Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
59
Fimm af hundraði
tippuðu á Oldham
Vinningsupphæð í 17. leikviku, 19.
desember síðastliðinn, var 1.073.908
krónur og var 1. vinningur 751.736
krónur en 2. vinningur 322.174 krón-
ur. Ekki voru úrslit mjög óvænt, en
þó setti útisigur Oldham gegn Manc-
hester City strik í reikninginn hjá
mörgum tipparanum. Til dæmis var
rangt til getið um þann leik hjá flest-
um þeim sem voru með ellefu réttar
lausnir. Alls komu fram sex raðir
með alla tólf leikina rétta og hlýtur
hver röð 125.285 krónur. Vinnings-
hafar komu víða að, en þrír voru úr
Reykjavík, einn frá Neskaupstað,
einn frá Seltjamamesi og einn frá
Hólmavík. 331 röð var með ellefu
rétta og hlaut hver röð 973 krónur.
Þess má geta að í norsku getraunun-
um vom nákvæmlega sömu 12 leik-
imir og þar gáfu 12 réttir 25.000
íslenskar krónur en 11 réttir 1000 ís-
lenskar krónur. Ef tekið er mið af
þeim röðum sem fóra inn í gegnum
tölvu getrauna þá var ekki tippað
nema 5% á útisigur í leik Manchester
City og Oldham en næstlægsta tala
var 24% á jafntefli Bournemouth og
Middlesbro. Flestir tippuðu rétt á sig-
ur Liverpool á Sheffield Wednesday
Getraunaspá
fjölmiðlanna
c
c
> 5 E
Q 5 h
Q.
’> k. c .2. £ ‘3 c (0 c
«o 3 o> (0 '3 W k. «o
*o >» S co :0
5T Q m £ U) U)
LEIKVIKA NR.: 18
Arsenai QPR 1 1 1 1 1 1 1 1 1
Chelsea Tottenham X 2 X 2 2 1 1 1 1
Coventry Norwich 1 1 1 X 1 1 1 1 1
Derby Liverpool 2 2 2 2 2 2 2 2 1
Newcastle SheffWed 1 1 1 1 1 1 1 2 1
Oxford Wimbledon X X X 2 X 1 X X X
Watford Manch Utd 2 2 1 2 2 2 2 2 2
West Ham Luton 1 1 1 X 1 1 .1 1 1
Barnsley Aston Villa X 1 1 X 2 1 1 2 1
Huddersfield.. Blackburn X X 2 1 X 1 1 X 1
Hull Leeds 1 1 X 2 1 1 2 2 1
Leicester Crystal Pat X 1 1 2 X 1 X 2 X
Hve margir réttir eftir 17 leikvikur: 102 89 87 88 89 95 90 93 89
Umsjón: Eiríkur Jónsson
Enska 1. deildin
L HEIMALEIKIR U J T Mörk U ÚTILEIKIR J T Mörk S
21 10 1 0 30 -3 Liverpool 6 4 0 21 -8 53
20 6 2 1 23 -5 Nott Forest 7 2 2 21 -11 43
22 7 1 3 22 -9 Arsenal 5 3 3 13-11 40
21 6 4 0 18 -9 Manch Utd 4 4 3 17 -13 38
22 8 2 1 22 -5 Everton :. 2 5 4 10-10 37
22 6 3 2 16-10 QPR 4 3 4 11 -17 36
22 5 5 1 18-10 Wimbledon 4 2 5 13-15 34 .
