Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. Fréttir_______________________________________________________________________________dv Skoðanakönnun DV: Meirihlutinn andvígur fyrir- huguðu ráðhúsi við Tjörnina Mikill meirihluti er andvígur fyrir- huguöu ráöhúsi viö Tjörnina samkvæmt skoöanakönnun, sem DV gerði um síðustu helgi. Gildir þaö bæöi um fólk á höfuöborgarsvæðinu sér og fólk á landinu öllu í heild. Sjá meöfylgjandi tötlur og kökur. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur fyrirhuguðu ráöhúsi viö Tjörnina? Úrtakið á landinu öllu var 600 manns, þar af var úrtakið á Reykjavíkursvæðinu 300 manns. Jafnt var skipt milli kynja. Andstaðan var í meirihluta í öllum hópum. Hún var þó mest meðal kvenna. Af heildinni sögðust 32 prósent á höfuðborgarsvæðinu vera fylgjandi fyrirhuguðu ráöhúsi, en 50,3 prósent Líkan að hinu umdeilda ráðhúsi við Tjörnina. voru því andvíg, 13 prósent voru óá- kveðin og 4,7 prósent vildu ekki svara. Þetta þýðir, að af þeim, sem afstöðu tóku á höfuöborgarsvæðinu, voru 38,9 prósent fylgjandi fyrirhuguðu ráðhúsi en 61,1 prósent andvíg. Á landinu öllu, að Reykjavíkur- svæðinu meðtöldu, voru 25,8 prósent heildarinnar fylgjandi fyrirhuguðu ráðhúsi, en 42,2 prósent voru andvíg. 28,7 prósent voru óákveðin og 3,3 prósent vildu ekki svara. Það þýðir að á landinu öllu voru 38 prósent þeirra, sem tóku afstöðu, fylgjandi fyrirhuguðu ráðhúsi en 62 prósent andvíg. -HH Fyrri kakan sýnir hlutföllin á höfuðborgarsvæðinu milli Kakan sýnir hvernig hlutföll eru meðal fylgismanna og fylgismanna og andstæðinga ráðhússins við Tjörnina. andstæðinga fyrirhugaðs ráðhúss við Tjörnina á landinu öllu. fólks í könnuninni: Karl í Eyjum hélt, aö borgarstjóri Tjörnin ætti að vera eins og hún hefði fengið höfuöhögg. Kona úti á er. Karl í Reykjavík kvaðst mjög landi kvað þetta ekki spiUa Tjörn- fylgjandi staðsetningu fyrirhugaðs inni. Kona fyrir vestan taldi, að ráðhúss. Karl í Reykjavík sagði, að byggja mætti ráðhús annars stað- þetta yrði fallegt hús. Annar víldi ar. Kona í Reykjavik sagði, að ekkert róta við Tjöminni. -HH Ummæli Kona í Reykjavík sagði, að stað- setning ráðhússins væri fljótfæm- isleg. Kona i Reykjavik kvaðst vilja ráðhús en alls ekki í Tjöminni. Kari á Norðurlandi sagöist ekki geta séð, að þetta skaðaði Tjörnina. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Reykjavíkursvæðið sér: Fylgjandi fyrirhuguðu ráðhúsi 96 eða 32% Andvígir 151 eða 50,3% Óákveðnir 39 eða 13% Svaraekki 14 eða 4,7% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu á Reykjavíkursvæðinu: Fylgjandi 38,9% Andvígir 61,1% Landið í heild: Fylgjandi fyrirhuguðu ráðhúsi 155 eða 25,8% Andvígir 253 eða 42,2% Óákveðnir 172 eöa 28,7% Svara ekki 20 eöa 3,3% Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu á landinu öllu: Fylgjandi 38% Andvígir 62% í dag mælir Dagfari__________________ Auðar stóll auður Eitthvert göfugasta kvenfélag landsins, Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt, hé'lt nýlega aðalfund. Þessi virðulegi félagsskapur heldur reglulega aöalfundi einu sinni á ári og hefur gert svo undanfarin fjöru- tíu eða fimmtíu ár, án þess að til tíðinda hafi dregið fyrir utan hefð- bundin aðalfundarstörf. Starfsemi félagsins mun vera fólgin í kökubösurum og tískusýningum og yfirleitt má segja að Hvöt hafi stundað sína pólitík í Sjálfstæðis- flokknum af þeirri kurteisi sem ætlast er til af konum í stórum flokki. Það er að segja að hlýða því sem karlarnir ákveða og leggja fram eina til tvær konur á