Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
Ji ■■■%■% | |M aISJímS
wiiðSi ðo u|j|j Ui sinm
- segir Guðmundur J. Guðmundsson sem telur spá Þjóðhagsstofnunar hæpna
„Ég tel aö spá Þjóðhagsstofnunar mannasambandsins, í samtali við spá væri rétt. vöxt að ræða í helstu viöskiptal- heild rétt.
séhæpinogmannigætidottiðíhug DV. Þórðui- Friðjónsson, forstjóri öndum okkar. í dag verður haldinn samninga-
aö hún sé gerö eftir pöntun. Því Guðmundur sagði að nýir kjara- Þjóöhagsstoíhunar, var inntur áiits Hann sagði ennfremur aö enda fundur milli Verkamannasam-
miöur er ég mjög svartsýnn á að samningaryrðuekkigerðiránþess á þessari gagnrýni Guðmundar. þótt nokkur óvissa væri í spá um bandsins og Vinnuveitendasam-
samningar séu í nánd, miklu frekar að kjör fiskvinnslufólks yrðu stór- Hann sagði aö öllum ætti að vera afkomu fiskvimislunnar, sem gerir bandsins og er taliö að þar geti
óttastégaðuppúrþeimslitnifljót- lega bætt. Vinnuveitendur sagði Ijóst aö viðskiptakjör heföu versn- ráð íyrir að hún sé rekin með 3% orðiö um mikiisverðan fund að
lega ef ekki verður umtalsverð hann skáka í skjóli þjóðhagsspár að. Gengj dollarans hefði lækkaö til 4% tapi, þar sem um meðaltal ræða
breyting á viöhorfi vinnuveitenda um slæma stöðu fiskvinnslunnar, mjög mikið og verðbréfahrun á eraðræöa,þáværisúheildarmynd -S.dór
til samninga,“ sagöi Guömundur einkum frystingarinnar. Hann mörkuðum erlendis myndi valda sem dregin hefur verið upp varð-
J. Guömundsson, formaöur Verka- sagði vægast sagt efast um að þessi því aö ekki yrði um aukinn hag- andi afkomu sjávarútvegsins í
Guðrún Helgadóttir:
Kemur ekki á óvart
„Þetta kemur mér alls ekki á óvart,
flestum er Tjörnin mjög kær og þess
vegna held ég að fólk vilji hafa hana
í friði,“ sagði Guðrún Helgadóttir
alþingismaður í morgun um niður-
stöður í skoðanakönnun DV.
„Fólk treystir því ekki að fuglalífið
haldist á Tjörninni við það rask sem
er fyrirsjáanlegt ef ráðhúsiö kemur
þar. Og það er margt annaö sem fylg-
ir, umhverfið hlyti að breytast mikiö
með stóraukinni umferö. Þessi skoð-
anakönnun ætti að segja borgaryfir-
völdum að þeim ber að endurskoða
afstöðu sína.
Þetta annars fallega hús fellur ekki
að umgerö Tjarnarinnar og væri bet-
ur komið til dæmis niðri við Skúla-
götu eða fyrir neðan Höfða. Það eru
til nógir staðir fyrir ráðhús borgar-
innar þar sem það spillir ekki
umhverfinu heldur sómir sér vel.“
-HERB
Flosi Ólafsson:
Gleðilegar niðurstöður
„Þetta eru auðvitað gleöilegar nið-
urstöður og óskandi að tekið sé tillit
til þeirra. Ég held að þetta hvetji
menn til að hugsa sinn gang,“ sagöi
Flosi Ólafsson leikari um niðurstöð-
ur skoðanakönnunarinnar.
„Ég er í sjálfu sér ekki á móti ráð-
húsi, ég er bara á móti því á þessum
stað. Ég er á því að það hefði átt aö
byggja yfir stjórnsýsluna, hvort sem
það er þinghús, ráðhús eða menning-
arhöll á flugvallarsvæðinu. Annars
má segja að það sé erfitt að taka vit-
urlegar ákvarðanir þegar ekkert
ráðhús er til að taka þær í.“
-SMJ
Bjami P. Magnússon:
Fer ekki eför pólitískum línum
„Niðurstaðan kemur ekki á óvart,“
sagði Bjarni P. Magnússon, borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins, um niður-
stöður skoðanakönnunarinnar um
ráðhúsið. „Við sem höfum verið
þeirrar skoðunar að ráðhúsinu ætti
að finna annan stað höfum fundið
þennan vilja meðal fólks. Þetta mál
fer ekki eftir neinum pólitískum lín-
um. Ég vona bara að þeir sem tóku
afstöðu meö ráðhúsinu skoði þessar
niðurstöður vandlega.
Ég er ánægður með að DV tók þetta
mál til könnunar því menn hafa
reynt að neita því að þessi vilji sé
fyrir hendi.“ -SMJ
Ingibjöig Sólrún Gísladóttír:
Borgarstjórí taki mark á könnuninni
„Þessi niðurstaða kemur mér ekki
á óvart, hún er í samræmi við það
sem ég hef fundið hjá borgarbúum,"
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Kvennalista, um könnun DV um fyr-
irhugað ráðhús. Um 61 prósent eru
andvígir húsinu, en 39 prósent á
móti.
