Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. 47 Menning Alþýöuleikhúsiö sýnir i Hlaövarpanum: Einskonar Alaska. Höfundur: Harold Pinter. Þýðing: Jón Viðar Jónsson. Kveðjuskál. Höfundur: Harold Pinter. Þýðing: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir. Aðstoðarmaður leikstjóra: Ingibjörg Björnsdóttir. Alþýöuleikhúsið hefur enn einu sinni ráðist í erfitt og metnaðar- fullt verkefni þegar teknir eru til sýningar leikþættir Harolds Pinter, Einskonar Alaska og Kveðjuskál. Leikrit Pinters hafa löngum þótt erfið verkefni að kljást við, bæði fyrir leikara og leikstjóra, og vís- indaleg leit að kjarna verka hans hefur oft leitt menn út í furðuleg- ustu ógöngur. Kennski er betra að greina þennan kjarna eftir leiðum tilfinninga og almennrar skynsemi heldur en að leggja á þau einhvem steindauðan bókmenntalegan kvarða. Að minnsta kosti benda vinsældir hans meðal leikhúsgesta til þess að áhorfendur láti sér það Leiklist Auður Eydal í léttu rúmi liggja þó að fræðingun- um gangi illa að flokka verk hans og troða þeim inn í fyrirfram gerð- an ramma. Leikþættirnir tveir, sem Alþýðu- leikhúsið tekur nú til sýningar eru harla ólíkir. Þó að í þeim báðum sé fjallaö um hina mjóu línu á milli lífs og dauða, á milli draums og veruleika, á milli skynsemi og brjálsemi. En báðir eru þó hvor á sinn hátt óður til lífs og frelsis en séð frá gagnstæðum sjónarhorn- um. Munurinn er undirstrikaður með því að færa áhorfendur um set í hléi, þannig að rækilega er skorið á öll tengsl við fyrri þáttinn áður en hinn síðari byrjar. Leikmyndir Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur skerpa andstæðurnar enn frekar. Hin hvíta sviðsmynd í þættinum Einskonar Alaska er finleg, nærri því viðkvæmnisleg. Örþunn tjöld og mild ljós undirstrika þann blæ sem er á uppsetningu þessa þáttar. Sviðið er sjúkrastofa. í rúmi ligg- ur kona sem við fáum síðar að vita að hefur sofið í 29 ár. Læknirinn, sem annast hana, hefur helgað sig þessum eina sjúklingi. En hvað á hefur reynst henni þvílíkur örlaga- valdur. Seinni þátturinn, Kveðjuskál, sem Sverrir Hólmarsson þýddi mjög áheyrilega, er hrár og kaldur. Þar kemur miskunnarleysi og kvalalosti ásamt botnlausri mann- fyrirlitningu fram á sviðið. Þetta er „sjokkerandi“ lýsing á sjúkri sál sem í skjóli valds leikur sér að meðbræðrum sínum. Þegar líkamlegum pyntingum linnir taka við andlegar pyntingar kúgarans, Nicolasar, sem Arnar Jónsson túlkar, oft á hrollvekjandi hátt. Hver er þessi maður? Nicolas er hroðaleg persóna frá höfundarins hendi sem greinilega er mjög mikið niðri fyrir þegar hann skrifar verk- ið. En kannski veikir það einmitt heildaráhrifin að yfirvegaður kuldi og harka Nicolasar breytist á stundum í hreina brjálsemi. Kveðjuskál á það sammerkt með fyrri þættinum að vera að miklu leyti einræða. Efnið er ógnvekjandi lýsing á því hvílíkar skelfingar við- gangast enn í dag víðs vegar um heim, þó að við kjósum að loka augunum fyrir því. Höfundur gengur mjög nærri áhorfendum og neytir afira bragða til þess að tryggja aö enginn geti yppt öxlum að sýningur lokinni og sagt: „Þetta kemur mér ekki viö.