22 6 4 0 18-10 Chelsea 2 1 9 13 -26 29
21 5 4 3 18 -11 Luton 3 0 6 9-14 28
21 4 3 3 15-13 Southampton 3 4 4 16-18 28
22 6 1 4 15-12 Tottenham 2 3 6 7-14 28
22 5 1 5 14-16 SheffWed 3 2 6 11 -20 27
22 4 4 4 14-15 West Ham 2 4 4 11 -14 26
21 3 3 4 9 -12 Newcastle 3 4 4 15 -21 25
21 3 3 5 10-10 Derby 3 3 4 9-15 24
21 2 4 4 10-17 Coventry 4 2 5 12-15 24
22 5 1 5 17-19 Oxford 1 3 7 7 -20 22
22 3 2 5 13 -14 Norwich 3 1 8 6-15 21
22 3 5 4 13-15 Portsmouth 1 3 6 6 -24 20
22 3 4 5 12-16 Charlton 1 2 7 9-18 18
21 3 2 5 8-12 Watford 1 4 6 6-16 18
Enska 2. deildin
HEIMALEIKIR UTILEIKIR
L U J T Mörk U J T Mörk S
26 9 3 1 24 -7 Middlesbro 5 4 4 12-10 49
26 9 2 2 27 -12 Bradford 5 4 4 13-17 48
26 3 7 3 14 -13 Aston Villa 9 3 1 23-10 46
25 9 1 2 29 -13 Crystal Pal 5 2 6 24 -24 45
25 8 5 0 21 -11 Hull 4 4 4 16 -15 45
26 9 1 2 28 -11 Millwall 5 2 7 16 -23 45
26 6 2 5 34-18 Manch City 6 4 3 20-17 42
25 11 1 1 27 -7 Ipswich 1 5 6 10 -17 42
25 7 4 2 18-10 Blackburn 4 5 3 14 -14 42
26 9 2 2 23-11 Leeds 2 6 5 12 -21 41
24 7 3 2 28 -13 Swindon 4 1 7 17 -22 37
24 8 2 3 30-17 Barnsley 2 4 5 7 -13 36
26 5 5 3 14 -14 Birmingham 4 2 7 12 -23 34
25 6 3 3 26 -16 Plymouth 3 3 7 12-23 33
25 6 3 3 18 -12 Stoke 3 2 8 9 -21 32
26 4 5 5 21 -20 Bournemouth 3 2 7 11 -22 28
26 5 5 4 19 -17 Sheffield Utd 2 1 9 10-24 27
24 4 3 5 13-14 Oldham 2 3 7 9-20 24
23 5 3 5 17 -11 Leicester 1 2 7 12 -20 23
26 5 3 5 20-16 WBA 1 2 10 11 -29 23
26 3 4 5 11 -17 Huddersfield 1 4 9 17 -42 20
26 2 5 5 12 -15 Shrewsbury 1 5 8 7 -23 19
25 2 2 7 10-14 Reading 2 4 8 15 -33 18
en það vora 81% raðanna með
heimasigur.
Meðaltal hópanna rétt um tíu
Það var aðeins einn tipphópur sem
var með 12 rétta um helgina. Hópur-
inn nefnist SÆ-2, en sá sem leiðir
þann tipphóp er hinn landskunni
tippari og knattspymumaður Óskar
Guðmundsson, fisksali í Sæbjörgu.
Nafn tipphópsins er því dregið af
nafni verslunarinnar. Óskar hefur
fengiö 12 rétta áður og er hópur hans
SÆ-2 með 9,91 að meöaltali og er við
toppinn. Það era hópamir Kiddi Bj,
BIS og Ricki 2001, sem eru efstir sem
stendur með 10,08* að meðaltali. GH
BOX 258, Trompásinn og Guðjón
fylgja fast á eftir með 10,00 í meðal-
tal. Þess má geta að þeir sem eru
efstir hafa fengið samtals 121 eftir 12
vikur. Ricki 2001 hefur fengið tvisvar
sinnum 12 rétta en BIS og Kiddi Bj
einu sinni. Kiddi Bj er tipphópur sem
hefur.lögheimili á Akureyri og sam-
anstendur af tveimur tippurum á
Akureyri, togarasjómanni, einum
sem býr á Blönduósi og tveimur sem
era í Reykjavík. Alls vora 33 tipphóp-
ar með 11 rétta um síöustu tipphelgi.
