Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. 7 Hvað er þér minnisstæðast frá árinu 1987? Ólöf Kolbrún Harðardóttir: Aida mesti viðburðurinn „Það sem mér er efst í huga frá árinu sem nú er að líða er án efa sýning óperunnar Aidu í Gamla bíói. Þarna urðum við vitni að einu kraftaverkinu enn hjá íslensku óper- unni en þetta var talið ómögulegt af sumum. Ég er bjartsýnismanneskja og nýja árið leggst vel í mig. Ég bind mínar vonir við að tónlistarskólar verði ekki teknir af ríkisstyrk og settir á framfæri sveitarfélaganna eins og nú er ráðgert en það teljum við óheilla- vænlega þróun. Ef tónlistarskólamir verða settir á framfæri sveitarfélag- anna þá tel ég að aðsókn í þá verði engan veginn jafnalmenn og hingað til og því eigi færri kost á námi. Ég fagna því hins vegar að nú skuli stefnt að því að taka upp tónlistar- kennslu á háskólastigi hér á landi. Við hlökkum til að geta .stefnt nem- endum að því markmiði að geta lokið sínu námi hér á landi“ -PLP Jóhann Hjartarson: Leiðtoga- fundurinn minnisstæður „Það sem mér er efst í minni frá árinu sem er að líða er leiðtogafund- urinn í Washington,“ sagði Jóhann Hjartarson er DV spurði hann um minnisstæðustu atburði ársins. „Þetta er nú það sem ég man helst, enda hef ég gert mér vonir um að ' eitthvað skáni milli austurs og vest- urs.“ „Mér eru einnig í fersku minni lok- in á heimsmeistaraeinvíginu í skák í Seviila en það var ákaflega skemmtilegt." „Hvað varðar komandi ár þá er ég ekki farinn að hugsa svo langt enn. Það leggst þó vel í mig. Hvað væntan- Hega atburði varðar þá horfi ég með talsverðri eftirvæntingu til kandi- dataeinvígisins sem hefst í Kanada þann 24. janúar næstkomandi. Ég þori þó ekkert að spá um úrslit þess, þau veröa bara að koma í ljós.“ -PLP Guðmundur Emilsson: „Fátækt þessar- ar þjóðar er mikil ígóðærinu" „Fyrst kemur upp í hugann þakk- læti til þeirra fjölmörgu sem hafa í orði og verki stutt við bak íslensku hljómsveitarinnar sem í ár hefur barist fyrir tilveru sinni - sjöunda árið í röð. í öðru lagi hvaö fátækt þessarar þjóðar er mikil í góðærinu - eða þeirra sem telja sig fulltrúa þjóðarinnar. Mér barst nefnilega til eyrna fyrir örfáum dögum að hátt- virtur alþingismaður og fyrrum ráðherra, Ragnar Arnalds, sem í sinni ráðherratíð sýndi menningar- lífinu óvenjulegan skilning, hafi stungið upp á við starfsbræður sína að Atla Heimi Sveinssyni, er hlaut tónskáldaverölaun Norðurlandaráðs fyrir 12 árum, yrði loks sýnd sú sjálf- sagða virðing að njóta heiðurslauna Alþingis en verið synjað. Fyrir mér er þetta þjóðarhneisa. Sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að allir sambærilegir verðlaunahafar á Norðurlöndunum hafa sjálfkrafa orðið heiðursþegnar í viðkomandi landi og þar með getað starfað. að list sinni óskiptir. Svona vinnubrögð hljóta að vekja okkur til umhugsun- ar um hvort þessi þjóð er neysluþjóð eða menningarþjóð. Á komandi ári vænti ég einfaldlega þess að þau atriði sem ég hef nefnt hér á undan verði lagfærð.“ -JBj Óskum viðskiptavinum um land allt gleðilegs nýs árs. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Starfsmenn Borgarbílasölunnar < tn X] o Útsölustaðir: K.R. Heimilið við Frostaskjól, JL-Húsið við Hringbraut, Borgartúni 31 (húsi Sindra Stáls), Leikfangahúsinu á Skólavörðustíg, Byggingamarkaði Slippfélagsins og við verslun Hagkaups í Skeifunni Gleðilegt ár Fjölskyldupakkar í fjórum stærðum. Eitt mesta úrval landsins af flugeldum, blysum, bombum, tertum og öðru háloftapúðri á einum stað. Við gerum vel við börnin og bjóðum þeim skemmtilegan glaðning í tilefni áramótanna, komi þau með pabba og/eða mömmu á einhvern útsölustað K.R. Flugelda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.