Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 28
60
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
Hvað er þér mirmisstæðast frá árinu 1987?
Pétur Einarsson:
Ferð til Kúbu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
„Mér er efst i huga ferð sem ég fór
til Kúbu en þar sat ég þing Alþjóða
leikhúsmálastofnunarinnar. Það var
fróðlegt að koma til Kúbu og þar hitti
ég m.a. Castro sjálfan og fleiri stór-
rnenni," sagði Pétur Einarsson,
leikhússtjóri á Akureyri.
„Þríhliða samningur ríkisins, Ak-
ureyrarbæjar og Leikfélags Akur-
eyrar er einnig mjög ofarlega í huga
mínum. Sá samningur losaði Leik-
félagið við langan skuldahala að
langmestu leyti og var það fagnaðar-
efni litlu leikfélagi sem á í erfiðleik-
um með að draga slíkan hala á eftir
sér.
Af landsmálunum er mér afar
minnisstæð stjórnarmyndunin í vor
og sumar, einnig fjölmiðlabyltingin
sem hér hefur átt sér stað. Fjölmiðl-
arnir hafa hellst yfir okkur af fullum
krafti með bæði góðum og slæmum
afleiðingum. Ég vona bara að okkur
takist að verjast slæmu áhrifunum.
Nýja árið leggst vel í mig. Ég sé
fram á annasaman tíma enda eigum
við eftir að frumsýna bæði Horft af
brúnni og Fiðlarann á þakinu áður
en starfsárinu lýkur,“ sagði Pétur.
VaHýr Sigurbjamarson:
Jarðgöng í
Ólafsfjarðar-
múlanum
Gylfi Kristjánsaon, DV, Akureyri
„Mál málanna hjá okkur Ólafs-
firðingum er auðvitað sú ákvörðun
ríkisstjómarinnar að heimila að
hafnar verði framkvæmdir við gerð
jarðganga í Ólafsfjarðarmúla á næsta
ári,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson,
bæjarstjóri á Ólafsfiröi.
„Hvað varðar atvinnulífið þá er
efst í huga að við fengum hingað
nýjan togara, Mánaberg, og togarinn
Ólafur bekkur kom heim eftir endur-
smíði í Póllandi. Þetta á eftir að hafa
geysimikil og góð áhrif á atvinnulífið
hér í bænum.
Mér er einnig mjög minnisstætt er
knattspymulið Leifturs vann sér
sæti í 1. deild. Margir leikir liðsins í
sumar em ofarlega í huganum en
enginn þó eins og úrslitaleikurinn
við Þrótt og gleðin er úrslitin lágu
fyrir.
Hvað varðar nýja árið er mér jarð-
gangagerðin efst í huga, að þær
framkvæmdir gangi vel. Þetta er það
mál sem skiptir okkur mestu varð-
andi það að menn telji gott að búa
hér í framtíöinni," sagði Valtýr.
Er vegurinn
háll? Vertu því
viðbúin/n að
■ vetrarlagi.