DV efst í fjölmiðlakeppninni
Keppni fjölmiðlanna er geysilega
hörð um þessar mundir. Dagblaðið/
Vísir hefur haldið forystu undan-
farnar vikur og er með samtals 102
rétta eftir 17 vikur sem gerir ná-
kvæmlega 6 að meðaltali. Ríkisút-
varpið er með samtals 90, sem gerir
5.29 að meðaltali og Dagur, Stöð 2 og
Morgunblaðið eru með 89 rétta sem
gerir 5,23 að meðaltali, en aðrir hafa
minna.
• Alls komu fram 17 markajafn-
tefli á annan í jólum, en þann dag
kalla Bretar Boxing Day. Úrslit voru
mjög furðuleg þann dag og til dæmis
var enginn heimasigur í ellefu leikj-
um í 2. deild. Markajafnteflin vora
númer: 2-9-11-16-18-26-28-32-34-
39-40-41-42-45-50-54 og 56. Marka-
laus jafntefli vora númer: 21-35-47
og 48. Það varö því enginn ríkur á
Bretlandi um jólin vegna úrslita í
knattspyrnuleikjum.
Þegar 17 leikvikum er lokið hefur
knattspyrnudeild Fram seli flestar
raðir eða 311.492. Knattspyrnudeild
KR hefur selt 223.634 raðir, frjáls-
íþróttadeild ÍR 201.477 raöir, skrif-
stofa Getrauna fyrir ÍBR 186.838 raðir
og knattspymudeild Fylkis 182.468
raðir.
Alan Smith og Arsenal fylgdu Liver-
pool eftir fyrir jólin en hafa misst
flugið, væntanlega vegna hinna
gómsætu jólabúðinga sem eru svo
freistandi.
Tippadátólf
Fýrstu leikir ársins eni erfiðir
1 Arsenal - QPR 1
Arsenal stendur yfirleitt fyrir sínu á heimavelli þó svo að
liðinu hafi ekki gengið vel í síðasta leik gegn Nottmgham
Forest. QPR ættí að vera auðveld bráð því liðinu hefur
ekkert gengið síðan síðla í október þegar það var á toppn-
um. Með tæplega Qörutíu þúsund bandbrjálaða áhorfend-
ur sér til stuðnings bregst Arsenal ekki aðdáendunum
gegn nágrönnunum í OPR og vinnur þennan Derbyleik.
2 Chelsea - Tottenhaxn X
Tottenham er loksins farið að vinna leiki á ný eftir sérlega
slæman kafla í nóvember og desember. Chelsealiðið er
loftbóla sem springur á næstunni. En þar sem Chelsea
hefur yfirleitt gengið vel að spila á heimavelli sínum, Stam-
ford Bridge, verður að taka tillit til þess og spá liðinu að
minnsta kosti jafntefli. Tottenham vann leikinn í fyrra, 0-2,
en lætur sér nægja jafntefli nú.
3 Coventry - Norwich 1
Norwich er alveg heillum horfið og hefur selt báða mið-
verði sína, þá Dave Watson og Steve Bruce, sem stóðu
sig svo vel í fyrravetur en þá hafiiaði liðið í 5. sæti. Nú
er liöið við botnixm og berst hatrammri baráttu til að halda
sér uppi. Coventry er einnig neðarlega. Liðið hefur brugð-
ist vonum stuðningsmanna sinna sem héldu að nú væri
stóra stundin runnin upp, eftir sigur í ensku bikarkeppn-
inni í vor.
4 Derby - Liverpool 2
Derbyliöið hefur staðið sig ágætlega eftir að hafa komiö
upp úr 2. deild í vor. Liöið styrkö vömina með kaupum
á Peter Shilton og Mark Wright frá Southampton en sókn-
in er exm höfuðverkur því að leikmenn Derby hafa skorað
fá mörk, tæplega mark í leik. Leikmenn Liverpool hafa
aftur á móti leikxð við hvem sinn fingur. Þar sem leikmenn
Liverpool hafa skorað meira en tvö mörk að meðaltali í
leik en Derby eitt er spáin útisigur. Tveir síðustu heima-
leikir Derby hafa tapast, 1-2.
