Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 30
62 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. Hvað er þér miimisstæðast frá árinu 1987? ___________pv Amór Guðjohnsen: Belgíutitillinn í knattspymu Það sem mér er efst í huga frá ár- inu sem er að líða er titillinn sem við unnum með Anderlecht í vor og reyndar aUt tímabilið í heild sinni. Ég er ákaflega ánægður með síöasta ár og með minn hlut í því, það er búið að vera skemmtilegt. Hvað næsta ár varðar þá er ég búinn með samning minn viö Anderlecht í vor og vonast til að komast í annað gott hð utan Belgíu, helst til Frakklands, Spánar eða Ítalíu. Þegar samningur minn rennur út hjá Anderlecht er ég búinn að vera 10 ár í Belgíu sem mér fmnst alveg nóg. -IS Áimann Reynisson: Samkomulag stórveldanna minnisstæðast „Af erlendum vettvangi er mér efst í huga samkomulag Reagans og Gor- batsjovs í Washington nú í desember um útrýmingu meðaldrægra kjarn- orkuvopna. Samkomulag þetta gefur mannkyninu vonarglætu um bætt- samskipti þjóða á milli og von um að sá tími komi að öllum vígvélum verði útrýmt,“ sagði Armann Reyn- isson forstjóri. „Af innlendum vettvangi er þensl- an í atvinnulífmu mér efst í huga, myndun nýrrar ríkisstjómar, óvenjumikil veðurblíða, gróska í menningarlífinu og jákvæð þróun á hinum frjálsa íjármagnsmarkaði til hagsbóta fyrir almenning. Þar þarf enn að halda á spöðunum. Persónulega er mér efst í huga hin mikla uppbygging í fyrirtækjunum sem ég á hlutdeild í og kaupin á Ragnarsbajíarii í Keflavík. Mér fannst ánægjulegt að leggja mitt af mörkum til þess að 50 manns héldu vinnu sinni. Á komandi ári vænti ég friðar og farsældar fyrir land og þjóð. Ég vona að ríkisstjómin hafi hemil á verð- bólgu og vinnudeilum. Útflutningur á íslenskum vamingi mætti aukast til muna. Hið opinbera og einkaaðilar ættu að sýna meiri skilning á mikilvægi menningarstarfsemi. Eg vænti þess að metnaður allra listamanna rísi hærra en áður því andleg velferð landsmanna byggist, þegar öllu er á botninn hvplft, á sífijórri listsköp- un,“ sagði Ármann Reynisson. -ATA Ólafur Þ. Harðarson: Stjómin heldur út næsta ár „í mínum huga ber efst samkomu- lag Reagans og Gorbatsjovs um meðaldrægu flaugarnar. Þótt samn- ingurinn feli í sér tiltölulega litla fækkun kjarnavopna þá gerir hann ráð fyrir eyðileggingu vopna og hefur að geyma ákvæði um eftirlit, en þessi ákvaeði gera samninginn merkileg- an,“ sagði Ólafur Þ. Harðarson, lektor í stjómmálafræði. „Af innlendum viðburðum ber kosningarnar og myndun ríkis- stjórnarinnar hæst. Kosningamar sýndu að kreppá gömlu fjórflokk- anna fer enn dýpkandi. Sigur Kvennalistans, klofningurinn í Sjálf- stæðisflokknum og sú staðreynd að Alþýöuflokkurinn fékk í fyrsta skipti í hálfa öld meira fylgi en Alþýðu- bandalagið og forverar þess em tímamótaatburðir í íslenskri stjóm- málasögu. Hvað næsta ár varðar þá er erfitt að spá því í pólitik gerast hlutimir hratt. Ég á þó von á aö ríkisstjórnin haldi út árið. Þrátt fyrir ólik sjónar- mið sfjómarflokkanna og átök á vinnumarkaði trúi ég því að stjórnin geti leyst sín mál nema. einhver stjórnarflokkanna telji sér í hag að knýja fram kosningar, en það þykir mér þó heldur óliklegt,“ sagði Olafur Þ. Harðarson. -''-ATA Jón Páll Sigmarsson: Afskaplega gottár „Sviptingar í stjórnmálum eru mér efstar í huga frá árinu sem er að líða,“ sagði Jón Páll Sigmarsson, afl- raunamaður og sterkasti maður heims. „Hvað sjálfan mig varðar hefur þetta verið ánægjulegt ár og gott gengi mitt í íþróttum er þar efst á blajji. Ég held að nýja árið verði afskap- lega gott að öllu leyti. Ég er sérlega bjartsýnn á gengi íþróttamannanna okkar á ólympíuárinu og sjálfur kem ég til meö að taka á enn um sinn,“ sagði Jón Páll Sigmarsson. -ATA Guðmundur Ágústsson: Mikil bytting á mínum högum „Mér