Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 44
62 #' -25•; 25
F R E T r Á S K O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Jón Steinar Gunnlaugsson:
ÁIHur
Hæstarétt
vilhallaii
stjórn-
völdum
„Ég taldi rétt að upplýsa fólk um
það hverja meðferð mál af þessu tagi
fá hjá Hæstarétti, almenningur veit
afar lítið um það. Ég rek þarna sex
mál sem öll snerta mannréttinda-
ákvæði stjórnarskrárinnar og dreg
þá ályktun af úrslitum þeirra að
Hæstiréttur hafi tilhneigingu til þess
að þrengja rétt manna stjórnvöldum
i vil,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs-
son hæstaréttarlögmaður.
Hann er að tala um bók, Deilt á
dómarana, sem hann hefur skrifað
og er að koma út. Þar gerir hann
grein fyrir röksemdum og álitaefn-
um varðandi sex nýleg Hæstaréttar-
mál. Þau snerust um Frjálst útvarp
Valhallarmanna og fleiri, upptöku á
tölublaði Spegilsins án dómsúr-
skurðar, álagningu kjarnfóðurskatts
og ráöstöfun á gengismun, vald sveit-
arstjórna yfir ráðstöfun jaröeigna og
loks um frelsi til þess aö hafna aðild
að hagsmunasamtökum bænda.
„Það er athyglisvert í flestum mál-
anna að dómstólarnir koma með
niðurstöður sínar án nokkurs rök-
stuönings að heitið geti,“ segir Jón
Steinar í bókinni. Þetta telur hann
ekki aðeins bijóta í bága viö ákvæði
í réttarfarslögum um að niðurstöður
dóms skuli vera rökstuddar, heldur
þýði þetta að dómarar taki sér óeðli-
legt vald við túlkun á mannréttind-
um í þjóðfélaginu.
„Fyrir atbeina dómstólanna hafa
mannréttindaákvæöi stjórnarskrár
lítið gildi,“ segir Jón Steinar og hvet-
ur til þess að sett verði ný stjórnar-
skrá þar sem kveðið verði skýrar á
um mennréttindi og hlutverk dóm-
stóla í því sambandi. -HERB
Keflavíkurflugvollur:
Lögreglu-
bíll valt
Lögreglubíll valt á Keflavíkurflug-
velh aðfaranótt laugardagsins. Að
sögn lögreglunnar á Keflavíkurflug-
velh ók lögregluþjónn bílnum og var
einn í honum. Við aðalvallarhliðið
valt bíilinn. Lögregluþjónninn hrufl-
aðist nokkuð og er aumur í skrokkn-
um en mun ekki hafa slasast
alvarlega. Lögreglubíhinn er mikið
skemmdur og óökufær.
Tildrög slyssins eru að sögn lög-
reglunnar ekki ljós og málið hefur
ekki verið rannsakað til hlítar enn
sem komið er. -ATA
Tvö innbrot
á Skaganum
Brotist var inn á tveimur stöðum á
Akranesi um helgina. Brotist var inn
í Trésmiðjuna Akur og Æskulýðs-
heimilið Arnardal. Ekki er vitað
hverju var stolið í innbrotunum.
Töluveröar skemmdir voru unnar
á báðum stöðum. Ekki er vitað hverj-
ir frömdu innbrotin, málin eru í
rannsókn. -sme
Veðrið á morgun:
Áflog í miðbænum:
llla skorinn
Áflog á milli tveggja manna í mið-
bæ Reykjavíkur á fimmta tímanum
í morgun enduðu meö því að annar
■^.mannanna skar hinn illa í andlit.
' - Sauma varð 25 spor, 20 í andlit og 5
í hönd. Skurðurinn í andhtinu nær
frá munnviki aftur að eyra.
Ekki er ljóst með hvaða hætti áflog-
in hófust. í áílogunum greip annar
mannanna til vasahnífs og veitti hin-
um skurð í andlit. Eftir að hafa
skoriö manninn lagði maðurinn á
flótta. Lögreglan náði manninum
fljótlega. Var hann færður í fanga-
geymslu. í morgun var ekki fariö að
yfirheyra manninn. Hann er 21 árs
gamall.
Sá sem var skorinn fékk að fara
heim að lokinni aðgerð. Hann er þrít-
ugur að aldri. -sme
Rigning á
Suður- og
Austurlandi
Á morgun verður austlæg átt um
mestallt landið. Rigning verður
sunnanlands og austan og líklega
norðantil á Vestfjörðum. Urkomu-
htið á Vesturlandi og í innsveitum
á Norðurlandi. Hiti 3 til 7 stig.
