Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. 69 Sandkom dv Manndráp í lit Miklar skærur voru í Suö- ur-Afríku um jólin og munu tugir manna hafa látist í inn- byrðisátökum blökkumanna þar. Tíminn greinir frá þess- um átökum í gær undir afar athyglisveröri fyrirsögn: „Svört dráp í Suður-Afríku“. Nú er úr vöndu aö ráöa. Hvað er átt viö með fyrirsögninni? Er þarna átt við að drápin séu sérstaklega vond og þess vegna svört. Eru þá til góö dráp sem eru hvít? Þá hljóta dráp sem eru á mörkum þess að vera góð og vond að vera grá. Viðmælandi Sandkoms sem las þessa fyrirsögn k vaðst nú vera alinn upp við að öll dráp væm vond og því hlytu þessi s vörtu dráp í Suð- ur-Afríku að vera alveg einstaklega slæm og vaknar þá sú spuming hvort hægt sé að drepa sama manninn tvisvar. Aðrir hafa bent á að með því að kalla drápin í Suður-Afríku svört sé átt við að annaðhvort hafl drápar- arnir eða þeir drepnu veriö svertingjar en í þessu tilviki var um innbyrðisátök blökkumanna að ræða þann- ig að drápin hljóta að hafa verið kolbikasvört. Sam- kvæmt þessari rökfræði hlýtur það að teljast mjalla- hvítt dráp þegar hvítur maður drepur annan hvítan og þar með gott dráp og nán- ast guðsþakkarvert. Ja, þetta em eríiðar og flóknar hug- renningar fyrir fólk sem í einfeldni sinni telur öll dráp vond. Botninn er suður í Borg- arfirði! Á sömu síðu í Timanum og tímamótafyrirsögnin um dráp í öllum regnbogans lit- um er önnur dálítið kynleg: „Hvar er dala botn?“ Margir lesendur Tímans, sem búa í sveitum, þóttust hafa svör á reiðum höndum og bentu á ýmsa staði í sinni sveit sem gætu átt við þessa lýsingu. Sums staðar þarf þó sjálfsagt hæðarmæla til að finna ná- kvæma staðsetningu dal- botna en annars staðar er það á hreinu. Við lestur greinar- hmar kemur þó í lj ós að ekki er verið að leita að botnum neinna dalverpa heldur er verið að fi alla um hmn doll- arans og því er ekki skrítið þó spurt sé hversu langt doll- arinn eða dalurinn getur falhð. En svarið við þeirri spurningu er sýnu erfiðara en spurningin um dalbotn- ana. Ekki einu sinni Reagan getur svarað öðmvísi en fé- lagarhansíslenskir: „Botn- inn er suður í Borgarfirði". Friðrik og Margeir til aðstoðar Nú styttist óðum í einvígi þeirra Jóhanns Hjartarsonar og Kortsnojs í Kanada en fyrsta skákin verður tefld 24. janúar. Jóhann hefur æft vel að undanfórnu og hefur Mar- geir Pétursson aðstoðað hann dyggilega. Jóhann fær góða aðstoð í Kanada því auk Mar- geirs mun þekktasti íslenski skákmaður allra tíma, Frið- rik Ólafsson, aðstoða hann. Friðrik sýndi það og sannaði á hraðskákmóti Útvegsbank- ans annan i jólum að hann hefur fáu gleymt. Hann hafn- aði í öðm sæti á mótinu og sá eini sem var fyrir ofan hann var enginn annar en Jóhann Hjartarson. Kallinn á spýtunum Talsmenn sértrúarsöfnuða hafa haldið því fram að tölu- verð trúarvakning eigi sér nú stað á íslandi sem annars staðar. Þessi trúarvakning virðist nú ekki ná til allra ef marka má þessa sögu sem þó er sönn. Maður á miðjum aldri fór í skartgripaverslun fyrir jóhn ogætlaði að festa kaup á fallegri gjöf handa betri helmingnum. Maðurinn hafði hug á að kaupa hálsmen með krossi og leit á nokkur slík í versluninni. Eitthvað var maðurinn ekki ánægður með úrvahð og spuröi af- greiðslustúlkuna, sem var ung að árum, hvort ekki væm til fleiri gerðir. „Jú, jú,“ svaraði stúlkan. „Viö erum hér með nokkur háismen þar sem einhver karl hangir á krossinum!" Er það nema von! Alþýðublaðiö er hið merk- asta blað sem allt of fáir lesa. í blaðinu í gær er til að mynda merkileg frétt á for- síðu blaðsins og stendur í fyrirsögn: „Innfluttarkonur: Ekki skoðaöar vegna smit- sjúkdóma“. Er það nema von þótt gæðaeftirlitið sé ekki að koma of nálægt innfluttum konum með smitsjúkdóma og eiga svo á hættu að smitast sjálfir. Eins og þaö sé ekki nóg fyrir gæðaeftirlitsmenn að þurfa að prufukeyra ein' hverja saltblauta Subam-bíla þótt þeir þurfi ekki að hætta heUsunni með því að skoða smitaðar innfluttar konur! Umsjón Axel Ammendrup Endurmat á Sjátfstæðisflokki Staksteinar Mb greina frá því 19. des. sl. að á flokksráðsfundi Sjálf- stæðisílokksins hafi Friðrik Sophus- son og Birgir ísleifur Gunnarsson í ræðum sínum lagt þunga áherslu á að kynna flokkinn út frá sögulegum rótum sínum. Eða eins og BÍ sagði: „Okkar hlutverk er að kveða niður óhróður andstæðinganna og skapa flokknum þá ímynd sem er sönn, það er að Sjálfstæðisflokkurinn er og ætlar að vera víðsýnn og frjálslyndur umbótaflokkur, sem byggir á ein- staklingsfrelsi, og hann er flokkur velferöar borgaranna og flokkur mannúðar, flokkur launþega og vinnuveitanda. Við skulum fara af þessum fundi staðráðin í aö breiða þessa sönnu ímynd flokksins út á meðal fólksins um land allt.