Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 12
12
Frjálst.óháö dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Vonir rætast seint
Vonarglætu mátti greina í sumum stærstu málunum
erlendis á árinu, sem er að líða. En vonir rættust seint.
Hæst ber fund leiðtoga risaveldanna í Washington í
byrjun desember. Reagan og Gorbatsjov skrifuðu undir
samkomulag um fækkun vopna beggja, fyrsta sinni í
sögunni. Ætlunin er að framkvæma samkomulag um
eyðingu meðal- og skammdrægra kjarnorkueldflauga.
En vel að merkja, var þetta aðeins framkvæmd á því,
sem í raun hafði verið samið um á fundi leiðtoga risa-
veldanna í Reykjavík 1986. Því fór fjarri, að Reykjavíkur-
fundurinn hefði verið unninn fyrir gýg, eins og nú sást
bezt. Leiðtogunum tókst ekki að ná samkomulagi um
takmörkun langdrægra kjarnorkueldflauga, sem mestu
skiptir, eða um geimvarnaáætlanir. Vona má, að slíkt
gerist á næsta ári. En mikla bjartsýni þarf til að við-
halda shkum vonum.
Sovétmenn létu því miður hvergi undan um grund-
vaharatriði mannréttinda eða hið svívirðilega stríð í
Afganistan. Liðin eru átta ár, síðan Sovéther réðst inn
í Afganistan. Síðan hafa Sovétmenn hvergi gefið eftir í
kúgunarstríði þessu. Sovétmenn hafa ekki dregið úr
kúgun annars staðar. Leiðtoginn Gorbatsjov telur sig
viðhalda glasnost, sem er heiti á stefnu, sem þykir mun
skárri en stefna fyrirrennara Gorbatsjovs. En mikið
skortir til að þessi stefna uppfylli þær vonir um aukið
lýðræði og frelsi, sem við hana eru bundnar. Næsta ár
mun að töluverðu leyti skera úr um, hvað glasnost í
raun boðar.
Enn má segja um ofríki Bandaríkjamanna í Mið-
Ameríku, að því verður að linna. Leiðtogar Mið-Amer-
íkuríkja lögðu talsvert af mörkum til að bera klæði á
vopnin á því svæði. Forseti Costa Rica, Oscar Arias,
hlaut friðarverðlaun Nóbels 1987 fyrir vikið. En Reagan
og harðlínumenn í Washington hindra, að Bandaríkja-
stjórn framkvæmi það lýðfrelsi, sem hún boðar.
Efnahagsglundroði setti svip sinn á margra erlenda
viðburði. í Sovétríkjunum stríða foringjar við vanda
skömmtunar og skorts vegna vígbúnðarkapphlaupsins.
í Bandaríkjunun stríða valdamenn við hallarekstur,
sem stjórnvöld standa fyrir og olli falli dollars og hruni
á verðbréfamarkaði.
Af öðrum erlendum viðburðum má nefna látlaust
stríð írans og íraks og sigur Margaretar Thatcher í
kosningum í þriðja sinn.
Kosningar og myndun nýrrar stjórnar hefur borið
hæst á innlendum vettvangi. Hægri menn klofnuðu í
kosningunum, og nýr flokkur, Borgaraílokkurinn, vann
stórsigur. Þá sigruðu einnig Samtök um kvennalista.
En gömlu flokkarnir héldu að lokum saman. Þeir
bræddu sig í ríkisstjórn, sem gaf fyrirheit og lofaði
bættu kerfi. Loforðin hafa ekki staðizt. Stefnt er að meti
í skattpíningu. Kerfmu er viðhaldið.
Við sitjum enn uppi með þær stjórnaraðferðir, sem
spilla hag okkar. Nú er hætt við, að dragi úr bata á lífs-
kjörum. Erfiðir tímar eru framundan. Skattborgarar
munu enn greiða fyrir grafna kjötskrokka og flugstöð,
sem hefur orðið eins og nýtt Kröfluævintýri. Við fögnum
hins vegar innilega því, sem vel hefur verið gert, og er
fijálsari verslun, sem bætir hag neytenda, þar með hinu
mikilvægasta. Opnun verslana í Kringlunni í Reykjavík
er gott dæmi um framfarir og bætta samkeppni, sem
DV styður með vali á manni ársins 1987.
