Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Qupperneq 37
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987.
37
Sviðsljós
■
. : ■
.
\ X;
.
Hérna sýna sjúkraflutningsmenn hvernig nýja bifreiðin nýtist við meðferð á slösuóum. Magnús Helgason varðstjóri hefur tekið að sér hlutverk hins slas-
aða og Einar Þór Einarsson brunavörður stumrar yfir honum. Guðbrandur Bogason brunavörður stendur yfir þeim en Kjartan Kolbeinsson brunavörður
er lengst til hægri á myndinni. DV-myndir S
Neyðarflutningar í Reykjavík eru
nú líklega með þeim bestu í heimin-
um eftir að tvær nýjar og glæsilegar
sjúkrabifreiðar bættust í flotann. Það
var Reykjavíkurdeild Rauða kross
íslands sem réðst í kaup á þessum
bifreiðum og voru alls keyptar þrjár
bifreiðar. Þeirri þriðju er ætlað það
hlutverk að þjóna sem sjúkrabifreið
á Djúpavogi.
Sjúkrabifreiðarnar voru keyptar
„hráar“ til landsins, sem þýðir að
þær voru innréttaðar hér á landi.
Meðal nýjunga má nefna sjúkrabör-
ur inni í bílunum sem hafa sérstakan
demparabúnað til að taka af hnjask
í götuakstri.
Bílar þessir voru til sýnis fyrir
nokkrum dögum í Slökkvistöðinni
við Öskjuhlíð og voru þá þessar
myndir tekhar.
Hér afhendir Arinbjörn Kolbeinsson, formaður Reykjavikurdeildar RKÍ, Nýju sjúkrabifreiðarnar eru með þeim fullkomnari sem gerast í heiminum,
Rúnari Bjarnasyni slökkviliðsstjóra lyklana að bílunum. ein fer á Djúpavik, en tvær til þjónustu i höfuðstaðnum.
Loksins hefur einni tekist að bremsa glaumgosann Jack Nicholson af, Anj-
elica Houston heitir sú heppna.
Stórbrúðkaup
í vændum
Jack Nicholson er frægur fyrir að
vilja ekki festa ráð sitt og vilja heldur
rokka á miili kvenmanna. Hann er
sagður hafa verið í tygjum viö ansi
marga kvenmenn. Svo nokkrar séu
upp taldar má nefna Meryl Streep,
Bette Midler, Candice Bergen, Faye
Dunaway, Jerry Hall, Michelle
Philipps, Diana Ross, Goldie Hawn,
Britt Ekland og Dolly Parton.
Jack kvæntist fyrir mörgum árum
en það hjónaband entist ekki lengi.
Konan hét Sandra Knight og þau eiga
saman dótturina Jennifer sem nú er
24 ára gömul. Síðan þá hefur Nichol-
son ekki viljað binda sig og fundist
það óþarfi, enda er hann frægur fyr-
ir það hve lunkinn hann er við að
ná sér í kvenfólk. Þær standast þaö
víst fáar þegar hann skrúfar frá
sjarmanum.
En nú virðist sem Jack sé á góðri
leiö með að festa ráð sitt. Síöustu tvö
árin hefur hann haldið nánum
tengslum við Anjelicu Houston sem
er dóttir leikstjórans kunna, John
Houston. Nicholson og John Houston
voru mjög nánir vinir og sagt er að
leikstjórinn hafi á dánarbeði sínum
tekið af Jack það loforð að kvænast
henni.
Anjelica er víst síður en svo mót-
fallin ráðahagnum, svo nú eru líkur
til þess að tveir óskarsverðlauna-
hafar gangi í eina sæng saman á
næstunni.
Ólyginn
sagði . . .
Diana Ross
þeldökka söngkonan sem er
gift norska milljónamæringn-
um Arne Næss þarf nú að
fara að endurskoða feril sinn.
Hún hefur ekki átt lag sem
hefur náð hátt á vinsældalista
í heil sjö ár, síðan lagið
„Upside down" kom frá
henni. Hún var á plötusamn-
ingi hjá stórfyrirtækinu RCA
en nú hafa þeir sagt upp
samningnum við hana því
þeir hjá RCA sjá enga framtíð
í henni lengur. Það er því
hugsanlegt að aldrei framar
heyrist topplög frá þessari
stjörnu.
Jane Seymour
er mikill dýravinur, eða var
öllu heldur. Um daginn
aumkvaði hún sig yfir flæk-
ingshund sem hún kenndi í
brjósti um. Það hefði hún
ekki átt að gera því hundurinn
launaði þakklætið með því
að bíta dóttur hennar í andlit-
ið. Jane Seymour þurfti að
fara með dóttur sína í plast-
íska aðgerð til að reyna að
bjarga henni frá því að fá Ijót
ör.
Madonna
hefur hingað til látið framann
ganga fyrir öllu. Illar tungur
hafa sagt að hjónaband
hennar og leikarans Sean
Penn standi á brauðfótum.
En Madonna er á öðru máli.
Hún hefur tilkynnt að hún
stefni á að verða ófrísk áður
en árið er liðið og vilji helst
eignast tvíbura. Að sjálf-
sögðu á Sean að verða faðir-
inn. Einlægir aðdáendur
hennar mega því búast við
að hlé verði á færibandaút-
gáfu hennar af lögum ef af
þessu verður.