fram- boðslista til að punta upp á andlitið á flokknum. Þessi framúrstefna Hvatar- kvenna, að leggja fram frambæri- lega konu á framboðslista, hefur haldið félaginu lifandi enda þótt aldurinn hafi færst yfir það eftir því sem konurnar í félaginu hafa elst sjálfar, ef frá em skildar dætur kvennanna sem stofnuðu félagið og eiginkonur þeirra sjálfstæðis- karla sem eru á framabraut í flokknum. Sumar þeirra hafa reyndar flutt úr bænum eða eign- ast nýja karla en það hefur ekki haft tiltakanleg áhrif á starfsemi félagsins sem áfram hefur þjónað flokki sínum vel með jólahátíðum fyrir börnin og kaffiboðum fyrir sjálfar sig á milli þess sem Hvöt hefur látiö í ljós vanþóknun sína á því að konur skuli beita sér í pólit- ík með öðrum hætti. En svo gerðist það á fyrrgreind- um aðalfundi í síöustu viku að Auður Auðuns mætti á aðalfundin- um og sté í pontu. Hún átti það erindi á fundinn aö mótmæla því að íjöldi kvenna væri í félaginu sem ekki ætti að vera í félaginu, sagöi sig úr Hvöt og gekk af fundi. Hnykkti síðan á móðgun sinni með því að skýra frá því í Morgunblað- inu að hún mundi skila aftur heiðursskjali því sem félagið hafði aíhent henni fyrir að vera fyrsta og eina konan sem bæði hefði verið ráðherra og borgarstjóri. Nú er það oftast svo að á aðal- fundum eru stjórnir félaga skammaðar fyrir slælega frammi- stöðu. Til að mynda að nýir félagar séu fáir, illa mætt á fundum eða starfsemi lítil. En Auður gerði ann- aö. Hún skammaðist yfir því að Hvatarkonur væru of margar. Hvatarkonur kysu sér formann sem alls ekki býr í Reykjavík og hún er svo reið yfir þessari af- skiptasemi áhugasamra kvenna sem vilja starfa fyrir Sjálfstæöis- flokkinn í Reykjavík að hún gekk úr félaginu. Auður Auðuns hefur lengi verið í forystu Sjálfstæðisflokksins. Bæði verið ráðherra og borgarstjóri og fylgt þeirri meginstefnu sem flokk- urinn hefur mótað á hverjum tíma. Allir vita að það er nú helst á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins að fækka bæði flokksmönnum og kjósendum og þess vegna þarf eng- an að undra að Auður gangi úr flokknum í mótmælaskyni þegar í ljós kemur á aðalfundum að í flokksfélögum eru fleiri en vera ber, og þaö jafnvel fólk úr öðrum bæjarfélögum. Nóg er þar nú samt af reykvískum konum sem eru að abbast upp á flokkinn, einmitt á þeim tíma sem stefna hans er að fækka í flokknum, þótt ekki sé ve- riö að sækja fólk í önnur byggðar- lög til að púkka upp á félög í flokki sem hefur það á sfefnuskrá sinni að fækka félagsmönnum. Enn einu sinni hefur Auður geng- ið fram fyrir skjöldu í þágu flokks- ins og markað sér forystu í þeim málum sem eru brýnust fyrir kven- þjóöina. Það er aö segja að skipta sér ekki af málum sem þeim kemur ekki við. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að utanbæjarkonur séu að lappa upp á Hvöt þá loks þegar það takmark flokksforys- tunnar er í augsýn að flokksmönn- um fækki að einhverju viti. Síðustu kosningar báru þann árangur fyrir Sjálfstæöisflokkinn að kjósendum fækkaði um þriðjung og nú veröur að fylgja því fylgishruni eftir í flokksfélögunum og reka þá burt sem þar eru að starfa af misskild- um áhuga þvert gegn vilja flokks- ins. Eina ráðið er auðvitað að ganga úr flokknum í mótmælaskyni yfir slíkri eyöileggingarstarfsemi og næst á ílokksforystan sjálf aö af- henda Auði Auðuns heiöurskjal í staðinn fyrir hitt sem hún skilar, fyrir það forystuhlutverk sem hún tekur alvarlega, að láta reka fólk úr flokknum sem enn er í honum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.