Haukur Helgason
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
„Mér fyndist eðlilegt að gefa krókaveiðar, þ.e. veiði á handfæri og línu, alveg frjálsar," segir m.a. í greininni.
- Trillur og smábátar i Hafnarfirði.
Veiðar smábáta
Hinn 10. des. sl. hélt smábátafé-
lag Reykjavíkur fund um helsta
áhugamái sitt, veiöar smábáta og
kvótamálið. Fundi stýröi formaöur
félagsins, Skjöldur Þorgrímsson,
en framsögumaöur var formaður
sambands smábátaeigenda, Arthúr
Bogason, sá mikil víkingur.
Á fundinn var boöiö öllum þing-
mönnum Reykjavíkur, 18 aö tölu.
Mál stóöu hins vegar þannig aö
þingfundir voru á Alþingi og þing-
menn bundnir. Afleiðingar þess
voru því þær að aðeins tveir þing-
menn mættu, Guðmundur H.
Garðarsson og undirritaöur. Jafn-
framt mættu fulltrúar frá sjávarút-
vegsráöuneytinu.
Framsaga Arthúrs var skelegg og
fundurinn ágætur og íjörlegur,
meö nokkuö almennri þátttöku
smábátaeigenda.
Breytt viðhorf
Mér fannst smábátaeigendur
leggja mikla áherslu á aö aðstæður
heíðu ekki breyst svo aö það rétt-
lætti að setja kvóta á smábáta. Mat
ráðuneytisins var allt annað.
Samkvæmt núgildandi lögum um
stjóm fiskveiða, gilda sömu reglur
um veiðar allra báta undir 10 brl.,
án tillits til fyrri aflareynslu eöa
stærðar báta. í gildi eru tímabund-
in veiðibönn og takmörkun á
netaveiðum.
Eigi að síður hefur íjöldi báta
aukist talsvert og hlutdeild smá-
báta í heildarþorskafla farið
vaxandi.
Tölur samkvæmt upplýsingum
sjávarútvegsráðuneytis:
Fjöldi smábáta
1982' 1986
792 1254
Hlutdeild smábáta í þorskafla
1982 1986 ✓
3,4% 8%
Allt er þetta mjög eðlilegt. Eftir
að kvótakerfið komst á hefur út-
gerð smábáta undir 10 brl. veriö
eina opna leiðin þeim sem vilja
gera út.
Fjölgun bátanna sýnir þetta og
hvert stefnir að óbreyttu.
Það er ekki æskilegt, þegar htið
er til öryggismála sjómanna og
vinnuaðstöðu, að útgerðin færist í
auknum mæh yfir í smábáta.
Smábátarnir þjóna ákveðnu hlut-
verki í sjávarútvegi. Þessa útgerð
stunda margir dugmikhr menn og
í sumum byggðarlögum er smá-
bátaútgerð viðamikill þáttur í
útgerð.
En það er auðvitað óviðunandi
afleiðing kerfisins að öll aukning
útgerðar verði í smábátaútgerð.
Það er hka ljóst að þó menn tali
um báta undir 10 brl. eru sumir
nýjustu bátarnir í reynd allt að
17-18 brl. íslendingar eru fljótir að
læra á hvemig nýta megi mæling-
arreglur til stækkunar.
Nú er boðað að draga þurfi úr
þorskveiðum á næsta ári um 10%.
KjaUarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
þingmaður fyrir
Framsóknarflokkinn
Það næst sjálfsagt ekki nema tak-
marka veiðar smábátanna. Ella
heldur hlutdeild þeirra áfram að
aukast nær frjálst.
Hins vegar er nokkur vandi að
gera þetta þannig að ekki verði um
ofstjórn að ræða.
