Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Qupperneq 33
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
33
Fólk í fréttum
María Ingvadóttir
María Ingvadóttir viöskiptafræð-
ingur, formaöur Hvatar, hefur
verið í fréttum DV vegna aðalfund-
ar Hvatar sem var haldinn nýlega.
María Elínborg er fædd 27. sept-
ember 1946 á Svalbarðseyri en
fluttist eins árs til Akureyrar. Hún
vann við bókhaldsstörf á Akureyri
1974-1979 og lauk stúdentsprófi frá
MA 1979. María varð viðskipta-
fræðingur frá HÍ 1983 og var
viðskiptafræðingur á hagdeild
Verðlagsstofnunar 1983-1984. Hún
var deildarstjóri hagdeildar Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga í
Rvík 1984-1987 ogíjármálastjóri hjá
Útflutningsráöi frá því í apríl 1987.
María hefur verið formaður Hvatar
flokkinn frá 1987.
María giftist 1966 Jónasi Þórar-
inssyni, f. 26. febrúar 1944, mat-
reiðslumanni, forstjóra Bautans á
Akureyri, en hann lést 13. mars
1974. Foreldrar Jónasar eru Þórar-
inn Vilhjálmsson, starfsmaður
Landhelgisgæslunnar og síðan
Slippstöðvarinnar í Rvík, og kona
hans, Guðrún Georgsdóttir, en hún
lést 1963. Börn Maríu og Jónasar
eru Guðrún, f. 21. febrúar 1967, og
Yngvi, f. 14. maí 1973. Systkini
Maríu eru Herdís, f. 12. nóvember
1948, skrifstofumaður hjá Vegagerð
ríkisins á Akureyri, og á hún tvö
böm; Jón Grétar, f. 9. janúar 1950,
lyfjafræðingur í Rvík, giftur Hjör-
er Oddur Sigurðsson tækniskóla-
nemi og eiga þau eitt barn; og Ingvi
Júlíus, f. 9. október 1962, vélaiðn-
tæknifræðingur í Rvík, og er
sambýliskona hans Unnur Guð-
mundsdóttir röntgentæknifræöi-
nemi. Foreldrar Maríu era Ingvi
Júlíusson, tæknimaður hjá Vega-
gerð ríkisins á Akureyri, og kona
hans, Guðrún Jónsdóttir verslun-
armaður. Faðir Ingva var Júlíus,
b. og fræðimaður, Jóhannesson, b.
á Litlutjörnum Jónatanssonar.
Móðir Jóhannesar var Kristín
Tómasdóttir, b. á Stórulaugum
Magnússonar. Móðir Tómasar var
Guðlaug Árnadóttir. Móðir Guð-
laugar var Kristveig Marteinsdótt-
rúnar var Guðrún Jónasdóttir, b. á
Veturliðastöðum, Bjarnasonar.
Móðir Yngva var Herdís Þorbergs-
dóttir, b. á Litlulaugum, Davíðs-
sonar. Móðir Þorbergs var
Kristjana, systir Björns, afa Stein-
gríms Steinþórssonar forsætisráð-
herra. Kristjana var dóttir Björns,
b. í Landamótsseli, Nikulássonar
Buch, forfóður Buchættarinnar.
Móðir Kristjönu var Þorbjörg
Bergþórsdóttir, b. á Öxará, Jóns-
sonar, b. á'Þverá, Bergþórssonar,
bróður Þuríðar, móður Guðrúnar,
formóður Illugastaðaættarinnar.
