Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1988, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 21. MARS 1988.
Fréttir
Hið sigursæla lið Menntaskólans f Reykjavík að loknum sigri yfir Fjölbrautarskóla Garðabæjar í mælsku-
og ræðukeppni framhaldsskóla á íslandi. DV-myndir GVA
MR-ingar unnu mælsku-
keppni um vHsmunaverur
Um helgina lauk mælsku- og
ræöukeppni framhaldsskóla á ís-
landi, MORFÍS, með sigri ræðufé-
lags Menntaskólans í Reykjavík
yfir Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ. Umræöuefni úrshta-
keppninnar var hvort vitsmuna-
verur væru á öðrum hnöttum. MR
hélt því fram í sínum ræðum að svo
væri en Fjölbrautarskólinn í
Garðabæ hafnaði hugmyndinni.
Að sögn Birgis Ármannssonar,
hðsstjóra hins sigursæla hðs MR,
var keppnin mjög jöfn og spenn-
andi og mæting góð. Þetta er í
flórða sinn sem MORFÍS heldur
slíka keppni og í þriðja sinn sem
MR fer með sigur af hólmi. Það er
athyghsvert að sömu hö kepptu til
úrshta í ár og í fyrra, en þá sigraöi
FG.
Að sögn Birgis úthlutar fram-
kvæmdastjórn keppninnar
mælskuhðunum umræðuefni og
hvaða afstöðu þau skuh taka til
þess, viku áöur en sjálf keppnin fer
fram. Keppninni er skipt í tvær
umferðir og flytur hver ræðumað-
ur eina ræðu í hvorri umferð.
Dómarar gefa hverjum ræðumanni
stig, flest geta stigin oröið 300, sem
síðan eru talin saman fyrir hvert
lið fyrir sig. Það lið sem flest stig
hlýtur fer með sigur af hólmi og fær
í verölaun farandbikar.
Dómarar velja einnig ræðumann
kvöldsins, sem í þetta sinn var val-
inn Sigmar Guðmundsson frá
Fjölbrautarskólanum í Garðabæ.
-StB
Sigmar Guðmundsson hlaut flest stig einstaklinga í ræðukeppni fram-
haldsskólanna.
Vertíðarstemning
í Vestmannaeyjum
Ómar Garðarsson, DV, Vestmaimaeyjum:
Hjól atvinnulífsins fóru strax að
snúast eftir að Snótarkonur frestuðu
verkfalh sínu á fostudaginn. Sem
dæmi má nefna aö frá klukkan 16 á
föstudag voru átta skip tohafgreidd.
Voru þetta ýmist loðnuskip, togarar
að koma úr sighngu eða vöruflutn-
ingaskip að koma að utan.
Mikfll ys og þys var við höfnina.
Bátar að koma og fara og nokkur
loönuskip biðu löndunar og má segja
að þarna hafi veriö komin hin eina
sanna vertíðarstemning.
landað til frystingar i vestmannaeyjum siðastliðinn laugardag.
DV-mynd: Ómar
Vestmannaeyjar:
Loðnu
Loðnufiysting hafin
Ómar Gardarsson, DV, Vestmarmaeyjum:
Þótt htið sé eftir af loðnukvótanum
ætla frystihúsin í Vestmannaeyjum
að reyna aö ná til sín eins miklu af
loðnu til frystingar og hrognatöku
og hægt er. Strax á laugardaginn var
byijað að landa loðnu til frystingar
úr GuUbergi VE og í gær kom Bergur
VE með 300 tonn sem einnig var
landað til frystingar.
Loðnan er orðin frekar léleg, hálf-
hrygnd, en reynt verður aö frysta
eins mUdð og mögulegt er.
í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja
var unniö aö hreisun á loðnuhrogn-
um í gær og sagði Óskar Óskarsson
verkstjóri að í dag yrði hrognunum
pakkaö og þau fryst. Þessi afli var
upp úr Guömundi VE en von var á
Sigurði RE inn til löndunar og átti
að vinna hrogn úr farmi hans.
Skódanum stolið og skilað eftirveltu
Eigandi Skódabifreiðar í Grinda-
vík varð fyrir óskemmtUegri reynslu
um helgina. Aðfaranótt laugardags-
ins var bifreiðinni stohð og henni
skUað aftur um nóttina mikiö
skemmdri. Hafði Skódanum þá verið
velt.
Lögreglunni í Grindavík tókst að
hafa uppi á þjófnum og hefur hann
viðurkennt verknaðinn. Hann er
grunaður um ölvun.
