Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
Neytendur
Nýár hjá öldurhúsum
Gamlárskvöld er líklega eitt mesta
skemmtikvöld ársins hjá íslending-
um. Þá er nánast skylda aö skralla
fram á nótt enda gera menn það baki
brotnu. Skemmtistaðirnir láta ekki
sitt eftir liggja og keppast við að aug-
lýsa sem veglegast knall þetta kvöld,
mikiö er í húfi því áfengisneysla er
bklega aldrei meiri en einmitt þetta
kvöld og áfengissala er einmitt ein
helsta tekjulind öldurhúsa.
Hin síðari ár hefur það og færst í
vöxt að halda nýársgleði. Hún er
haldin að kvöldi fyrsta dags ársins
og ber nokkuð annað svipmót en
gamlárskvöld. Þetta kvöld eru haldn-
ar skemmtanir í ýmsum öldurhúsum
og er allt gert til að þær séu sem
veglegastar. DV kannaði lítillega
verð á skemmtunum þessi kvöld en
þær eru mun dýrari en gengur og
gerist.
Miðaverð á gamlárskvöld reyndist
lægst í Casablanca 1.000 kr. en hæst
í Hótel íslandi, þar sem miðinn kost-
ar i.500 kr. Yfirleitt eru hattar og
knöll innifalin i verðinu og stundum
eitthvert miðnætursnarl, t.d. á Hótel
íslandi og í Broadway. Á þessum
böllum eru ýmist hljómsveitir eða
diskótek.
Á nýárskvöld er verö nokkuð með
öðrum hætti enda eru skemmtanir
mun fínni. Einn heimildarmaður DV
í skemmtanaiðnaðinum sagöi að
þessi böll væru haldin til að fólk fengi
tækifæri til aö fara út að skemmta
sér í sparifótunum án þess að eiga
það á hættu að þau yrðu eyöilögö.
Þetta eru sannkallaöar hátíðir, viða-
miklar skemmtidagskrár frumsýnd-
ar og fjórréttaðir kvöldverðir
innifaldir í verði. Verö á slíkri
skemmtun reyndist lægst í Þórscafé
þar sem miðinn kostar 3.700 kr. en
hæst í Hótel íslandi þar sem miðinn
kostar 7.500 kr. Þar er reyndar þegar
uppselt. í Súlnasal kostar miðinn
7.300 kr. og í Broadway 4.500 kr. í
Leikhúskjallaranum hittist hópur
sem kallar sig ’68 kynslóðin í einka-
samkvæmi. -PLP
Nýársböll njóta vaxandi vinsælda þótt dýr séu.
Þegar brennu lýkur er gjarnan skundaó á ball.
Miðaverð á gamlárskvöld
Casablanca
Evrópa
Útópía
Broadway
Hótel Borg
Hótel ísland
2000
Munið að ný filma
fylgir framköllun.
Nýir móttökustaðir:
ÍÁlroirí írslun Isafoldar, Austurstræti.
Veið ihúsið, Nóatúni
Sport búðin, Vöivufelli
Bóka- og rit rangahustð, Gerðubergi
Gler augna deildin, Austurstræti *
iPtap)
I J
Q
. *r.
BHH
. 1$
LJ
o
.4; ;.i.,
|H
KíAA-.
Gleðilegt nýtt ár!
Simi