Guðrún er dóttir Jóns, b. á
Brekku i Aðaldal, Bergvinssonar,
b. á Brekku, Þórðarsonar, b. á
María Ingvadóttir.
frá 1985 og setið í stjórn Neytenda- samtakanna frá 1986. Hún hefur verið í stjórn Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Rvík frá 1985, formaður húsnæðismálanefndar Sjálfstæðisflokksins frá 1987 og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðis- dísi Arnardóttur lyfjatækni, og eiga þau fjögur börn; Bjarni Rafn, f. 10. maí 1953, matreiðslumeistari á Ak- ureyri, giftur Rósu Þorsteinsdótt- ur, og á hann fimm börn; Áslaug Nanna, f. 26. ágúst 1960, hjúkrunar- fræðingur, sambýlismaður hennar ir, bróður Þorgríms í Baldurs- heimi, forfóður Hraunkotsættar- innar. Móðir Júlíusar var Guðrún Bjarnadóttir, b. og fræðimanns á Sellandi, Jóhannessonar, bróður Guðlaugs, afa Hlyns Sigtryggsson- ar veðurstofustjóra. Móöir Guð- Hrauni, Jóhannessonar, b. á Geit- eyjarströnd, Þorsteinssonar, bróður Hans, langafa Dóru Þór- hallsdóttur, móður Þórhalls Ás- geirssonar ráðuneytisstjóra. Móðir Jóns var Elínborg Jónsdóttir, b. á Björgum, Einarssonar, b. í Svartár- koti, Ásmundssonar, bróður Helga á Skútustöðum, forföður Skútu- staðaættarinnar. Móðir Guðrúnar var Margrét Sigurtryggvadóttir, b. á Litluvöllum í Bárðardal, bróður Friöriku, móður Jón Sigurgeirs- sonar, skólastjóra á Akureyri.
Andlát Afmæli
Jón Ingi Rósantsson
Jón Ingi Rósantsson klæðskeri,
Bogahlíð 22, Reykjavík, lést 9. nóv-
ember sl. Jón fæddist á Efra-Vatns-
horni í Húnavatnssýslu 20.4. 1928.
Hann flutti til Akraness 1934 og til
Reykjavíkur tveimur árum síðar.
Jón lærði klæðskeraiðn hjá Andr-
ési Andréssyni og lauk námi 1949.
Tveimur árum síðar hóf hann störf
hjá SÍS og vann þá sem klæðskeri
hjá Gefjun-Iðunni í Kirkjustrætinu
en árið 1961 flutti fyrirtækið starf-
semi sína á Snorrabrautina og hét
þá Fataverksmiðjan Gefjun. Þar
starfaði Jón til dauðadags. Jón var
virkur félagi í Oddfellow-reglunni.
Eftirlifandi kona Jóns er Guð-
björg Pálsdóttir, f. 27.9.1928, en þau
giftu sig 17.6. 1949.
Jón og Guðbjörg eignuðust íjögur
börn: Þórlaug Rósa innkaupastjóri,
f. 5.2.1946, er gift Stefáni Svavars-
syni, dósent í viðskiptafræðideild
HÍ, en þau eiga þrjá syni, Jón Inga,
f. 24.1.1971, Egil Vigni, f. 18.12.1975,
og Svavar Gauta, f. 10.3. 1981;
Óskar, rafmagnsverkfræðingur í
Reykjavík, f. 21.2. 1951, er giftur
Ingveldi Hafdísi Aðalsteinsdóttur
kennara og eiga þau tvö börn, Guð-
björgu Hrönn, f. 21.8. 1975, og
Styrmi, f. 5.5.1978; Ingibjörg mynd-
listarmaður, f. 18.4. 1959, er gift
Friðriki Kristjánssyni lyfjafræð-
ingi; Þórunn, f. 11.3. 1965, er við
nám í fatahönnun í París.
Systir Jóns er Ragna, skrifstofu-
stúlka í Reykjavík, f. 31.1.1932, en
hún er gift Pálma Theodórssyni
skrifstofumanni.
Foreldrar Jóns: Rósant Jónsson,
barnakennari og b. á Efra-Vatns-
Jón Ingi Rósantsson
liorni, f. 14.4.1904, d. 22.12.1933, og
Þórunn M. Jónsdóttir, f. 10.1.1897.
