Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Blaðsíða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Rilst|órn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022. MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987. Öbreytt veður um áramótin „í grófum dráttum er ekki miklar breytingar að sjá, hvorki hér né ann- ars staðar á landinu," sagði Magnús ^ Jónsson veðurfræöingur um veðrið yfir áramótin og næstu helgi. Magn- ús ságði að skúrir yrðu hér sunnan- lands með 3 til 5 stiga hita. Hins vegar yrðu ýmist skúrir, slydda eða snjó- koma fyrir norðan og hiti þar um frostmark. Á Austíjörðum verða skúrir og hiti við frostmark. Magnús taldi að líklega yrði versta veðrið á Vestíjörðum en þó væntanlega minni vindur þar en að undanfomu. „Það lítur út fyrir nokkum veginn sömu sinfóníu og fram að þessu og veðrið ætti ekki að trufla áramóta- stemninguna hjá landsmönnum," sagði Magnús. -SMJ Smdrtíki/Sól hf: Tíu nýir hluthafar Hluthafar í Smjörlíki/Sól hf. sam- þykktu á fundi í gær að auka hlutafé fyrirtækisins um 100 milljónir króna. Hlutabréf aö nafnverði 25 milljónir króna verða seld á fjórföldu nafn- verði. „Þaö eru um tíu einstaklingar og fyrirtæki sem munu kaupa þessi hlutabréf," sagði Davíð Scheving ► Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Smjörlíkis/Sólar lif. í morgun. „Við höfum byggt og keypt hús fyr- ir hundruö milljóna króna á síðustu þremur árum. Okkur hefur ekki tek- ist að fá nægilega löng lán þannig að fjármagnskostnaðurinn hefur étið upp allan gróðann af sjálfum rekstr- inum,“ sagði Davíö. -JGH DV kemur næst út mánudaginn 4. •janúar. Smáauglýsingadeildin er opin laugardaginn 2. janúar kl. 9-14 og sunnudaginn 3. janúar kl. 18-22. Síminn er 27022. Gleóilegt nýár LITLA LAUGAVEGI 91 SÍMI20320. LEIKFÖNG Cityöl LOKI Þá er komið að því að kveðja síðasta bjórlausa árið! „Ég trúi því ekki aö Þorsteinn Pálsson hafi staðið að þessu sam- komulagi. Svo mikið er víst aö mér verður ekki ráðstafað á þennan hátt. Ég er þingraaður á Alþingi íslendinga og tek þar ákvarðanir eftir eigin sannfæringu og engu ööru,“ sagði Matthías Bjarnason, formaöur sjávarútvegsnefndar neðri deildar Alþingis, í samtaii viö DV í morgun. Tiiefhið var sú yfirlýsing Stein- gríms Herraannssonar utanríkis- ráðherra í viðtali viö DV í morgun aö gert hefði verið samkomuiag milli formanna stjómarflokkanna um að að engar breytingar ýrðu gerðar á frumvarpinu sem Halldór Asgrímsson gæti ekki sætt sig við. Ami Gunnarsson alþingismaöur sagðist hafa lýst yfir andstöðu við 10. grein frumvarpsins og það heföi ekkert breyst, hann vildi fá fram breytingar á henni. „Yfirlýsing á borð viö þessa hjá Með henni er verið að stiJla Alþingi íslendinga upp við vegg og skipa því að sitja og standa eins og HaJJ- dór Ásgrímsson viU. Ég óttast að þetta valdi sprengingu sem verði til þess aðþingmenn fari íaðbrjóta allt frumvarpiö upp,“ sagöi Ami Gunnarsson. Samkvæmt öraggum heimiJdum ÐV er í sjávarútvegsnefnd neðri deildar Alþingis og einnig utan hennar að myndast samstaða milli stjómarandstöðunnar og þeirra sfjómarþingmanna sem andvígir eru kvótaframvarpinu um aö fá frara ákveðnar breytingar á því. verið kynntar hugmyndir manna f nefndinni um ákveðnar breytingar á fruravarpinu. Þar má nefna greinina ura smábátana, endur- að fá fram ieiðréttingu til handa þeim byggðarlögura sera misst hafa kvóta. Matthías Bjarnason sagðist ekki þora að fuUyröa að þessi meirihluti væri orðinn til. Árni Gunnarsson sagði aö það kæmi sér ekki á óvart þótt hann myndaöist og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýöubandaJagsins, fullyrti að þessi meirMuti hefði myndast -S.dói’ Flokksformenn semja: Engar breytingar sem Halldór geli ekki fallist á Forystumenn stjórnarflokkanna sömdu um það í gær að stefna að því að framvörp um söluskatt, tolla og vörugjald yrðu að lögum frá Alþingi í dag eða á morgun, gamlársdag, en kvótafrumvarpið, frumvarp um stjóm fiskveiða, yrði afgreitt á fýrstu virku dögum eftir áramót. „Það var lögð áhersla á það að tekjuöflunarframvörpin, söluskatt- ur, tollar og vöragjald, gangi fyrir enda yrði samstaða um það að kvót- inn fari í gegn á mánudag, þriðjudag og miðvikudag og ekki yrðu aðrar breytingar en sjávarútvegsráðherra gæti sætt sig við,“ sagði Steingrímur Hérmannsson í morgun um sam- komulagið. -KMU Afrariega slasaður eftir umferðarslys Á níunda tímanum í morgun varð alvarlegt umferðarslys í Rofabæ. Bif- reið var ekið í veg fyrir bifhjól við innkeyrslu Landsbankans að Rofabæ 9. Ökumaður bifhjólsins mun hafa slasast iUa. Þegar DV fór í prentun í morgun var ekki ljóst hversu alvarlega mað- urinn slasaðist. -sme Ljósafoss við hlið Hvitanessins að sækja saltfisk úr strandaða skipinu. DV-mynd Ragnar Imsland Veðrið á morgun: Úrkomu- laust á Vesturlandi Á morgun, gamlársdag, veröur austan- og norðaustanátt meö skúrum eða slydduéljum á Austur- og Suðurlandi en éljum á Norður- landi, einkum í útsveiíum. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. Verulegt tjón Júlia Imsland, DV. Hofn; Ljósafoss hefur sl. sólarhring tlutt saltfisk úr Hvítanesinu til Hafnar þar sem fiskmatsmenn yfirfara hann. Nokkrar skemmdir hafa orðið á fisk- inum þar sem sjór og olía komust í lestina þegar leiðsla fór í sundur er veriö var að dæla sjó í tanka skips- ins. Fiskurinn er á brettum og er skemmt 10-30 sentímetra lag neðst á 111 brettum. Að sögn eins fiskmatsmannsins mun tjón á fiskinum skipta hundruö- um þúsunda og ekki er komið í ljós hvort unnt muni að verka skemmda fiskinn og koma honum í verð. Einhverjar skemmdir era taldar vera á botni skipsins eftir leguna á sandeyrinni. Reynt verður að ná Hvítanesinu út á flóðinu í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.