Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Page 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
Viðskipti
Galdramennimir í Firðinum
eru eigendur Fjarðarkaupa
Matvöruverslunin Fjaröarkaup í
Hafnarfirði er metfyrirtæki. í verð-
könnunum er fyrirtækið oftast með
lægsta verð á matvörum og hefur
verið svo í mörg ár. Eigendur Fjarð-
arkaupa eru þeir Bjarni Blomster-
berg og Sigurbergur Sveinsson. Þeir
segja að galdurinn við lága verðið sé
sá að hafa lága álagningu og halda
jafnframt öUum kostnaði niðri. Sem
dæmi hafi fyrirtækið ekki tekið lán
í þau 15 ár sem það hafi starfað og
þess vegna sé fjármagnskostnaður
léttvægur hjá þeim á meöan hann er
að sliga mörg önnur fyrirtæki.
. „Við erum með lága álagningu á
öllum vörum og látum allar vörur
standa undir sér í stað þess að gefa
með sumum en taka það aftur inn á
álagningu annarra vara,“ segir
Bjarni Blomsterberg.
Peningamarkaöur
IIMNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 19-21,5 Sp
Sparireikningar.
3ja mán. uppsögn 19-23 Ab
6mán.uppsögn 20-25 Ab
12mán. uppsögn 22-28 Úb
18mán. uppsögn 31 Ib
Tékkareikningar, alm. 6-12 Sp
Sérlékkareikningar 8-20,5 Sp
Innlán verötryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán.uppsogn 3,5 4 Ab.Úb, Lt Vb
Innlán meðsérkjör- 19-34 Sp vél.
um Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 6,5-8 Ab
Sterlingspund 8,5-9 Ab.Úb, Vb.Sb
Vestur-þýsk mork 34 Ab
Danskarkrónur 8,5-10 Vb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv) 31-33 Sb
Viðskiptavixlar(forv.) (1) 33 -36 eöa kaupqenqi
Almennskuldabréf 31-35 Sb
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 33-36 Lb, Bb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9-9,5 Úb.Sb, Sb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 29,5-31 Sb
SDR 8,25-9,25 Sp
Bandaríkjadalir 9,25-10,75 Sp
Sterlingspund 11,50-12 Vb.Bb
Vestur-þýsk mörk 5,75-6,75 Sp
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6 3.8 á mán.
MEÐALVEXTIR
överðtr. nóv. 87 31,5
Verðtr. nóv. 87 9,1
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala nóv. 1841 stig
Byggingavísitala nóv. 341 stig
Byggingavisitala nóv. 106,5stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 5% 1 okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1,3079
Einingabréf 1 2,426
Einingabréf 2 1,421
Einmgabréf3 1,503
Fjölþjóðabréf 1,060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,420
Lifeyrisbréf 1.220
Markbréf 1,239
Sjóðsbréf 1 1,178
Sjóðsbréf 2 1,135
Tekjubréf 1,268
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiðir 196 kr.
Hampiðjan 118kr.
Hlutabr.sjóðurinn 119 kr.
Iðnaðarbankinn 143 kr.
Skagstrendingurhf. 182 kr.
Verslunarbankinn 126 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir; Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Otvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.
Bjarni segir að Fjarðarkaupum
hafi tekist mjög vel að halda öllum
kostnaði niðri. „Við höfum ekki opið
á laugardögum nema í desember,
erum í ódýru húsnæði, kaupum inn
í miklu magni og fáum magnafslátt,
Galdramennirnir í Firðinum, Sigurbergur Sveinsson og Bjarni Blomsterberg, eigendur Fjarðarkaupa. Verslunin
er þekkt fyrir lágt verð og met í verðkönnunum. DV-mynd GVA
staðgreiðum mikið af innkaupum og
náum staðgreiðsluafslætti og síðast
en ekki síst þá erum við heppnir með
starfsfólk. Þetta eru helstu skýring-
arnar á því að okkur hefur tekist að
halda vöruverðinu niðri.“
Það hefur vakið athygli að Fjarðar-
kaup auglýsa bókstaflega ekki neitt.
„Okkar mat er það að ánægður við-
skiptavinur sé besta auglýsingin og
beri orðstír fyrirtækisins áfram,“
segir Sigurbergur.
Fjarðarkaup eru 15 ára. Fyrst var
fyrirtækið í tíu ár við Trönuhraun í
Hafnarfirði en síðastliðin fimm ár
hefur það verið við Keflavíkurveg-
inn, beint á móti glerverksmiðjunni
Glerborg.
En ef álagning Fjarðarkaupa er
jafnlítil og raun ber vitni hafa þeir
Bjarni og Sigurbergur þá nokkuð út
úr rekstrinum? „Við erum að byggja
við fyrirtækið núna án stórvand-
ræða, tökum engin lán. Ætli það segi
ekki söguna best,“ segir Bjarni.