“ Honum tekst þetta. Auk Arnars leika í þessum þætti þau Þór Tulinius og Margrét Áka- dóttir, hlutverk þeirra Victors og Gilu, hjóna sem hafa lent í klóm kvalarans. Sök Victors er fyrst og fremst tilvera hans, sökin er lítil- væg en meðferðin ógurleg. Þau Þór og Margrét leika bæði af mikilli innlifun þetta fólk sem búið er að brjóta niður líkamlega. Oddný Arnarsdóttir leikur hlutverk Nikka, litla drengsins þeirra sem myrtur er þeim til hegningar. Það er mikið lagt á barn að vera með í þassari sýningu, þó í stuttu atriði sé, en Oddný fer einstaklega fallega með hlutverkið. Sviðið í Kveðjuskál er drungalegt en þess gætt aö sem minnst ytri merki ógnarinnar sjáist. Sú ógn sem hér býr er óáþreífanleg og þess vegna enn ægilegri en ella. Inga Bjarnason leikstjóri hefur greinilega lagt mikla rækt við þetta verkefni. Sýningin er vönduð og hvor þáttur um sig heilsteyptur. Og Alþýðuleikhúsið hefur enn einu sinni sigrast á erfiðleikum þeim sem húsnæðisleysinu fylgja og fært á svið sýningu sem fengur er að. -AE Arnar Jónsson og Þór Tulinius í hiutverkum sinum í Kveðjuskál eftir Harold Pinter. hann eftir þegar honum hefur teki- st að vekja hana til lífsins á ný? Og hver er konan sem lokar augun- um fyrir heiminum og sefur? Kýs hún að sofa? Vill hún sjálf vakna? Pinter eftirlætur áhorfandanum að svara þessum spurningum. Þátt- urinn er að stórum hluta einræða Deborah, konunnar sem vaknar. Fyrir henni hefur tíminn staðið í stað. Hún vaknar upp sem ungling- ur í líkama hálffertugrar konu og við fylgjumst með henni hvernig hún nær áttum smátt og smátt. Þátturinn er skemmtilega skrif- aður, á léttari nótunum miðað við önnur verk Pinters. Jón Viðar Jónsson þýddi verkið og hefur þar unnið mjög gott verk. Blæbrigði textans komast vel til skila en það er sem kunnugt er ekkert áhlaupa- verk að þýða texta Pinters. María Sigurðadóttir leikur hlut- verk Deborah en aðrir leikendur í þættinum eru Margrét Ákadóttir í hlutverki systur hennar, Pauline, og Þröstur Guðbjartsson, sem leik- ur lækninn, sem jafnframt er eiginmaður Pauline. Hlutverk Deborah er óvenjulegt um margt. Persónan er mestan part bundin við rúmið. Á stuttum tíma þarf hún, sem vaknar upp sem unglingsstúlka, að gera sér grein fyrir atburðum nærri þrjátíu ára og aðlaga sig þeirri hugsun að hún er orðin miðaldra kona. Maríu tekst ákaflega vel að sýna öll blæ- brigði undrunar, ótta og örvilnun- ar, sem hlutverkið krefst, en umfram allt skýnjum við skapgerð konunnar sem þarna liggur. Og hvert sem menn kjósa að telja tákn- rænt hlutverk þessarar persónu eða vilja spá í bakgrunn verksins þá er Deborah lifandi kona og túlk- un Maríu Sigruðardóttur á hlut- verkinu örugg og heilsteypt. Þröstur Guðbjartsson í hlutverki læknisins var dálítið óöruggur í fyrstu og allan tímann eins og eilít- ið hissa á því að honum hafi tekist að vekja sjúklinginn af þessum langa svefni. Margrét Ákadóttir var sannfærandi í góðu gervi Paul- ine sem togast á milli væntum- þykju og andúðar á systurinni sem Hver er konan? Hver er maðurinn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.