Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1987, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987. 31 Sandkom Að vera eða vera ekki „spúttnikk" í Helgarpóstinum síöastlið- inn fimmtudag eru „ungir spúttnikkar" gerðir að um- talsefni og er ekkert nema gott um það að segja. Þama greinir frá ungum fram- kvæmdastjórum eða forstjór- um fyrirtækja sem hafa stóran hóp manna í vinnu, svo sem þeim Jóni Ásbergs- syni í Hagkaup og Jóni Sigurðarsyni í Álafossi hf. og fleirum. Allir eru þessir ungu menn „stjórar" í efstu eða næstefstu tröppu og bera ábyrgð á og stjóma nokkur hundmð starfsmönnum. Það er dálítið skondið að í þessum hópi er'Sigurður Kolbeins- son, titlaður fjármálastjóri Stöðvar 2, en er í raun aðstoð- armaöur Ólafs H. Jónssonar, eins eigenda fyrirtækisins sem stjómar þar fjármálum. „Batteríið“ undir Sigurði er líka heldur smávaxið í sam- anburði við hina „uppana“, samtals fimm manns ef allt ertalið. Bros í gegn- um tárin Sorgin hefur verið nokkuö til umræðu að undanfómu enda hafa nýlega verið stofn- uð samtök um sorg og sorgar- viðbrögð. Þetta er þarfur félagsskapur sem getur kom- ið góðu til leiðar því margir hafa farið mjög illa út úr sorg- inni. Nú er nýkomin út bók um þetta viðfangsefni, sorg- ina, og nefnist hún Þegar ástvinur deyr. Bókina þýðir séra Gunnar Bjömsson frí- kirkjuprestur og ferst honum það vel úr hendi. Það þykir kannski sumum heldur kaldranalegt að brosa að því, Séra Gunnar Björnsson þýöir bókina Þegar ástvinur deyr, enhún fjallar um sorgina og viðbrögð við hennl. en útgefandi þessarar bókar um sorg og sorgarviðbrögð er Útgáfufélagið Bros! Fyrstir með fréttimar? Stöð 2 birti greinargóða frétt af miklu hassmáli í fréttatíma sínum á mánu- dagskvöldið. Fréttinni var „slegið upp“ eins og sagt er í faginu, eins og um glænýja stórfrétt væri að ræða. Þetta er svo sem gott og blessað ef ekki hefði verið fyrir þá stað- reynd að fréttin var umorðuð endursögn úr frétt sem birtíst á baksíðu DV 28. nóvember. Steininn tók þó fyrst úr þegar fréttastofa Ríkissjónvarpsins endursagöi hálltíma gamla frétt úr Stöð 2 sem var 16 daga gömlu frétt úr DV og hafði sem sína einustu heim- ild fréttina úr Stöð 2 og vitnaði til samkeppnisaðil- ans. Síðar um kvöldið tók svo fréttastofa Ríkishljóðvarps- ins þessa frétt upp og vitnaði líka til Stöðvar 2. Skyldi DV ekki vera borið út á þessum stöðum? Þorsteinn Pálsson forsætisráöherra hlýtur þá aö vera skipstjóri i reis- unni miklu. Áfyrsta farrými Það væri synd aö segja að hávaðalaust hefði gengið að koma fjárlögunum í gegn og jafnvel eitilharðir stuðnings- menn stjórnarflokkanna og ríkisstj ómarinnar hafa látíð í ljósi efasemdir um einstaka málatlokka. Einn stuðnings- maður ríkisstjómarinnar, sem er háttsettur innan Sjálf- stæðistlokksins, var spurður álits á fjárlagaumræðunni og fjármálum þjóðarinnar al- mennt. Hann svaraði að fjármálin væm að fara með þjóðina til heRítis. „Bjarta hliðin á þessu máh er þó sú að við ferðumst þangað á fyrstafarrými." Langirfundir Þingfundir hafa verið lang- ir og erfiðir síöustu dagana þar sem reynt hefur verið að afgreiða fjárlagafmmvarpið. í fyrrinótt stóðu fundir til að mynda til klukkan þij ú um nóttina og vom þá aðeins tólf þingmenn eftír i húsinu en 51 var farinn heim til að sofa svefni hinna réttiátu. Mikil skelfing greip um sig er Al- bert Guðmundsson hótaði að leggja fram breytíngartillögu en það þýddi að þingforseti hetði þurft að rífa svefnþurfi þingmennina upp úr rúmun- um og hefði hann hlotið litlar vinsældir af slíku tiltæki. Sem betur fer þurftí ekki að koma til þess. Meðal þeirra sem fluttu ræður í fyrradag var Sighvatur Björgvinsson. í frétt í DV í gær var sagt að ræðan hefði verið löng og fiallað um fjárlagafmmvarp- ið og breytíngartillögur fjárveitingamefndar við gjaldaliði frumvarpsins. Af mynd af ræðuhöldum Sig- hvats, sem fylgdi fréttínni, má helst ráða að Sighvatur hefði fremur kosið að vera í hópi þingmanna sem fóm heim að sofa á guðlegum tíma en að hlusta á sjáifan sig og aðra flytja langar ræður. Sighvatur Björgvinsson er heldur þreytulegur á myndinni enda stóöu þingstörf Iram á rauöanótt. Umsjón: Axel Ammendrup OG STEYR 8070 Opið fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Hljómsveit Mánaklúbbsins leikur föstudags- og laugardagskvöld. Opið annan í jólum og nýárskvöld. Pantið borð í tíma hjá veitingastjóra í síma 23333. Sjáumst öll í góða skapinu. BRAUTARHOLTI 20 MÁNAKLUBBSFELAGAR ATHUGIÐ! TIL AFGREIÐSLU STRAX Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður. sími 91-651800 Ömmur, afar og annað gott fólk Fallegar jólagjafir handa unga fólkinu BARNAJÓL 1987 Einstáklega fallegur og vandaður jólaplatti. Hann er úr vönduðu postulíni, kóbaltblár að lit og á hann er málað með 24 karata gulli. Tilvalin gjöf, t.d. vegna bamsfæðingar eða skímar á árinu, og til allra bama og bamavirta. Falleg gjafapakkning kr. 2.150. BARNAMATARSETT Djúpur og grunnur diskur og drykkj- armál úr vönduðu postulíni og með skemmtilegum myndskreytingum. Falleg gjafapakkning kx. 1.300. TÉKKN KRIMTILL Laugavegi 15 - sími 14320 Kringlunni - sími 689955

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.