Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987.
17
Lesendur
Bílastæði:
OUíðar
móttökur
S.S. hringdi:
Ég hafði ráðgert að fara með bílinn
minn í smurþjónustu á einni af
smurstöðvum borgarinnar. Og það
er varla í frásögur færandi nema
vegna þess að ég varð fyrir tals-
verðri ókurteisi og fékk vægast sagt
óblíðar móttökur á bílastæði smur-
stöðvarinnar.
Ég var ásamt dóttur minni og móð-
ur og var nýbúin að leggja bílnum í
stæöi og stöldruðum við og mæltum
okkur mót því við ætluðum sín í
hvora áttina.
Vitum við þá ekki fyrr til en starfs-
maður smurstöðvarinnar kemur til
okkar og segir með þjósti miklum að
hér sé bannað að leggja bílum. Ekki
vissi hann fyrirfram hvort ég, sem
var á bílnum, ætlaði að nota þjón-
ustu hans, en það ætlaöi ég einmitt
að gera, og til þess eru bílastæðin
einmitt, að geyma þar bOa sem þurfa
að bíða eftir þjónustu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
menn í þjónustustörfum hlaupa
svona á sig og fæla frá viðskiptavini
án þess að kynna sér um hvað málin
snúast. - Ég verð örugglega ekki í
vegi þeirra í bráð sem þarna virðast
ráða ríkjum og kannski hafa fleiri
en ég fengið svipaðar móttökur.
Mikil fjölgun er I bifreiðaflota lands-
manna. Kemur hún tryggingafélög-
unum ekki til góða? er spurt.
Hvers vegna
hækkun bíla-
tiygginga?
Bílstjóri hringdi:
í DV-frétt í dag er greint frá því og
haft eftir einum forstjóra trygginga-
félaganna að útlit sé fyrir að hækka
þurfi iðgjöld bifreiöatrygginga á
naesta ári.
Ástæðan sé sú að mjög illa líti út
með rekstur bifreiðatrygginga á
þessu ári. Orðrétt er haft eftir for-
stjóranum: „Ef iðgjöldin eiga að duga
tíl þess að greiða þessi tjón verða þau
að hækka mun meira en þau hafa
gert á síðustu árum.“
Þá er átt við að árekstrar hafi orðið
mun fleiri en menn reiknuöu með
og einnig að þeir kosti mun meira
en áður.
Nú langar mig til að koma af stað
umræðu um þessi tryggingamál bif-
reiða með því að slá fram þeirri
spumingu hvort hin umtalsverða
fjölgun bifreiða í landinu hafi ekki
orðið slík að hún, með iðgjaldafjölg-
uninni, nægi ein sér.
Mér finnst mjög ósanngjamt
hvemig sífeUt er reynt að ganga að
bifreiðaeigendum með auknum
gjöldum á bifreiðar með ýmsum
hætti
Annað er það að tryggingafélögin
bjóða öU sömu kjör og er þar enginn
valkostur eins og maður gæti vænst
í þessu þjóðfélagi samkeppni og
frjálsrar verslunar. Þetta em mál
sem vert er að taka til umræðu og
brjóta til mergjar.
að læra faUhlífarstökk en hef
ekki getaö nálgast þær upplýsing-
ar sem ég tel mig þurfa að hafa
áður en ég
tek ákvörðun um
þvi aö koma þeirri
Mig langar
fyrirspum á framfæri hvar þess
flest atriði sem fallhlífarstökkið
og kennslu í því varðar.
Gott væri að ■
ingar birtar í DV, t.d. i lesenda
Fré kennslu I fallhlifarstökki.
Ert þú einn af þeim sem spilar í getraunum
eða lottói og ert alltaf með annan eða
þriðja vinning, en vilt setja gildru
fyrir þann stóra?? Jó, ég vissi það.
ÞÚ MUNDIR EKKI FÚLSA VIÐ
FIMM
■5'
OG HALFRI
MILUÓN
Þó er rétt að þú vitir það að 29. ógúst sl. vannst ó eitt
af okkar kerfum stærsti vinningur sem fengist hefur hér ó
landi eða, og taktu nú eftir: - 5.396.256 krónur -
Eitt af okkar 1642 kerfum hlýtur að henta þér
Engin tímafrek útfylling fyrir þó sem spila í
Getraunum, slíktergerthjó okkur með aðstoð tölvu
Hringið eða skrifið eftir ÓKEYPIS upplýsingabæklingi um okkar kerfi
lotto- og
getrauna
piónustan
Símaþjónusta
Hægt er að TIPPA
í gegnum síma.
Og auðvitað er
greiðslukortaþjónusta
Opið mánud. til miðvd. trá kl.
12.oo-18.oo, fimmtud. og föstud.
trá kl. 10.oo-22.oo, laugard. frá
kl. 9.oo-20.oo. Lokað á móttöku
getrauna kl. 13.oo á laugard.
hafnarstræti 16 - pósthólf 718-121 reykjavík - sími 91 -624012