er persónulega langefst í huga sú mikla bylting sem orðið hef- ur á mínum högum. Þaö hvarfiaði ekki að mér í upphafi ársins að und- ir árslok ætti ég eftir að sitja hér inni á þingi og rétta upp hendur," sagði Guðmundur Ágústsson, þingmaöur Borgaraflokksins. „Þessi breyting á mínum högum tengist náttúrlega óijúfanlegum böndum öðrum atburði ársins sem mér er sérstaklega minnisstæður, en það er stofnun Borgaraflokksins. Þessi flokkur, sem var stofnaður á örfáum sólarhringum, hefur. þegar sett sitt mark á íslenska stjAmmála- söguogégheftrúáþviaðt’ kkurinn eigi eftir að vaxa og dafna 1 v-amtíð- inni. Hvað næsta ár varðar vænti ég þess að geta staðið mig í stykkinu hér á þingi, verði verðugur þess stuðnings og trausts sem ég hlaut í kosningunum og að ég geti unnið landi og þjóð eitthvert gagn með störfum mínum á Alþingj," sagði Guðmundur Ágústsson. -ATA Valgerður Svenisdóttir: Kosninganóttin ógleymanleg „Minnisstæðasti atburðurinn er að sjálfsögðu kosninganóttin. Það er ógleymanlegt að vera kosin á Al- þingi,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður frá Lómatjöm í Suö- ur-Þingeyjarsýslu. Hún var kjörin á þing i kosningunum 25. apríl fyrir Framsóknarflokkinn í Norðurlands- kjördæmi eystra. „Þá hefur merkilegt skref verið stigið í átt til friðar í heiminum á árinu. Á komandi ári er aðalatriðið að koma einhveiju viti á efnahagsmál- in, vaxtamálin og koma verðbólg- unni niður aftur. Atvinnulíf er að stöðvast," sagði Valgerður. -KMU Geir H. Haarde: Kvöldstund í Þingvallakirkju „Af innlendum vettvangi eru mér eftirminnilegastar kosningamar í apríl, undanfari þeirra og eftirleik- ur,“ sagði Geir H. Haarde sem kjörinn var á þing fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. „Einnig árangur íslenskra afreks- manna í útlöndum, bæði handbolta- landsliðsins og skákmanna okkar. Af erlendum vettvangi kemur fyrst í hugann samningur stórveldanna. Að þvi er mig sjálfan áhrærir er eftirminnilegust kvöldstund í Þing- vaUakirkju skömmu fyrir Jóns- messu. Á næsta ári vonar maður að hér verði stjómarfarslegur stöðugleiki til þess að mönnum auðnist að vinna á aðsteðjandi efnahagsvanda," sagði Geir. -KMU Pétur Guðmundsson: Bygging flugstöðvar ævintýri líkust „Það sem mér er efst í huga frá árinu sem er að hða er að sjálfsögöu vígsla flugstöðvarinnar þann 14. apríl síðasthðinn og starfræksla hennar daginn eftir,“ sagði Pétur Guðmundsson, flugvaUarstjóri í flugstöð Leifs Eiríkssonar, um árið 1987. „Einnig er mér hugleikið 'allt sem hefur fylgt í kjölfarið. Það hafa aldrei fleiri farþegar lagt leið sína um völl- inn né fleiri vélar haft hér viðkomu. Ég er sæll og ánægður með árið sem nú er að Uða, það hefur verið ólýsanleg lífsreynsla að fá að vera þátttakandi í shku ævintýri, þetta eru nánast forréttindi. Ég vona að á næsta ári ljúkum við því sem eftir er, það eru innansleikj- ur innanstokks, eins og það heitir á fagmáli? og ýmsar lóðaframkvæmd- ir. Þegár er búið að skipuléggja hér framtíðaraðsetur og munu rísa hér fleiri byggingar. Væntanlega stefnir aUt uppávið og erum við hér með aðstöðu til að mæta öllum þjónustu- atriðum varðandi flug sem upp kunna að koma í framtíðinni.“ -PLP Athugið sendið inn alla 10 seðlana í einu umslagi. Skilafrestur til 11. janúar ’88 - - dregið um sextán glæsilega vinninga - 1. Technics geislaspilari m/fjarstýringu frá Japis að verðmæti kr. 45.660.- 3. Panasonic ferðaútvarpstæki frá Japis að verðmæti kr. 7.380.- 7-10. Lazer Tag leiktæki frá Radíóbúðinni, að verðmæti kr. 2.980.- 2. Sony Discman ferðageislaspilari frá Japis að verðmæti kr. 27.720.- 4- 6. Bangsi bestaskinn og Gormur vinur hans frá Radíóbúðinni að verðmæti kr. 8.800.- 11-16. Dansandi dúkkur frá Radíóbúðinni að verðmæti kr. 1.980.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.