Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. Neytendur Eggjabændur þinga þungir á brún. Frá samráðsfundinum á sunnudag. DV-mynd GVA Verðhækkun á eggjum: Otöglegt samráð? Eins og fram kemur í fréttum DV í dag hafa egg hækkað í verði um hundrað krónur kílóið. Þessi verð- hækkun kemur í kjölfar fundar sem eggjabændur héldu með sér á sunnu- daginn var. Á fundinum var ætlunin að kanna samstöðu meðal framleið- enda um að hækka verð, um kvóta- skiptingu og hvort grundvöllur væri fyrir því aö setja á stofn sameiginlega dreifingarmiðstöð. Þótt eggjabændur séu sundurleitur hópur náðist samstaða um hækkun, enda fer sá tími í hönd þegar eggja- neysla er hvað mest, en það eru jóhn. Forsaga þessa máls er sú að eggja- verð, sem hafði verið nokkuð stöð- ugt, hefur farið mjög lækkandi undanfarnar vikur. Var svo komið að egg fengust í stórmörkuðum á 60-70 krónur kílóið (í kílói eru u.þ.b. 16-18 egg). Verðið var því oröið full- lágt að mati framleiðenda. Verðlagning á eggjum er frjáls og lýtur því verðlagning lögmálum markaðarins, þ.e. framboði og eftir- spurn. Undanfarið hefur verið of- framboð á eggjum og framleiðendur því reynt að koma sinni vöru út með því að bjóða hana á sem lægstu verði. Nú hefur hins vegar náðst sam- staða meðal framleiðenda um verð með fyrrgreindum afleiðingum. Þar sem verðlagning á að heita frjáls í þessari grein vaknar hins vegar sú spurning hvort eggjabændur séu Innkaupaferðir til útlanda: Ferðin greiðir sig sjálf Okkar barst fréttaskeyti frá Félagi íslenskra stórkaupmanna um versl- unarferðir til útlendra stórborga. í því koma fram nokkrar athyglis- verðar staðreyndir. Félag íslenskra stórkaupmanna gerir því skóna að um 5 þúsund ís- lendingar komi til með að fara utan í haust í verslunarferðir. Sé gert ráð fyrir því aö hver þeirra eyði að jafn- aði 40 þúsund kr. í innkaup telur félagið aö verslun hérlendis verði af um 200 milljónum króna. Þannig verði íslenska ríkiö af 40 miUjónum í formi söluskatts. Annað eins tapist vegna ógreiddra aðflutningsgjalda. í fréttaskeytinu er tekið dæmi um vöru sem er svo dýr hér á landi að mismunurinn nægir til að greiða ferðakostnað. Það eru geislaspilarar en þessi tæki hafa átt vaxandi vin- sældum að fagna undanfarið. Ef keyptur er einn slikur í erlendri stór- borg og tíu diskar með þá munar 15.000 krónum á verði þar og hér. Þá er miðað við að spilarinn kosti um 10-12.000 kr. úti og diskur um 750 kr. Verð á þessum vamingi hér er hins vegar þannig að spilarinn kostar um 20.000 og diskurinn um 1.350 kr. Verðið er þannig til komið: Kaupverð geislaspilara kr. 5.yX) CIF kostnaður, 15% kr. 765 Tollur, 40% kr. 2.345 Vörugjald, 30% kr. 2.465 Verslunarkostnaöur, 50% kr. 5.338 Söluskattur, 25% kr. 4.003 Samtals verð kr. 20.016 CIF verö disks kr. 400 Tollur, 50% kr. 200 Verslunarkostnaöur kr. 480 Söluskattur, 25% kr. 270 Samtalsverð kr. 1.350 í fréttaskeytinu kemur fram að hlutur ríkisins af einum geislaspil- ara og tíu diskum sé um 15.000 kr. Það vekur hins vegar athygh neyt- endasíðu að verslunarálagning hérlendis nemur um tíu þúsund krónum sem verður einnig að teljast nokkuð há álagning. Samkvæmt þessu er það hárrétt niðurstaða Félags íslenskra stór- kaupmanna að ferðakostnaður borgi sig upp með kaupum á einum geisla- spilara og tíu diskum, sé miðað við framangreint verð. Þaö gleymist hins vegar að geta þess í skeytinu að ef keypt er í ríkjum Evrópubandalags- ins gefst ferðalöngum kostur á að fá virðisaukaskatt felldan niður á þeim vörum sem þeir kaupa í viðkomandi