Frumvarpið
Frumvarpið, sem hggur fyrir Al-
þingi, gerir ráð fyrir að bátum núlh
6 og 10 brl. verði úthlutað sérstöku
veiðileyfi með aflahámarki. Gert
er ráð fyrir að-þeir megi veiða 90%
af fyrri veiðireynslu en þó ekki
meira en 135 t.
Bátar, sem ekki hafa veiði-
reynslu, fá aflamark:
6-8 brl. bátar 50 t.
8-10 brl. bátar 70 t.
Bátar undir 6 brl. fá ekki að fara
á þorskanet, nema þeir hafi haft
heimild til slíks á árunum 1986 eöa
1987.
Aflahámark er ekki heimilt aö
selja.
Einnig er aðeins heimilt að út-
hluta veiöileyfi með aflahámarki
bátum sem skráðir hafa veriö hjá
Siglingamálastofnun ríkisins 31.
des. 1987.
Raunar kom fram á fundinum að
smábátaeigendur eru tilbúnir að
standa að tillögum um að smábát-
um verði ekki fjölgað frá því sem
nú er. Þeir voru hins vegar mjög
andvígir veiðitakmörkunum og
töldu banndagakerfið of stirt.
Ég lýsti því yfir að mér fyndist
eðlilegt að gefa krókaveiðar, þ.e.
veiði á handfæri og línu, alveg
frjálsar.
Nú er verið að fjalla um frum-
varpið og líklega tekur þaö ein-
hverjum breytingum í meðförum
þingsins.
Stjórn fiskveiða
Sjálfsagt eru það fyrstu viðbrögð
flestra að það nálgist ofstjórn að
setja veiöitakmarkanir á trillurn-
ar. En úr vöndu er að ráða.
Nauðsynlegt reynist að takmarka
þorskveiðamar enn frekar en orðið
er. Þorskveiðar þessara báta hafa
þegar náð um 8% af heildarafla og
gætu vaxið talsvert.
En hversu skal með fara? Vand-
inn er að finna lausn sem nær
árangri og allir geta sæmilega sætt
sig við.
Ég lýsti á fundinum mínum skoð-
unum á úthlutunarkerfi og göllum
þess. Ekki nánar um þaö hér.
Smábátaeigendur viröast sjálfir
samþykkir því að takmarka fjölda
bátanna. Framvarpið gerir ráð fyr-
ir, mitt í samdrætti þorskveiða, aö
bátar fái að veiða 90% af því sem
kallað er veiðireynsla þeirra, þó
með hámarki.
Vandi er auðvitað þeir bátar sem
ekki hafa veiðireynslu og telja sig
fá of lítið í sinn hlut. Mér er ofar-
lega í huga þeir menn sem nýlega
hafa keypt báta, ráðist í mikla fjár-
festingu án þess að gera sér grein
fyrir að til takmarkana kæmi.
Á fundinum kom fram að 6 brl.
bátur getur kostað um 5 m. kr.
Útilokað er að setja menn í þá
stöðu að veiðheimild sé svo rýr að
þeir geti með engu móti staðið í
skilum með bátinn.
í slíku tilviki geta þeir heldur
ekki selt bátinn, því honum fylgir
of lítil veiöiheimild til þess að unnt
sé að reka hann. Þetta þýðir að
menn geta hvorki lifað né dá-
ið.
Ég hefi margoft lýst þeirri skoðun
minni að það er ábyrgð stjórnvalda
að leikreglur þjóðfélagsins séu
þegnunum sæmilegar kunnar og
menn viti í hvernig umhverfi þeir
taka sínar ákvarðanir.
Ella lifa menn í nokkurs konar
happdrættisþjóðfélagi.
Stjórnvöldum ber því skylda til
að leysa sérstaklega mál manna
sem svona er ástatt um.
Enn eiga menn nokkuð í land
með að finna lausn á stjórn fisk-
yeiða sem allir geta unað við, ef
slík lausn er yfirhöfuð til.
Guðmundur G. Þórarinsson
„Það er ekki æskilegt, þegar litið er til
öryggismála sjómanna og vinnuað-
stöðu, að útgerðin færist 1 auknum
mæli yfir í smábáta.“