5 Newcastle - ShefEleld Wednesday 1
Brasilíski knattsnillingurinn Mirandinha hefúr haldið New-
castleliðinu á floti í haust með mörkum sínum. Hann setti
sér það takmark að skora tuttugu mörk á þessu keppnis-
tímabili og er rúmlega hálfnaður með það verkefití.
Sheffieldliðið hefur tekið sér tak undanfarið og tapar ekki
leikjum eins sannfærandi og fyrr í haust. Trúlega munu
úrslit þessa leiks ráðast af einu marki Newcastle í hag.
6 Oxford - Wimhledon X
Wimbledon, sem klifraði úr 4. deild í þá 1. á fjórum árum,
1982-1986, hefur þegar skipað sér sess meðal árangursrik-
ustu liða í 1. deildinni. Leikmenn liðsins vinna geysilega
vel og eru samrýndir í aðgerðum sínum. Þessar aðgerðir
þykja yfirleitt frekar hrottalegar. En leikmenn liðsins gefa
aldrei eftír þannig að erfitt verður fyrir Oxford að hafa
stig af Wimbledon. Þó er það mögulegt og besta tækifæ-
rið er á heimavelli. Því er spáin jafntefli.
7 Watford - Manchester United 2
Leikmönnum Watford hefur gengið mjög illa að skora
mörk í vetur. Á sjö leikja bili frá september til nóvember
skoraði liðið tíl dæmis einungis eitt mark. Manchester
United er komið á gott skrið og er meðal efstu liöa. Brian
McClair skorar reglulega fyrir Unitedliðið. Spáin er því
útisigur.
8 West Ham - Luton 1
West Ham hefur gengið ágætlega undanfarið og sérlega
vel á heimavelli, þrátt fyrir tap gegn Wimbledon á ,3ox-
ing Day“. Luton er óútreiknanlegt. Liðinu hefur gengið
ágætlega, án þess þó að virka sannfærandi. Leikmenn
West Ham eru áhugasamir sem sést á því hve fáir leikir
hafa tapast síðan í byrjun október. West Ham er þvi spáö
sigri.
9 Bamsley - Aston Villa X
Aston Villa hefur gengið best allra liða í Englandi að vinna
leiki á útivöllum. Barnsley hefiur gengið mjög vel á heima-
velli í undanfömum leikjum. Liðið geröi jafntefli í siðasta
leik en vaxut sex heimaleiki sína þar á uivdan. Það er því
frekar slæmt fyrir Aston Villa að mæta Bamsley nú þegar
Bamsley er í stuði. Liðið þarf að minnsta kosti eitt stig úr
þessum leik. Jafntefli.
10 Huddersfield - Blackbum X
Huddersfield hefur verið að klóra í bakkann undanfaxið
en er I botnbaráttu þrátt fyrir að vinna leik við og við.
Mikil sigling er á Blackbum sem er komið alveg upp að
toppi og hefur ekki tapað leik frá þvi 26. september til
þess dags er þetta er skrifað. Því er spáin jafntefli.
11 Hull - Leeds 1
Hull hefur verið að gefa eftir í toppbaráttunni en er þrátt
fyrix það eina taplausa liðið á heimaveUi í 2. defld. Það
hefur unnið 8 lefld og gert 5 jafntefli. Leeds hefur veriö í
sókn undanfarið og vann annan útisigur sinn gegn Manc-
hester City annan í jólum. Heimasigur.
12 Leicester - Crystal Palace X
Crystal Palace er meö nokkuð sterkt lið og er undix stjóm
hagfræðingsins Steve Coppel sem lék á árum áður með
Manchester United og enska landsliðinu en varð að hætta
keppni vegna hnémeiðsla. Palace varð fyrst liða tfl að vinna
Ipswich á útivelli. Leicesterliðið er brotið um þessar mund-
ir og hefur hver leikurinn tapast á fætur öðrum. Þrátt fyrir
það er aldrei hægt að útfloka baráttu á heimavelli og því
er spáin jafntefli.