Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
Spumingin
Lesendur
Hvernig fannst þér jóla-
dagskrá sjónvarpsstöðv-
anna?
Knútur Hilmarsson: Ég horíiöi ósköp
lítið á hana og hef því lítinn saman-
burð.
David Árnason: Mér fannst hún góð.
Fannst betra efni hjá RÚV-sjónvarpi.
Guðrún Gísladóttir: Mér fannst ágæt
dagskráin með lögunum úr söng-
leiknum My Fair Lady. Þetta hæfði
fólki af okkar kynslóð.
Hjálmtýr Heiðdal: Ég var bara á-
nægður með hana, valdi það besta.
Og ánægður með Tilbury.
Til vamar Hal Linker:
Bælt hatur eða „business“?
Ólafía Theódórsdóttir: Mér fannst
húnbara ágæt.
Hjonin Halla og Hal Linker.
Kristinn E. Einarsson skrifar:
Það er ekki á hverjum degi að hér
á landi er gefin út bók um einkalíf
hjóna. Síst eru dæmi um að eftirlif-
andi maki gefi kost á því að leiða
lesendur í allan sannleika um hjóna-
band sitt og tilverustig þess.
Hér er auðvitað átt við metsölubók
Höllu Linker sem gift var Hal Linker
þar til hann lést fyrir nokkrum
árum. Hal Linker var þekktur maður
víða um heim og ekki vissum við
betur hér á Fróni en að hann og þau
bæöi, Linkerhjónin, yndu hag sínum
hið besta.
En það hefur nú verið öðru nær,
a.m.k. ekki eiginkonan sem nú losar
af sér allar viðiar og tjáir sig vítt og
breitt um gang nála. Eftirlifandi eig-
inkona hefur látið þau orð falla að
sumir virðist vera hneykslaðir á að
hún skuli nú ljúka upp flóðgáttum
tjáningarþorstans og gefa út heila
bók.
Ekki er nú kannski mark takandi
á þeim sem þykjast verða hneykslað-
ir. Sennilega hafa þeir reynst vera
meðal þeirra áköfustu um að ná í
bókina. Hins vegar verð ég aö segja
að mér finnst nokkuð seint í rassinn
gripið að gera 'sér ekki skýra grein
fyrir yfirgengilegum „göllum" maka
síns fyrr en að honum látnum. -•
Allra verst þó ef þeir verða þá svo
yfirþyrmandi að brýn þörf sé á að
koma þeim á þrykk, einmitt fyrir
jólabókaílóð norður á íslandi.
Einhverjir myndu kannski segja
sem svo: Hvers vegna skildi konan
ekki við manninn til að sýna svart á
hvítu að hjónabandið var ekki með
þeim hætti að hægt væri að una við?
Þeir eru nú ekki svo fátíðir skilnað-
irnir í henni Ameríku að það hefði
hneykslað neinn. Það er ekki algengt
aö annar makinn skrifi bók um hinn
í lifanda lífi og segi allt af létta um
hjónabandið. Hitt er þó enn fátíöara
að bók um makann komi eftir dauða
hans.
Nú verður ekki séð af lestri bókar
þessarar að Hal Linker hafi verið
annað eða minna en sómakær ein-
staklingur og einkar umhyggjusam-
ur eiginmaöur, siðprúður og
heimakær, þótt atvinna hans hafi
verið fólgin í því að ferðast og taka
myndir. Og alltaf vildi hann hafa eig-
inkonuna með sér.
Að hafa ekki alltaf fullar hendur
fjár er nú einu sinni það algengasta
í heiminum og alþekkt í öðru hveiju
hjónabandi. Ljósmyndavinnu Hals
Linker má líkja við hverja aðra út-
gerð þar sem menn gera góða vertíð
eða slæma. Þetta sá eiginkonan fyrir
svo til strax.
Hal Linker var mikils metinn sem
ljósmyndari og kvikmyndagerðar-
maður á sviöi landkynningarmynda
og kom miklu í verk. Hann var einn-
ig vel metinn og virtur hér á landi
og var veitt ræðismannsstaða vegna
ötuls kynningarstarfs fyrir ísland.
Ekki verður annað séð en Hal Lin-
ker sjálfur leggi til allt efni í bók
eftirlifandi maka síns og hefði hann
ekki verið sá sem hann var væri
engin bók! Og ekki er mér grunlaust
um að fleira efni eigi eftir að koma
fyrir almennings sjónir frá eftirlif-
andi maka, efni sem byggt er á starfi
Hals Linker.