„Það er bara vonandi að borgar-
stjórinn taki mark á könnuninni og
hætti við byggingu ráðhússins,“ seg-
ir Ingibjörg. -JGH
Albert Guðmundsson:
Skil ekki ofstopa borgarstjóra
„Borgarbúar eru á móti því að
byggja ráðhús við Tjömina og því
kemur þessi niðurstaða könnunar-
innar mér ekki á óvart. Tjörnin er
perla borgarinnar og alltof viðkvæm
í borgarmyndinni til aö byggt sé ráð-
hús þarna. Ég skil í rauninni ekki
þann ofstopa borgarstjóra að ætla sér
að þvinga málið í gegn,“ segir Albert
Guðmundsson, Borgaraflokki, um
könnun DV vegna ráðhúss viö Tjörn-
ina. Andvígir ráðhúsi eru um 61
prósent en 39 prósent fylgjandi.
„Ég var sjálfur meö tillögu um ráð-
húsbyggingu en að byggja þaö við
Tjörnina er hrein firra,“ segir Albert.
-JGH
Sigrún Magnúsdóttin
Ráðhúsið verður bæjarprýði
„Ég er ánægð með að þessi könnun
hefur verið gerð. Ég hefði þó viljað
að þarna hefði verið minni munur
en þetta er í sjálfu sér ekki slæm
niðurstaða," sagði Sigrún Magnús-
dóttir, borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins.
„Ég sat í dómnefndinni um ráð-
húsið og skil vel að fólk skuli ekki
hrífast strax af byggingunni. Hún er
eins og gott skáldverk sem kemur
sífellt á óvart þegar á líður. Ég er
sannfærð um að ráðhúsið verður
bæjarprýði og glæðir tjömina nýju
lífi.“
-SMJ
Skipverjar á Sólborgu SU hreinsa lestarbúnaö eftir síldveiöina,
Síldarsöltun lokið hjá Sólborgu
Ægir Kristmsson, DV, Fáskxúðsfirði:
Síldarsöltun hjá Sólborgu hf. lauk
10. nóvember sl. Alls var saltaö í
rúmlega 4.200 tunnur í söltunarstöð-
inni af afla Sólborgar SU en hluta
aflans var landað á Djúpavogi þar
sem hann var saltaður.
Nú er verið að gera Sólborgu klára
á troll og er ætlunin að sigla með
aflann.
Ráðhúsið og Tjómin
til umræðu á Alþingi
Fyrirhugað ráðhús við Tjörnina
var aðalumræðuefnið á Alþingi í
gær. Fjölmargir þingmenn tóku til
máls um þingsályktunartillögu sex
stjórnarandstöðuþingmanna úr
Reykjavík um ítarlegar rannsóknir á
áhrifum byggingar ráðhússins á lífrí-
ki Tjamarinnar.
Guðrún Helgadóttir er fyrsti flutn-
ingsmaður en aðrir eru Albert
Guömundsson, Guðmundur Ágústs-
son, Guðrún Agnarsdóttir, Kristín
Einarsdóttir og Svavar Gestsson.
Þau halda því fram að Reykjavík-
urborg hafi ekki farið að náttúru-
verndarlögum þegar bygging
ráðhúss var ákveðin. Borgaryfir-
völdum hafi borið að leita álits
Náttúruverndarráðs þar sem Tjörn-
in og Vatnsmýrin séu á náttúru-
minjaskrá.
Þau sjónarmið komu fram, meðal
annars frá Ólafi Þ. Þórðarsyni,
Framsóknarflokki, og þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins, að Alþingi ætti
ekki að skipta sér af þessu máli. Það
heyrði undir borgarstjórn Reykja-
víkur. Ennfremur að það væri
hlutverk framkvæmdavaldsins að
annast framkvæmd laga.
Sjálfstæðismenn sögðu að þingsá-
lyktunartillagan væri hugsuð til að
koma höggi á meirihluta borgar-
stjórnar Reykjavíkur.
Þá höfðu ýmsir þingmenn áhyggjur
af því að ráöhúsið myndi þrengja að
fyrirhuguðu húsi Alþingis.
-KMU
Kristín Ólafsdóttir:
Meirihlutinn láti segjast
Davíð Oddsson:
Viðunandi niðurstaða
„Ég tel þetta mjög viðimandi niðurstöðu miðað
viö þá afskræmingu sem þetta fagra hús hefur hlot-
ið af hálfu ýmissa aðila og ég er viss um að enginn
annar staður hefði fengið jafnmikiö fylgi við þessar
aðstæður,“ sagði Davíð Oddsson borgarsfjóri um
úrsht skoðanakönnunar DV.
„Þetta hús verður líftrygging fyrir Tjörnina og
þegar borgarstjóm verður komin í þetta fallega og
látlausa hús á bakka Tjamarinnar má bóka að
borgarfulltrúar munu sjá til þess að Tjömin haldi
reisn sinni og verði fegurri en nokkru sinni fyrr.
Ég er sannfærður um að borgarbúar verða himin-
sælir þegar ráðhúsið verður risið á tjarnarbakkan-
um."
-HERB
„Þessi könnun staðfestir það sem áður hefur komið
fram í skoðanakönnunum að borgarbúar vilja ekki bygg-
ingu ráðhúss við Tjörnina. Og það yrði dapurlegt ef
meirihluti borgarstjórnar léti sér ekki segjast," segir
Kristín Ólafsdóttir, Alþýðubandalagi, um könnun DV.
Andvígir ráðhúsi eru um 61 prósent en fylgjandi um 39
prósent.
„Ég ætla rétt að vona að meirihlutinn í borgarstjórn,
sjálfstæðismenn, taki mark á könnuninni. Og ég minni
á að á eina fundinum hjá borgarstjórn þar sem rætt
hefur verið um málið kom Alþýðubandalagið með tillögu
um að kosið yrði um fyrirhugað ráðhús á þessum stað.
En tillagan var felld,“ segir Kristín.
-JGH