Viðskiptavinir Fjarðarkaupa koma
hvaöanæva að: frá Suðurnesjum,
Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og
auðvitað úr Hafnarfirði, enda heitir
fyrirtækið eftir Firðinum.
-JGH
Myndlist seld á
merkilegan máta
Sigurþór Jakobsson, 45 ára mynd-
listarmaður í Reykjavík, fer nokkuð
merkilegar slóðir í að setja myndlist
sína á markað. Hann gaf nýlega út
bækling í tæplega 4 þúsund eintök-
um þar sem hann kynnir fjórtán
vatnslitamyndir sínar. Ætlar hann
að selja 350 eftirprentanir af hverri
mynd á tæplega 1.950 krónur stykk-
ið. Búið er að ramma myndirnar inn
og eru þær afhentar í sérstökum
gjafapakkningum. Ekki er vitað að
myndlistarmaöur hérlendis hafl áð-
ur markaðssett verk sín á þennan
hátt; með útgáfu sérstaks sölubækl-
ings.
„Mér fmnst rétt að reyna þessa
aðferð, sýningar eru svo illa sóttar,
það koma þetta 500 til 1000 manns á
sýningu í mesta lagi og þú veist aldr-
ei 'hvað selst," segir Sigurþór.
„Með þessu er ég að gera eins og
bókaútgefendur, ég endurprenta og
set myndirnar í góðan búning.
Myndin getur því orðið gjafavara
eins og hver önnur bók,“ segir Sigur-
þór Jakobsson.
-JGH
Sigurþór Jakobsson myndlistarmaður.
Með merkilegt markaðsátak á myndlist. DV-mynd GVA
Tryggingafélögin
komin í CEA
Aðild Sambands íslenskra trygg- laga gætir hagsmuna yfir 4.500
ingafélaga aö CEA, Sambandi tryggingafélaga og nema iðgjalda-
evrópskra tryggingafélaga, var tekjur þessara félaga yfir 30 pró-
samþykkt í París nýlega. Island er sent af tryggingariögjöldum í
nítjánda ríkið sem á aöild aö sam- heiminum. Áætlaður starfsmanna-
tökunum. fiöldi þessara tryggingafélaga er
Samband evrópskra tryggingafé- um ein milljón. -JGH
Lán Féfangs til bílakaupa
bera um 12 prósent vexti
Fjármögnunarleigufyrirtækið hjá bifreiðaumboöunum sjálfum,“
Féfang hf., sem er í eigu Fjárfest- segir Kjartan.
ingarfélagsins, Verslunarbankans Kaupendur bíla ganga frá lánum
og fleiri, býður lán til kaupa á nýj- Féfangs í viðkomandi bílaumboði
um bílum. Allt að 75 prósent og þurfa þess vegna ekki að leita
bílverösins er liægt að fá lánað í beint til Féfangs hf.
ailt aö 30 mánuði. Féfang er fyrsta Séu 12 prósent vexth’ lána Fé-
íslenska fjármögnunarfyrirtækið fangs bomir saman við vexti í
sem býður bílakaupendum, ein- bönkunum þá eru vcxtir í bönkum
staklingum sem fyrirtækjum, nú á bilinu 8 til 9 prósent.
þessa þjónustu. Að sögn Kjartans er Féfang fjár-
Kjartan Georg Gunnarsson, að- magnað með skuldabréfaútboöum
stoðarframkvæmdasfjóri Féfangs, innanlands og eigin fé. „Þessi lán
segir að þessi lán beri um 12 pró- til bíiakaupanna eru því fjámtögn-
sent vexti, auk þess sem þau séu uð með innlendum spamaði," segh’
aö sjálfsögðu verðtryggð. Kjartan.
„Vextirnir eru töluvert lægri en -JGH
á þeim lánum sem hafa verið í boði
Rússi ræðir málin að morgni
Boris Radilov, aöalviðskiptafull-
trúi Sovétríkjanna á íslandi, ræddi á
morgunverðarfundi Verslunarráðs
íslands í síðustu viku um umbætur
Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í sovéska
viðskiptalífmu og hvernig íslensk
fyrirtæki gætu nýtt sér þær. Margir
mættu þrátt fyrir að tími fundarins
væri frá klukkan átta til hálftíu að
morgni.
„Boris ræddi mest um samstarf
milli fyrirtækja í Sovétríkjunum og
annarra landa. Fyrirtæki, eins og á
íslandi, eiga nú möguleika á að taka
þátt í rekstri fyrirtækja í Sovétríkj-
unum og kom fram í ræðu hans að
tvö íslensk fyrirtæki hefðu sýnt
þessu mikinn áhuga,“ sagði Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs íslands, um
fundinn.
Eðlis málsins vegna gat viðskipta-
fulltrúinn ekki greint frá því um
hvaða íslensk fyrirtæki væri að
ræða.
-JGH
Þátttaka íslenskra fyrirtækja í rekstri fyrirtækja í Sovétríkjunum rædd klukk-
an átta að morgni í Veitingahöllinni, Húsi verslunarinnar.
DV-mynd BG