Ef það reynist sannspá þá fjarar
um leið út sú skoðun þeirra sem telja
að metsölubókin Uppgjör konu sé
byggð á bældu hatri til fyrrverandi
eiginmanns. Og mun þá vart standa
eftir annað en að bókin sé, eins og
flestar aðrar, sem renna á markað í
jólabókaflóði, hugsuð sem „big busi-
ness“ (stórgróðafyrirtæki) eins og
hún líka varö.
Þingmenn allrar þjóðarinnar:
Skoðanakönnun um fækkun
„Hvernig er hægt aö ætlast til að Alþingi leggi drög að fækkun þing
manna?“ spyr bréfritari.
S.J.K. skrifar:
Ég furða mig alltaf meir og meir á
því hvernig alþingismenn okkar
beita kröftum sínum á Alþingi. Það
er eins og þeir séu að vinna sérstak-
lega fyrir eitthvert afmarkað kjör-
dæmi og ákveðinn hóp kjósenda, þ.e.
fyrir „sína“ kjósendur en ekki alla
landsmenn.
Þetta kemur fram í svo að segja
sérhverjum málaflokki eða einstöku
máli sem fjallað er um á þingi. Það
má taka dæmi af umræðum um
kvótamálið, um samgöngumál, um
landbúnað o.fl. o.fl.
Þingmenn virðast vera á þingi til
að vinna sínu eigin kjördæmi gagn
en ekki landsbyggðinni í heild. Það
er helst þegar þingmenn verða ráð-
herrar að þeir fara að gæta að sér
og má segja að fáir ráðherrar hafi
verið staðnir að því að hygla sínu
kjördæmi umfram önnur. En ástaéð-
an fyrir þessu er einfaldlega sú, að
ráðherrar eru gerðir mun ábyrgari
fyrir verkum sínum en hinir al-
mennu þingmenn.
Hinir almennu þingmenn virðast
geta hagað sér nánast eftir eigin geð-
þótta og jafnvel leyft sér að kjósa á
móti stefnu þess flokks sem þeir hafa
þó heitið að vinna fyrir og verið
kosnir til að framfylgja.
Þetta hefur sjaldan komið eins ber-
lega í ljós og á þessu þingi þegar
mikill meirihluti þingmanna er
stjórnarmegin við borðið. En þetta á
ekkert síöur við þá er sitja hinum
megin, í stjórnarandstöðu. Þing-
menn beggja fylkinganna hlaupa upp
og niður í málefnastiganum og haga
sér eins og skólakrakkar sem reyna
aö komast hjá því að fylgja settum
reglum.
Auðvitað verður þessu að linna því
þetta er ein aðalástæðan fyrir því að
fólk ber ekki traust til alþingismanna
sem skyldi. Hvernig farið verður að
því er álitamál og verður í raun ekki
leyst í einni svipan. Hitt er það að
flestir munu vera sammála um að
þingmenn séu alltof margir og
ábyrgð þeirra því mjög takmörkuð
við hvem og einn.
En hvernig er hægt að ætlast til
þess að Alþingi leggi drög að fækkun
þingmanna? Lagabreyting um það
kæmi seint frá þingmönnum sjálfum.
Þetta er þó vísasti vegurinn til að
bæta stjórnkerfi landsins. Ég vil því
leggja til að umræður verði hafnar
um það hvaða aöili það sé sem getur
beitt sér fyrir því að þingmönnum
verði fækkaö.
Til aö byrja með mætti hafa um
þetta skoðanakönnun samhliða um-
ræðuþætti í sjónvarpi, þar sem
lögfróðir menn um stjórnsýslu
landsins yrðu fengnir til að segja álit
sitt um málið.
Útgáfa sakamála:
Sárt fyrir suma
Edda Sveinbjörnsdóttir hringdi: öðru því sem allir ættu að þrá. En
Þá eru blessuð jólin komin - og því er ekki að heilsa hjá öllum.
farin - með allri þeirri ánægju og Kaupmenn auglýsa sinn vaming,
bækur og gjafxr handa vinum og um okkar að virða lögregluna. En
vandamönnum. hún hugsar ekki um þá sem lent
Nú hefúr lögreglan gefið út jóla- hafa í óláni og aöstandendur þeirra
bók, sem hún nefnir Náttfara, í sem þurfa að rifja þetta upp. - En
samvinnu við Almenna hókafélag- þetta eru sem sé jólagjafir hennar
ið. Þar rifjar hún upp gömul til okkar.
sakamál til aö græða á. . Við óskum þeim hjá AB og ekki
Það skýtur nokkuð skökku við síst íþróttasambandi lögreglu
að við skulum eiga að kenna böm- gieðilegrar hátíðar og nýs árs.