Jón verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju í dag, 17. nóvember,
klukkan 13.30.
Olafur Ofeigsson, skipstjóri og
útgerðarmaður í Reykjavík, lést á
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði laug-
ardaginn 7.11. sl. Útför hans fer
fram frá Dómkirkjunni í dag
klukkan 10.30.
Ólafur fæddist í Keflavík 28.7.
1900 og ólst upp hjá föðurbróður
sínum og konu hans, Ólafi Ófeigs-
syni og Þórdísi Einarsdóttur.
Olafur hóf sjómennsku frá Kefla-
vík fimmtán ára að aldri. Hann
lauk farmanna- og eimvélaprófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
1920, var á togurum frá Boston og
Nova Scotia á árunum 1920-25,
stýrimaður á togurum hér heima
frá 1925-29 og skipstjóri á íslensk-
um og enskum togurum upp frá því
og þar til hann hætti til sjós 1952.
Ólafur var einn af stofnendum og
eigendum útgeröarfyrirtækisins
Mars hf. en eftir að hann kom í
land vann hann ýmis störf hjá því
fyrirtæki svo og Júpiter hf. Hann
var t.a.m. yfirverkstjóri á Kirkju-
sandi um árabil. Ólafur var farsæll
skipstjórnarmaður en hann bjarg-
aði áhöfn vb. Hansínu VE á Sel-
vogsbanka 1937 og einnig bjargaði
hann sextíu og tveggja manna
áhöfn af flutningaskipinu Bahia
Blanca norðvestur af Látrabjargi í
Olafur Ófeigsson
janúar 1940. Ólafur var sæmdur
riddarakrossi fálkaoröunnar 1942.
Fyrri kona Ólafs var Grace Alle-
son, en hún lést 1938. Eftirlifandi
eiginkona hans er Daníelína Svein-
björnsdóttir frá ísafirði, f.16.3.1913.
Ólafur og Daníelína eignuðust
eina dóttur, Hrafnhildi Grace, f.
26.1.1946, en synir Hrafnhildar eru
Ólafur William og Stefán Kramer.
Ólafur var fimmti í röðinni tíu
systkina, en átta þeirra komust til
fullorðinsára. Þau eru auk Ólafs:
Tryggvi, útgerðarmaður í Reykja-
vík, en hann lést sl. vor; Ófeigur,
læknir í Reykjavík; Þórdís, hús-
freyja sem nýlega er látin; Björn,
sem unnið hefur við verslunar-
störf; Guðmundur, sem unnið
hefur við útgerðarfyrirtæki
bræðra sinna; Anna, sem er látin;
og Jóhanna, sem einnig er látin.
Tvö af fjórum fóstursystlúnum Ól-
afs eru á lífi. Þau eru Ásgeir
Ólafsson dýralæknir og Halldóra
Zoega, ekkja Geirs Zoega togara-
umboðsmanns.
Foreldrar Ólafs voru Ófeigur á
Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd, Ófeigsson, og kona hans,
Jóhanna frá Hvammi í Langadal í
Húnavatnssýslu, Frímannsdóttir.
Föðurforeldrar Ólafs vqru Ófeigur,
b. á Fjalli á Skeiðum, Ófeigsson og
kona hans, Vilborg Eyjólfsdóttir,
hreppstjóra í Auðsholti, Guð-
mundssonar. Ófeigur á Fjalli var
sonur Ófeigs hreppstjóra hins ríka
á Fjalli, Vigfússonar, b. á Fjalli,
Ófeigssonar, forföður Fjallsættar-
innar. Móðir Ófeigs Ófeigssonar
var Ingunn, dóttir Eiríks, hrepp-
stjóra og dbrm. á Reykjum á
Skeiðum, Vigfússonar, forfóöur
Reykjaættarinnar, en af þeirri ætt
má nefna Guðlaug Tryggva Karls-
son hagfræðing og Pétur Sigur-
geirsson biskup. Jóhanna, móðir
Ólafs, var dóttir Frímanns, b. að
Hvammi í Langadal, Björnssonar,
en meðal systkina Jóhönnu má
nefna Guðmund Frímann skáld og
Jóhann Frímann skólastjóra. Frí-
mann var sonur Björns Þorleiffe-
sonar í Mjóadal, Þorleifssonar á
Svínavatni, Ólafssonar. Móðir Þor-
leifs var Steinunn Björnsdóttir, b.
