Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 9. NOVEMBER 1987. 5 Fréttir Stofnfundur Ágætis: 16 milljónir söfnuðust „Stofnun þessa fyrirtækis hefur verið í undirbúningi síðan í sumar en nú á laugardaginn var gengið formlega frá stofnun þess,“ sagði Magnús Sigurðsson, bóndi í Birt- ingaholti, en stofnfundur nýs grænmetisfélags, Ágætis, fór fram á Selfossi um helgina. Stofnfélagar voru 102 og söfnuðust hlutafjárloforð fyrir 16 milljónum króna. Að sögn Magnúsar var þetta fyllilega það sem menn áttu von í að fá en hann kvað vel hugsanlegt að auka þetta fé enn frekar. Það yrði þó að bíða ákvörðun- ar stjórnar. Þetta nýja fyrirtæki verður byggt á grunni sölusamtaka íslenskra grænmetisframleiðenda sem hafa starfað undir nafni Ágætis. Magnús sagði að það sem ræki bændur nú til að stofna þetta fyrirtæki væri að það heföi vantað fjármagn frá framleið- endum inn í starfsemina og þurft hefði að koma eignarrétti á ákveðn- ara form. Fyrirtækið er sjálfstætt fyrirtæki, óháð sölusamtökunum en mun yfir- taka rekstur þeirra. Út af því hafa spunnist deilur varðandi rétt hins nýja fyrirtækis til þeirra eigna sem sölusamtökin hafa notfært sér frá dögum Grænmetisverslunarinnar. „Það var gengið frá því fyrir jólin 1986 að sölusamtökin myndu kaupa þessar eignir og hið nýja félag mun yfirtaka þær. Það eru uppi hugmynd- ir um aukin umsvif í dreiflngu og þannig nýta húsin betur,“ sagði Magnús. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær yfirtakan fer fram - hugsan- lega þó um áramótin. -SMJ Glæfralegur akstur: Ölvaður á ofsahraða Lögreglan stöðvaði bíl á 123 kíló- metra hraða á Skúlagötunni aðfara- nótt sunnudagsins. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Alls voru níu ökumenn teknir um helgina í Reykjavík grunaðir um ölv- unarakstur. Ellefu ökumenn misstu ökuskírteinið á staðnum vegna hrað- aksturs. -ATA „PARKET“ INNISKÓR Fótóhúsið, Bankastræti, sími 91-21556. Opið kl. 10-18, laugard. 10-14. S VISA S EUROCARD Þessir mjúku, vel fóðruðu skór úr villi-rúskinni munu sjá fyrir því! I þessum skóm máttu vera viss um að þér hitni fljótt ó fótunum. Þeir eru fóðraðir með mjúkum vefpels (100% polyakryl). Villileðrið gerir þá sérlega létta, svo létta að þú finnur varla fyrir þeim. Þú finnur bara hinn notalega hita sem streymir fró fótunum um allan líkamann. Ef þú ert ein(n) af þeim sem verður auðveldlega fótkalt munu þessir skór gera þig alsæla(n). Stærðir: 35 og 36-37 og 38-39 og 40—41 og 42-43 og 44 HEILDSÖLUBIRGÐIR PRÍMA, HEILDVERSLUN, SÍMI 651414. Pöntunarsímar 91-651414 og 623535 Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00 Póstverslunin Príma, Box 63, 222 Hafnarfirði Aldrei aftur kalt á fótunum! ✓ LENGI BÝR AÐ FYRSTU GERÐ. Dagvist barna í Reykjavík rekur 61 dagvistarheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4000 börn á aldrinum 6 mán — 10 ára. Megin viðfangsefni Dagvista er að búa hinum ungu Reykvíkingum þroskavænleg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku umhverfi í leik og starfi með jafnokum. Við erum nú þegar um 600 manns sem önnumst þessa yngstu borgara, en til að ná ofangreindum markmiðum þurfum við liðstyrk áhugasamra einstaklinga. Við óskum eftir: Fóstrum. þroskaþjálfum, uppeldis fræðingum (BA —próf eða sambærilegt), einstaklingum sem hafa öðlast reynslu við uppeldi eigin barna, einstaklingum sem vilja öðlast reynslu í dagvistaruppeldi fyrir væntanlegt nám. Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Fanny Jónsdóttir, deildarstjcri í síma 2 72 77 alla virka daga frá kl. 9.00 — 16.00 og í síma 2 14 96 laugardag og sunnudag frá kl. 11.00 — 15.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.