Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. Spumingin Hvaða mjólk notar þú mest? Katrín Gunnarsdóttir: Léttmjólk að- allega vegna þess að hún er fitu- minni. Guðrún Davíðsdóttir: Helst léttmjólk vegna minni fitu. Einnig finnst böm- unum hún betri. Kristín Jónsdóttir: Jöfnum höndum, léttmjólk og nýmjólk. Anna Jóhannsdóttir: Léttmjólk - held að hún sé ekki eins fitandi. Síð- an þá gömlu góðu út í kaffi. Ingólfur Garðarsson: Aðallega létt- mjólk vegna þess að hún er fitu- minni. Hún hefur þó minna geymsluþol. Ólafía Þorvaldsdóttir: Léttmjólk, maður er svo hræddur við fituna. Lesendur Innritunaigjaldið í LeHsstöð: Aðeins innheimt af íslendingum? íslenska flugstöðin. Aðgangur greiðist! „Tíðkast hvergi nema hér,“ seg- ir bréfritari. Ásmundur skrifar: Hún ætlar að verða okkur þung í skauti, þessi nýja flugstöð, sem þó er ekki fullbyggö enn. Auk þess sem gert er ráð fyrir erlendum lán- tökum í fjárlögum vegna hennar er nú farið að innheimta sérstakt innritunargjald af hverju manns- bami, sem um hana fer, þ.e.a.s. frá íslandi. En nú er það svo að þar sem þetta gjald er hvergi nokkurs staðar inn- heimt nema hér á landi, myndi útlendingum blöskra ef þeir yrðu krafnir um sérstaka þóknun fyrir að skrá sig til flugs um leið og þeir aíhenda farangur sinn. Vafasamt er einnig að afgreiðslu- fólk flugfélaganna hefði gengist undir það ok að standa fyrir fram- an útlendinga og útskýra fyrir þeim þessi fáránlegheit. Og hvað er þá til ráða? Jú, auðvit- að það að demba gjaldinu beint inn í farmiðaverðið! Og ekki nóg með það. Samkvæmt nýjustu fréttum þá verður gjaldið ekki 200 krónur eins og upphaflega var ákveðið, heldur getur það farið yfir 400 krónur á mann! Þetta myndi hvergi geta gerst nema á íslandi. Og eftir því sem mér sýnist sleppa útlendingar al- veg við að greiða þetta gjald, nema þeir kaupi sinn farmiða hér heima. Ég trúi því varla að búið sé að fyrir- skipa farmiðasölum vítt og breitt um heiminn, t.d. erlendum ferða- skrifstofum, að leggja innritunar- gjaldið ofan á flugfarið. Þetta er því enn ein mismunun gagnvart íslenskum ferðamönnum því auk þessa eiga útlendingar marga betri kosti á fargjöldum en við þegar um feröalög hingað til lands er að ræða. Þessi innheimta og innheimtuað- ferð, sem nú síðast er kynnt fyrir íslenskum ferðalöngum, er fáheyrt hneyksli enda hefur það vafist fyrir ráðamönnum hvernig því mætti við koma svo að því yrði ekki yfir- leitt hafnað. Vitað er að flugfélögin hafa staðið í ströngu við að koma þessum við- bótarskatti af höndum sér en þau mega sín einskis gagnvart ofurefl- inu. Og nú er gjaldið orðið að veruleika, gegn allri réttlætisvit- und fólks, svo ósanngjamt sem það er. Þessi flugstöð ætlar ekki að gera það endasleppt við skattgreiöend- ur, það má nú segja. Er ekki ráð að flytja bara aftur í þá gömiu, sem nægði okkur fulikomlega, og nota þessa nýju byggingu, sem verður okkur ekki nema til byrði, fyrir sjúkrahús? Líka mætti gera úr henni allra sæmilegasta heilsuhæli fyrir útlendinga og væri þá a.m.k einhver von til þess að greiða mætti niður þau erlendu lán sem á henni hvíla og enn á að auka við. o Matreiöslumeistarinn Skúli Hansen á Matreiðsluþáttur á Stöð 2: Slæmur tími Húsmóðir hringdi: við húsmæður, hvort sem um Nú hefur hafið göngu sina hjá heimavinnandi eða útivinnandi er Stöð 2 áhugaverður þáttur um að ræða, erum sjálfar að fást við matreiðslu sem listakokkurínn matreiðslu sem oft er ekki hægt að Skúli Hansen sér tun. Hann útbýr