-GK
I dag mælir Dagfari
Af steinaldarmönnum
Á síðum Morgunblaðsins fer fram
ritdeila sem reyndar teygir sig yfir
í tilvitnanir úr öörum blöðum
þannig að þar kennir margra og
merkra grasa. RitdeUa þessi stend-
ur mUU Markúsar Arnar Antons-
sonar, útvarpssjóra Ríkisútvarps-
ins, annars vegar og Jóns Óttars
Ragnarssonar, sjónvarpsstjóra
Stöðvar 2, hins vegar. Þetta er hin
skemmtílegasta deila og minnir
Dagfara á sín ungdómsár þegar
rifrUdin stóðu sem hæst mihi strá-
kanna í götunni og hijóðuöu eitt-
hvað á þessa leiö: Pabbi minn er
sterkari en pabbi þinn. Pabbi minn
er sterkari en pabbi þinn. Pabbi
minn er lögga. Pabbi minn er meiri
lögga, Pabbi minn ræður við pabba
þinn, pabbi minn er bestur af því
að hann er sterkastur og er lögga
og ræður viö pabba þinn.
Pabbi minn er líka lögga, pabbi
minn er sterkari en pabbi þinn.
Pabbi minn ræöur viö pabba þinn.
Pabbi minn er bæði bestur og
sterkastur.
Nei. Víst. Nei, víst og víst. Hvem-
ig veisf þú aö pabbi þinn er sterkari
en pabbi minn? Af því bara. Af því
bara hvað? Af því barasta.
Þannig gátu þessar rökfostu deU-
ur haldiö áfram daginn út og
daginn inn án nokkurrar niður-
stöðu annarrar en þeirrar að
hverjum þótti sinn fugl fegurstur.
Eins og vera ber þegar menn beij-
ast fyrir réttum málstað.
DeUur þeirra sjónvarpsstjóranna
eru í sama farvegi. Erfitt er að
greina hvenær þær hófust og ekki
er að sjá hvenær þær enda. Markús
byijaði. Nei, Jón byrjaði. Þú byij-
aðir fyrstur. Ég byijaði fyrst því
aö þú byijaðir.
Eftir því sem Markús segir hefur
Jón Óttar gert sig sekan um hæ-
versku sem fólgin er í neikvæði,
rangfærslum, hálfsannleik og vís-
vitandi blekkingum. Máli sínu tU
sönnunar klippir Markús ýmis
ummæh Jóns Óttars úr blöðum
undanfarin tvö ár og er það skraut-
leg lesning. Jón Óttar bætir svo um
betur með því að svara fyrir sig og
leggur fram langan Usta til sönnun-
ar á því hversu Stöð 2 standi RÚV
miklu framar. Stöð 2 er vídeóleiga,
segir Markús. Ríkisútvarpið er
staðnað, segir Jón óttar.
Eftir því sem skUja má af lestri
þessara skoðanaskipta mun til-
gangurinn vera sá að sanna hvor
sé meiri steinaldarmaður. Jón Ótt-
ar segir að öU umræða um hina
nýju miðla sé á steinaldarstigi og á
þá einkum og sér í lagi við að Mark-
ús Örn sé steinaldarmaöur.
Markús Örn mótmælir því að vísu
ekki að þeir séu báðir steinaldar-
menn, en eftir að hafa birt Ustann
yflr ummæU Jóns Óttars á hinum
aðskfljanlegustu tímum lætur
Markús lesendum sínum eftir að
dæma um það hvor sé meiri stein-
aldarmaður í umræðunum um
íslenska fjölmiðla.
Jón Óttar lætur það fylgja með í
leiðinni að fyrir utan það að Mark-
ús Örn sé steinaldarmaður hafi
Markús falsað upplýsingar, haldi
fram blekkingum og sé undir pils-
faldinum á einhveijum sem hann
ekki tilgreinir. Eftir þessa yfir-
halningu segist Jón Óttar ekki hafa
áhuga á að ræða um persónu Mark-
úsar Amar.
Þetta er auövitað afar fróðlegt og
býsna upplýsandi vegna þess að
íslenskir sjónvárpsáhorfendur
hafa ekki þekkt aöra steinaldar-
menn en Freddie og Wilmu. Nú
hefur hins vegar komið í ljós að við
höfum aöra steinaldarmenn á með-
al okkar, núlifandi steinaldar-
menn, sem eru báðir í forsvari fyrir
þeim sjónvarpsstöðvum sem hér
eru reknar. Þarf maður þá ekki
lengur aö velta því fyrir sér af
hverju dagskrárnar eru eins og
þær eru, úr því að steinaldarmenn
bera ábyrgö á dagskrárefninu og
eru auk þess á því menningarstigi
sem strákamir í götunni tileinkuðu
sér í gamla daga.
Markús segir að RÚV græði
meira á auglýsingum heldur en
Stöð 2. Jón Óttar segir að Stöö 2
græði meira á auglýsingum en
RÚV. Minn pabbi er sterkari en
þinn. Þetta er í stíl og það er yndis-
legt að heyra hvað þeir græða
mikið enda þurfum við þá ekki að
greiða hærri afnotagjöld á meðan.
Dagfari leggur til aö báðar stöðv-
ar taki aftur upp í dagskrár sínar
þætti um steinaldarmennina. Nú
þarf ekki að hafa Freddie og
Wilmu. Nú geta þeir tekið við sín-
um eigin hlutverkum, Markús Örn
og Jón Óttar. Dagfari