landi. Neytendasíða veit ekki hversu hár virðisaukaskattur er lagður á geislaspilara en sé það haft í huga að slík tæki ganga gegnum mörg framleiðslustig (virðisaukaskattur eykst með hverju þeirra) er hugsan- legt að hann nemi allt að 36% af verði vörunnar. Ef reiknaö er með aöeins 20% virðisaukaskatti fást því endur- greiddar 2.400 kr. af spilara sem kostar 12.000 kr. og 1.500 kr. af tíu diskum. Þá sparast 18.900 kr. sé þessi vara ekki keypt hér á landi, en það nægir ekki aðeins fyrir flugmiða og hóteh heldur einnig bjórkohu á nota- legum pöbb í Glasgow. -PLP Geislaspilari - sé slíkur keyptur ásamt diskum sparast nóg fyrir feröinni. ekki með þessu að bijóta gegn lögum, en í lögum um ólögmæta viðskipta- hætti segir að allt samráð um verð sé óheimilt. DV spurði Jóhannes Gunnarsson, formann Neytenda- samtakanna, um þetta: „Við mótmælum harðlega þar sem ólöglega er staðið að verki. Verðlagn- ing er frjáls en þama er um samráð að ræða. Við hljótum að krefjast þess að menn láti af þessari ætlan. Einnig teljum við að verðlagsyfirvöldum beri að hafa afskipti af þessu.“ Jó- hannes sagðist einnig ekki sjá annað en bændur væru með þessum að- gerðum að biðja um opinbera mið- stýringu á eggjaverði. I orðum Jóhannesar hér á undan kemur fram sú skoðun Neytenda- samtakanna aö verðlagsyfirvöldum beri að grípa inn í þvi samráð um verð er ólöglegt. Nánar um það á féttasíðum DV í dag. -PLP Ef kjötið er seigt Ávöxturinn kiwi, þessi htli brúni, loðni og fallega græni að innan, er ekki aöeins góður í ávaxtasalatið og til að skreyta með. Hann er einn- ig hægt að nota til þess að meyra með kjöt. Leggið niðursneitt kiwi á buffið ef þið hafið grun um aö það sé kannski seigt undir tönn. Látiö bíða í kæhskáp í 1-2 klt. Takið þá ávöxtinn af kjötinu og bætið út í sósuna þegar hún er búin til eða á pönnuna þegar búið er að steikja kjötið. Það gefur frísklegt og gott bragð. Það er raunar einnig hægt að nota hunangsmelónu til að meyra kjötið en hunangsmelónur eru gul- ar á litinn að utan. Bæði melónur og kiwi fást hér á mjög viðráðanlegu verði, kiwi raunar mjög ódýrt, aht niður í 135 kr. kg. -A.BJ. Raddir neytenda Útgjoldin „Þessi mánuöur hefur verið óvenjulegur útgjaldamánuður. Ein- hvem veginn hefur mér tekist að halda öhu í lágmarki. Samt komum við frá Grikklandi/Hohandi 9. októb- er og þurftum að byrja á því að kaupa í matinn eins og lög gera ráð fyrir. Mig langar að endurtaka hvað ég var ánægð með aUt skipulag og ráöstefn- una sjálfa hjá þeim grísku og einnig aUa hina EAPS ritarana sem voru þarna, eins og ég reyndar skrifaði um í síöasta mánuði." Þannig hefst nóvemberbréfið frá vinkonu okkar, I. J.H., sem hefur sent okkur thskrif þegar hún sendir upp- lýsingaseðilinn sinn. I.J.H. fór á alþjóðaþing ritara í Grikklandi í sept- ember eins og hún hefur þegar sagt frá. í lágmarki Aö þessu sinni er hún ánægð með útgjöldin í október en meðaltals- kostnaður hjá henni var rúml. 5.600 kr. á mann sem sýnir að vel hefur verið haldið á málunum. Svo heldur bréfið áfram. „Eins og venjulega voru skattarnir kr. 21.796, happdrætti og gíróseðlar kr. 3.050, bensín kr. 900, enda Ren- aultinn sparneytinn. Framköllun á þrem ffimum 2.500 kr„ hreinsun á herrafótum, pilsi, 2 kjólum og peysu kr. 1.825. Það þykir sennilega ekki dýrt í dag. Það var heldur ódýrara að láta framkalla filmur í Hollandi. Rennilás á vinnugalla hjá skósmið á Langholtsveginum kr. 1.000. En mér finnst bíómiðinn dýr á kr. 250. Með skammdegiskveðju, I.J.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.