hlaupa frá. ljúffenga rétti í eldhúsi stöðvarinn- Ég mælist eindregið til þess að ar og ferst það vel úr hendi eins og þáttur Skúla verði annaðhvort end- hans er von og vísa. ursýndur síðar i vikunni eða þá að Gallinn er hins vegar sá að þáttur annar heppilegri timi verði fundinn hans er á mjög óheppilegum tíma, fyrir þennan frábæra þátt. eða kl. 18.20. Þetta er sá tími sem Ekki ég, kannske þú: Vinsamlega endursýnið myndina Andri Ólafsson hringdi: Það eru margir sem hafa ekki átt þess kost að sjá myndina Ekki ég, kannske þú sem sýnd var í sjón- varpinu nýlega. Sumir taia um að hún hafi ekki verið kynnt nægilega vel fyrirfram. Þeir sem ég hef talað við og sáu þessa mynd segja að hún hafi verið mjög góð. Þess vegna mælist ég til þess við sjónvarpið að það láti endur- sýna myndina og auglýsi jafnframt vel fyrirfram hvenær það verður. milli kl. 13 og 15, eða í umferðinni Konur bebi ökumenn Þóra S. skrifar: Þegr ég las grein eftir Ragnar R.Þ. á lesendasíðu DV og birtist fóstud. 23. okt., gat ég ekki látið því ósvarað. Það er greinilegt að hér er um meiri- háttar karlrembu að ræða. Viðkomandi fullyrðir að u.þ.b. 80% kvenna séu lélegir bílstjórar! Hann segir einnig að hann viti fullvel um hvað hann tali þar sem hann aki mikið og segist undantekningarlaust geta sagt til um hvort um sé að ræða karlmann eða konu undir stýri og á þá sennilega við ökuhæfileika. Ég hef áður hitt karlrembu sem sagði slíkt hið sama. En þegar ég fór að aðgæta nánar tók ég eftir því að sá hinn sami bölvaði ökumanni nokkrum og kannski ekki að ástæðu- lausu. En þegar hann sá að karlmað- ur var við stýrið var ekki meira sagt! Hins vegar ef svo vildi til að um kvenmann var að ræöa voru setning- ar eins og: „þessi kvenmaður, það hlaut að vera“ ekki sparaðar. Ég álít því aö ef betur er að gætt séu kvenmenn engan veginn verri ökumenn en karlar, jafnvel, eins og gatnamálastjóri heldur fram, - betri. Svo ég taki nú aðra hlið málsins inn í dæmið þá verð ég að viðurkenna að eldri konur í dag eru oft dálítið óöruggar í imiferðinni sem bílstjór- ar, þó ekki nærri allar. Þeim til málsbóta bendi ég á að áður fyrr, þegar þær lærðu á bíl, var alls ekki algengt að konur ækju bíl- um tíl jafns við karlmenn. Tækifæri þeirra til að aka bíl voru ekki mörg. Og eins og máltækið segir þá skapar æfingin meistarann. Hins vegar langar mig að benda á eins og höfundur nefndrar greinar er sammála mér um þá eru eldri karlmenn ekki bestu bfistjóramir. - Nei, því fer íjarri og geta þeir oft og tíðum valdiö miklum vandræðum í umferðinni. Þetta er nú umferðin í dag og unga fóUdð er ekki endUega best. Það er einmitt fólkið sem síst virðir hraða- takmarkanir og aðrar umferðarregl- ur. Ég vU svo hvefja ökumenn til að sýna örlitla tillitssemi í umferðinni, ekki hugsa bara um sjálfan sig, held- ur líka um aðra. Sýna hpurð, gefa stefnuijós, hleypa bUum framhjá, í stað þess að auka hraðann, til þess að vera viss um að viðkomandi kom- ist nú aUs ekki inn í röðina. Okkur munar ekki mikið um svo sem eina mínútu á dag. í lokin langar mig að beina orðum mínum enn tU þess er skrifaði grein- ina og benda á síðustu Unur hennar um að hann treysti kvenmanni í hvaða ábyrgðarstöðu sem er. Þau sýna að hann er maður sem metur konur að verðleikum og kannski er karlremban aöeins á yfirborðinu. Úr umferöinni. „Þegar betur er aö gætt,“ segir bréfritari, „eru kvenmenn engan veginn verri ökumenn er karlmenn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.