Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
61
Hvað er þér miimisstæðast frá árinu 1987?
Þorsteinn Baldvinsson:
Góður
sjávarafli
Gyifi Kiistjánssan, DV, Akureyri
„Þaö sem mér verður minnisstæö-
ast frá árinu er góður sjávarafli
lengst af og þaö hversu árið verður
gott fyrir sjávarútveginn í heild,“
sagði Þorsteinn Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins
Samheija á Akureyri.
„Varðandi landsmálin eru það að-
allega atburðir síðustu vikna sem
vekja athygli mína. Annars vegar er
það getuleysi Alþingis að taka á efna-
hagsmálunum og þessi umræða sem
hefúr orðið í kringmn flugstöðvar-
bygginguna á Keflavíkurflugvelli.
Hún lýsir ábyrgðarleysi ákveðinna
þingmanna og embættismannakerf-
isins sem við búum við. Það er
stórfurðulegt hvemig menn afsaka
það að hátt í einum milljarði skuli
hafa verið eytt þar umfram það sem
áætlað var.
Næsta ár leggst fremur illa í mig.
Ég held að það verði mun erfiðara
rekstrarlega hjá útgeröinni og fyrir
þjóðarbúið í heild. Það er alltaf erfitt
að þurfa að fara að skera niður eftir
góðæri eins og nú mun gerast,“ sagði
Þorsteinn.
Anna Margrét Jónsdóttir.
Velgengnin
í London
„Velgengnin í London, þegar ég
varð í þriðja sæti í keppninni um tit-
ilinn ungfrú alheimur, er mér
minnisstæðust á þessu ári. Einnig er
keppnin hér heima um ungfrú ísland
mér afar minnisstæð. Þetta ár hefur
verið mjög skemmtilegt hjá mér. Þá
sérstaklega vegna þátttöku minnar í
þessum keppnum.
Á nýju ári eru mínar helstu vænt-
ingar þær að ég verði áfram heilbrigð
og hamingjusöm," sagöi Anna
Margrét Jónsdóttir, ungfrú ísland.
-sme
Sigríður Stefánsdóttin
Tvennar
kosningar
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyn:
„Þjóðmálin hafa einkennst af óró-
leika á árinu. Við fengum kosningar
með fjölda framboða, erfiða stjómar-
myndun og eftirleikurinn er sá að
Alþýðuflokkurinn heldur uppi
stefnu gegn kjöram almennings,“
segir Sigríður Stefánsdóttir, bæjar-
fulltrúi á Akureyri.
„Hvað snertir mig sjálfa stóð ég í
tvennum kosningum á árinu, annars
vegar þingkosningum og hins vegar
kosningu um formannsembætti í Al-
þýðubandalaginu sem verður mér
mjög minnisstætt. Þetta voru ólíkar
kosningar, annars vegar að vera að
berjast gegn sínum eigin félögum,
hins vegar í hinum hefðbundnu
kosningum en hvort tveggja mun
geymast í minningunni.
Hvaö varðar alþjóðamál þá búum
við í heimi þar sem ríkir ófriöur,
hungur og mengun hijáir fólk og því
verður minnisstætt það litla spor
sem stigið' var við undirritun þjóð-
höfðingjanna í Washington á dögim-
um. Þetta var aö vísu lítið spor en
það sýnir okkur þó að enn er von.
Af heimaslóöum á Akureyri er af-
mælishaldið vegna 125 ára afmælis
Akureyrar í ágúst mjög minnisstætt
og einnig hin eindæma veðurblíða
sem viö höfum búið við.“