LOKI
Ólafsmenn drukku
frá sér framkvæmdastjórnina
á alla-ballinu!
,**---------------
Könnunaiviðræður hefjast í dag
í dag munu framkvæmdastjórn
Verkamannasambandsins og fulltrú-
ar Vinnuveitendasambandsins hitt-
ast og ræða stöðuna í samningamál-
unum. Kalla menn þetta
könnunarviðræöur. Er tahð víst áö
samböndin komi sér niður á með
hvaða hætti verði unnið í kjarasamn-
ingunum næstu vikurnar.
Framkvæmdastjórn Verkamanna-
sambandsins hélt fund á laugardag-
inn og þar var meðal annars
samþykkt að óska eftir þessum könn-
unarviöræðum við vinnuveitendur.
-S.dór
Einn stærsti og fullkomnasti frystitogari íslenska flotans, Sléttbakur EA 304, var formlega afhentur Útgerðarfélagi
Akureyringa á siglingu um Eyjafjörð i gær. Sléttbakur hefur verið í rúmt ár í viðgerðum og endurbótum hjá Slipp-
stöðinni á Akureyri þar sem hann var lengdur um átta metra og honum breytt í frystiskip búið fullkomnustu tækjum
og búnaði. Eftir breytingarnar er Sléttbakur annað stærsta skip fiskveiðiflotans og fullkomnasta frystiskipið. Var
það mál manna við afhendingu skipsins i gær að sennilega væri Sléttbakur fullkomnasta frystiskip heimsins í dag
með öilum þeim búnaði sem i honum væri. Skipstjóri á Sléttbak verður Kristján Halldórsson. gk/DV-mynd gk
Manndráp í Reykjavík:
■ ^ ■ •• ■ ^
Jatarsoka
voðaverkinu
Fjörutíu og eins árs gamall mað- og einnig tæplega þrítugur maður leitt manninn til bana er ekki vitað
ur fannst látinn í húsi í Reykjavík sem var handtekinn. Hefur hann á þessari stundu.
um helgina. Tæplega þrítugur játað að hafa orðið valdur aö dauða Sásemhefurjátaðvardrukkinn
maður hefur játað aö hafa orðið hins. er lögreglan kom á vettvang. Tahð
valdur að dauða mannsins. Buið er að úrskurða manninn í ervístaöhinnlátnihafiveriödrep-
Það var um klukkan sex á laugar- gæsluvarðhald til 6. febrúar á innnokkrumklukkustundumáöur
dagskvöldiðaðhringtvarílögreglu næsta ári. Manninum er gert að en tilkynnt var um hvemig komið
og tilkynnt að látinn maður væri í sæta geörannsókn. Ekki er vitað var. Jafnvel er tahð að maðurinn
íbúð í húsinu númer 40 við Skip- með hvaða hætti maöurinn varð hafi látist aðfaranótt laugardags-
holt. Þegar lögreglan kom á vett- hinum að bana. Áverkar eru á ins.
vang var látinn maður í ibúðinni höfði hins látna. Hvort þeir hafi -sme
* Laxá í Kjós
Leigð á 15,8
milljónir
„Við erum mjög hressir með þenn-
an samning og stefnum að því að
hafa verð á veiðileyfum svipað og í
fyrra,“ sagði Árni Baldursson í sam-
tali við DV en í gærdag skrifaði hann
undir samning um leigu á Laxá í
Kjós næsta ár með þeim Skúla Jó-
’hannssyni í Tékkkristal og Bolla
Kristinssyni í Sautján. „Þrátt fyrir
30% verðbólgu ætti okkur að takast
aö halda veiðileyfum á sama verði.
Útlendingatíminn verður 6 til 8 vikur
og við ætlum að hleypa íslendingum
inn í þann hóp með fluguna," sagði
Árni.
Erfiðlega gekk að fá upp gefna leigu
á ánni en áreiðanlegar heimildir okk-
ar segja 15,8 milljónir fyrir sumarið.
Páll í Pólaris leigði ána á 15,4 í fyrra.
-G. Bender
Eldur í bíl
Slökkviliöinu í Reykjavík var til-
^ kynnt að kviknað heföi í kyrrstæðum
bíl við Stórhöfða 16 aðfaranótt
sunnudagsins. Þegar slökkviliö kom
á staðinn var töluverður eldur í bíln-
um en greiðlega gekk að slökkva
hann. -ATA
llar
gerðir
endibíla
25050
SETlDIBiJLJISTÖÐin
Borgartúni 21