á Guðlaugsstöðum, Þorleifssonar,
forfööur Guðlaugsstaðaættarinn-
ar, en meðal afkomenda hans má
nefna Hannes Hólmstein Gissurar-
son og Pál Pétursson á Höllustöö-
um.
Þorlákur Björnsson frá Eyjarhól-
um, Mýrdal, andaðist á sjúkrahús-
inu á Selfossi 14. nóvember.
Ester Sighvatsdóttir frá Ragnheið-
arstöðum, Flóa, lést sunnudaginn
15. nóvember í Landspítalanum.
Laufey Guðmundsdóttir, Hraun-
stíg 7, Hafnarfirði, lést aö morgni
16. nóvember í Sankti Jósefsspítala,
Hafnarfirði.
Ásta Pálsdóttir andaðist 15. nóv-
ember í Sankti Franciskusspítalan-
um í Stykkishólmi.
Halldór Stefánsson vistmaöur Hér-
aðshælinu, Blönudósi, er látinn.
Rögnvaldur Rögnvaldsson,
Munkaþverárstræti 22, Akureyri,
andaöist að morgni sunnudagsins
15. nóvember á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Tryggvi Sigmundsson, Ytra-Hóli,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri laugardaginn 14. nóv-
ember.
Ólína Hjálmarsdóttir, Hvanneyrar-
braut 56, Siglufirði, lést í Sjúkra-
húsi Siglufjaröar að kvöldi 13.
nóvember.
Friðrik Sigurjónsson, fyrrverandi
hreppstjóri, Ytri-Hlíö, lést í sjúkra-
deildinni á Vopnafirði fóstudaginn
13. nóvember.
Jenný Magnúsdóttir, Kvistum, Ölf-
usi, andaðist á heimili sínu föstu-
daginn 15. nóvember.
Sveinbjörn A. Magnússon frá
Syðra-Hóli lést að heimili sínu á
Blönduósi 13. nóvember.
Þórgunnur Loftsdóttir
Þórgunnur Loftsdóttir, Bjarkar-
götu 9, Dalvík, er sjötíu og fimm
ára í dag. Þórgunnur er fædd á
Böggvisstöðum í Svarfaöardal og
ólst upp í foreldrahúsum. Hún
stundaði framhaldsnám í Héraðs-
skólanum að Laugum og í Kvenna-
skólanum á Hallormsstað. Einnig
var hún í Reykjavík og lærði kjóla-
saum.
Maður hennar er Ásgeir Pétur
Sigurjónsson kennari. Ásgeir er
fæddur á Fornustekkjum í Horna-
firði 30.12. 1905, sonur Sigurjóns
Péturssonar og Ingibjargar Gíslad-
óttur.
Þórgunnur og Ásgeir eiga tvö
börn: Ingibjörg, f. 3.9.1938, vinnur
viö afgreiðslustörf og er gift Stefáni
Jónssyni, gjaldkera hjá kaupfélag-
inu á Dalvík, og eiga þaufjóra syni,
Ásgeir Guðjón, Stefán Örn, Frið-
finn Orra og Hákon; Ásgeir Pétur,
héraðsdómari á Akureyri, f. 17.1.
1944, er giftur Jónhildi Valgeirs-
dóttur.
Þórgunnur átti þrettán systkini.
