeigenda Smábátaeigendur hafa að vonum brugðist hart við þessum hug- myndum ráöherrans. Á þingi Landssambands smábátaeigenda í lok október var gerð krafa um að handæra- og línuveiðar smábáta yröu undanþegnar veiöitakmörk- unum. Þeir sem netaveiðar stunda geti valiö um sóknarmark fyrri- hluta árs eða aflamark „eftir eigin veiðireynslu“ síöustu tvö árin. Línuveiðar báta, 6-10 tonn aö stærð, „lúti sömu lögum og línu- veiðar annarra skipa". Þá telur Landssamband smábátaeigenda aö bátar undir 10 brl. eigi að falla und- ir sömu endumýjunarreglur og önnur skip. Stefnt í mikið óefni Nái tillögur sjávarútvegsráð- herra um veiðar smábáta fram að ganga er stefnt í mikið óefni. Menn eiga eftir að sjá hvað kæmi út úr kvóta fyrir báta yfir 6 brl., en flest bendir til að margir færu illa út úr þeim skiptum. Þá er lítið réttlæti í þeirri hugmynd að ekki megi fram- selja kvóta báta neðan við 10 tonna mörkin. Fyrir trillueigendur sem skammta á 40 tonna hámarksafla er dæmið ekki aðeins alvarlegt, heldur jafngildir að verið sé að loka á þessar veiðar hjá þeim sem ætla að hafa þær sér til framfærslu. Miðað við algengt meðalverð þýðir þetta rétt um 1 milljón króna í brúttótekjur á ári og af þeirri upp- hæö eiga menn að greiða rekstrar- kostnað og fjármagnskostnað af fleytunum. Minna má á að heil byggðarlög á Austurlandi og víöar byggja afkomu sína á smábátaút- gerð. Eftir er að sjá hvaða tillögur koma fyrir Alþingi frá ríkisstjórn- inni um stjórnun fiskveiða. Verði þær í líkingu við það sem kynnt hefur verið varðandi smábátana þarf þingið að svara stórum spurn- ingum á stuttum tíma. Hjörleifur Guttormsson „Minna má á að heil byggðarlög á Austurlandi og viðar byggja afkomu sina á smábátaútgerð," segir greinarhöt. - Frá höfninni i Neskaupstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.