Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. 9 Utlönd Tuggið og spýtt í Rangoon Rauöar slettur eru út um allar göt- ur í Rangoon í Burma þannig aö ætla mætti að særðir og blæðandi hermenn heíðu átt þar leið um. Svo er ekki en þaf hafa hins vegar farið um þeir sem haldnir eru þeim vana að tyggja blöö betelplöntunnar og líta á gangstéttir og götur borgarinnar sem eigin hrákadalla. Að tyggja betelblöð, blönduð lyfja- sulh og sætuefnum, er eitt af því fáa sem Burmabúar veita sér. Þessi sið- ur, sem er vinsæll meöal milljóna manna í Suðaustur-Asíu, hefur hald- ist svo til óbreyttur í aldaraðir í Burma og hafa bæði fátæklingar og kóngar leyft sér þennan munað. Gimsteinum prýddar skálar undir betelblöð frá átjándu öld eru til sýnis í þjóðminjasafninu í Burma og bera þær vitni um að þeir sem voru efnum búnir hafi ánetjast þessari nautn. Viðhafnarminni ílát Úti á strætum Rangoon, þar sem almenningur hefst við í frítíma sín- um, eru ílátin undir betelblöðin viðhafnarminni. Hinn vandlátasti kaupandi getur þó fengið allt sem hann þarfnast á trébökkum sem komið er fyrir með jöfnu millibili á gangstéttum í miðborginni. Þar eru einnig seldir grænir sterkir smá- vindlar sem margir reykja. Á bakkanum kennir margra grasa. íhalds i- menn ihugak slóða yn- ■ skipti Haulcur k Haukssom. DV, Kaupmh.: A fundi í þingflokki Ihalds- flokksins fyrir stuttu lét Poul Schluter, forsætisráðherra og formaöur flokksins, þau orð falla að ekki yrði litið hjá þeirri stað- reynd aö nokkrir framraámenn flokksins væru að komast á efri ár. Að gegna valdastöðum væri slítandi. Það færi ekki fram hjá neinum meðal almennings og því væru viðhorfm til þeirra gömlu títt samkvæmt því. Þess vegna yröi aö fá yngri krafta til leiks og þaö yrði að gerast markvisst. Samkvæmt Extrabladet, er vitnar í heimildir innan íhalds- flokksins, mun Schluter, sem veröur sextugur í apríl 1989, segja af sér flokksformennsku um leið og núverandi stjórn fer frá völd- um. „Hann viil ekki enda stjóm- málaferil sinn sem eitthvert rekald“ er haft eflir ónafngreind- um samstarfsmanni hans. Schlúter hefur einnig látið skína í þessar skoðanir sínar gagnvart öðrum flokkum og þá sagt meðal annars að það væri ekki svo skemmtilegt lengur aö vera forsætisráöherra. Sem mögulegur arftaki er nefhdur Palle Simonsen fjár- málaráðherra sem sagður er hans hægri hönd í einu og öllu. Henning Dyremose atvinnumála- ráðherra, sem ekki er Kjörinn þingmaður, er einnig nefndur. Hann kemur frá viðskiptalífinu og þykir hafa staðiö sig vonum framar. Þar má sjá hrúgu af dökkgrænum betelblöðum, krukkur með hvítu kalki og rauðbrúnu lími, kókóshnet- ur, litaöan sykur, ilmandi tóbak, brúnt duft með sætum ilmi og hnetu- börk. Þessu er öllu dreift á betelblað sem síðan er vafið saman og sett í munninn. Kosta herlegheitin aðeins fáeinar krónur. Hægt er að tyggja hvert blað í allt að hálftíma. Vegna bragðsins Burmabúar segja að það sé aöal- lega vegna bragðsins sem þeir tyggja blöðin. Þeir vara þó við því að ef of mikið tóbak er sett á blaðið geti menn orðið ringlaðir. Það er einnig hægt að verða ringl- aður af grænu smávindlunum sem bæði lágt og hátt settir reykja. Innan í græn tóbakslauf er vafið einhvers konar blöndu úr tóbaksjurtinni. Ódýrari tegundir, sem ekki eru fram- leiddar á vegum tóbaksverslunar ríkisins, hafa hlotið nöfn eins og Silf- urfjallið, Máninn og Dúfan. Flestar þessara tegunda eru á svipuðu verði og betelblöðin. Besta tegundin er framleidd á veg- um ríkisins. Erfitt er að komast yfir þá vindla og eru þeir talsvert dýrari en hinir. Kosta þeir tólf krónur stykkið. Hægt er að kveikja bæði í blöðun- um og vindlunum á þar til gerðu reipi sem hangir hjá sölumönnunum eða á nálægum vegg. Götusalar í Rangoon bjóða upp á allt sem þarf í tuggu af betelblaði eða ódýra smávindla. Símamynd Reuter 'ANTOMMUR STCR. BYÐUR EINHVER BETUR? HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Umboðsmenn: Bókaskemman Akranesi - Kaupfélag Borgfirðinga - Hljómtorg ísafirði - KEA Akureyri - Radíóver Húsavik - Eyko Egilsstöðum - Búland Neskaupstað - Myndbandaleigan Reyðarfirði - Hornabær Hornafirði - Djúpið Djúpavogi - Kf. Rangæinga Hvolsvelli - M.M.-búðin Selfossi - Sjónver Vestmannaeyjum - Rás Þorlákshöfn - Samkaup Keflavík - Vörumarkaðurinn i Kringlunni Rvk. - J.L.-húsið Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.