Tvö systkini hennar dóu ung en
hún á nú sex systkini á lífi. Þau eru
Guðjón, búsettur á Dalvík; Garðar,
búsettur í Reykjavík; Bergljót á
Dalvík; Lára á Akureyri; Sigríður
á Akureyri; og Hildur Björk á Dal-
vík. Uppkomin systkini hennar,
sem nú eru látin, voru Sigríður
Lovísa; Baldvin Gunnlaugur; Aðal-
steinn Friðrik; Björgólfur og
Sveinn Haukur.
Faðir Þórgunnar var Loftur Bald-
vinsson, útvegsb. á Böggvisstöðum,
sonur Baldvins Gunnlaugs Þor-
valdssonar og Þóru Sigurðardóttur
af Krossaætt. Móðir Þórgunnar var
Guðrún Friðfinnsdóttir, dóttir
Friðfinns Jónssonar frá Hóli á
Upsaströnd og Guðrúnar Björns-
dóttur frá Atlastöðum í Svarfað-
ardal.
Baldvin var bróðir Snjólaugar,
móður Jóhanns Sigurjónssonar
Þórgunnur Loftsdóttir
skálds. Kona Þorvaldar og lang-
amma Þórgunnar var Snjólaug
Baldvinsdóttir, prests á Upsum,
Þorsteinssonar, prests á Stærra-
Árskógi, Hallgrímssonar, prests á
Grenjaðarstað, Eldjárnssonar,
prests í Möðruvallaklaustri, Jóns-
sonar, en móöir Eldjárns var
Snælaug, dóttir Þorsteins, b. á
Frostastöðum í Skagafirði, Jóns-
sonar og konu hans, Guðríðar
Pétursdóttur, systur Hallgríms
sálmaskálds. Bróðir Baldvins á
Upsum var Hallgrímur, faðir Jón-
asar skálds. Kona Baldvins á
Upsum var Filippía Erlendsdóttir,
klausturhaldara á Munkaþverá,
Hjálmarssonar, en kona Hjálmars
var Filippía Pálsdóttir, systir
Bjama landlæknis sem var faðir
Steinunnar, móður Bjarna Thorar-
ensens, skálds og amtmanns.
Kona Jóns og langamma Þórg-
unnar var Gunnhildur Hallgríms-
dóttir, b. á Stóru-Hámundarstöð-
um, Þorlákssonar, dbrm. á Skriðu
í Hörgárdal. Bróðir Hallgríms var
Þorlákur, langafi Björns Th. list-
fræðings. Bróðir Gunnhildar var
Jón Baldvin, b. á Jarðbrú í Svarfað-
ardal, afi Guðjóns B. Ólafssonar,
forstjóra SÍS.
80 ára 60 ára
Borghildur Tómasdóttir, Brekku, Djúpárhreppi, er áttræð í dag. Kristín Ingibjartardóttir, Skipholti 44, Reykjavík, er áttræð í dag. 75 ára Ólína Björnsdóttir, Fossvegi 10, Siglufirði, er sextug í dag. Áslaug Ólafsdóttir, Álfaskeiði 82, Hafnarfirði, er sextug í dag. Sveinn Hannesson, Ásgarði, Reyk- holtsdalshreppi, er sextugur í dag. Jóna Ólafsdóttir, Sóleyjargötu 12,
Einar Hallsson, Laufási, Hofsós- hreppi, er sjötíu og flmm ára í dag. Vestmannaeyjum, er sextug í dag.
70 ára 50 ára
María Tryggvadóttir, Reynimel 80, Reykjavík, er sjötug í dag. Jófríður Jóhannesdóttir, Skóla- braut 35, Akranesi, er sjötug í dag. Bergþóra Halldórsdóttir, Miðtúni 46, Reykjavík, er sjötug í dag. Aöalheiður S. Steingrímsdóttir, Túngötu 4, Bessastaöahreppi er fimmtug í dag. Hún verður ekki heima á afmælisdaginn.