“ Verkin hræða Þetta eru fógur orð hjá BÍ enda tek- in svo til orðrétt upp úr einni af ræöum Ólafs heitins Thors og það var í þessa veru sem hann taldi far- sælast fyrir land og lýð að Sjálfstæð- isflokkurinn fótaði sig og markaði sér stefnu í þjóðmálum. En nú er öldin önnur og verkin hræða. Ólafur er allur og svo er Sjálfstæðisflokkur- inn í þeirri mynd sem Ólafur þekkti hann. Staðreyndirnar blasa við og ég nenni hreinlega ekki að telja þær upp. Þið getið lesið þær í kosningalof- orðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar og efndunum sem blasa við í dag. Öll eru loforðin svikin ef gengisfelling er undan skilin. En þú verður að meta það, lesandi minn, hvort gengisfelling hefur ekki þegar átt sér stað hjá þessari lánlausu stjórn. En það er athyglivert þegar tveir ráöherrar ríkisstjórnar þurfa að standa upp á flokksráðsfundi innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins og eyða sínum dýrmæta tíma í að skil- greina stefnumið flokksins. Og það hlýtur að vera meira en lítið að í flokki sem víkur svo frá markmiöum sínum að innsti kjarni flokksins þekkir þau ekki lengur. KjaHarinn Sigurður Arngrímsson framkvæmdastjóri handahófskenndum aðgerðum - eins og bananalýðveldi. Rætur mínar og þínar Ólafur Thors átti sér draum. Þenn- an draum áttu einnig Jónas frá Hriflu og Héðinn Valdimarsson. Þeir höfðu mismunandi forgangsröðun á verkefnum, en takmarkiö var það sama: Víösýni, frjálslyndi, umbætur, mannúð og veíferð var takmark þeirra fynr okkur öll en ekki fáa útvalda. Ólafur eygði drauminn og sá marga hluti hans rætast. Hinir voru hraktir burt úr flokkum sínum af annarlegum öflurn - svonefndum flokkseigendum - en frá láti Ólafs Thors hefur Sjálfstæðisflokkurinn fallið smátt og smátt í sömu gryfju og hinir kerflsflokkarnir. Og það er „En með tilkomu Borgaraflokksins upphefst ný stefna og við eygjum nýja von.“ Ný stefna - Ný von I um 30 ár hefur Sjálfstæðisflokk- urinn verið að fjarlægjast meira og meira hugmyndir Olafs heitins Thors um víðsýnan flokk fyrir alla menn. En allur þorri manna og kvenna, sem bera sama draum í brjósti og Ólafur heitinn Thors gerði og kosið hafa flokkinn, er gleymdur að kosningum loknum því fyrir- greiðslan nær aðeins til fárra út- valdra. Og sama á við um alla aöra kerfisflokka á íslandi. En með til- komu Borgaraflokksins upphefst ný stefna og við eygjum nýja von. Von um víðsýnan og frjálslyndan um- bótaflokk sem byggir á frelsi allra manna. Flokk velferöar, mannúðar og hinna mjúku gilda. Þar sem laun- þegar og atvinnurekendur snúa bökum saman við að byggja upp þetta land sem nú er stjórnað með frá þessum rótum stjórnmála sem skoðanir okkar eru myndaðar. En rætur keríisflokkanna eru fúnar og rotnar. Sagan vitnar um það. En við í Borgaraflokknum höfum tekið upp í stefnuskrá okkar allt það góða sem þessir mætu menn börðust fyrir. Og nú biðjum við þig, lesandi minn, að taka afstöðu á nýju ári - gera upp hug þinn - og koma og vera með og hjálpa okkur við að byggja upp réttl- átt þjóðfélag þar sem allir eru jafnir fyrir lögunum og mjúk gildi mann- úðar eru í heiðri höfð. Hjálpaðu okkur að gróðursetja og festa þessar rætur á ný sem nú eru slitnar og rotnaðar. Hefjum nýtt tímabil á nýju ári með því að sameinast, gróa og vaxa í þús- und ár. Sigurður Arngrímsson RAKARASTOFAN KLAPPARSTIG Simi 13010 HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG Sími 12725 Þjóðhátíðar- IwJ sjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1988. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruvernd- arráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menn- ingarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og þ). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi ann- arra við þau." Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrest- ur er til og með 26. febrúar 1988. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýs- ingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason, í síma (91) 699600. Reykjavík, 23. desember 1987 Þjóðhátíðarsjóður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.